Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 Eldur í Bónus AKUREYRI: Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Bónus á Akureyri síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í vind- klæðningu þegar unnið var að viðgerð á vörumóttökuhurð. Slökkviliði Akureyrar gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.Tjón af völdum eldsins er ekki mikið. Gert að miða verð við kostnað SÍMTÖb Úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála hefur fall- ist á kröfu Símans um útnefn- ingu Og fjarskipta hf. (Og Vodafone) sem fyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild á samtengimarkaði. Úrskurður- inn hefur þau áhrif að Og Vodafone ber héðan í frá að miða heildsöluverð, þ.e. sam- tengigjöld, við kostnað. Síminn hefur selt Og fjarskiptum að- gang að sínu kerfi á 11,11 krónur mínútuna með vsk en Og fjarskipti selt Símanum að- gang að sínu kerfi á 16,81 krónur mínútuna með vsk. Munurinn er um 50 prósent. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segist ganga út frá því að Og Vodafone muni nú lækka heildsöluverð sitt. Ekið á par LÖGREGLA Maður og kona á miðjum aldri voru flutt á slysa- deild í gærkvöld eftir að þau urðu fyrir bifreið á Suðurlandsbraut. Slysið varð um áttaleytið og var parið að ganga yfir gangbraut, á grænu gönguljósi, þegar bíll kom aðvífandi og ók á þau. Ekki er vit- að nákvæmlega um meiðsl fólks- ins en talið var að annað þeirra hefði beinbrotnað. B5RB vill nýja hugsun í skattamálum: Skoðar breytilegan persónuafslátt Þing BSRB verður sett í dag og er yfirskrift þess Réttiátir skatt- ar - undirstaða velferðar. Bandalagið vill „losna úr viðj- um vanans" í skattamálum og boðar nýjar hugmyndir. „Við höfum lagt mjög mikla vinnu í skattamál að undanförnu og teljum mjög mikilvægt að menn losi sig úr viðjum vanans hvað skattamálin snertir og reyni að tefla fram nýrri hugsun,“ segir Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB. „Skattar eru tæki til að afla hinu op- inbera tekna og einnig til að jafna kjörin. Þetta tæki þarf að vera í stöðugri endurskoðun og menn mega ekki festa sig í þau form sem við höfum smíðað okkur. BSRB hefur verið að þróa nýja nálgun í skattamálum þar sem við viljum reyna að styrkja staðgreiðslukerfið, ekki aðeins með tilliti til tekna heldur einnig til bótakerfisins." ögmundur segir að nákvæm út- færsla á tillögunum sé í vinnslu og verði það enn um skeið. í megin- dráttum sé hins vegar byggt á því að skattprósentan verði aðeins ein - sem þýðir að hátekjuskattþrep yrði úr sögunni - en persónuaf- sláttur verði breytilegur. Með því að hafa persónuafsláttinn breyti- legan mætti ná fram áhrifum íjöl- þrepaskattkerfis með einni skatt- prósentu, að sögn Ögmundar. I megindráttum sé hins vegar byggt á því að skattprósentan verði að- eins ein - sem þýðir að hátekjuskattþrep yrði úr sögunni - en persónuaf- sláttur verði breytilegur. Ögmundur segist gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður BSRB á þinginu. Um kjarasamningana segir hann að þeir verði að öllum líkindum á vettvangi hvers aðildar- félags um sig þannig að heildar- stefnumótun verði vart mikið til umræðu á þinginu þótt þar verði vitanlega margt rætt sem snertir kjörin; skattarnál, húsnæðismál og NÝJAR ÁHERSLUR: Endanleg útfærsla á skattatillögum BSRB liggur ekki fyrir en Ijóst virðist að hugmyndir um breytilegan persónuafslátt gætu falið í fleira. olafur@dv.is sér býsna róttækar breytingar. Þótt fátt sé gefið upp að sinni hlyti tekjujöfnun að verða meiri en nú er, en skattprósentan yrði líklega lægri. Bjóða biskupi á galdrasýningu Forráðamenn Galdrasýningar á Ströndum hafa boðið herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi í heimsókn á sýninguna. Segjast þeir gjarnan vilja kynna verk- efnið í heild sinni fyrir honum þegar hann á leið um Strandir. Biskup fslands hefur séð ástæðu til að bendla Galdrasýningu á Ströndum við það sem hann nefnir „hin myrku öfl" oghaftereftirhonumíblaðaviðtali að Strandamenn geri „galdrabrennur og kukl að skemmtiefni fyrir ferða- menn", segir m.a. í yfirlýsingu ífá for- ráðamönnum sýningarinnar. „Okkur sem að sýningunni stöndum þykja þetta undarlegar fúllyrðingar og einkennast öðm fremur af fákunnáttu um markmið Galdrasýningarinnar og tilgang," segir enn fremur. Forráðamennimir segja Galdrasýn- inguna sögusýningu með það að markmiði að draga saman vitneskju um sögu sautjándu aldar og þjóðtrú á Islandi með fræðilegum aðferðum og miðla henni til almennings. „ Við teljum okkur hafa sinnt verk- efhinu af heilindum hvort sem um er að ræða uppsetningu sýningarinnar eða annað útgefið efni, svo sem marg- miðlunardisk og Angurgapa, bók um galdramál á íslandi sem styrkt var af Ásgeir sagði að í þeim trygging- um sem sveitarfélögin væru með fyrir skólabörn væri innifalin slysa- trygging, dánarbætur, trygging vegna örorku og kostnaður sem félli til vegna slysa. Þá voru þar inni bætur vegna tanntjóns. jss Krismihátíðarsjóði og kom út nú í sumar. Auk þess er óumdeUt að menn- ingarverkefni af þessu tagi hafi jákvæð áhrif á byggðaþróun með því að styrkja ferðaþjónustu og auka fjölbreytni í at- vinnulífi. Þetta hefúr sannað sig á Ströndum og okkur sámar mjög að þessi starfsemi og vinna með menn- ingararf þjóðarinnar sé kennd við lág- kúru. Aðstandendur Galdrasýningar á Ströndum hafa hingað til ekki haft Kjötvinnslufyrirtækið Ferskar afurðir á Hvammstanga fengu ekki framlengda greiðslustöðv- un fyrirtækisins sem farið hafði verið fram á. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði beiðninni. Fyrirtækið fékk 3ja vikna greiðslustöðvun 23. sept- ember sl. og þá var félagið sagt eiga fyrir öilum skuldum. Ekkert þokaðist t' samkomulagsátt á þessu þriggja vikna tímabili. Nú við framlengingar- áhyggjur af ranghugmyndum þeirra sem ekki hafa kynnt sér verkefnið. Það truflar okkur ekki þótt einhverjar ný- aldamomir haldi að á Ströndum sé kennt fomt kukl, en öðm máli gegnir þegar æðsti maður íslensku þjóðkirkj- unnar dæmir verk okkar opinberlega, augljóslega af vanþekkingu." Ekki náðist í Karl Sigurbjömsson biskup. JSS beiðni em skuldir umfram eignir taldar vera 147 milljónir króna. For- senda greiðslustöðvunar var góð eignastaða. Kaupþing Búnaðarbanki hefur þegar óskað eftir því að fyrir- tækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ferskar afurðir sökuðu bankann, sem var viðskiptabanki fyrirtækisins, um að draga fé af viðskiptareikningum félagsins en Ferskar afurðir munu hafa fengið afurðalán út á birgðir sem alls ekki vom fyrir hendi. Því greip bankinn til sinna ráða. GG Vátryggingafélag íslands: Langflest sveitarfélög tryggja skólabörn Langflest sveitarfélög, sem tryggja hjá Vátryggingafélagi (slands, eru með slysatrygg- ingar fyrir skólabörn. Eins og fram kemur í DV í dag hafnar Reykjavfkurborg því að tryggja skólabörn í grunnskólum. Hafa borgaryfirvöld hafnað hug- myndum um slíkar tryggingar þeg- ar þær hafa komið upp á borð hjá þeim. Samkvæmt upplýsingum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er reynt að leysa hvert einstakt tilvik, þar sem slys í skóla koma við sögu, fyrir sig. Fjölmörg sveitarfélög tryggja hjá VÍS, að sögn Ásgeirs Baldurs, for- stöðumanns hjá félaginu. Þar á meðal eru stærri sveitarfélög, að undanteknum Reykjavík, Hafnar- firði og Akureyri. Óskað gjaldþrotaskipta á Ferskum afurðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.