Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER2003 FRÉTTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR 550 55 55 Við tökum við fréttaskot- um allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndar er gætt. H-Laun ... ekkisættaþig við minnai íslendingur ákærður fyrir að svíkja út hálfa milljón á Visa-kort varnarliðsmanns: Erótískur einkadans frá morgni til síðdegis Rúmlega þrítugur Keflvíkingur hefur viðurkennt að hafa notað í heimildarleysi númer á Visa- korti Bandaríkjamanns í flug- her Varnarliðsins til að greiða fyrir klukkustundar erótískan einkadans á veitingahúsinu v Strikinu í Keflavík. Maðurinn er einnig ákærður íyr- ir að hafa svikið með sama hætti út „þjónustu" fyrir tæpa hálfa milljón króna á sama stað viku síðar, eða þann 28. apríl síðastliðinn. Þannig þykir ljóst að maðurinn hafi látið erlenda konu, erótískan dansara, leika listir sínar fyrir hann einan frá klukkan hálfníu að morgni þangað til klukkan að ganga fimm síðdegis. Máli þessu hefur verið frestað vegna gagnaöflunar fyrir Héraðs- dómi Reykjaness en áhöld eru um hvort kalla eigi til sænskan dansara frá Svíþjóð fyrir dóminn. Sú kona er einmitt sú sem maðurinn er grun- aður um að hafa látið dansa fyrir sig, eftir að hafa lagt fram Visa- númerið á korti Bandaríkjamanns- ins - manns sem hvergi var nálægur. Hann muni í raun ekki hvort kona dansaði fyr- ir hann í hátt í hálfan sólarhring eða ekki - hann geti þó ekki þrætt fyrirþað. DANS AÐ MORGNI: Maðurinn segist ekki muna hvort kona hafi dansað fyrir hann í hátt í hálfan sólarhring eða ekki. starfsfólk veitingahússins lét kaup- anda þjónustunnar kvitta fyrir eru upphafsstafír ákærða. Maðurinn segir undirskriftirnar geta verið sín- ar en „einhver annar hafí getað" skrifað stafina hans á nóturnar. Vegna þessa fer fram rithandar- rannsókn og málið heldur áfram. onar@dv.is Kveðst ei muna dansinn langa íslendingurinn segist hvorki geta játað því né neitað að hafa notið þjónustu dansmeyjarinnar þann 28. apríl - að hann muni í raun ekki hvort kona dansaði fyrir hann hátt í hálfan sólarhring eða ekki - hann geti þó ekki þrætt fyrir það. Hann játi að hafa notað nafn Bandaríkja- mannsins í eitt skipti viku áður til að svíkja út einkadans í eina klukku- stund. Stúlkan hafi fækkað fötum smátt og smátt meðan á dansinum stóð. Fyrir þetta hafi hann greitt 50 þúsund krónur og notað greiðslu- kortanúmer Bandaríkjamannsins. Varðandi það sem kalla má maraþondansinn viku síðar áttu greiðslukortafærslurnar sér stað frá klukkan 8.42 að morgni þangað til klukkan 15.19 - mestallt 50 þúsund króna færslur sem eru greiðslur fyr- ir klukkustundar-einkadans. Maðurinn kveðst hins vegar ekki muna eftir að hafa verið inni á um- ræddum veitingastað á þessu tíma- bili. Á greiðslukortanótunum sem Ágúst í KR Einn öflugasti miðjumaður landsins, Ágúst Gylfason, skrif- aði f gærkvöld undir tveggja ára samning við íslandsmeist- ara KR. Ágúst var með lausan samning hjá Frömurum og þau voru fjölmörg félögin í efstu deild sem vildu fá Ágúst í sitt lið en hann valdi eftir góðan um- hugsunartíma að semja við KR. rValið varmjög erfitt.‘ „Ég er mjög ánægður með að þessi mál eru í höfn," sagði Ágúst í samtali við DV Sport í gærkvöld. „Valið var mjög erfitt. Það var um mikið að velja og vonandi valdi ég það besta," sagði Ágúst og bætti við að einn helst áhrifavaldurinn í ákvörðun hans hefði verið að KR leikur í Evrópukeppninni næsta „Það eru mjög spennandi verk- efhi fram undan. Það er mikill heið- ur að vera kominn til íslandsmeist- aranna og jafn framt heiður að þeir skyldu vilja fá mig í sitt lið. Það verður gaman að taka þátt í Evrópu- keppninni og verja titilinn næsta sumar. Ég á að ég held 20-30 leiki í Evrópukeppninni og vonandi nýtist sú reynsla liðinu," sagði Ágúst sem hefur þrisvar orðið bikarmeistari en aldrei fslandsmeistari. „Ég vona að ég verði mikilvægur hlekkur í þessu KR-liði og það verður gaman að spila á KR-vellin- um fyrir heimafólkið. Það verður dálítið að skrýtið að vera á heima- velli fyrir framan fullt af fólki í Frostaskjóli eftir að hafa alltaf leik- ið þar á útivelli. Þetta verður nokk- ur breyting og það er mjög spenn- andi að takast á við þetta verkefni. Ég óttast ekki baráttu um sæti í lið- inu því að samkeppni er bara af hinu góða og vonandi tekst mér að vinna mér fast sæti í liðinu og vera mikilvægur hlekkur," sagði Ágúst en hann hafði verið í viðræðum við KR í tvær vikur eða allt frá því KSÍ-hófið fór fram. Jónas Kristinsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks KR, var hæstánægður með nýja liðs- manninn. „Við erum virkilega ánægðir með að hafa fengið Ágúst í okkar raðir því þar er á ferð gffur- lega reyndur og öflugur leikmaður sem kemur til með að styrkja okk- ar lið." henry@dv.is Veðríð á morgun Hæg breytileg eða suðlæg átt, en suðvestan 5-10 m/s norðan til. Skýjað með köflum og smáskúrir á Suður- og Vesturlandi, en annars víða léttskýjað. Hiti 0 til 8 stig að deginum en næturfrost austan til. SíMI - 698-9696 og 564 6415 Veðriðídag 4 fí BON5TO0 MoSSUH - PIÍTTUN * IAKKVÖRN mmrnmu blágata Veðríð kl. 6 í morgun Sólarlag I kvöld Sólarupprás á morgun Rvík 17.46 Rvfk 8.41 Ak. 17.24 Ak.8.20 Síðdegisflóð Rvík 16.13 Ak. 20.46 Árdegisflóð Rvik 04.03 Ak. 08.36 Akureyri Reykjavík Bolungarvík Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn London Barcelona NewYork París Winnipeg heiðskírt skýjað léttskýjað -4 3 4 léttskýjað -3 alskýjað léttskýjað léttskýjað slydduél rigning 4 -4 0 -2 5 5 alskýjað 13 skýjað 1 heiðskírt 6 Sm áaugl 5 ysmgor < V-í 550 5000 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.