Alþýðublaðið - 23.04.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.04.1969, Blaðsíða 12
Alþýðu hlaðið Afgreiðslusími: 14900 Ritstjómarsímar: 14901, 14902 Auglýsingasími: 14906 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði Verð f lausasölu: 10 kr. eintaki? Flosí og vorið Hér getur að líta okkar fjölhæfa listamann, Flosa Olafsson, x sínu fínasta vorskrúði. Hann er með skemmtiþátt í sjónvarpinu kl. 20.50 í kvökl, „Vorið er komið“, og þar •koma fram auk hans Sigríður Þor- valdsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Magnúsdóttir, Egill Jónsson, Gísii Alfreðsson, Karl Guðmundsson, Ornar Ragnarsson og Þórhallur Sigurðsson. I bætur I á frysti- I húsi I . 119. þessa mánaðar kom m.s. Ol- afur Magnússon hingað með 70— 80 lestir af fiski, sem skipið hafði veitt á Skagagrunni. Aflanuirx var Ilandað til vinnslu í nýju frystihúsi sem Valtýr Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri hefur byggt hér. — IBygging hússins hófst árið 1966, og var þá eingöngu miðað við síldar- frystingu. Nokkuð var fryst af síld árið 1967. INú hefur Valtýr látið breyta hús- inu og er það nú mjög vel útbúið til Ibolfiskvinnslu. Vinna í húsinu 40— 50 manns. Valtýr Þorsteinsson og skipstjórinn á Ólafi Magnússyni, Gunnar Jóhannsson, eiga þakkir Iskildar frá Seyðfirðingum fyrir þátt þeirra í að bæta það ömurlega at- vinnuástand, sem ríkt hefur hér að undanförnu. UMS0N Irönsk kona Ijóstrar upp 16 ára gömlu leyndarmáli írönsk kona, sem á sínum tíma var æskuvinkona Sor- ayu fyrrverandi keisaradrotin ingar, og síðar hirðmey hjá keisarahjónunum, hefur nú haldið því fram, að Soraya hafi fætt keisaranum son ár- lið 1953. Telur konan, að þessu hafi af ásettu ráði verið hald ið leyndu fyrir umheiminum, en sem kunnugt er, skildi keis arinn við Sorayu og kvæntist Föruh ®ibu á þeim forsend- um,að Soraya hefði ekki get að alið honum son. Konan, sem kemur nú fram með þessa ótímabæru og að margra dórni hæpnu fullyrðingu, heitir Minr Soltan Sadeh og er fædd í : Iran, en býr nú í Lausanne í Sviss. Hún fór frá Iran sam dag og skilnaðurinn varð með keisara- hjónunum. — Við Soraya duldum Iivor aðra einskis, segir kona þessi. Við gengum á sama skóia í Sviss og höfðum mikið saman að sælda, Og þegar Soraya giftist keisaran- um, réð hún mig sem hirðmey. . I. ágúst 1952 trúði Soraya mér fyrir því, að hún væri með barni. Bara, að það verði nú sonúr, sagði hún oft. Við óskuðum þess báðar af heilum hug, því að það hefði stuðlað að því, að keisarinn festist í sessi með þjóðinni. MossadeQ réði lögum og iofum í Iran um þessar mundir, og var lítt vin- veittur keisaradæminu. Flins vegar voru Iíkur til, að Mossadeq yrði að láta í minni' pokann, fyrir þeirri fagnaðaröldu, sem fæðing ríkisarfa, hefði orðið þjóðinni á þessuni erfiðu tímum. Af þeirri ástæðu ákváðum við að reyna að halda þunga drottningar leyndum í lengstu lög. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, hversu auðhlaupið. var að þessu! Njósnarar og flugu- menn voru á hverju strái. Og sjálfur bjó Mossadeq skammt frá höllinni og fylgdist gjöria mc3 því, sem þar fór fram. Læstur sal< ur í höliinni var því dubbaðua Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.