Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 21

Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 21
 Helgar 21 blaðið Hæfileikinn til að skapa eitthvað býr í öllum, ekki síst ungu fólki sem enn hefur óbeislað ímyndunarafl og er ekki mótað af tilbúnum liststefnum. Sýningin Ung- list sem stendur yfir í Hinu húsinu (gamla Þórscafé) hefur einmitt yfir sér þetta ungæðislega yfirbragð. Öllu ægir saman; málverkum, ljósmyndum, skúlptúrum, stuttmyndum, tónlist og ljóðalestri. Unga fólkið hefur sjálft haft veg og vanda af sýningunni, og óhætt er að segja að þarna finni allir eitthvað við sitt hæfi, jafnt ungir sem aldnir. Tyrkneskt sýrurokk Hljómsveitin „Not Correct" ó öllu útopnu en þeir taka þótt i listahótíö unga fólksins sem stendur yfir þessa dagana í Hinu húsinu. Mymd Kristinn Upp á sviði spiluðu strákamir í „Not Correct" hrátt rokk. í gegnum þungan bassa og hratt hljóm- borðsspil glumdi í mimnhörpu söngvar- ans sem setti skemmtilegan blæ á flutninginn. Þegar síðustu tónar lagsins flöruðu út urðu menn óðamála og krafist var aukins styrks úr mögnurunum. „Þeir þola það alveg,“ sagði einn úr hljómsveit- inni. Tónleikamir í Hinu hús- inu voru ekki hafnir, ein- ungis var um hljóðprufu að ræða. Aður en niðurstaða fékkst um desíbelastyrkinn tókst útsendara Helgar- blaðsins að króa strákana af úti í homi þar sem rætt var um unga fólkið, listina og tónlistarbransann. Hljómsveitin „Not Correct" hefur starfað frá því í íyrrasumar og segja strákamir að þeir spili all- skyns músík. „Við viljum innleiða eitthvað nýtt og höldum okkur mikið við tónlist sem kallast tyrk- neskt trasscountry. Á ís- lensku mætti útleggja þetta sem tyrkneskt sýmrokk, sagði söngvari hljómsveit- arinnar, Gunnar the Ape- man, eins og hann vildi láta kalla sig. Aðrir í hljómsveitinni era: Andrés Þór Gunnlaugsson gítar, Ingimundur Oskarsson bassi, Stefán Öm Gunn- laugsson hljómborð og Ey- steinn Eysteinsson tromm- ur. Aðspurðir um hvemig gengi að koma sér á fram- færi sögðu þeir að þessi bransi væri þrælerfiður. „Við spilum á almennum dansleikjum, skólaböllum og tónleikum. Til að magna þetta eitthvað upp reynum við að hafa líflega sviðsframkomu þar sem sitthvað getur gerst. Það væri hægt að nefna ýmsa hluti en það á ekkert erindi fyrir alþjóð.“ Strákamir eru úr Hafnar- firði og sögðu þeir að ung- lingar tækju þeim með var- úð. „Unglingar í dag era allir að elta eitthvað sem þeir vita ekki hvað er. Ef maður kemur til dyranna eins og maður er klæddur verða allir ofsalega hneykslaðir. Við höfum alltaf verið álitnir hálf- skrítnir," sögðu strákamir og hlógu ógurlega. Finnst foreldranum ekki nóg um hávaðann sem fylgir svona hljómsveitar- stússi? „Blessaður vertu maður, þeir era búnir að fá alveg nóg af því. Nei, nei, þeir sýna þessu skilning. Þetta er okkar áhugamál, músík, músík, músík,“ heyrist í einum úr hópnum. Hljómplötugerð? Vilja ekki allar hljómsveitir gefa út plötu? „Við fóram í stúdíó og tókum upp á band þessa fínu tónlist. Málið er að hljómplötuútgáfumar á ís- landi era orðnar alltof stór- ar. Þeir sögðu þelta aldeilis ágætt hjá okkur. Síðan settu þeir fyrir framan okk- ur blað með skilyrðum sem við yrðum að uppfylla. Við yrðum að hafa íslenskt nafn á grúbbunni. Textinn þarf að vera íslenskur o.s.frv. Það vantar minni fyrirtæki, svona eins og Grammið var. Þessir stóru gefa skít í listina. Músíkin er okkar list, en þeir vilja ráða öllu. Hverjum dytti í hug að segja við málara að hann mætti bara nota græn- an lit í myndimar eða ein- göngu málningu frá Hörpu,“ sagði Gunnar. Aðspurðir um Unglist ‘92 sögðu þeir listahátíðina vera þarft framtak. „Unga fólkið hefur gott af þessu og svona hátíð ætti að vera á hverju ári. Héma fá Ijöl- margir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Fjölmiðlar segja t.d. allt- af frá neikvæðu þáttunum hjá unga fólkinu. Þeir ættu að koma hingað, héma er margt frábært í gangi. Við höfum skoðað margt og finnst mest til um mynd- bandagerðina. Frábærir hæfileikar," sögðu strák- amir. Á leiðinni út sýndust mér strákamir byrjaðir að athuga þetta með magnar- ana. Það þurfti að auka styrkinn. Ýta þarf við „Mér finnst þetta frábært framtak. Síðustu vikumar hefur verið brjálað að gera í sambandi við þessa hátíð, og undir lokin var hópur af fólki að vinna að þessu langt fram eftír nóttu," sagði Aðalheiður Birgisdóttír. Hixn var í hópi sem vann að undirbúningi hátíðarinnar og á auk þess nokkur málverk á sýning- unni. Aðalheiður, sem cr á myndlistar- braut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, sagði að í undirbúningshópnum heíði verið fulltrúi frá hveijum skóla. „Þannig náðist besta yfirsýnin yfir það sem var í boði á svona sýningu. Mikið af myndlistinni og skúlptúran- um kemur ofan úr Breiðholti. Þar er líka eina myndlistarbrautin sem starf- rækt er innan framhaldsskólanna," sagði Aðalheiður. Aðspurð um hvenær hún hefði byijað að nrála myndir, sagði Aðal- heiður að hún væri rétt nýbyrjuð. ,Ætli það séu ekki tvö ár síðan ég fór ungu fólki að nota olíumáluliti við myndlistina. Annars hef ég teiknað síðan ég var smástelpa. Ungt fólk á kost á fjölda tækifæra í dag. Stundum þarf að ýta á efiir því til að það framkvæmi hlutina en tækifærin era fjölmörg," sagði Aðal- heiður og bætti því við að hennar íjölskylda hcfði stutt hana mikið eftir að hún ákvað að stunda nám í mynd- listinni. Eitt verka Aðalheiðar á sýningunni sýnir manneskjur togast á tvær sam- an í forgranni og síðan víðsvegar í kringum hnött. „Eg er að reyna að segja frá því að þrátt fýrir háleit markmið er eitthvað sem togar í mann til baka. Allir reyna að komast áfram í lífinu og allir eiga við ein- hverja erfiðleika að etja sem tefja fyrir hlutunum," sagði Aðalheiður. Abalheióur Birgisdóttir. Mólverkió hennar i bak- grunni tóknar heimsendi. Heimurinn er i molum og einsemdin allsróóandi. Myndir: Kristinn. Föstudagurinn 3. apríl Oryggis- leysið að yrkisefni Á þriðju hæð Hins hússins, milli ljósmynda og skúlptúra, fer fram upplestur á ljóðum og smá- sögum auk þess sem sígild músík er flutt. Eitt af skáldunum sem fiuttu verk sin var Siguijón Starri Hauksson, nemandi í Ármúla- skóla. „Það er mikið af ungu fólki sem yrkir. Mest er þetta gert fyrir eigin augu og safnast upp í kommóðuskúffúm. Sumir eiga fúllar skúfiúr af ljóðum,“ segir Sigurjón og tiltekur að listahútíð, eins og sú scm nú stendur yfir, gefi þessu fólki tækifæri til að kynna sig og sin verk. „Eftir að ég byijaði að koma svona fram og fiytja það sem ég hef sett saman eru jafnaldrar mínir að sýna mér það sem þeir hafa gert. Jafnvcl köldu týpumar í leður- fatnaðinum koma út úr skelinni mcð stórfin ljóð,“ sagði Sigur- jón. Aðspurður um hvað einkenndi yrkisefni unga fólksins sagði Sigurjón það fara eftir aldri. „Sextán ára krakkar yrkja mikið um óöryggið. Þessir krakkar era að uppgötva að lífið er ekki bara dans á rósum. Það fylgja því vonbrigði og sárindi. Þessi hópur er svartsýnn. Ástin hefúr bragð- ist og þau finna sig milii þrepa. Þau skortir þroska á við full- orðna en era vaxin upp úr bams- skónum. Öryggisleysið er einnig hjá eldri krökkunum. Þeirra ljóð snú- ast samt meira um framtiðarplön og þjóðfclagið. Þessi hópur horf- ir meira á hlutina úr fjarlægð og dreymir um frið og öryggi," sagði Siguijón. Þegar vikið var að Listahátíð unga fólksins sagði Sigurjón hana vera þarft framtak. „Annars er ég hræddur um að þetta sé ein- hver bóla. Listin er orðin tísku- fyrirbrigði. Það var haldin Lista- hátíð æskunnar og listviðburðir era auglýstir grimmt. Auðvitað ætti viðburður scm þessi að vera á hverju ári. Það er mikið af ungu fólki sem sinnir listinni og þetta gcfur því tæki- færi til að skiptast á sköpun sinni,“ sagði Sigurjón og veitti í lokin góðfúslegt leyfi til birting- ar örsögu sem hann fiutti í Hinu húsinu. BRÉF „ Ég þekki þig betur en þú mig. Eg veit nafn þitt, en nöfn skipta mig engu af því að nöfn segja mér ekki neitt. I huga minum strýk ég likama þinn, iþögninni heyri ég rödd þina, í myrkrinu sé ég bros þitt. En allt þetta skiptir mig engu, út- lit segir mér svo litið, aðeins djúp augna þinna, blikið i sálu þinni. Eg get ekki sagt það, ég get ekki 1 fegrað það. Égelskaþig."

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.