Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 4

Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 4
Jib— Slitnaði uppúr Samningaviðræðum aðila vinnu- markaðarins var slitið um siðustu helgi og er óvíst um framhaldið. Samningar launafólks hafa verið lausir frá því um miðjan september í fyrra. Bronsio í Austurríki íslenska karlalandsliðið i hand- bolta hreppti þriðja sætið í B- keppnini í Austurríki. Það nægði til að tryggja íslenska liðinu far- seðilinn á HM í Svíþjóð á næsta ári. Helgar H blaðið Enginn Óskar Kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Börn náttúrunnar, hlaut ekki óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin við veitingu verð- launanna í vikunni. Öllum að óvörum var það ítölsk mynd sem hreppti hnossið. Lóosbát hvolfdi Það slys varð á hafnarsvæðinu við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga að lóðsbátnum frá Akranesi hvolfdi þegar verið var að aðstoða skip við að leggjast að bryggju. Tveir menn voru á bátn- um og bjargaðist annar en hinn fannst látinn Fullvinnsla borgar sig Mikligarour söolar um Sjónvarpao frá Alþingi Fullnýting sjávarfangs um borð í vinnsluskipum á sjó er þjóðhags- lega hagkvæm og mundi skila hlutaðeigandi aðilum miklum arði þrátt fyrir að ráðast þurfi í viða- miklar fjárfestingar á fiotanum. Þetta kom fram í athugun sem gerð var hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Fækkar hjá hernum Vegna breyttra aðstæðna i ör- yggismálum á alþjóðavettvangi hefur verið ákveðið að senda bandarísku AWACs ratsjárflugvél- arnar til síns heima í sumar. Sú breyting hefur verið gerð á verslun Miklagarðs við Holtaveg að þar hefur vörunúmerum verið fækkað, dregið hefur verið úr þjónustu og vöruverð lækkað. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er þetta gert til að koma til móts við sjónarmið neytenda. Landsmenn hlaupa 1. apríl Eins og fyrr hlupu landsmenn 1. april í vikunni. Flestir fjölmiðlar gerðu sér mat úr deginum og sögðu frá og fluttu misvel heppn- aðar ekkifréttir. Akveðið hefur verið að hefja sjónvarpssendingar frá Alþingi og verða þær hjá Sýn. Þetta var til- kynnt á aðalfundi íslenska útvarps- félagsins sem kaus sér nýja stjórn í vikunni. Ekkert Geysisgos Á fundi Náttúruverndarráðs fyrir skömmu var ákveðið að framvegis yrðu ekki framkölluð gos í Geysi í Haukadal. EB ó dagskrá Aðild íslands eða ekki að Evr- ópubandalaginu komst affur á dag- skrá í vikunni þegar skýrsla utan- ríkisráðherra var rædd í þinginu. Hefðu ekki á móti því að Jón segði af sér Mikil átök hafa að undan- förnu átt sér stað í þing- flokki Alþýðuflokksins vegna frumvarps Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráð- herra um að gera Lands- bankann og Búnaðarbank- ann að hlutafélögum. Ýmsir þingmenn Alþýðuflokks- ins eru andvígir því að þetta frum- varp ráðherrans verði lagt fram, að sinni a.m.k., og vilja fyrst sjá stjórnarfrumvarp gegn hringa- myndun. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður flokksins, og Össur Skarphéðinsson þingflokksfor- maður hafa leitt andófið gegn Jóni Sigurðssyni í þessu máli. Þótt Jón Sigurðsson neiti því í fjölmiðlum að komið hafi til greina að hann legði ráðherrastólinn að veði í þessu máli herma heimildir Helgarblaðs- ins að sá möguleiki hafi verið ræddur í hópi andstæðinga frumvarpsins og þeir ákveðið að standa fast á sínum skoðunum. Þrátt fyrir það að Jón Baldvin hafi lagt nafna sínum lið í slagnum í þingflokknum virðist það ekki hafa dugað til og hafa jafnvel þær raddir heyrst að andstæðingum Jónanna verði hugsuð þegjandi þörfin. Auk Jóhönnu og Ossurar munu Rannveig Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Stefánsson andvíg frumvarpinu eins og það lítur nú út. Davíð Oddsson forsætisráðherra neitar ennfremur (réttilega) að frumvarpið verði lagt fram sem stjórnarfrumvarp nema allir ráð- herrar séu því fylgjandi og and- staða Jóhönnu kemur því í veg fyr- ir að Jón geti lagt fram stjórnar- frumvarp. Andstaða Jóhönnu, Öss- urar og félaga þeirra byggist ekki síst á því að þeim finnst standa á frumvarpi frá sama ráðherra gegn hringamyndun (samkeppnislög). I sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði Jóhanna að hún teldi að viðskipta- ráðherra hefði farið allt of geyst í þetta mál og hún teldi það farsælla að því yrði frestað til haustsins. Nokkrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagl fram tvö frum- vörp þessu tengd, annars vegar um verðlag og samkeppní, sem m.a. tekur á hringamyndunum, og hins vegar um hlutafélög en því frum- varpi er ætlað að auka áhrif al- mennings og smærri hluthafa í at- vinnustarfseminni, en hægt hefur gengið hjá Jóni. I tímaritinu Heimsmynd, sem væntanlegt er á næstu dögum, er því haldið fram að Jónarnir hafi verið tilbúnir að svipta Össur þingflokksformennsku ef hann léti ekki af andstöðu sinni við skóla- Jón Sigurosson iona&arróoherra einn á báti gjaldamálin sem voru til umræðu fyrir áramótin. Ef það er rétt er eins líklegt að þeir hafi endurtekið hótanir sínar í þessu máli. Til að spilla enn frekar andrúmsloftinu í þingflokki Alþýðuflokksins mun AFMÆLIS TILB • 13 iOl SÉRSTAKUR 5% AFMÆLIS- AFSLÁTTUR AF FLESTUM VÖRUM VERSLUNARINNAR 10% EF STAÐGREITT ER. RIPPEN* SAMICK' HYURDni PÍANO OG FLYGLAR • DINO BAFFETTI HARMONIKUR • SAMICK GÍTARAR • OFL. TILBOÐIÐ STENDUR FRÁ OG MEÐ 27.MARS TIL 5.APRÍL NK. VERIÐ VELKOMIN nu DMrrc i 11 MOéra HMAGNUSSONAR GULLTEIGl 6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611 Jón Sig. hafa gagnrýnt Rannveigu Guðmundsdóttur harkalega fyrir ummæli hennar á ráðstefnu um einkavæðingu í síðustu viku, en þar mun Rannveig hafa lýst efa- semdum um allsherjar einkavæð- ingu í atvinnulifinu. I Helgarblaðinu fyrir skemmsru var fjallað um rekstrarerfiðleika Landsbankans og þar m.a. bent á áhyggjur erlendra lánardrottna bankans vegna einkavæðingarum- ræðunnar. Ohjákvæmilegt er að sú umræða komi aftur upp á yfirborð- ið ef Jón Sigurðsson fær sínu framgengt. Það hefur mörgum þótt Jón Sig- urðsson halda á þessu máli með álíka klaufalegum hætti og álmál- inu. Hann hafi í raun ætlað sér að keyra þetta mál í gegn sama hvað það kostaði og geti þess vegna ekki tekið tapi. Til að bæta gráu ofan á svart er nú útrunninn frestur til að leggja fram ný þingmál, þannig að viðskiptaráðherra þyrfti að leita afbrigða til að fá að leggja fram frumvarpið úr því sem komið er. Þetta er að vísu tæknilega hægt en það er ekki hægt að leggja fram stjórnarfrumvarp gegn vilja eins ráðherra. Líklegast er því að Jón láti undan vinstri armi Alþýðu- flokksins og samþykki að frum- varp gegn hringamyndun verði fyrst að lögum til að koma einka- væðingarlögum um ríkisbankana í gegn. Þau sjónarmið hafa þó einnig heyrst að Jón þoli einfaldlega ekki fleiri pólitísk áföll ef hann á að eiga einhverja möguleika á að halda áfram í pólitík. Þess vegna sé svo mikið í húfi fyrir hann að berja niður andstöðuna í þing- flokknum. Hann hafi í raun allt að vinna en engu að tapa úr því sem komið sé. Er nema von að menn bíði spenntir eftir flokksþingi Alþýðu- flokksins, en það verður haldið í haust. Þar má búast við átökum um skipan forystusveitar flokksins og í Pressunni í gær vildi Guð- mundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, ekki neita því að hann kynni að bjóða sig fram gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni eða styðja Jóhönnu Sigurðardóttur í formannsslag. Augljóslega er komin ylur í kolin hjá Alþýðu- flokknum og svo kann að fara að þegar kemur fram á haustið verði þau farin að velgja Jónunum svo undir uggum að þeir neyðist til að finna sér önnur störf, a.m.k. annar þeirra. Föstudagurinn 3. april Hita- veitunni refsað Hitaveita Reykjavíkur mun þurfa að greiða 17 þúsund krónur í refsirryggingu á dag til Húsa- tryggingr.r Reykjavíkurborgar vegna ósamþykktra lampa serri eru á göngum og í eldhúsi Perl- unnar á Öskjuhlíð. Á meðan lamparnir eru ósamþykktir af Rafmagnseftirliti ríkisins geta starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur ekki samþykkt raf- lagnir Perlunnar. Ástæðan fyrir þessum refsigreiðslum til Húsa- trygginga mun vera sú að eftir stórbrunann í Gúmmívinnustof- unni hér um árið, ganga Húsa- tryggingarnar mun harðar fram í því að húseigendur hafi raflagnir sínar samkvæmt settum reglum.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.