Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 8

Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 8
Helgar 8 blaðið Áður en haninn gól tvisvar afheitaðirðu mér þrisvar. Þetta gæti Evrópu- bandalagið sagt við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir lestur skýrslu hans til Alþingis 1992. Stefiiubreyting hefur orðið í afstöðunni til EB-aðildar og þótt ráðherra afneiti EB nokkrum sinnum í skýrslunni bland- ast engum hugur um að hann hefur mikinn áhuga á bandalaginu. Skýrslan dregur einnig upp á yfirborðið spennuna á milli formanna stjómarflokkanna sem hefur ágerst að undafomu. Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra kastaði svo gott sem rekunum yfir samkomulagið um evrópskt efnahagssvæði í skýrslu sinni til Alþingis og í umræðum um hana í vikunni. Fram kom í máli hans að tveir kostir væru þá eftir, tvíhliða viðræður eða aðildar- umsókn að Evrópubandalaginu. Tvíhliða viðræðumar afgreiddi hann í einni setningu sem gagns- litlar. Aðild telur ráðherrann hins- vegar að þurfi könnunar við og tekur undir með Þórami V. Þórar- inssyni, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Islands, sem sagði nýlega að rétt væri að máta flíkina og átti við að nauðsynlegt væri að kanna hvað íslendingar fengju út úr aðildarumsókn að bandalaginu. Ekki nóg með það heldur sagði Jón Baldvin að sú þjóð sem léti staðar numið í EES væri metnaðarlítil þjóð. Hann við- urkenndi í raun þá skoðun að EES væri fordyri EB með þeirri afsök- un þó að allar forsendur hefðu breyst. Davíð Oddsson forsætisráðherra er honum ekki sammála og marg- sagði að aðild væri ekki á dagskrá ríkisstjómarinnar. Hann bætti þvi við að ef fara ætti út í það að taka grundvallarafstöðu til aðildar að EB væri málið innanríkismál og þannig á hans könnu en ekki Jóns Baldvins. Á aðeins örfáum dögum hefur umræðan tekið algerlega nýja stefnu. Hún er hætt að snúast um hið evrópska efnahagssvæði og snýst nú um Evrópubandalagið. Jón Baldvin hefur iðulega bent á að verði ekkert af EES myndi þrýstingur á EB-aðild aukast inn- anlands. Þetta hefur hann sagt til vamar EES. Nú virðist hann telja EES af og vill virkja allt stjóm- kerfið til könnunar á aðild. Hann gengur þó ekki svo langt að segjast vilja senda inn umsókn fyrir árslok einsog flokksbróðir hans K.arl Steinar Guðnason hefur lýst yfir. Ótti vi2> einangrun Jón Baldvin óttast að íslcndingar einangrist og segir í skýrslunni að þótt EES skipi Islandi ekki á innsta bekk þá yrði með samningnum koinist hjá einangrun. Olafur Ragnar Grímsson taldi Jón Bald- vin ekki búinn að átta sig á því að jörðin væri hnöttótt en ckki flöt og að Island lægi mitt á inilli þriggja stórra viðskiptablokka hnattrænt séð. Þannig snýst umræðan fyrsta kastið um stöðu íslands í alþjóða- málum og spuminguna um ein- angmn. Kvennalistinn hefur þó alla tið haldið því fram að Island ætti ckki á hættu að cinangrast og þyrfti þar af lciðandi ekki einu sinni á EES að halda. Lýsandi dæmi um þau stórstökk sem um- ræðan hcfur tckið er sú yfirlýsing Hjörlcifs Guttonnssonar að af tveimur kostum væri EES illskárri en EB, og munar þar miklu, sagði Bakarí Brauðbergs að Hraunbergi 4 Nýbökuð brauð, gómsœtar tertur og kökur í miklu úrvali. Mjólkurvörur og fleira. Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00, laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00. Brauðberg Hraunberg 4, sími 71272 Viðskiptajöfrar Evrópubanda- lagsins risa úr hafi meb sjóvar- útvegsstefnu EB i farteskinu í óþökk litla mannsins ó göt- unni sem snýst til varnar. Al- einn. þinginaðurinn. Spumingar um hvað EB-aðild hefði í för með sér hafa ekki enn komið upp á yfírborðið aðrar en þær sem hafa komið til umræðu í tengslum við EES-samningagerð- ina. Sjávarútvegsmál og landbún- aðarmál, svo dæmi séu tekin, hafa ekkert verið rædd. Ekki heldur hvort stórar EB-þjóðir hafi nokk- um áhuga á smáþjóðum inn í bandalagið og benti Guðrún Helgadóttir á það í umræðunum að háttsettir menn innan bandalagsins hefðu lýst því yfir að Island fengi ekki aðild að EB. Ennþá er ólíklegt að íslendingar velji aðild nema sjávarútvegs- stefnu EB verði breytt. Sjávarút- vegsráðherra Dana telur reyndar að Islendingar misskilji sjávarútvegs- stefnuna og hafi ekkert að óttast. Eins bendir Jón Baldvin á það í skýrslunni að með Maastricht- samkomulaginu hafi Bretum verið gert kleift að standa utan samstarfs á félagsmálasviðinu, en slíkt hefði verið óhugsandi hingað til. Það opni möguleika á því að Islending- ar stjómi alfarið sjávarútvegsmál- um hér. Landbúnaðarstefna banda- lagsins er hinsvegar þannig að hugsanlega gæti vömverð lækkað hérlendis og bændur jafnframt fengið meira í sinn hlut þar eð EB styrkir bændur mun meira en nokkum tíma íslendingar og hefur það ekki verið svo lítið gagnrýnt af utanríkisráðherra. Fer herinn? Jafnvel herinn gæti farið ef tekið er mið af þeirri mynd sem Jón Baldvin hefur dregið upp. Hann sagði að með innri styrkingu EB og Vestur-Evrópusambandsins sem hemaðarbandalags hyrfu Bandaríkjamenn frá Evrópu, frá EB- löndum, og þá einnig frá ís- landi, væri ísland í EB. En hugsan- lega yrðum við að taka á móti Þjóðverjum í staðinn eða einhverri annarri EB-þjóð. Þetta er dæmi um atriði sem um- ræðan um EB-aðiId gæti snúist um en er algerlega ósnertur umræðu- gmndvöllur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill umræðu um þessi mál þótt flestir aðrir EB-andstæðingar telji enga þörf á umræðu. Hún hefur bent á hættuna á því að án umræðu verði okkur laumað inn í bandalagið rétt einsog okkur var komið í Nató og bandarísku herliði var hleypt inn í landið. Hún bendir á að Keflavík- ursamningurinn 1946 hafi farið í gegn vegna þess að margir töldu okkur tryggð með því bæði útávið og eins gegn því að hingað kæmi erlendur her. Samsvömnin nú væri þá EES. Keflavíkursamningurinn var gerður þrátt fyrir afneitanir stjómmálamanna árið áður. Og þrátt lyrir áframhaldandi afneitanir gengu íslendingar í Nató 1949 og herinn kom hingað til lands tveim- ur ámm seinna. Það myndi þá samsvara inngöngu í EB. 1 þessu sambandi má einnig benda á hraðann í þessum málum bæði í Svíþjóð og í Finnlandi. Skyndilega em þjóðir sem hafa hafnað aðild blátt áfram búnar að senda inn umsókn, án mikillar um- ræðu innanlands. Til þess vannst einfaldlega ekki tími. Enn sem komið er hefur ekki verið bent á kosti eða galla þess að vera í EB, hvorki afþeim sem vilja umræður né þeim sem vilja ganga í EB. Krafan um umræður og könnun á þessu virðast sprottnar af ótta við einangrun, að lsland muni sitja hjá í einshverskonar hagvaxt- arleysi. Davíð og Jón Baldvin takast á Davíð hafnaði algerlega þeim orðum í skýrslu Jóns Baldvins að þær pólitísku forsendur sem leiddu til EES virtust ekki eiga við leng- ur, hvorki í EB né í EFTA. Þótt Davíð hafi hafnað því að ágrein- ingur væri í ríkisstjóminni er ljóst að þessir tveir formenn takast á. Jón Baldvin er enn ekki búinn að fyrirgefa Davíð það að hann kom á stöðu ráðgjafa í alþjóðamálum við forsætisráðuneytið án þess svo mikið sem tala um það við Jón Baldvin. Utanríkisráðherra virðist ekki hafa borið þessa stefnubreyt- ingu í Evrópumálum undir Davíð sem nú vill að þau verði innanrík- ismál, a.m.k. fýrst um sinn. Bjöm Bjamason, sem er í innsta hringn- um umhverfis forsætisráðherra hefur og gagnrýnt Jón Baldvin íyr- ir framsetningu hans á þessu máli í skýrslunni. Þama er ekki verið að takast á um hvort ísland eigi að sækja um aðild eður ei. Mennimir em einfaldlega í valdabaráttu. Einsog áður sagði er ekki sama hvemig málið verður lagt upp en ef stjómkerfið kannar málið á ann- að borð er allt útlit fýrir að það verði gert undir stjóm forsætis- ráðuneytisins. Davíð fái að ráða. Hitt er svo annað mál að stjóm- kerfið veit býsna vel hvað aðild að EB felur í sér, enda hafa menn ver- ið á kafi í Evrópumálum þó að skýrslur hafi ekki verið skrifaðar fýrir almenning. Afhverju núna? Á göngum Alþingis spurðu menn sig í vikunni hvers vegna Jón Baldvin kysi að leggja til könnun á aðild einmitt núna. Sum- ir töldu að hann hlyti að vita eitt- hvað meira um afdrif EES en fram hefur komið og það er ekki ólík- legt miðað við hversu hæpið hann taldi að svæðið yrði að veruleika. Einnig er hugsanlegt að þetta út- spil hans tengist valdabaráttu hans og Davíðs. Sumir hafa líka sagt að Jón Baldvin sé með þessu að taka áhættu til að tryggja sér áframhald- andi formennsku í Alþýðuflokkn- um - gangi fiéttan upp. Með því að Alþýðufiokkurinn kæmi fram sem EB-flokkur og væri vilji til þess innan flokksins héldi hann völdum auk þess sem í næstu kosningum gæti fiokkurinn krækt í atkvæði, sem annars hefðu lent hjá Sjálfstæðisflokknum, út á það að Alþýðuflokkurinn væri eini flokk- urinn sem væri hlynntur EB. Sjálfstæðisflokkurinn mun að vísu eiga úr vöndu að ráða meðan fullvíst má telja að Alþýðubanda- lagið, Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn ljái ekki máls á EB- aðild. Föstudagurinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.