Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 2

Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 2
Helgar 2 blaðið Manchester United og Leeds heyja har&a baráttu um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Enski boltinn á skjánum Fyrir tilstuðlan íslenskra get- raana og Samvinnuferða- Landsýnar gefst áhugafólki um enska fótboltann kostur á að fylgjast með beinum útsending- um í Sjónvarpinu næstu fimm laugardaga. Þeir leikir sem ákveðnir hafa verið heíjast allir kl. 14 og eru sem hér segir: Tottenham - Aston Villa laugardaginn 4. apríl, Sheffield Wednesday - Manchest- er City 11. apríl, Liverpool - Le- eds 18. apríl, Chelsea - Arsenal 25. apríl og 2 maí er ráðgert að sýna leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Það er þó ekki öruggt en að því er unnið. Það að aðilar eins og íslenskar getraunir og Samvinnuferðir- Landsýn skuli kosta þessar út- sendingar er virðingarvert í ljósi þess að þeim hefur verið hætt á hinum Norðurlöndunum. íslensk- ir knattspymuáhugamenn eru því einir úr þeim hópi sem fá notið enska boltans á næstunni eða allt fram að úrslitaleik bikarkeppn- innar á Wembley þann 9. maí næstkomandi. Kvennalistinn hafnar Hjörleifi Heitar umræður urðu um hugs- anlega aðildarumsókn islendinga að Evrópubandalaginu á Alþingi í vikunni. Margt skemmtilegt bar á góma í umræðunni. í andsvari við ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, Kvennalista, sagði Hjör- leifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, að hann skildi ekki þingkonuna sem segðist vera á móti aðild að EB en héldi eigi að síður hurðinni inn í bandalagið galopinni. Það gerði hún með því að vilja umræðu um málið, taldi Hjörleifur. Ingibjörg Sólrún svar- aði honum að bragði og sagðist honum sammála um að þau tvö greindi á um baráttuaðferðir í andstöðunni við aðild að EB. Hins vegar fyndist henni hún ekki þurfa leyfi Hjörleifs til að berjast á þennan hátt gegn aðild íslands að EB. Hún lauk svari sínu með þeim áréttingarorðum að Hjör- leifur væri ekki í sama flokki og hún. Rödd Ingibjargar Sólrúnar, sem oftast hljómar einsog rödd skynseminnar á Alþingi, var reiðileg þegar hún afneitaði Hjör- leifi á þennan hátt. ■ Hverra manna ertu? Faðir minn heitir Bergsveinn Sigurðsson og er yfirverkstjóri hjá Hafnaríjarðarbæ. Móðir min er Rut Jónsdóttir og hún vinnur á símanum á bæjar- skrifstofunni. Þau komu til Hafnarljarðar frá Siglufirði þannig að þau eru ekki innfædd. Heimilishagir? í sambúð með Gígju Hrönn, unnustu minni, og við búum á Vesturbrautinni í Hafnarfirði. Aldur, menntun og fyrri störf? Ég er 24 ára og gekk fyrst í Viðistaðaskólann og síðan Iðnskólann. Á sumrin var ég í bæjarvinn- unni og þrjú sumur í öskunni, sem var fina iífið. í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi. Hvenær byrjaðirðu að æfa handbolta? Ég byijaði svona 7-8 ára. Hefurðu alltaf verið í FH? Nei, ég var fyrst í Haukum og á tímabili var ég í handboltanum þar en æfði fótbolta með FH. Það varð dálítið flókið og þcgar ég var 12 eða 13 ára flutti ég mig alveg yfir i FH. Hver vildir þú vera ef þú værir ekki þú? Annar Haíhfirðingur. Hvað er það besta sem fyrir þig hefur komið? Unnustan. Hvaða bók lastu síðast? Lömbin þagna, sem mér fannst betri en óskars- verðlaunamyndin sem gerð var eflir henni. Á hvaða plötu/disk hlustaðirðu síðast? Ég keypti nýju plötumar með Bmce Springsteen í ferðinni til Austurríkis og þótt ég hafi ekki haft mikinn tíma til að hlusta á þær lýst mér bara vcl á. Ertu með einhverja dellu auk handboltadell- unnar? Já, golfdellu. Hvað er hamingja? Ást er hamingja. Það fylgir því líka hamingjutil- finning að vinna bronsið í B-keppninni og kom- ast áfram í keppninni. Er þér meinilla við eitthvað? Já, að tapa fyrir Kristjáni Arasyni og hinum gamlingjunum í fótbolta þegar við erum að hita upp á æfingum. Hver er þinn helsti löstur? Ég er rosaléga þvcr og á erfitt með að bakka ef ég bít eitthvað í mig. En kostur? Því verða aðrir að svara. Ertu sá sem þú sýnist? Ég rcyni a.m.k. að vera eins eðlilegur og ég get og fela ekkert. Ertu sáttur við tilveruna? Jájá. Hefurðu migið í saltan sjó? Ekki í orðsins fyllstu merkingu en kannski á gleðistund á bryggjusporði. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? Ég hcld að ég sé bara þægilegur í umgengni. Áttu þér draum? Já. Ertu handlaginn? Biddu mömmu að sýna þér blómasúluna sem ég smíðaði handa henni í handavinnu! Ertu matvandur? Nei. Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum? Ég myndi koma mér vel fyrir og fjárfesta í ein- hverju viturlegu. Ertu misskilinn? Já, oft. Kanntu brauð að baka? Nei, en það kemur fyrir að ég sting sleif í pott. Fer herinn? Hann er ekkert fyrir mér. Hvað er það sem þú hefur ekki glóru urn? Hvemig það er að spila í 2. deild. Ertu ástfanginn? Já. Á hvað stefnirðu? Bara að koma mér vel fyrir í tilverunni. Hvað er fegurð? Falleg kona og Hafnarfjörður. Hvernig er fólk flest? jslendingar eru frábært fólk. Hvað skiptir máli? Að allir séu jákvæðir og hreinskilnir. Hversu mörg ár áttu eftir í handboltanum? Ég verð hættur um þrítugt. Myndirðu gerast iandsliðsþjálfari ef þér byð- ist það? Nei, ekki eins og staðan er í dag. Hvernig viltu verja ellinni? Mig myndi langa til að kaupa mér hús erlendis og spila golf með konunni. Glaður gaflari „Og Bergsveinn ver!“ Ánægjuleg setn- ing sem margsinnis glumdi í eyrum þjóðarinnar í síðustu viku. Já, Berg- sveinn Bergsveinsson markvörður úr FH er einn af „strákunum okkar" sem eru nýkomnir heim með bronsið úr vægast sagt viðburðaríkri B-keppni í handbolta. Við hittum hann morgun- inn eftir heimkomuna t Prentsmiðju Áma Valdemarssonar þar sem hann starfar sem offsetprentari. Föstudagurinn 3. april Oft veltir lítil þúfa... Ákvörðun mun hafa verið tekin um að sam- eina lífeyrissjóði Málm- og skipasmiðafélags ís- lands og Sambands bygg- ingarmanna og hefur þegar verið ráðinn fram- kværadastjóri hins sam- einaða sjóðs sem verður sá stærsti innan SAL, Sameinuðu almennu líf- eyrissjóðanna. Nýi framkvæmdastjór- inn, Jóhannes Siggeirsson, hefur verið einn af fram- kvæmdastjórum íslands- banka en áður var hann m.a. framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðs Málm- og skipa- smiðafélagsins. Getum hef- ur verið að því leitt að efl- irmaður Jóhannesar verði Bjöm Bjömsspn, einn af bankastjórum íslands- banka, og að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, taki við af honum í haust að afloknu þingi Alþýðu- sambandsins. Talið er einna líklegast að eftirmað- ur Ásmundar verði Öm Friðriksson, varaforseti Al- þýðusambandsins og for- maður Málm-og skipa- smiðafélags íslands. EB-afstaðan aprílgabb Fjölmiðlarnir kepptust við að gabba landsmenn fyrsta apríl einsog hefðin gerir ráð fyrir. Þannig var útvarpið með tvöfalt aprílgabb, kolkrabbann á Eimskipafélagshúsinu og 7 gáma af hræbillegum matvörum frá EB. Tíminn greip til þess gamalkunna bragðs að setja brennivín á útsölu en það var verra með Mogg- ann. Lesendur lúslásu blað- ið í þeirri von að finna eitt- hvert aprílgabb. Sumir veltu því fyrir sér hvort frétt á síðu tvö um að kostnaður vegna ráðhúss- ins hefði farið 35% fram úr áætlun væri gabbið, vitandi það að 135% væri nær sanni. Svo mun þó ekki vera því þrátt fyrir tilburði blaðamanna Moggans til frjálsrar óháðrar blaða- mennsku eru viss heilög vé sem ekki má hrófla við með sannleikanum. Hið raunverulega apríl- gabb Moggans var á bak- síðu blaðsins. Hvort gabbið skrifast á blaðið eða sjálfan forsætisráðherra er hins- vegar álitamál. í fréttinni cr greint frá afstöðu Davíðs Oddssonar til kúvendingar Jóns Baldvins Hannibals- sonar í EB- málunum. Fyr- irsögn fréttarinnar er: For- sætisráðherra um umræður um skýrslu um utanríkis- mál: An efa að aðild að EB er ekki á dagskrá ríkis- stjórnarinnar. Það vakti athygli þegar umræða unt skýrsluna var á dagskrá Alþingis hversu seinl foræstisráðherra var á mælendaskrá. Eðlilegast hefði verið að hann kæmi í pontu strax á eftir Stein- grími Hermannssyni. en Davíð kaus að bíða. Segja gárungamir að hann hafi verið að bíða eftir að 1. apríl gengi í garð á mið- nætti og hann slyppi því við að vera ábyrgur orða sinna. Það tókst þó ekki og því þjófstartaði hann apríl- hlaupinu.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.