Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 7
Helgar ~7 blaðið
Inga
Backman
segist
aldrei
hafa
ætlað
að verða
söng-
kona
hlutskipti listamannanna. í stað þess
að fara á götuna einsog flestar
stelpur gerðu sem lifðu við hennar
kjör, lifir hún af því að sauma blóm
og skraut fyrir heldra fólkið í París.
Hún býr ein og þjáist af næringar-
skorti og tæringu þegar þama er
komið sögu.
Mér fmnst Mimi mjög skemmti-
leg persóna. Hún hefur fyrir löngu
fellt hug til Rudolfs og notar tæki-
færið þegar það gefst. Hún er dul
og ábyggileg en einmana.“
Sé textann í myndum
Operusöngvarar verða að túlka
hlutverk sín bæði með söng og leik.
Hvemig gengur það?
„í nn'nuin skóla fékk ég ekki
sömu þjálfun og leikarar fá í sínum
skóla, en ég hef alltaf haft gaman af
að túlka og fara með texta sem
höfðar til mín. Það sem hjálpar mér,
er að ég held að ég teikni allar mín-
ar tilfinningar með andlitinu. Eg
finn mikið til þegar ég syng og ég
vona að ég komi því vel frá mér.
Textinn skiptir mig miklu máli. Eg
sé hann í myndum og reyni að túlka
þær myndir. Geri söngvari það ekki
er hann bara að syngja nótur. Það er
nauðsynlegt að túlka innihald text-
ans með röddinni, alveg einsog
leikari þarf að túlka rullu sína og
ræðumaður að koma með áherslur á
réttum stöðum.“
La Bohéme
Óperusmiðjan frumsýnir í Borg-
arleikhúsinu óperuna La Bohéme
eftir Puccini miðvikudaginn 8. apr-
íl.
Með helstu hlutverk fara Þorgeir
Andrésson, sem syngur hlutverk
Rodolfos. Mimi syngja þær Inga
Backman og Ingibjörg Guðjóns-
dóttir til skiptis og þær Jóhanna
Linnet og Ásdís Kristmundsdóttir
syngja hlutverk Musettu. Keitli Re-
ed og Sigurður Bragason syngja
Marcello. Önnur hlutverk eru í
höndum Jóhanns Smára Sævars-
sonar, Ragnars Davíðssonar og
Stefáns Amgrimssonar. Þá taka
Kristinn Hallsson, Eiður Ágúst
Gunnarsson, Bjöm Jónatan Emils-
son og Magnús Steinn Loflsson þátt
í sýningunni.
Guðmundur Óli Gunnarsson
stjómar 47 manna hljómsveit sem
skipuð er hljóðfæraleikurum úr Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Ámi Harðarson og Margrét
Pálmadóttir hafa æft þrjátíu manna
blandaðan kór auk tuttugu bama.
Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir.
Messíana Tómasdóttir sá um leik-
mynd og búninga og Láms Bjöms-
son um lýsingu.
Föstudagurinn 3. april
íwí r Verið velkomin á skíðaviku Isafjarðarkaupstaðar
SKÍÐAVIKAN ÍSAFIRÐI1992
Dagskrá:
Fimmtudagur 16. apríl
Skíðakennsla fyrir alla kl. 14:00 - 15:00.
kl. 15:30 Setning skíðavikunnar - Halla Guðmundsdóttir. Hugvekja - séra Magnús Erlingsson. Harmonikufélagar verða á staðnum. Hljómleikar - Síðan skein sól.
Kl. 21:00 Skemmtikvöld á Hótel ísafírði.
Föstudagur 17. apríl
Skíðakennsla fyrir alla aldurshópa kl. 11:00- 12:00.
Kl. 13:30 f A Seljalandsdal: Furðufatadagur - félagar út Litla leikklúbbnum aðstoða. Grillveisla, sælgætisregn, skíðaþrautir. Félagar úr snjósleðafélagi rúnta með bömin.
Kl. 24:00 Unglingadansleikur í Sjallanum - Síðan skein sól.
Laugardagur 18. apríl
Skíðakennsla fyrir alla aldurshópa kl. 11:00 - 12:00.
Kl. 12:00 Á Seljalandsdal: Páskaeggjamót fyrir böm.
Kl. 15:00 Fallhlífastökk.
Kl. 15:30 Plastpokakeppni fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 20:00 Skemmtikvöld fyrir unglinga 13 ára og eldri í Félagsheimilinu í Hnifsdal. Leikþáttur - "Elskaðu mig". Karokee keppni - umsjón Eiríkur Bjömsson. Dansleikur - Stórhljómsveit M.í leikur.
Kl. 21:00 Skemmtikvöld á Hótel ísafirði.
Sunnudagur 19. apríl
Kl. 14:00 Á Seljalandsdal: Garpamót - skráning klukkutíma fyrir keppni, þátttökugjald. Harmonikufélagar verða á staðnum.
Kl. 24:00 Dansleikur í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Verðlaimaafhending vegna Garpamóts. Skíðaviku slitið.
Skemmtinefnd Skíðavikunnar áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá í samræmi við veður. Upplýsingasími Skíðavikunnar er 94-4111 - Hótel ísafjörður. Rútuferðir frá Hnífsdal, Eyrinni og Firðinum alla daga Skiðavikunnar. Hægt verður að kaupa skíðavikukort sem gildir alla dagana.