Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 9

Helgarblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 9
Helgar 9 blaðið Selja úr sér líffærin í Villivakkam, 4000 manna bæ rétt við Madr- as á Suður-Indlandi, hef- ur um tíundi hver íbúi selt úr sér annað nýrað. Líffæraflutningur er fyrir löngu farinn að tíðkast á sjúkrahúsum í Indlandi en þar er reglan að líffær- in séu ekki gefin, heldur seld. Meðal fátækasta fólksins er það orðið allalgengt að selja efnaðra fólki líffæri sín, en sagt er að Villivakk- am muni eiga landsmet í þeirri sölu. Nýru úr lifandi mann- eskju seljast þarlendis á því sem svarar allt að 300.000 ísl. kr. Það er auður fjár fyrir fátæklingana í bæjum eins og Villivakkam, sem mega þakka fyrir að fá sem svarar um 1000 kr. um mánuðinn, ef þeir hafa vinnu. Líffærasala mun vera bönnuð að forminu til þar- lendis, en svo er að heyra að lítið sem ekkert sé gert til að framfylgja því banni. Mikið er urn nýmasjúk- dóma í Indlandi og því eft- Hjón í Villivakkam sem bæði hafa selt úr sér ann- ai nýraó og hafa nú gerst millilióir í liffæravió- skiptunum. irspum á nýmrn mikil. En jafnvel kváðu þannig við- mikið er einnig selt og skipti með augu vera á döf- keypt af öðmm líffærum og inni. nHHBnniinHHni Þurrkaði stormur Rauða hafið? Bandarískir vísindamenn telja sig hafa sannað með ilóknum tölvuútreikningum að stormur gæti hafa þurrkað upp hluta af Rauða hafinu þannig að hægt hafl verið að ganga yfir þurrum fótum einsog lýst er í annarri Móse- bók í Gamla testamentinu. Samkvæmt tölvulíkaninu gæti stöðugur norðaustlægur vindur um 20 metrar á sekúndu í tíu tíma hafa látið Rauða hafið skipta sér nyrst í hafinu, þar sem það er hvað grynnst. Við slíkar aðstæður segja vísinda- mennimir að vatnsborðið myndi lækka um þrjá metra og því myndast gangvegur yfir hafið. Þegar vindátt breyttist myndi vatnið svo fossa ofan í raufina, einsog lýst er í Gamla testamentinu. I annarri Mósebók segir að Drottinn hafi látið austanvind blása alla nóttina og bægt sjón- um burt og gjört hafið að þurr- lendi og vötnin klofnuðu. „Og Israelsmenn gengu á þurru mitt í gegn um hafíð og vötnin stóðu eins og veggur til hægri og vinstri handar þeim.“ Thatcher eða ekki Thatcher - skiptir ekki máli Þegar litíð er yfir efhahags- stjóm hægrimanna í Bret- landi í rúman áratng kemur í ljós að hagvöxtur hefði orðið engu minni þótt ekki hefði komið til ehikavæðing, lækk- un rikisútgjalda og lækkun skatta. Ahrif stjómmála- manna á efnahagskerfið hafa lítil sem engin áhrif til lengri tíma litíð, er niðurstaða sjón- varpsþáttar sem BBC hætti við að sýna nú skömmu fyrir kosningamar í Bretlandi. Loforð um að minni ríkisútgjöld eða skattalækkanir séu grundvöllur aukins hagvaxtar ættu að bera við- vörunarmerki, sagði Jolm Biffen í óútsendu BBC sjónvarpsviðtali. Hann er ekki trúaður á að stjóm- málamenn geti skipulagt aukinn hag- vöxt og telur að meðan ríkisstjómir komi og fari sé hagvöxturinn ótrú- lega jafh að meðaltali. Biffen var ráðherra í ríkisstjóm Margrétar Thatcher í Bretlandi áður en hún rak hann úr stjóminni. Þetta sagði hann í þætti úr þáttaröð BBC sem kallast Panorama. Þáttinn átti að sýna snemma í síðasta mánuði en hann var aldrei sýndur því BBC hætti við útsendinguna. Astæðan er talin sú að þátturinn hafi verið of gagnrýninn á íhaldsstjómina og efnahagsstefnu Thatchers. The Sunday Times birti útdrátt úr hand- riti sjónvarpsþáttarins viku síðar. I þættinum átti að fjalla um hvem- ig hið svo kallaða Tliatschers-krafta- verk hefði ekki verið neitt krafta- verk. Bent er á að hagvöxtur í Bret- landi hefði á tíu ára tímabili orðið sá sami hvort sem stefnu Tliatchers hefði verið beitt eður ei. Efnahags- kreppan í Bretlandi síðustu þijú árin er rædd og skýringar stjómvalda teknar fyrir. Kreppan er talin heima- tilbúin en ekki hluti heimskreppu. Mestmegnis er rætt við fyrrum ráð- herra í stjóm Thatchers og ráðgjafa hennar. Sérstaklega er rétt að benda á Nigel Lawson, fymim fjármálaráð- herra í stjóm Jámfrúarinnar. í kosningunum fór Ihaldsflokkur- inn fram vopnaður hugmyndinni um kraftaverk Thatchers í efnahagsmál- um og vann sigur. Kraftaverkið fólst í því að völd verkalýðshreyfmgar- innar hefðu verið minnkuð, stjómin gengið að verðbólgunni dauðri og hjól atvinnulífsins hefðu tekið við sér vegna lækkunar á tekjuskatti ein- staklinga, minni afskipta stjómvalda og einkavæðingar. Stóran þátt í kraftaverkinu samkvæmt kenning- unni áttu hin óheftu öfl markaðarins. Jafnvel hið mikla atvinnuleysi í Bretlandi virtist á undahaldi 1987. John Smith, fjármálaráðherra skuggaráðuneytisins, spurði í þættin- um hvemig þetta gæti hafa verið kraftaverk úr því að fáum ámm seinna byggju Bretar við mikið at- vinnuleysi, sífellt minni fjárfestingu, neikvæðan hagvöxt og verstu stjóm efnahagsmála í Evrópubandalaginu. Stjómandi þáttarins, Peter Jay, benti á að íhaldsmenn hefðu svör við þessu; þeir bentu annarsvegar á kreppu erlendis og hinsvegar á að kreppan væri að hluta til heimatilbú- in vegna þess að Lawson hefði tapað áttum í baráttunni við verðbólguna. Varabankastjóri Englandsbanka, Sir Kit McMahon, benti hinsvegar á að það hefði byijað að halla undan fæti í Bretlandi löngu áður en það gerðist annarsstaðar. Jay benti líka á orð Jolms Majors forsætisráðherra um að efnahagslægðin væri heima- tilbúin vegna hárra raunvaxta sem væru nauðsynlegir til að ná niður verðbólgunni. Nicholas Ridley, fyrrum iðnaðar- ráðherra, tók undir þetta og benti á að nafnvextir upp á 14- 15 prósent ffá 1987 og þangað til Bretland tengdist evrópska myntkerfinu (EMR) væri orsök kreppunnar nú. Lawson - afsökunin Lawson-afsökun íhaldsmanna fyr- ir kreppunni byggist á því að sem fjárináíaráðhcrra hafi Lawson, ein- hvemtima á árabilinu 1985-88, hvik- að frá Thatcher-stefnunni. Nokkur mistök hans hafi leitt til uppgangsins í lok síðasta áratugar. Þenslan hafi leitt til aukinnar verðbólgu sem ekki var hægt að ná niður öðruvísi en með háum vöxtum sem aftur leiddu til kreppunnar núna. Sir Bemard Ingham, sem var fféttafulltrúi Thatchers, sagði að hún hefði sífellt klifað á því að menn mættu ekki missa sjónar á verðbólg- unni. Lawson viðurkenndi sjálfur í þættinum að vissulega gætu fjár- málaráðherrar gert mistök en að það væri mikil tálsýn ef inenn héldu að með því að fjármálaráðherrar gerðu ekki mistök yrði engin kreppa. Law- son lítur á það sem hluta lífsins, efnahagslífsins, að það skiptist á þenslutímar og kreppa. Þannig sé það í Bretlandi, þannig sé það ann- arsstaðar í heiminum. Þannig hafi það verið og þannig muni það verða. Hrun verðbréfa I Panorama-þættinum var farið yf- ir þessi hugsanlegu mistök Lawsons sem koma m.a. inn á ágreininginn um að tengjast myntkerfi Evrópu- bandalagsins. Þau tengjast einnig hruni verðbréfamarkaða einn mánu- dag í október 1987. Þá voru ríkis- stjómir hvattar til þess að lækka vexti svo menn ættu ekki á hættu aðra kreppu einsog þá sem reið yfir á millistríðsárunum. Lawson sjálfúr benti einnig á að hann hefði ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess að aflétta ýmsum hömlum í viðskipt- um með peninga. Þegar hann lítur til baka sér hann að áhrifin komu seinna en búist var við og urðu þyngri. Þannig héldu bankar áfram að lána peninga án þess að trygging- ar væru öruggar vegna aukins ffelsis. Niðurstaða mistakanna varð fljót- lega augljós þegar verðbólgan tók stökk upp á við. Lawson var enn fjármálaráðherra og lýsti því yfir að þetta myndi standa stutt. Reyndin varð önnur. Hann sér eftir þessari yf- irlýsingu. En Jay benti á að óhugs- andi væri að ásaka einn mann fyrir allt þetta, þótt hann hefði mikið svig- rúm til athafna sem hetja íhalds- manna eflir kosningasigurinn 1987. Tilgáta íhaldsmanna er sú að Law- son hafi eyðilagt kraftaverk Thatch- ers en Jay spurði hinsvegar í þættin- um hverju það hefði breytt ef hinn velheppnaði Lawson sem Ihalds- flokkurinn elskaði hefði verið við stjómvölinn í fjármálaráðuneytinu en ekki hinn misheppnaði Lawson sem gerði mistökin og varð að víkja. Ef Súper-Lawson hefði haft stjóm á vöxtum, ríkisútgjöldum og sköttum, hefði verðbólgan þá ekki rokið upp og kreppa síðustu þriggja ára ekki siglt í kjölfarið? Verða enn aö bíða Sem svar við þessu benti Jay á að á öllu tímabili hægristjómarinnar frá 1979 ffam til þess að uppgangur efnahagslífsins komst í hámark 1989, hefði meðalhagvöxtur á ári verið 2,2 prósent. Væri hinsvegar reiknað með því að Lawson hefði engin mistök gert, dæmið reiknað án þenslunnar og kreppunnar þá væri Jórnfrúin vi& stjórnvölinn, Nú telja menn aö kraftaverk hennar ■ efnahagsmólum hafi ekki verió neitt krafta- verk. meðalhagvöxtur á ári 1,75 prósent á þessu tímabili. McMahon sagði í þættinum að hann teldi efhahags- breytingar snemma á áttunda ártugn- um hafa verið ágætar í sjálfú sér en að þær hefðu ekki breytt hagvextin- um i grundvallaratriðum. Það er ekki hægt, sagði hann, að draga þá álykt- un að lág verðbólga samfara auknu ffelsi markaðsaflanna leiði til aukins árlegs hagvaxtar. Reynsla áttunda áratugarins, reynsla Thatchers-ár- anna sýnir að rökin standast ekki. Ofullbúin niðurstaða Jays í þáttar- lok gengur út á það að ríkisstjómir geti hafl vond áhrif á efnahaginn til styttri tíma litið en að ennþá kunni þær ekki ráð til að bæta efnahaginn til lengri tíma litið. I Bretlandi hcfði meðalárshagvöxtur orðið minni en raunin er ef Lawson heíði engin mis- tök gert. Menn verða því enn að bíða ávaxta Thatchers- kraftaverksins. Jay mælir með því við kjósendur að þeir kjósi ekki um efnahagsmál heldur um skattamál, heilbrigðismál og um- hverfismál í kosningunum 9. apríl. Það fengu þó sjónvarpsáhorfendur aldrei að sjá því BBC hætti við þátt- inn áður en Jay lauk honum. G. Pétur Matthíasson BYPACK fataskápar frá J>ýskalarLcli Stærð 150x197x52 cm Verð 23.940.- stgr. Yfir 40 tegundir til í hvítu, svörtu og eik. Nýborgc§D Betra vcrð Skútuvogi 4 sími 812470 og 686760 Föstudagurinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.