Dagblaðið


Dagblaðið - 08.09.1975, Qupperneq 2

Dagblaðið - 08.09.1975, Qupperneq 2
2 Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. ' X Spurning dagsins Hvernig lizt þér á að nýtt dagblað skuli vera að koma út? Marteinn Skaftfells fyrrum kenn- ari: ,,Mér lízt vel á útkomu nýs dag- blaðs, reynist það gott blað. Verð ekki áskrifandi fyrr en ég hef séö blaðið.” Þöra Friða Sæmundsdóttir nem- andi M.T.: „Alveg þokkalega, bara nógu mörg dagblöð. Ég kaupi það nú sennilega á mánudaginn og verð kannski áskrifandi ef blaðiö reyn- ist gott.” Björn Guðmundsson nemi Heykjanesi: „Ég veit það ekki, hef eiginlega enga skoðun á málinu. Veit ekki hvort ég ætla að kaupa þaö.” Asgeir M. Jónsson flugvélstjóri: „Mér lizt ágætlega á þaö verði það frjálst og vonandi óháð allri flokkapólitik og veiti hinum blöð- unum aðhald. Ekki veitir af að auka fjölbreytnina fyrir lesendur, og blaðamenn mættu hafa það hugfast aö vald blaðamanna er mikiö og blööin skipta miklu máli. Hansina Jónsdóttir starfar á Pósthúsinu. „Agætlega, mjög hrifin, og ég er meira aö segja orðin áskrifandi nú þegar.” Guðmundur Ástráðsson skrif- stofum. hjá Eimskip: „Alveg ágætlega, er mjög hrifinn og nú þegar orðinn áskrifandi.” Við lifum á grasi Nokkrir blokkarbúar i Breið- holti skrifa: „Borgarstjórninni þykir vafa- laust vænt um grænu bylting- una”sina, þótt vinátta við fyrir- tæki virðist stundum ganga fyrir. Hér i Breiðholti er farið að rækta gras meðfram vegum að einhverju leyti og malbikun og endurbætur á götum hefur gengið nokkuð. En við lifum ekki á grasi. Það, sem miklu meira skiptir á þessum erfiðu tímum, er að fólk spari peninga. Grasið ætti að mega biða, að minnsta kosti fram undir næstu kosningar! Okkur vantar veginn, sem ekki liggja átti framhjá Breiðholti I upp I efra Breiðholt. Bensinið er ógurlega dýrt, og rúmlega tvö þúsund krónur hverfa á svip- stundu fyrir þá, sem þurfa að keyra upp i efra Breiðholt hina löngu og krókóttu leið fram hjá grasinu við Breiðholtsbraut. Þessum vegi var lofað fyrir kosningar með töluverðri á- herzlu. Hann má ekki biða leng- ur og alls ekki dugir að láta hann „laxera” fram undir næstu kosningar. Við höfum ekki efni á að vera vegalaus hér. Grasið má biða en vegurinn ekki.” Dagvistunarheimili í Breiðholti Jórunn Kjartansdóttir símaði: „Það vita allir, að dagvistun- arheimili eru of fá i borginni. Verst er þó ástandið i Breið- holti. Það er ekkert dagvistun- arheimili i efra Breiðholti og i neðra Breiðholti er eitt dagvist- unarheimili. Þvi er ætlað að þjóna fjölmennasta hverfi borg- arinnar! Gera ráðamenn sér ekki grein fyrir, að ibúar Breið- holts eru flestir ungt fólk, sem er að koma sér upp heimili og þvi vinna bæði hjónin úti? Jafn- vel blindur maður sér hver þörf- in er. Eru borgaryfirvöld bæði blind og heyrnarlaus? Dagvist- unarheimili eru byggð i eldri hverfum borgarinnar, barnfá- um hverfum. Nema ráðamenn liti á Breiðhyltinga sem ein- Raddir • lesenda KORNA- BÖRN W m w I BIO Sigurður skrifar. Hvað á það að þýða aö hleypa mæðrum með grenjandi korna- börn inn á kvikmyndasýningar? Ég lenti I þvi um daginn, að fyrri hluti kvikmyndasýningar var hálfeyðilagður fyrir mér. Þetta var dálitið rosaleg mynd, full af Tarsanópum hetjunnar og veini kvenna. Ég hallaði mér aftur og ætlaði að njóta kvikmyndarinnar, en annað varð uppi á teningnum. Fljótt byrjaði smásnökt I kornabarni fyrir aftan mig, og þegar hetjan herti öskrin, jukust veinin og urðu látlaus og svo hávær að lítið heyrðist i stjörnunum á tjaldinu um langa hrið. Fólk fór að blóta i grennd við mig, og krakkar, sem höfðu skrafað töluvert, gáfust upp við það og tóku að þeyta svivirð- ingum i átt til konunnar með litla barnið. Auðvitaðgekk þetta ekki, og fór svo, að móðirin fór út — við fagnaðaróp gestanna' og lófaklapp. Ég hafði haldið, að dyraverðir sæju um, að svona lagaðkæmi ekki fyrir. hverja ánnars flokks borgara, sem sé hægt að pakka inn i fjöl- býlishús og siðan ekki söguna meir. Eru þessir herrar búnir að gleyma loforðum sinum, sem þeir gáfu fyrir siðustu kosning- ar? Þetta ófremdarástand verður að leysa, að öðrum kosti hljóta ibúar Breiðholts að endurskoða afstöðu sina til borgarstjórnar- meirihlutans. Sér borgarstjóm virkilega ekki hvar þörfin er mest? ” SKREF AFTUR Á BAK? 76 ára kona skrifar: „Þegar ég fór til útlanda I sumar virtist mér við hafa stig- ið skref aftur á bak i meðferð farangurs flugfarþega. Hjá Lof tleiðum var ekki lengur tekið við töskunum, þannig að maður þyrfti ekki um þær að fást fyrr en á ákvörðunarstað. í þess stað voru þær látnar rúlla út i bil og maður átti siðan að taka þær á Keflavikurflugvelli og koma þeim sjálfur til afgreiðslunnar þar. Þetta olli vandræðum. Ég sá á eftir farangrinum út i bil og fór sjálf þangað og beið lengi. Þá kom bilstjórinn og sagði, að ég færi ekki með þess- um bíl. Með honum færu ein- göngu Norðmenn, sem væru i „transit”. Ég mótmælti að skilja við töskurnar og verða að fara með öðrum bll eftir hálf- tima, sem mér var sagt að gera. Ég er af „gamla skólanum” og vildi ekki sjá farangurinn fara á undan mér og liggja úti á Kefla- vikurflugvelli i hálftima hirðu- leysi. Komst ég loks fyrir frekju mina með þessum fyrri bil. Ég varð að kaupa farmiða með bilnum inni, og það hafði enginn sagt mér. Náði ég farangrinum á Keflavíkurflugvelli og kom honum i afgreiðslu þar. En þetta var talsvert mikill farang- ur og púl að dröslast með hann. Ég vil spyrja, hvort við séum á leið út úr tækninni til baka i þró- uninni?” Hvers eiga börn lógtekju- foreldra að gjalda? „Ég vildi byrja þetta bréf á að lýsa yfir ánægju minni með út- komu Dagblaðsins og vona blaðið vérði til að bæta blaða- mennskuna hér á landi og stuðla að frjálsri blaðaútgáfu. Svo er mál með vexti að ég á uppkomin börn sem bæði stunda nám erlendis. Dóttirin er við há- skólanám en sonurinn i fram- halds-iðnnámi. Þau fá lán úr lánasjóði námsmanna eins og flestir er stunda framhaldsnám, en það dugir þeim hvergi nærri til framfærslu. Þó að þau komi bæði heim á sumrin og vinni hér heima i aðeins miðlungs laun- aðri vinnu, dugir það heldur ekki til. Bæði flugfar til útlanda og uppihald erlendis meiri part- inn úr árinu er það dýrt. Sem betur fer vinnum við bæði, maðurinn minn og ég, og höfum þvi efni á að styrkja börn okkar til náms og bæta þvi við, sem á vantar, svo börnin geti lifað mannsæmandi lifi erlendis. En mér verður hugsað til þeirra er stunda vilja nám er- lendis og eru aðeins upp á mis- jafnlega borgaða sumarvinnu og lán lánasjóðsins komin. Hvers eiga börn lágtekjufor- eldra að gjalda? Á menntun að verða að sérréttindum þeirra rikari i þessu þjóðfélagi? Að þvi virðist stefnt með allt of lág-- um lánum til þeirra er hafa bæði vilja og getu til iangskólanáms. Með kæru þakklæti fvrir birt- inguna.”- Kolbrún Sigurjónsdóttir '•V'Xi., ■".v- Það er greinilega engin vanþörf á gæzluveili I Breiðholti. Djúpar gryfjur fullar af vatni eins og þarna sést geta orðið stórhættulegar börnum og er ekki leiksvæði við þeirra hæfi. Myndin er úr Breið- holtshverfi. Ljósmynd Hailur Helgason RADDIR LESENDA Hringið, skrifið eða komið! Þeir lesendur okkar, sem vilja notfæra sér þjónustu Radda lesenda, ættu að athuga eftirfarandi: Lesenda- dálkurinn hefur opna símalinu daglega milli 3-4, nema laugardaga og sunnudaga. Rit- stjórnin er i Siðumúla 12 á 2. hæð. Þá er hægt að senda okkur línu á sama heimilisfang með póstinum. Munið að láta nafnið fylgja, jafnvel þótt óskað sé eftir að þvi verði haldið leyndu i blaðinu. lyfilP il 11 S 1 ífilLLii C 8332!

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.