Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. 3 Friðrik í 7.-11. sœti Friðrik og Hort gerðu jafntefli i 6. umferðinni á skákmótinu i Middlesborough sem var tefld i .gærkvöldi. Bronstein vann Smyslov og Hubner Stean. Lom- bardy og Kavalek gerðu jafntefli, einnig Timman og Georghiu. Bið- skákir urðu hjá G.eller og Harston og Sax og Niles. Friðrik er i 7.-11. sæti. ' -Bronstein hefur forystu með 4 1/2 vinning. 2. er Hubner með4, 3. Sax með 3 1/2 og biðskák. 1 4. sæti er Geller með 3 og bið- skák. 5. er Hort með 3. Siðan kemur Timman með 2 1/2 og biðskák. 1 7.-11. sæti eru Friðrik, Smyslov, Georghiu, Kavalek og Stean með 2 1/2 vinning. Harston hefur 2 og biðskák, Lombardy 2, Keene 1 1/2 og Miles 1/2 og biðskák. —HH 80 Norður landahjúkrunar- konur þinga ó Loftleiðum Vinnuskilyrði hjúkrunar- fræðinga innan og utan stofnana verður aðalviðfangsefni 80 full- trúanna á fulltrúafundi Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norður- löndunum. Fundur þeirra hefst á Hótel Loftieiðum á morgun og stendur til 12. september. Þeir þættir sem kannaðir verða, eru fyrirkomulag stjórn- unar, ábyrgðar—iog verkaskipt ing, starfsmannamál, vinnuvernd og ráðstöfun mannafla og fjár- magns. Fjallað verður um efnið i nefndum. — JBP — Er kynþáttum mismunað hér á landi? ENGINN VILL LEIGJA FJÖLSKYLDUNNI ÞEGAR INDVERJINN BIRTIST Asdis Gunnarsdóttir er gift Indverjanum Ikram Ahssan og hafa þau verið búsett hér á landi frá þvi árið 1973. Fljótlega eftir aö þau komu til l'andsins byrj- uðu þau að leita að ibúð til leigu, til að eiga sér einhvers staðar samastað. Og enn þann dag i dag leita þau. 1 tvö ár hafa þau verið á eilifum hrakhólum með húsnæði. Og hver skyldi ástæð- an vera fyrir þvi að i rúm tvö ár hafi þau ekki getað fengið ibúð til langframa? Jú, ibúðareig- endur á Stór-Reykjavikursvæö- inu virðast ekki vilja hafa neitt meö litað fólk að gera. Ef þau auglýstu eftir Ibúð, gáfu upp simanúmer og einhver hringdi, var eins og gengur og gerist spurt, hver þau væru. Og er i ljós kom að húsbóndinn var Indverji var tólinu ýmist skellt á eða þá að leigan hækkaði skyndilega upp úr öllu valdi. Einnig vissi Ásdis um Ibúöir er lágu á lausu, en ef hún setti sig i samband viö húseigand- ann, var hann ekki reiðubúinn til að leigja hana, heldur beið þar til hann fékk „ólitaða” fjöl- skyldu til að fiytja inn. Heldur er þetta leiðinleg reynsla íslendings af samlönd- um sinum, sem stæra sig þó af frjálslyndi og viösýni á allan máta. Ásdis auglýsir eftir húsnæði eins og svo margir aðrir i smá- auglýsingum Dagblaðsins I dag. -BH- A myndinni sjást Asdfs og Ikram ásamt börnunum sinum tveim Selmu 2ja ára og óskirðum 2ja mánaða á heimiii foreldra Asdisar. VILTU BREGÐA ÞÉR TIL - áskrifendur DAGBLAÐSINS fá að keppa um draumareisu til Suðurhafs- eyja, Disneylands og New York 1. Hvað heitir höfuðborgin i Astraliu? A: Canberra B: Sydney C: Melbourne HAWAII? DAGBLAÐIÐ efnir til getraunar fyrir áskrif- endur sina, sem þegar fyrir útkomu blaðsins voru orðnir f jölmargir; skiptu þúsundum. Getraunin okkár er nokkuð einföld — og þó. Varizt gildr urnar. Þekktu borgirnar þurfa ekki endilega að vera höfuð- borgir. Kannski er réttast að slá upp i alfræðioröabókinni? 1 átta fyrstu tölublöðumDAG- BLAÐSINS verður sem sagt getraun og sá heppni, sem sigur hlýtur, fær að launum HAWAII-FERÐ FYRIR 2 MEÐ VIÐKOMU I NEW YORK OG DISNEYLANDI. Islendingar ferðast gjarnan suður á bóginn, en til Hawaii hafa vist ekki margir komið. En hvað um það. Tveir heppnir Dagblaðslesendur eiga væntan- lega eftir að sóla sig á Waikiki- ströndinni frægu og njóta lysti- semda þessara frægu Kyrra- hafseyja. Svo liggur leiðin til Kaliforniu, þar sem Disneyland verður heimsótt, og þaðan norður á bóginn til New York og heim. Lesendur ættu að klippa get- raunina út, safna henni saman og senda siðan bunkann, átta myndir samtals, með krossi vifl rétta svariö til: DAGBLAÐS- INS, Siðumúla 12, merkt Get- raun.Svör skulu hafa borizt eigi siðar en 4. október n.k. Dagblaðið 83322 Ritstjórn Afgreiðsla Auglýsingar Beinar linur: 85112 - 85119 Ritstjórn Notið beinu línurnar, þegar 83322 er á tali UMBOÐS- MENNIRNIR OKKAR Akranes: Þorsteinn Óskarsson Krókatún 5. Akureyri: Pálmi Ólafsson, Blaðavagninn. Borgar- nes Björn Arason. Dalvik: Jó- hann Tryggvason, Asvegur 13D. Egiisstaðir: Gunnar Vignisson, Brúarland. Eyrarbakki: Þuriður Þórmundsdóttir, Túngata 55. Grindavik: Sjöfn Sveinsdóttir, Mánagerði 2. Grundarfjörður: Ágúst Elbergsson, Fossahlið 7. Hafnarfjörður: Kristin Sölvadótt- ir, Garðavegur 9. Hella: Helgi Einarsson, Laufskálar 8. Hellis- sandur — Rif: Hrafndis Halldórs- dóttir, Naustabúð 18, Helliss. Hornafjörður: Þorsteinn Gisla- son, Hrisbraut 1. Húsavik: Þórar- inn Stefánsson, Bókaverzlunin. Hvalfjörður: Benzinsalan, Oliu- stöðinni. Hvammstangi: Verzl. Sig. Pálmasonar. Hverageröi: Helga Eiriksdóttir, Laugaland. Hvolsvöllur: Sigriður Magnús- dóttir, Stórageröi 21. Isafjöröur: Olfar Ágústsson, Sólgata 8. Keflavik: Sig. Sigurbjörnsson, Hringbraut 92A. Mosfellssveit: Kaupfélag Kjalarnesþings, Brúarlandi. Neskaupstaður: Helga Axelsdóttir, Urðarteigur 14. Patreksfjöröur: Björg Bjarnadóttir, Aöalstræti 87. Reyðarfjöröur: Friðjón Vigfús- son. Sandgeröi: Oddný Jónas- dóttir, Holtsgata 8. Selfoss: Pétur Pétursson, Engjavegur 49. Seyðisfjörður: Gisli Blöndal, Túngata 11. Siglufjörður: Friö- finna Simonardóttir, Aragata 21. Staðarskáli: Staðarskáli, Hrúta- firöi. Stokkseyri:Páll Bjarnason. Stykkishólmur: Hanna Jónsdótt- ir, Silfurgata 35. Vestmannaeyj- ar: Helgi Sigurlásson, Brimhóla- braut 5. Vogar: Margrét Péturs- dóttir, Kirkjugerði 3. Ytri- og Innri Njarðvik: Steindór Sigurös- son, Klapparstlgur 10Y-Nj. Þing- eyri: Páll Pálsson, Fjaröargata 52. Þorlákshöfn: Franklin Bene- diktsson, Skálholtsbraut 3. Borgarfjarðarbrúin: Kafarabátur dró mann- virkin með sér niður Brúargerðin yfir Borgar- fjörö kemur til með að tefjast nokkuð vegna þess að kafara- báturinn Orion lagðist á hlið- ina og sökk á iaugardags- morguninn. Fregnir af þessu óhappi eru enn fremur óljósar, en eftir þvi, sem næst veröur komizt, gerði mikiö flóð, og Orion, sem bundinn var við mannvirkin sökk og dró þau með sér. i fyrstu var taliö aö þarna væri tveggja mánaða vinna farin i súginn, en er við höfðum sam- band upp i Borgarfjörö i gær- kvöld var okkur tjáð að tjónið væri ekki mjög mikið, en nóg samt. . —AT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.