Dagblaðið - 08.09.1975, Page 6

Dagblaðið - 08.09.1975, Page 6
6 MMBUWB frfálst, úháð daghlað (Jtgefandi: Dagblaöið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Ilallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaöamenn: Asgeir Tómasson, Bolli Héöinsson, Bragi Sigurösson, Hallur Hallsson, óniar Valdimarsson, Siguröur Hreiöar. Handrit: Asgrimur Pálsson, Inga Guömannsdóttir, Marla ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Loksins — til hvers? ,'^NAS K'-ISTJÁNSSON „Loksins”, segja sumir, þegar sagt er frá útkomu nýs dagblaðs á íslandi. En aðrir spyrja: ,,Til hvers?” Hvað tákna yfirlýsingar aðstandenda Dagblaðsins um, að það eigi að vera frjálst og óháð dagblað? Margir efast um, að þetta geti verið satt i landi, þar sem blaðamennska og flokkapólitik hafa frá upphafi verið i nánum tengslum. Okkar svar við efasemdunum getur ekki verið annað en að biðja þjóðina um að fylgjast vel með Dagblaðinu frá upphafi og kveða upp dóm sinn i ljósi reynslunnar. Við erum að leggja upp i risavaxið ævintýri, sem við teljum, að lánist þvi aðeins, að Dagblaðið verði frjálst og óháð stjórnmálaflokkum og hags- munaöflum. Þótt fyrsta tölublaðið sé ekki enn komið út, þegar þetta er ritað, hafa þúsundir manna gerzt áskrifendur Dagblaðsins að eigin frumkvæði. Simalinur blaðsins hafa af þessum sökum verið rauðglóandi i heila viku. Við vissum, að þörf var fyrir frjálst og óháð dagblað á Islandi, þrátt fyrir slæma afkomu margra þeirra blaða, sem fyrir eru. En okkur datt ekki i hug, að fyrstu undirtektir yrðu jafn stórfenglegar og áskrifendastraumurinn hefur sýnt. Við vonum, að þessi bylgja brotni ekki. Við vonum, að almenningur taki okkur vel, sýni okkur nokkra biðlund, þegar okkur mistekst, og gefi okkur tækifæri til að eflast nægilega til að standa undir fyrirheitum okkar. Flestum mun i fyrstu þykja Dagblaðið minna á Visi. Það er eðlilegt, þvi að þorri ritstjórnarinnar er kominn beint af Visi yfir á Dagblaðið. Við munum i fyrstu að ýmsu leyti móta Dagblaðið með svipuðum hætti og við mótuðum Visi fram á þetta sumar. Ritstjórn Dagblaðsins er að okkar mati eðlilegt framhald af ritstjórn Visis. En við teljum, að kringumstæður okkar séu betri en áður, þannig að við höfum nú tækifæri til að þróa blaðið okkar og ykkar i átt til frjáls og óháðs dagblaðs, dagblaðs nútimans. Við höfum aðstöðu til að gefa út ábyrgt og skemmtilegt blað, heiðarlegt og fjörugt blað, og ætlum að spreyta okkur á þvi. Margar hindranir hafa verið lagðar i braut okkar. Við höfum verið eltir með lögbönnum og hótunum um lögbönn. Margir hafa orðið fyrir persónulegu ónæði vegna stuðnings og aðstoðar við okkur. Prentsmiðjan hefur verið kúguð til að láta okkur hafa fremur óhentugan prentunar- tima. Og útkoma Dagblaðsins hefur tafizt viku vegna þessara hindrana. En margar þessara hindrana eru nú að baki. Dagblaðið er komið út, reiðubúið að mæta örlögum sinum, sjálfum dómi islenzkra blaðales- enda. Þvi verður unnt að svara smám saman spurningunni ,,til hvers?” og reyna að uppfylla óskir þeirra, sem segja „loksins”. Dagblaöiö. Mánudagur 8. september 1975. ÁRSAFMÆLI RÍKIS- STJÓRNARINNAR Núverandi rikisstjórn Islands átti eins árs afmæli fyrir nokkru og er þá ekki óeðlilegt að skyggnzt sé um öxl, þvi að þetta eru mikil timamót i ævi einnar rikisstjórnar. Þá má nokkuð ráöa i það hvernig hún hefur haldið á málum og hver örlög hennar verða. Eins og menn rekur minni til, gerðu sjálfstæðismenn látlausa hrið að vinstri stjórninni sálugu fyrir gegndarlaust sukk og ráð- deildarleysi i fjármálum. Fjár- lög væru allt of há, sem leiddi til skefjalausrar skattpiningar þegnanna og óðaverðbólgu. Fluttu sjálfstæðismenn mál sitt af svo miklum sannfæringar- krafti, að maður gekk undir manns hönd á Alþingi til að særa rikisstjórnina holundar- sári og telja hana óalandi og ó- ferjandi. Og Morgunblaðið átti sinar fegurstu stundir, eins og Churchill gamli hefði komizt að orði. Enginn vafi er, að vinstri stjórnin fór of geyst I sakirnar og ætlaði að gera of mikið á of skömmum tima, enda varð það undirrótin að falli hennar. En nú skyldi Sjálfstæðisflokk- urinn lækna meinin. Sólin skyldi aftur taka að skina. Og nú á af- mælinu er vert að minnast af- rekanna. Geir Hallgrimsson lét þau orð falla, þegar afmælisbarnið fæddist, að verðbólgan yrði á siöari hluti þessa árs aðeins um 15—20% eða þar um bil. Þetta væri meginst^fna stjórn- arinnar i efnahagsmálum og til þess að ná þvi marki yrðu gerð- ar margvislegar ráðstafanir, sem kæmu fyrr en siðar i ljós. Og nú tala verkin. Tilkynnt hefur verið, að verðbólgan á rikisstjórnarárinu sé 54.5%, eða meiri en nokkru sinni fyrr i sögu þjóðarinnar á jafnskömmum tima. Og ráðstafanir rikis- stjórnarinnar hafa tryggt þessa þróun. Hún hófst með þvi að fjárlögin hækkuðu um 50% eða meira en nokkru sinni fyrr i sögu þjóðarinnar. Skattabyrði þegnanna til rikis og sveitarfé- laga er nú hærri en nokkru sinni i sögu þjóðarinnar. Er talið að hún nemi i ár um hvorki meira né minna en 34.5% þjóöaríram- leiðslunnar. Og til þess að gull- tryggja óðaveröbólguna var lagður á sérstakur vöruskattur, sem nemur um 21% til neytenda á þriöjung af innfluttum vörum. Niðurskurðurinn margumtalaði á fjárlögum varð svo óveruleg- ur, að hann skipti litlu máli. Kjallarinn Bjarni Guðnason Aldrei hefur stefna i efna- hagsmálum mistekizt jafn- hrapallega og hjá núverandi rikisstjórn og aldrei hefur einn flokkur brugðizt kjósendum sin- um i jafnmörgum stórmálum á jafnskömmum tima og Sjálf- stæðisflokkurinn. Nú hefur Morgunblaðið hægt um sig. Lætur sér nægja að tala um þann stórfellda árangur að tryggja mönnum atvinnu. Ja, nú er lágt risið. Hvar eru svall- veizlurnar? Hvar sóunin? Hvar skattpiningin? En hið alvarlegasta er það, hversu dimmt er framundan. A almenningi dynja látlausar verðhækkanir, sem eru að meg- instofni innlendar að uppruna, sem hljóta að leiða til spreng- ingar á launamarkaðinum með þeim afleiðingum, sem öllum ættu að vera ljósar. Auðvitað eru vissir hópar, sem hafa verið óbilgjarnir i kaupkröfum, svo sem flugmenn, læknar og upp- mælingaaðallinn, en hinn al- menni launþegi hefur verið mjög hógvær. Verðbólgan staf- ar ekki af of háum launum hins almenna manns, heldur af þvi að rikisstjórnin virðist hafa sleppt fram af sér beizlinu i eyðslusemi (gott dæmi eru flug- vélakaupin hjá Landhelgisgæzl- unni). Og þess vegna þarf að finna nýjar og nýjar tekjuleiðir fyrir rlkissjóð, sem leiðir aftur- til skattpiningar og verðbólgu. Vitur maður hefur sagt mér, að með sama framhaldi muni ein karamella kosta eina milljón is- lenzkra króna árið 2000! Og nú er svo komið að geysi- lega hugkvæmni þarf til að finna nýja tekjustofna. Við skul- um vera guði almáttugum þakklátir fyrir, að ekki er unnt að skattleggja lifsloftið, sem við drögum að okkur né blessað sól- skinið. En ekki stæði á rikis- stjórninni að gera það, ef að lík- um lætur. Þjóðfélagið er að komast i upplausn. Hnefarétturinn ræður rikjum. Ráðamenn þjóðarinnar eru svo linir, að þeir þora ekki að standa gegn óbilgjörnum kröfum hagsmunahópa. Stjórn- vizkan er fólgin i þvi að gefa eft- ir, slá af. Gera hið ranga til að kaupa sér frið um stundarsakir. 1 rauninni er svo komið, að okk- ur vantar hvorki hægri né vinstri menn, heldur heiðarlega og réttsýna menn, sem þora að gera það, sem þeir vita réttast. Ekki eru þetta fögur orð um rikisstjórnina, en þetta veit ég sannast og réttast. Nú glimir hún við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 200 milur og megi gæfan vera henni hliðholl. En mest er þó um vert að tryggja að fullu 50 milurnar og veita þar engar undanþágur (nema Fær- eyingum) og skiptir þá minna þótt 200 milurnar verði að veru- leika árinu fyrr eða síðar. önnur mál rikisstjórnarinnar verða ekki gerð hér að umtals- efni, enda eru þau átaka/ninni og skipta ekki sköpum fyrir hana. Óvist er, hvort rikisstjórnin getur haldið upp á tveggja ára afmæli sitt með óbreyttum vinnubrögðum i efnahagsmál- um, þvi að hún þorir ekki að stjórna. f ' ' Hvert ber oð stefna? ,,Af hverju stækka bændur ekki búin?” „Það á að afnema kotbúskap á tslandi.” „Við þurfum ekki nema 800 bændur til að framleiða alla þá mjólk og kjöt sem við þörfnumst.” Eitthvað svipað þessu heyrist sifellt. Það eru ekki eingöngu bæjarbúar eða fólk, sem litla þekkingu hefur á landbúnaði, sem spyr þannig eða er með áþekkar fullyrðingar. Ég óttast að bændur fari al- mennt að trúa þvi, að þeir þurfi nauðsynlega að fjölga gripum, auka framleiðsluna og það sé leiðin til auðsældar og hamingju. A bak við þá kröfu á hendur bændum, um stækkun búa, hlýtur að felast sú fróma ósk, að framleiðslukostnaður verði mun lægri á stórbýlum en meðalbúum. Þvi miður fyrir neytendur virðist reynslan hafa orðið sú að ekki hefur tekizt að lækka fram- leiðslukostnaðinn, þótt farið sé út I stórbúskap. Að sjálfsögðu er til sérhæfður búskapur, eins framleiðsla á kjúklingum, holdanautgripum og sláturgrisum, sem hentar sæmilega til stórbúskapar, en' hefur gefizt misjafnlega. En venjulegur hefðbundinn fslenzk- ur búskapur, með sauðfé og mjólkurkýr, er takmörkunum háður um stærð búa miðað við núverandi aðstæður. Það virðist vera nokkurn veg- inn sama lögmál, sem gildir um öll Norðurlöndin, að bú, sem fjölskyldan ein starfar að, starfskraftar hennar nýttir til fulls, þá miðað við hæfilegt vinnuálag, gefi hagstæðustu framleiðsluna. Það gera sér vonandi allir ljóst, að afkoma búskapar byggist ekki á hvað margir hausar eru i fjósi eða fjárhúsi. Það er arðsemi hvers grips, sem við jötu stendur og hverju er til hvers þeirra kostað, sem úrslitum ræður um afkomuna. Svo vitnað sé i búreikninga frá árinu 1973, var þá framlegð eftir vetrarfóðraða kind á sauð- fjárbúum, þar sem fæddust 100 lömb eftir 100 vetrarfóðraðar kindur kr. 2.213,-, en á þeim bú- um, þar sem ærnar voru frjó- samar og fyrir hverjar 100 vetrarfóðraðar kindur fengust 150 lömb, þar var framlegðin á kind kr. 3.970,-. Nú er það ekki vist aö arðsemi á hvern grip minnki þótt þeim yrði fjölgað. Bóndi, sem ræður við að hirða um 300 ær, gæti hugsanlega bætt við sig 100 ám með þvi að fá smávegis aðstoð um sauðburðinn. Hann mundi eflaust geta haft eitthvað meira Kjallarinn Agnar Guðnason upp, svo framarlega sem hann gæti haldið i horfinu með frjó- semi og heilbrigði fjárins. Af öllum sýslum landsins eru minnstu búin i Strandasýslu, en bændur þar eru með nettótekj- ur, sem eru hærri en meðaltekj- ur bænda yfir landiö. Bændur þar hafa náö góðum tökum á sauðfjárræktinni. Likt gildir um kúabúin, að þar sem meðalnyt kúnna var um 3.200 lítrar á ári var framlegðin á árskú kr. 41.844,- en á þeim bú- um þar sem meðalnytin var

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.