Dagblaðið - 08.09.1975, Síða 11
ð horfa á
búizt við
mörkum.
rra ætlaði
'erða þess
að danski
sen, hafði
en hann
leiknum,
varðarað-
>ókn með
’um, allt
íýja fram
rotnuðu á
g haföldur
it, ellegar
,f þvilikri
il að lýsa
ndantekn-
miðherji
nn i netið
íálfleiks.
höggi við
fa snerpu
olls sendi
hnitmiðaðan knött frá hliðarlin-
unni, beint á höfuð Lamberts. Jón
Pétursson stökk upp með Lam-
bert i þeirri von að ná til knattar-
ins, — en Belginn var sterkari, —
skallaði yfir Jón og undir þverslá,
i netið, 1:0.
Landsliösþjálfarinn Tony
Knapp sannaði enn hæfileika
sina sem stjórnandi landsliðs
okkar, fremur en þjálfari, —
til þess hefur honum ekki gefizt
tóm. Honum tókst að berja i
bresti liðsins, frá þvi i Nantes
með nýrri uppstillingu og ná
fram sterkara liði, þótt Jóhann-
esar Eðvaldssonar nyti ekki
við, þar sem hann fékk ekki
Belgum vegna þýðingarmikils
leiks félagsins. Tony gerði þær
breytingar á vörninni, að Jón
Pétursson lék miðvörð ásamt
Marteini Geirssyni og áttu þeir
báðir framúrskarandi góðan leik,
samstilltir eins og tannhjól i vél,
svo mikill var skilningurinn og
samheldnin þeirra á milli. Björn
Lárusson lék vinstri bakvörð að
þessu sinni, en Gisli Torfason
fékk einnig að glima við nýtt hlut-
verk i landsliði, tengilið, og eins
og ávallt skilaði hann þvi með
prýði, sennilega aldrei betur en
gegn Belgum. Matthias Hall-
grimsson var einnig færður til, i
stöðu tengiliðar i leikkerfi 4-4-2,
en Elmar Geirsson og Teitur léku
miðherjana.
Þessi uppstilling gaf mun betri
raun en sú skipan, sem var á lið-
inu gegn Frökkum, enda orkaði
það mjög heilsteypt og samstillt-
ara og skilaði betri árangri gegn
voldugum andstæðingi.' Timi sá,
sem liðið hefur haft til æfinga i
ferðinni hefur greinilega verið
nýttur, og sú spurning leitar á
hugann, hverju landslið okkar
gæti áorkað, ef það fengi tóm til
undirbúnings likt og önnur lands-
lið, eftir slikar framfarir á stutt-
um tima?
Belgiumennirnir drógu sýni-
lega nokkurn dám af Frökkum.
Notuðu útherjana mjög mikið
framan af og freistuðu þess að
sundra með þvi móti islenzku
vörninni, en þegar það misheppn-
aðist reyndu þeir meira miðjuspil
og leikbrögð, — en vörnin var vel
á verði, svo opin tækifæri urðu
fremur fá, þótt sóknarþunginn
lægi á islenzka liðinu meirihluta
leiksins. Hins vegar áttu Belgarn-
ir nokkur hættuleg skot af löngu
færi og úr horn- og aukaspyrnum.
Betra var að gæta þeirra inni i
vitateignum og skapaðist mesta
hættan undir slikum kringum-
stæðum, þar á meðal skalli i stöng
og skot i þverslá, — og ekki má
Staðan í
7. riðli
Staðan i sjöunda riðli Evrópu-
keppni landsliða er þannig eftir
leik Belgiu og islands.
Belgia 4 3 1 0 5-1 7
Frakkland 4 12 1 6-4 4
ísland 6 1 2 3 3-8 4
A-Þýzkal. 4 0 3 1 4-5 3
island hefur lokið leikjum sinum.
Belgia á eftir að leika við Austur-
Þýzkaland heima og Frakkland á
útivelli — og auk þess er eftir
leikur A-Þýzkalands—Frakk-
lands.
g tala við föður Lolla. Strákurinn er )
eddur knattspyrnumaður, en faðir
ans vill hann verði arkitekt.
Síðar hjá föður Lolla. Aðeins rólegur,
J Sonur'-X . Þjálfisæll.
gleyma að minnast á skotin, sem
ekki hittu, en mishittni þessara
þrautþjálfuðu atvinnumanna var
næstum furðuleg.
Eins og að framan má sjá, var
áherzlan lögð á varnarleikinn, en
Islendingar voru óragir við að
sækja, ef svo bar undir, og þrátt
fyrir allt fengu þeir opnasta færi
leiksins, sem fékk islenzku áhorf-
endurna til að risa úr sætum sin-
um. Elmar Geirsson brauzt i
gegn hægra megin og sendi knött-
inn fyrir markið, til Teits Þórðar-
sonar, sem stóð þar einn, — en á
óskiljanlegan hátt spyrnti Teitur
frá markinu i stað þess að senda
knöttinn i netið. Matthias Hall-
grimsson átti einnig gott skot af
löngu færi i fyrri hálfleik, en
knötturinn smaug rétt fyrir utan
stör.g. Ef nokkurs staðar bar á
mistökum var það helzt við sókn-
artilraunirnar, rangar sendingar
voru þvi miður of tiðar, og fram-
herjarnir, áttu erfitt með að sjá
við rangstöðuaðferð Belganna, —
sem nutu við hana sérstakrar að-
stoðar glámskyggnra danskra
linuvarða.
Asgeir Sigurvinsson var fyrir-
liði liðsins i stað Jóhannesar, og
stjórnaði hann liðinu mjög fag-
lega, bæði hraða og skipulagi, auk
þess sem hann vann óhemju mik-
ið. Eftir að hafa horft á hann á
sinum heimavelli þarf engan að
undra þótt hann sé dýrkaður af
borgarbúum, duglegur, fljótur og
leikinn.
Guðgeir Leifsson barðist að
vanda, en kom ekki eins vel frá
leiknum og i Nantes, enda fékk
hann eins og venjulega, ómjúka
meðferð mótherjanna, sem hlifðu
honum ekkert i návigum, Elmar
Geirsson fékk nú að leika fullan
leik. Barðist af dugnaði, en var þó
slappur i seinni hluta fyrri hálf-
leiks, en náði sér vel á strik i þeim
seinni.
Landsliðið heldur næst til
keppni við Sovétmenn i Moskvu
án atvinnumannanna og veikist
að sjálfsögðu við það, en aldrei er
að vita, nema Tony Knapp, snill-
ingurinn, sem búinn er að vinna
islenzkri knattspyrnu nafn á al-
þjóðavettvangi, raði saman nýju
liði, — sem stenzt hramma rúss-
neska bjarnarnins.
emm
MYNDIRNAR
tslendingar sækja að marki
Frakka I Nantes og þar má greina
islenzka leikmenn frá vinstri: Jó-
hannes, Matthias, Jón Pétursson
og Teit — i hvitum búningum.
Neðri myndin:
Marteinn Geirsson og Jón Péturs-
son sækja að belgiska mark-
verðinum i landsleiknum á laug-
ardaginn — en honum tókst að slá
knöttinn frá.