Dagblaðið - 08.09.1975, Page 20

Dagblaðið - 08.09.1975, Page 20
BIAÐIÐ trjálst, óháð dagblað Mánudagur 8. september 1975, TAYLOR ÍSVÉLAR Eiríkur Ketiisson s. 23472 — 19155 Bakvið Hótel Esju simi 35300 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Brennuvargur laus á Kef lavíkurf lugvelli? ■ ■ ■ 'Æ • •• I f F • w ■ t V « m_ — eldur laus í tveimur vöruhúsum á svipuðum slóðum í nótt Grunur leikur á, að brennuvargur hafi ver- ið á ferð á Keflavikur- flugvelli i nótt. Þar kviknaði i tveim bygg- ingum með stuttu millibili. Að sögn Sveins Eirikssonar, slökkviliðsstjóra, er talið útilokað, að kviknaði hafi i út frá hita eða rafmagni. Rétt um miðnætti varð vart við eld i vöruhúsi P. Árnason & Proppé, en það er fyrirtæki, sem sér um pökkun og flutning á húsgögnum fyrir ibúa flugvall- arsvæðisins. Þar var eldur i skrifstofukompu og pappaköss- um inni i miðju húsinu. Sá eldur varð aldrei verulega magnaður og skemmdir urðu ekki mjög miklar. Um klukkan hálffjögur upp- götvaðist svo eldur i vöruhúsi Base Housing, sem er hús- gagnafyrirtæki og i sama hverfi. Sveinn taldi, að þá hefðu verið liðnir tveir timar frá þvi að sá eldur kviknaði, en ástæðan til þess, að hann uppgötvaðist svo seintværi sú, að lögreglu- menn voru uppteknir við fyrri brunann og komust þvi ekki til venjulegra eftirlitsferða. Þegar að var komið, var hús Base Housing nær alelda og erf- itt um stökkviliðsstarf, þvi þar var mikið af dýnum, sófuin og öðru sliku, sem mikill reykur kemur- af, og að sögn Sveins nánast ógerlegt að slökkva i slikum varningi nema bera hann út. Það var hins vegar mjög óhægt, þar sem eldurinn hafði mallað svo lengi og allt orðið logandi heitt. Þó taldi hann, að tekizt hefði að bjarga um helmingi húsgagnanna, sem þarna voru. — í ljós kom, að dyr voru ólæstar á þessu húsi og gat þvi hver sem var komið þar og farið að geðþótta. Nóg vatn var til slökkvistarfs- ins og voru notaðir fimm dælu- bilar við siðara húsið, sem geta dælt riflega 11 þúsund litrum af vatni (3000 gallónum) á minútu. Einnig notaði slökkviliðið byssu, sem fræg varð i Vest- mannaeyjum á sínum tima, er hún var notuð við tilraunir með kælingu hraunsins. Húsin sjálf skemmdust ek'ki verulega i brunanum, enda stál- grindahús klædd með stáli. —SHH Óviti renndi bíl niður bratta brekku Þriggja ára drengur prílaði upp í vörubíl pabba síns og tókst að hreyfa girstöngina í hlut- lausan, þar sem bíllinn stóð á hlaði bæjar nokk- urs í Borgarfirði. Rann bíllinn af stað niður bratta brekku, sem lá niður frá hlaðinu og hafn- aði í skurði, skammt frá. Svo mildilega tókst til, að litli drengurinn komst af eigin rammleik út úr bilnum og varð fólk alls hugar fegið, þegar snáðinn kom hlaupandi á móti börnum á bænum, sem höföu séð óhappið og tóku þegar til fótanna, er þau höfðu látið full- orðna vita, hvað gerzt hafði. Þannig hagar til, að hefði bill- inn runnið niður mjög bratta og langa heimreiðina, hefði hann komizt á mikla ferð. Óvist er, hvernig þá hefði endað þessi ó- timabæra bilferð Er full ástæða til að vara einu sinni enn við þvi, að vélar eða tæki, sem farið geta af stað við jafnvel smábarnapril, séu skilin eftir aðgengileg fyrir óvita. Allir gleðjast yfir þvi, þegar svona vel er sloppið, en augljóst er, hversu stutt er oft i mikla ógæfu, þegar ekki er gætt nauð- synlegrar varkárni. -BS- Þetta er bátur mannsins, sem drukknaði i Hafnarfjarðarhöfn I gærdag (Ljósmynd DAGBLAÐSINS B.P.) Fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn Maður fórst i Hafnarfjarðar- höfn i gær, er hann varð viðskila við bát sinn þar i höfninni. Hann hafði ætlað að flytja bátinn inn til Reykjavikur, var einn á ferð og er ekki fullljóst, hvernig slys- ið bar að höndum. Maður þessi, sem faeddur er 1909 og af erlendu bergi brotinn, tilkynnti Hannesi Hafstein hjá Slysavarnafélagi Islands, að hann hygðist leggja af stað til Reykjavikur klukkan kortér fyrir ellefu. Svo var um samið, að hann léti vita af sér, er hann kæmi til Reykjavikur. Klukkan rúmlega hálf tólf var lögreglunni i Hafnarfirði til- kynnt að bátur væri á reki i höfninni. Það reyndist vera bát- ur mannsins, og hafði hann rek- — bófurinn fannst á reki með vélina i gangi ið yfir að vestari hafnargarðin- um. Hann var mannlaus, en vél- in i gangi. Leit var þegar hafin og slysavarnasveitin i Hafnar- firði kvödd út. Skömmu siðar fannst likið á reki i höfninni. Helzt er talið, að maðurinn hafi fallið fyrir borð, en veður gekk á með hvössum hryðjum og hált var á botni bátsins, sem er úr plasti. — SHH Óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaöflum" — segir í samþykktum félagsins, sem stofnað var í gœr Dagblaðið h.f nýtt hlutafélag: Dagblaðið hf. heitir nýtt hlutafélag, sem stofnað var i gær. Til- gangur hins nýstofnaða hlutafélags er að gefa út frjálst dagblað, óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaöflum. Á hluthafafundi Dag- blaðsins hf., sem hald- inn var að Siðumúla 12 i gær, voru gerðar sam- þykktir fyrir félagið. í þeim er gert ráð fyrir þvi, að áskrifendum verði gefinn kostur á að kaupa eitt þúsund króna hlutabréf i félag- inu. Við stofnun var hlutafé fé- lagsins ákveðið 10 milljónir króna, en á hluthafafundinum var samþykkt að auka hlutafé um 40 milljónir króna, þannig að hlutafé hins nýstofnaða fé- lags verði allt að 50 milljónum króna, og er stjórn félagsins fal- ið að annast sölu aukningar- hlutabréfanna. Auk nýmælisins um að gefa á- skrifendum kost á að kaupa eitt þúsund króna hlutabréf, gerir stofnsamningurráðfyrir því, að á fyrsta aðalfundi félagsins skuli að minnsta kosti einn stjórnarmanna vera úr hópi starfsmanna þeirra, sem eru hluthafar, en nær allir stofnend- ur eru blaðamenn eða aðrir starfsmenn DAGBLAÐSINS. A stofnfundi Dagblaðsins hf. var kosin þriggja manna stjórn og tveir endurskoðendur-. 1 stjórn voru kjörnir: Björn Þór- hallsson viðskiptafræðingur, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri. Endurskoðendur eru: Benedikt Jónsson vélstjóri og Leifur Agnarsson háskóla- nemi. Að lokinni hlutafjáraukningu þeirri, sem að framan greinir, skal haldinn aðalfundur i sið- asta lagi f janúar 1976. Þá skal fjölga i stjórn i 5 menn, þar sem einn þeirra skal vera úr hópi starfsmanna, sem hluthafar eru. 1 samþykktum félagsins er sérstakt ákvæði þess efnis, að ritstjóri DAGBLAÐSINS skuli gæta þess og bera ábyrgð á, að haldin sé i heiðri 2. gr. stofn- samnings, sem kveður á um „útgáfu frjáls dagblaðs, óháðs stjórnmálaflokkum og hags- munaöflum”. Auk þess, sem að framan greinir um tilgang félagsins, er hann einnig önnur útgáfustarf- semi, prentun og skyldur at- vinnurekstur, svo og kaup og sala hlutabréfa og fasteigna og almenn lánastarfsemi. —BS- Tvœr liggja á sjúkrahúsi eftir árekstur Fólk úr tveimur bilum var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi i gær, eftir árekstur uppi i Svinadal. Þar rákust saman tveir bilar úr Reykjavik og varð áreksturinn harður. Tildrög voru þau, að Cortina mun hafa lent of utarlega i kant- inum. Við það brá ökumanninum svo, að hann reif bilinn inn á veg- inn,en lenti þá framan á Volvobil, sem kom úr gagnstæðri átt. Þetta gerðist á beina kaflanum undir Kornahlið, meðfram Geitabergs- vatni. 1 þessum bilum voru sam- tals sex manns, og eru tvær stúlk- ur enn á sjúkrahúsinu á Akranesi, en ekki lifshættulega meiddar. Bilarnir eru báðir mikið skemmdir. —SHH ÞRÍR I' EINNI BENDU — til að bjarga þeim fjórða Harður árekstur varð i gær i Svinahrauni, er bill kom á öf- ugum vegarhelmingi á móti umferðinni. Annar, sem kom á móti honum á réttum kanti, neyddist þá til að stöðva all- snögglega tii að komast hjá árekstri, en fékk við það bíl aftan á sinn, og siðan kom sá þriðji og bætti um betur. Bílarnir þrir eru allir mikið skemmdir, en fólk meiddist ekki. — Sá sem ók á röngum vegarhelmingi slapp hins veg- ar við allar skrokkskjóður. Hann náðist þó og reyndist allsgáður, en fékk trúlega til- tal fyrir akstursmátann.-SHH Skildu tjaldið eftir og héldu heim til sin , Þegar maður er orðinn leiður á tjaldinu sinu er ekkert sjálfsagð- ara en að skriða út úr þvi og skilja það eftir. Það gerðu að minnsta kosti Þjóðverjarnir, sem ein- hvern tima i sumar tjölduðu aust- ur á Hellisheiði. A laugardaginn var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um mannlaust tjald, sem stæði skammt frá veginum, nálægt svonefndri Vetrarbraut ofan við Skíðaskál- ann i Hveradölum. Tjaldið sást þó ekki frá veginum. Við athugun kom i ljós, að i tjaldinu voru teppi og eitthvað fleira dót, sem þó var ekki mikils virði. Undir steini þar skammt frá fundust flugmiðar frá Þýzkalandi til Islands. Meðal þess, sem fannst i tjald- inu, voru mjólkurumbúðir dag- settar 16. júli. Flugmiðarnir voru orðnir illlæsilegir vegna bleytu, en unnt var að finna eftir númer- unt þeirra, hverjir hefðu keypt þá. Með mjólkurumbúðirnar sem timasetningu var farið að leita að þvi, hvort þetta fólk hefði farið úr landi um þetta leyti, og i ljós kom, að það hafði haldið utan með Flugle.iðum 16. júli siðast liðinn, siðasta söludag mjólkurinnar, sem fyrr getur. Að sögn er þetta heldur ómerki- legt tjald, litið og ekki með botni, og draslið, sem eftir var skilið, heldur ekki mikils virði. Kannski hefur blessuðu fólkinu ekki fund- izt tjaldið veita svo mikið skjól gegn votri veðráttu, að það tæki þvi að burðast með það aftur heim. — SHH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.