Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 4

Dagblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 4
4 Dagblaðið. Þri&judagur 23. september 1975. „Ekkert prógramm í vasanum" — meðan stjórnvöld vita ekki, hvað á að gera, segir Björn Jónsson ,,Það er varla hægt að krefjast þess af okk- ur, að við höfum pró- gramm i vasanum um aðgerðir i efnahags- málum, meðan stjórn- völd vita ekki, hvað þau ætla að gera,” sagði Bjöm Jónsson, forseti ASl, i viðtali við Dagblaðið. „Við i alþýðusamtökunum munum nota næstu vikur og mánuði til að meta hvaða stefnu við tökum. Meðan verðbólgan heldur svona áfram, er alþýðu- fólk utan dyra.” Björn sagði, að kjör hefðu rýmað um 16 prósent á þessu ári. Þótt árið i fyrra hefði verið slæmt, hefðu kjör þó batnað um sjö og hálft prósent. Verðhækkanir hefðu verið 54 prósentá siðustu tólf mánuðum. Kauphækkunin frá i júni væri að heita má uppétin á þeim tima, sem liðið hefur, siðan samið var. ,,Við svo búið getur ekki stað- ið,”sagði Björn. Samningalotan næsta ætti að verða i desember. Kjarasamningar mundu ganga úr gildi við uppsögn frá og með áramótum, og ætti að vera búið að semja fyrir áramót. —HH Ekki dautt úr öllum œðum: Ólafur Jóh. stýrir fundi EFTA í REYKJAVÍK Friverzlunarbandalagið EFTA Fundur verður haldinn á vegum sem menn skiptast á skoðunum er ekki dautt úr öllum æðum. þess hér 29. og 30. september, þar um heimsmálin og EFTA, Portúgal, viðskiptin við Efna- hagsbandalagið og fleira. „EFTA hefur ákveðin verkefni. Þessar þjóðir hafa svipuð sjónarmið i viðskiptamálum. Þetta eru litil lönd með mikil utanrikis- viðskipti,” sagði Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri i morgun. 60—70 fulltrúar koma frá EFTA-löndunum á þennan fund, sem haldinn er I svonefndri ráð- gjafanefnd samtakanna. óform- legar viðræður verða við fulltrúa frá Bretum og Dönum, sem skildu við EFTA og fóru i Efnahags- bandalagið. 1 ráðgjafanefndinni eru fulltrúar atvinnulifs. Fyrir Is- lands hönd hafa fimm menn verið fulltrúar, Gunnar J. Friðriksson frá Félagi islenzkra iðnrekenda, Agnar Tryggvason frá SÍS, Jón H. Bergs frá Vinnuveitendasam- bandinu, Guðmundur H. Garð- arsson frá ASl og Hjörtur Hjart- arson frá Verzlunarráði. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra er um þessar mundir formaður EFTA-ráðsins. Hann verður i forsæti á fundinum. Fundurinn verður haldinn i Loftleiðahótelinu. —HH Hins vegar finnst mér eini rétti vegurinn til að nálgast mynd þannig að maður spyr sjálfan sig að sýningu lokinni, „Hvaða áhrif eða tilfinningar vakti þessi mynd hjá mér?” Og svo. „Af hverju vakti myndin þessa til- finmngu eöa áhrif?” Þegar maður hefur svarað þessum spurningum er fyrst hægt að fara að grufla i öllu hinu. Góð mynd hefur yfirleitt eitthvað af öllum áðurnefndum gildum. Oftast spila öll þessi gildi saman að einhverju leyti til að hægt sé að ná fram ákveðinni stemmn- ingu eða áhrifum hjá áhorfand- „Ég Nanú,— þú Jane" Söguþráður: Bandariskur iþróttaþjálfari og aðstoðarmaður hans fara til Afriku. Þar finna þeir ungan mann sem litur út eins og Tarz- an. Með brögðum taka þeir hann með sér til USA og setja hann i skóla. Þar sem ungi mað- urinn, sem heitir Nanu, er i mjög góðu formi, setja þeir hann í iþróttir. Að sjálfsögðu vinnur hann allar greinar sem hann tekur þátt i. Að lokum hverfur hann aftur til frum- skógarins ásamt ungri og sætri piu sem hann hefur náð sér i. Þjálfarinn og aðstoðarmaður- inn fara til Kina og sjá ungan mann sem er ákaílega fljótur að hlaupa. Það er yfirleitt hægt að nálg- ast kvikmynd á nokkra vegu. Til dæmis er hægt að dæma hana út frá eínislegu gildi, þjóðfélags- legu gildi, skemmtigildi, upp- Gamla Bió. Ilcimsins mesti iþróttamaður. (The world’s greatest athlctc). Bandarisk, 93 min., gerð 1973 Technicolour. Leikstjóri: Robert Scheere. lýsinga- eða menntunarlegu gildi eða þá tæknilegu gildi. Nanu, frumskógastrákurinn frækni (Jan-Michael Vincent) ásamt þjálfurum sinum, Tim Conway og John Amos. Dayle Hafldon ásamt Harri, 400 punda Bengaltigri. anum. Þegar ég kom út áf Heimsins mesta iþróttamanni og fór að spyrja mig þessara tveggja spurninga, þá fór nú málið að vandast. Myndin hafði sem sé ekki skilið eftir sig nein áhrif. Það er kannski ekki nema von þar sem henni er greinilega beint að bandariskri æsku, og vafasamt hvort hún á erindi til Islands. Og þó.... Kannski speglar þessi mynd bandariskt þjóðfélag eins og það var 1973. Samkeppnisþjóðfélag hins frjálsa framtaks þar sem tilgangurinn helgar meðalið og einskis er svifizt til að ná toppn- um. Ennfremur að það sé allt i lagi að taka örlög eða lif annars einstaklings i sinar hendur þvi það sé jú viðkomandi l'yrir beztu. Að lokum er gaman að geta þess að aðalleikkona Kvik myndir myndarinnar Dayle Haddon var sett á svartan lista hjá Disney Production eftir að myndir af henni höfðu birzt i aprilhefti timaritsins Playboy 1973. Einn- ig var henni tjáð að hún væri ekki velkomin i Disneyland og Disneyworld. Þetta var ein af myndunum, sem Disney-félagið gat ekki fellt sig við, en myndin birtist i Playboy I hittiðifyrra.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.