Dagblaðið - 23.09.1975, Page 9

Dagblaðið - 23.09.1975, Page 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. 9 Hvað er nú það? unnar. Nýlega studdu allir þing- menn framkomna tillögu um, að fundum skyldi hætt snemma á föstudögum, svo að menn gætu farið þeim mun fyrr i sumarbú- staði sina og sveitasetur. Yfirleitt lætur ekki nema helmingur fulltrúanna sjá sig við stjórnmálaumræðurnar, sem taka um það bil klukku- stund á degi hverjum. Þar á eftir fer löng og smámunasöm umræða um stjórnarskrárleg atriði. Þegar þingið hóf störf lagði hver flokkur fyrir sig fram til- búna tillögu með greinargerð um stjórnarskrána. Þar var allt Portúgalskur hermaður útskýr- ir rétt almennings til að kjósa á kaffihúsi i Monsaras. GXZ7 tekið með, allt frá almennum mannréttindum til tillagna um stjórnun efnahagsmála. 13 undirnefndir Á morgnana koma saman þrettán undirnefndir þingsins til að vinna að sjálfri gerð stjórn- arskrárinnar. Fjöldi fulltrúa i nefndunum fer eftir styrk flokk- anna á sjálfu þinginu. Alitum nefndanna er siðan visað til sameinaðs þings, sem ræðir þau og breytir. Þegar hefur þingið rætt og afgreitt 11 greinar um almenn ákvæði stjórnarskrár- innar og 35 atriði um réttindi og skyldur einstaklingsins. Þessa dagana — og væntan- lega næstu vikurnar — er verið að ræða efnahagslega uppbygg- ingu hins nýja Portúgals. Sósialistar og kommúnistar hafa þar tekið höndum saman og styðja stjórn rikisins á fram- leiðslutækjunum. Hægri flokk- arnir greiddu ekki atkvæði i fyrstu atkvæðagreiðslunum. Onnur mál, sem mikið verða rædd ef að likum lætur, eru full- veldi landsins, almenn stjórn- sýsla, uppbygging stjórnarinn- ar og sérstaða Azoreyja og Ma- deira. Áætlað er, að fullbúin verði stjórnarskráin siðan afhent nefndum sérfræðinga, sem yfir- fara hana og lagfæra áður en hún verður lögð fyrir forsetann, Costa Gomes, til undirskriftar og' staðfestingar. Vandamálið er aðeins eitt, að sögn þeirra, sem til þekkja: Óliklegt er, að stjórnarskráin verði tilbúin i tima. Þegar hefur verið komizt að samkomulagi um hlutverk hersins i stjórn landsins. Herinn mun halda sætum sinum i rikis- stjórn og byltingarráð hersins mun i framtiðinni hafa rétt til að leysa upp hvaða löggjafarþing sem er. Þetta samkomulag, sem stærri flokkarnir voru þvingaðir til að undirskrifa áður en kosningarnar fóru fram i april, veitir hernum einnig úrslitavald i vali forseta og þriggja helztu ráðherraembættanna. ,,Sam- komulagið” tryggir yfirráð hersins yfir stjórnmálalifi Portúgals i næstu þrjú til fimm ár. Vandi löggjafarþinga framtiðarinnar Ef stjórnarskrárþingið er eins Mario Soares, leiðtogi stærsta flokksins á stjórnarskrárþing- inu. Myndin var tekin á kosningadagsmorguninn i april. og þing framtiðarinnar i Portúgal er vandinn, sem við verður að eiga, augljós. Flestir fulltrúanna á þinginu eru I fullum störfum annars staðar. Þeir glima við þann vanda að samræma þessi tvö störf. Flestir fulltrúar kommún- ista eru starfsmenn flokksins og hafa sinum skyldum að gegna sem slikir. Sósialistarnir eru um það bil jafn margir i störfum hjá flokknum og annar staðar. Stjórnvöld greiða þingmönn- um staðaruppbót og þá mest þeim þingmönnum, sem koma frá landsbyggðinni. Að minnsta kosti einn fulltrúi kommúnista hefur greinilega leyst vandann, sem fylgir þvi að komast til Sao Bento hallar. Hann er i fastri vinnu hjá brezku fyrirtæki i Lissabon. Framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis hefur skýrt svo frá, að bil- stjóri fyrirtækisins flytji þing- manninn á milli — i bii fyrirtæk- isins. N M matvöruverzlanir sem þá selja einnig mjólk og aðrar nauð- synjavörur, einnig opnar á sunnudögum. Þar sem þannig hagar til, er laugardagurinn oft notaður til innkaupaferða, fjölskyldan fer gjarnan saman, leitar fyrir sér um góð innkaup, skreppur jafn- vel á veitingahús i leiðinni, og húsmóðurinni er gefið fri frá eldamennsku hádegis- eða kvöldverðar, að lokinni inn- kaupaferðinni. — Það tvennt, að gera hagstæð innkaup og geta boðið allri fjölskyldunni eða heimilisfólki máltið á snyrtileg- um veitingastað fyrir sann- gjamt verð, heyrir aðeins for- tiðinni til. Það siðara hefur reyndar aldrei almennilega verið fyrir hendi hér á landi, þ.e. litlir en þægilegir matsölu- staðir, þar sem fjölskyldur með börn geta neytt ódýrra en boð- legra máltfða á lágu verði, eins og annars staðar tiðkast í mjög rikum mæli. Oftar en ekki finna og viður- kenna tslendingar, sem erlendis fara, hin miklu þægindi, sem að þvi eru við neytendur, að loka ekki verzlunum á laugardögum, en ýmiss konar þjónustuleysi hefur siglt i kjölfar sifelldra krafna um styttingu vinnutim- ans, þjónustuleysi sem Islend- ingar sætta sig einungis við á Is- landi, en eru fyrstir manna til að fordæma og kvarta yfir minnstu frávikum á annars full- komnu þjónustukerfi við al- menning, þar sem þeir dvelja erlendis. Reglugerðir, sem setja fólki skorður við að kaupa te i „lúgu- sölunni”, en leyfa að selja kaffi, og banna sölu á kexi, nema það sé súkkulaðihúðað, (vöruteg- und, sem þó er mjög viðkvæm i geymslu), sýna einstaklega vel dómgreindarleysi hins opinbera og tillitsleysi við almenna neyt- endur, og vörulisti, sem tiltekur leyfilegar tegundir til sölu á laugardögum og sunnudögum gegnum lúgugöt, er eitt af eftir- minnilegum afglöpum þrjózkra og staðnaðra embættismanna. — En almenningur kinkar kolli til samþykkis og kyngir smán- inni. VIÐ ERUM EFTIRBÁTAR VESTUR-ÍSLENDINGA í UMFERÐARMENNINGU Sex bilar i einum og sama árekstri um hábjartan dag. Þessa frétt heyrðum við i vikunni, sem leið, og sáum myndir frá stund og stað. Sem betur fór urðu vist litil meiðsl á fólki, en bilarnir fengu þeim mun verri útreið. Einn var sagður alveg ónýtur. Þar kemur eignatjón til greina, og jafnvel þótt tryggingarfélögin bæti það að einhverju eða verulegu leyti er þó hvað sem öðru liður um að ræða peninga, sem fara i súginn og eru lóð á þá skál gjaldeyris- vogarinnar, sem er alltof þung fyrir. Stöðva verður bil vegna hindrunar framundan, þá eru næstu bilar svo nærri og á það mikilli ferð, að ekki er ráðrúm til að hemla i tæka tið, og skell- urinn skeður. Fimm slikir öku- þórar i halarófu! Hvar er að finna orsök að sliku óhappi? Auðvitað fyrst og fremst i and- varaleysi gagnvart mis- munandi aðstæðum. Okkur öku- mönnum hefur ekki lærzt sem skyldi að temja okkur alvöru og gætni i akstri. Menn lita á bifreiðina sem einskonar sjálf- virkt tól, sem óþarfi sé um að hugsa og allt sem hrærist eða hrærist ekki i kringum þá, á að vera þeim óháð og óvið- komandi, — allt skal ganga af sjálfu sér eins og ökuþórinn telur bezt henta sjálfum sér. Eg var i Winnipeg fyrir fáum vikum. Það er sex eða sjö sinnum stærri borg en Reykja- vik. Eg dáðist að umferðinni þar. Hún gengur algerlega eftir settum reglum, að þvi er mér sýndist, — já, og jafnvel betur en það, þvi að oft varð eg var gagnkvæmrar kurteisi milli gangandi og akandi vegfarenda, t.d. þegar skipti urðu á götu- ljósum. Þar eru götur breiðar, og ef göngumaður lagði seint af stað yfir á grænu ljósi, náði hann stundum ekki alveg yfir i tæka tið fyrir skiptin. En aldrei sá eg bifreiðarstjóra, sem biðu, sýna óþreyju, hvað þá frekju, eins og hér er alvanalegt. Hver kannast ekki við ökuþóra, sem böðlast hér áfram eins og eigi þeir lifið að leysa, jafnskjótt og græna ljósið kviknar og oftlega við það gula, sem á undan fer. Verður þá gangandi fólk að greikka sporið yfir um til þess að forða sér, og eru þó götur hér óviða breiðar. Eg ek tiðum eftir Hringbraut, þar sem er talsverð umferð á báðum akreinum bæði til austurs og vesturs. Margir aka þar I hraðara lagi eða á 50-60 km hraða. Samt er mjög algengt að einhver ökuþór komi æðandi fram úr öðrum, hlykkist áfram ýmist á vinstri eða hægri akrein, eftir þvi sem smugur myndast, og iðulega teflir hann á tæpt vað. Þetta er ömurlegur ökumáti og lýsir bágbornu hugarástandi ökumanns. Slikur böðulsháttur þætti goðgá i Winnipeg, það þori eg næstum að fullyrða. Þar fannst mér öryggi i akstri sitja i fyrirrúmi. Gaman væri, ef þeir visu menn i umferarráði öfluðu upplýsinga um umferðarmenningu og umferðaróhöpp þar i borg, — sem mun vera næstfjöl- mennasta bæjarsamfélag is- lenzks fólks — og raunar hér og hvar um heiminn, til þess að fá Kjallarinn Baldur Pálmason samanburð, og þá auðvitað fyrst og fremst óhagstæðan samanburð fyrir okkur, þvi að við höfum ekkert gagn af að frétta, hvort einhversstaðar finnast ennþá meiri umferðar- aular en við. Þeir visu menn i umferðar- ráði, sagði eg. Já, þeir koma með marga þarfa ábendingu. Þeir eru t.d. nokkuð iðnir við kolann i útvarpinu og vist einnig i barnaskólum, og er það vel. En samt finnst mér þeir ekki vera nógu markvissir og skörulegir. Það er ekki nóg að rabba um þessa hluti i setustofu- makindum með allskonar vangaveltum og jafnvel brandarasmið. Nei, það þarf að brýna áróðurs- og upplýsinga- kutann, svo að hann biti. Sliku efni þarf að fylgja hressandi og uppörvandi andrúmsloft en ekki lognmolla. Og það þarf að flytja þetta efni á hnitmiðuðu og kjarngóðu máli. Á það finnst mér hafa verulega brostið. Allskonar ambögur og málvillur eru á borð bornar I þessu sam- bandi, og væri hægt að taka þar um mörg dæmi, en þvi skal næstum sleppt að sinni. Eg nefni aðeins eitt. Flestir þekkja sögnina að vara við. Þetta er auðvitað meginhugsun og lykil- orð i umferðarþáttum, töluðum og rituðum. Nafnorð af þessari sögn er viðvörun. Þessu hafa þeir visu menn vist ekki gert sér grein fyrir, þvi að þeir tala nær ævinlega um aðvörun, jafnvel þótt þeir rambi á að nota sagn- orðið rétt, sem er raunar mjög undir hælinn lagt. (Dönsku orðin „advare” og „advarsel” sitja gjarnan i fyrirrúmi). Svo rammt kveður að þessu ,,aðvörunar”-dálæti, að á allstórum litprentuðum spjöld- um, sem viða hanga uppi og sýna umferðarmerkin, er einn flokkur þeirra auðkenndur heitinu: Aðvörunarmerki. Vill nú ekki sá góði maður, sem sér um endurprentun á þessu spjaldi, breyta þarna til næst? Hinir, sem tala og skrifa, geta þó strax farið að taka sér viðvörun i munn. Að lokum skal á það bent, að gott er að umferðarráð eigi völ á nokkrum algildum vigorðum - („slagorð” er danskt og ekki viðhlitandi), sem handhægt sé að nota. Við munum eftir gamla vigorðinu frá vinstri handar umferð: Varúð til vinstri. Það var stutt og laggott og var öllum hugstætt, enda stuðlað. Eg hef ekki heyrt haldið á lofti sömu hugsun að breyttu breytanda siðan hægri handar umferð tók við. Svo haldið sé stuðluðu orða- lagi, sem festir setninguna betur i minni, yrði nýja vig- orðið: Hætta frá hægri! (ekki: Hætta til hægri). Það þarf að heyrast og sjást, — þá lærist það strax. /v

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.