Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 4
4
nagblaðiö. Þriðjudagur 7. október 1975
Geller-kraftarnir:
„ÞEIR FLUTTU MIG TIL BORGAR
MÍLNA FJARLÆGD Á BROTI ÚR
Uri Geller og ég skiptumst á
hugsunum, án þess að segja orð
hvor við annan.
Það held ég, a.m.k.
Þessir undarlegu atburðir
áttu sér stað á hótelherbergi
hans hér i London, þangað sem
ég hafði komið með litla trú á
getu hans til þess að beygja
skeiðar og þótti skemmti-
bransaaðferðir hans heldur
grunsamlegar.
Ég ætlaði að eiga við hann
viðtal.
Og hef enga skýringu á þvi
hvað gerðist næst. Vissulega
voru aðstæðurnar i kringum
ekki séð neina spegla, vira eða
nokkuð annað, sem talizt gætu
hjálpargögn.
Það er fréttamaður Reuters,
Leonard Santorelli sem segir
frá.
„Heyrðu, ég er ekki i skapi til
þess að beygja fyrir þig hnifa”,
var það fyrsta sem hann sagði
ÚTBOÐ
stjórn verkamannabústaða óskar eftir til-
boðum i málun 308 ibúða, úti og inni, i
Seljahverfi i Reykjavik.
Útboðsgögn verða afhent i Mávahlið 4,
Reykjavik, gegn 5.000.- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 24. okt.
1975, á skrifstofu stj. verkamannabústaða
Mávahlið 4.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i 7 þvottavélar ásamt þurrk-
urum fyrir fjölbýlishús. Tilboð, sem til-
greini verð, tegund, afgreiðslutima og
greiðsluskilmála, sé skilað til afgreiðslu
Dagblaðsins merkt „Fjölbýlishús” fyrir
10. október.
Ritari
Hjúkrunarskóli íslands óskar eftir að ráða
ritara. Æskilegt er, að umsækjandi hafi
Verzlunarskóla- eða Samvinnuskóla-
menntun.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar fyrir 10. októ-
ber.
Skólastjóri
við mig. 1 skjalatösku minni var
pappirshnifur, sem ég hafði
tekið með mér til þess að prófa
getu hans. Það var engin leið til
þess að hann hefði getað vitað
það.
Ég valdi mér hægindastól og
við hófum léttar orðræður um
hinn svonefnda „Geller-kraft”,
sem að þvi er viröist gefur
HELGI
PÉTURSSON
viðtalið ekki undir visindalegri
stjórn og aðgæzlu en ég fékk
hinum 28 ára gamla ísraelsbúa
kraft til hugsanaflutnings og að
gera við klukkur með þvi einu
að snerta þær.
Skyndilega hætti hann að tala
og sagði mér að teikna i
blokkina mina það fyrsta er
mér dytti i hug.
Hann sneri sér undan upp að
veggnum. Ég rissaði i skyndi
upp barnalega teikningu af
framhlið hússm með útidyrum
og tveim gluggum og huldi siðan
teikninguna með höndunum.
Hann sneri sér að mér og bað
mig að rifja upp hvað ég hefði
teiknað. Siðan tók hann upp
timarit af borðinu lokaði
augunum og tók að anda mjög
þungt. Svo hripaði hann eitt-
hvað á spássiu blaðsins.
Það var hús, með útidyrum og
tveim gluggum. Eini munurinn
var sá að hús hans hafði eðli-
legar viddir en mitt var teiknað
viddarlaust.
Honum virtist skemmt. „Þú
varst að hugsa um eitthvað
meir sagði hann. Ég sagði að ég
hefði látið mér koma til hugar
að teikna bát en hefði hætt við
það vegna þess að ég hélt, að
það væri of mikið fyrir mina
takmörkuðu listamannahæfi-
leika.
,,Já, — báturinn”, sagði hann
og sló sér á lær. Og hann benti á
litla teikningu af báti, sem hann
hafði rissað i horn blaðsiðunnar,
þar sem hann hafði teiknað
húsið. Ég var vissulega hissa
en það sem kom næst var ennþá
furðulegra.
Hann tók upp matseðil
hótelsins og teiknaði eitthvað á
forsiðu hans. Sagði mér að ein-
beita hugsunum minum að þvi
sem hann hefði teiknað fyrr og
endurteikna það i blokkina
mina.
Otlinum kattar sló niður i
huga minn og ég teiknaði hann.
Hann sýndi mér sina teikningu.
Hún var af ketti af sömu
lögun, — meira að segja sömu
stærðar og minn. Eini munurinn
var að hans köttur var með
veiðihár en minn ekki.
Ég hafði óskað eftir viðtali
vegna þess að Geller hafði
beygt einn af lyklunum á kipp-
unni minni að þvi er virtist með
þvi einu að strjúka hendinni viö
hann á blaðamannafundi
nokkrum dögum fyrr. Samt var
ég efagjarn, vegna þess að ég
hafði heyrt einhvers staðar að
ýmis efni gætu haft sömu
verkan þegar þeim væri strokið
við járn.
En nú vissi ég ekki hvað ég
átti að hugsa. Skoðun min á
Geller hafði verið sú að ég
myndi ekki trúa á svonefnda
krafta hans, fyrr en ég hefði
sjálfur þreifað á þeim. Hvaða
afsökun hafði ég nú?
Aö játa þvi, sem ég hafði séð
með eigin augum, var það sama
og að viðurkenna aö það væri
fjöldi krafta, sem visindin hefðu
í 30
SEKÚNDU"
enga skýringu á.
Velþekktur visindamaður,
John Taylor, hefur rannsakað
hæfileika Gellers mjög
nákvæmlega og með visinda-
legum aðferðum.
„Mér fannst eins og öll
umgjörðin utan um lif mitt hefði
skyndilega hruniö og verið eyði-
lögð. Fannst ég vera ákaflega
nakinn og smár, umkringdur
illum, óskiljanlegum heimi.”.
Fyrir utan Taylor hafa
visindamenn við Stanford rann-
sóknarstöðina i Kaliforniu rann-
sakað „Geller-kraftana” og
komizt að þeirri niðurstöðu að
engin raunveruleg skýring sé á
fyrirbærinu.
En sumir visindamenn og
blaðamenn segja Geller vera
auman loddara. Sumir atvinnu-
töframenn segja að þeir geti
leikið eftir kúnstir þessar með
sérlegri handfimi eða hreinum
sjónhverfingum.
Fyrir þá sem trúa er
skýringin mun stórfenglegri.
Taylor prófessor heldur þvi
fram aö Geller geti skapað
rafmagnað segulsvið, sem geti
beygt málma og flutt hugsanir
milli manna.
Skýring Gellers sjálfs er að
hann sé fulltrúi „gáfaðra
krafta” sem séu til einhvers
staðar i umheiminum. Þetta er
hugmyndin sem hann setur
fram i ævisögu sinni, sem hann
var að auglýsa i London.
1 bókinni heldur hann þvi m.a.
fram að þann 9. nóvember 1973
hafi hann skyndilega verið
fluttur af þessum „kröftum” til
Ossining, þorp i 30 milna fjar-
lægð, þegar hann var að labba i
rólegheitunum á Manhattan.
Q Utvarp
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 t léttum dúr. Jón B
Gunnlaugsson sér um þátt
inn.
14.30 M iðde gis s a g a n :
„Dagbók Þeódórakis’’
Málfriður Einarsdóttir
þýddi. Nanna Olafsdóttir les
(25). Einnig er flutt tónlist
eftir Þeódórakis.
15.00 Miðdegistónleikar:
islensk tónlist. a. „Úr
myndabók Jónasar
Hallgrimssonar” eftir Pál
Isólfsson. Sinfóniuhljóm-
sveit íslands leikur; Bohdan
Wodiczko stjórnar. b.
„Formannsvisur” eftir
Sigurð Þórðarson. Sigur-
veig Hjaltested, Guðmund-
ur Guðjónsson, Guðmundur
'Jónsson og Karlakór
Reykjavikur syngja við
pianóundirleik Fritz Weiss-
happel, höf. stjórnar. c. Sin-
fónluhljómsveit íslands
leikur „Lilju” eftir Jón As-
geirsson. Páll P. Pálsson
stjórnar. d. Lög eftir Jónas
Þorbergsson, Helga Páls-
son, Eyþór Stefánsson og
Sigfús Einarsson. Sigurður
Björnsson syngur. Guðrún
Kristinsdóttir leikur með á
pianó.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.40 Litli barnatíminn.Soffia
Jakobsdóttir sér um
timann.
17.00 Tónleikar.
17.30 Sagan „Ævintýri Pick-
wicks” eftir Charles Dick-
ens.Bogi Ólafsson þýddi.
Kjartan Ragnarsson leikari
lýkur lestri sögunnar (16).
18.Ö0 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Skólinn undir smásjá,
Björn Bergsson kennari I
Vestmannaeyjum flytur er-
indi.
20.00 Lög unga fólksinsSverrir
Sverrisson kynnir.
21.00 Úr erlendum biöðum,
Ólafur Sigurðsson frétta-
maður tekur saman þáttinn.
21.25 Viktorla Postnikova
leikur á pianó verk eftir
Mozart, Schubert og
Bortniansky. Frá tónlistar-
hátiðinni i Ohrid I fyrra.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an „Rúbrúk” eftir Paul Vad.
Úlfur Hjörvar les þýðingu
sina (24).
22.35 Harmonikulög, Káre
Korneliussen og félagar
leika.
23.00 A hljóöbergi, „Er ástin
aðeins perluhálsband? ”
Carl Sandburg les úr bók
sinni Remenbrance Rock.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Sendum litmyndalista I pósti ef óskað er.
Skrifið eða hringið. -
Svo eruð þið auðvitað velkomnar.
OPIÐ Á LAUGARDÚGUM FRÁ 9-12.