Dagblaðið - 07.10.1975, Page 14

Dagblaðið - 07.10.1975, Page 14
14 Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975 ICE- FIELD KOM A ÓVART Kvikm yndastjörnurnar Ómar og Asgeir óskarssynir. Í PELICAN VIÐ KVIKMYNDAGERÐ Um þessar mundir er hljóm- sveitin Pelican að vinna að kvikmynd sem heimilisvinur þeirra Július Agnarsson tekur. Enn sem komið er er þessi kvik- mynd á byrjunarstigi en þó eru nokkrir þræðir orðnir ljósir i kollinum á þeim. Þeir kumpán- arnir ráðgera að myndin taki um hálftima I sýningu og þeir leika sjálfir i henni ásamt nokkrum vinum Og kunningjum. Það er enn ekki komið á hreint hverjir þeir verða, þvi að Peli- canarnir eru vinmargir og ekki komast þeir allir fyrir i einni kvikmynd. Og tilgangurinn með þessari kvikmynd? Jú, þeir ætla að semja tónlistvið hana og leika á meðan hún er sýnd. Helzt hugsa þeir sér að koma fram með þetta stykki i Hamrahliðarskól- anum og öðrum framhaldsskól- um þar sem skilyrði til slikrar uppákomu eru ákjósanleg. Þá verður fyrirkomulagið þannig að hljómsveitin leikur á staðn- um meðan á sýningu stendur. Nýjasta fyrirbærið i poppinu, Icefield, tróð upp I Tónabæ fyrir skömmu ásamt þeim Tómasi Tómassyni, Birgi Hrafnssyni og Siguröi Karlssyni úr utanbæjar- hljómsveitinni Change. Einnig kom fram Nikulás Róbertsson pianóleikari Reykjavikurhljóm- sveitarinnar Daggar. Þeir fimmmenningarnir fluttu þarna bluestónlist af miklum vilja og mætti. Um helmingur laganna var eftir Icefield en hin voru gömul blueslög, sem hann hefur útsett og breytt eftir sinu höfði. Icefield mun vera öllu þekkt- ari fyrirtexta sinaenlög. Meðal annars, sem hann hefur samið, er textinn við lagið „Just Half Of You”, sem er á B-siöu Paradisarplötunnar. Einnig átti Magnús og Jóhann ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Á Icefieldkonsertinum komu einnig fram fóstbræðurnir Magnús og Jóhann ásamt Magnúsi Kjartanssyni, ráðherra hljómsveitar- innar Júdasar. Þeir fluttu nokkrar rafmagnaðar ballöður eftir sjálfa sig — eflaust hin hugljúfustu lög á meðan þau voru leikin á órafmögnuð hljóðfæri, en eftir að þau hafa verið rafvædd eru þau ekki nema svipur hjá sjón. Magnús og Jóhann hyggja á gerð sólóplötu einhvern tima á næstunni og verða á þeirri plötu nokkur af þeim lögum, sem þeir fluttu þarna. Þeir áforma að senda allt efnið til H.B. Barnums og á hann að útsetja strengjahljóðfærin og annað slikt. Meðal lag- anna á þessari sólóplötu verður hið gamla góða „Mary Jane” sem var á fyrstu sólóplötu Magnúsar og Jóhanns. ældalistar.... vinsældalistar.... vinsældalistar.... vin- Ameríka 1. ( 2) Run, Joey Run David Geddes 2. ( 3) I’m Sorry 3. ( 1) Fame 4. ( 7) Mr.Jaws 5. (10) They Just Can’tStop It 6. (11) Bad Blood 7. ( 8) Ain’t No Way To Treat A Lady Helen Reddy 8. ( 9)'Dance With Me 9. (22) Lyin’Eyes 10. (12) Feelings ar.... vinsældalistar.... vinsældalistar vinsældalist- Engkand. 1.(6) Hold Me Close 2. ( 1) Sailing 3. ( 2) Moonlighting 4. ( 7) There Goes My First Love 5. ( 3) I’m On fire 6. (18) IOnlyHaveEyesForYou 7. ( 9) Heartbeat 8. ( 5) Funky Moped 9. ( 4) TheLastFarewell 10. (13) Una Paloma Blanca góðar, ekki sizt þegar miðað er við að þeir hafa eflaust litið heyrt af bluestónlist á sinni stuttu ævi. Hljóðfæraleikararnir voru allir i sinu bezta skarti og sviðsframkoman hjá þeim var með þvi liflegasta sem hefur sézt hjá islenzkum poppurum. Icefield söng öll lögin og spilaði einnig á gitar. Hann er allra sæmilegasti raulari, og vist er um að margir lélegri raddmenn hafa titlað sig sem söngvara. Ekki fór mikið fyrir gitarleik hans, en það kom litt að sök, þvi að Birgir Hrafnsson spilaði á við tvo þetta kvöld. Þessi Tónabæjarkonsert er ekki það siðasta sem við heyrum frá kappanum Icefield; við höfum fyrri satt að hann hyggist troða upp aftur i byrjun nóvember og þá jafnvel með hljómsveitinni Pelican. — Og hver veit nema plata sé einnig i vændum? ICEFIELT) og undirleikarar hans. Myndin var tekin á æfingu. DB-myndir Björgvin Pálsson. hann nokkra texta á plötu hljómsveitarinnar Náttúru, „Magic Key”. Þá hefur Icefield komið eitthvað við sögu hjá Change. Öhætt er að segja að Icefield og félagar hafi vakið verð- skuldaða athygli, er þeir komu fram i Tónabæ. Viðtökur Tóna- bæjarunglinganna voru mjög The Whitebachman Trio „ALL HANDS ON DECK"/„NEW MORNING" EGG PRODUCTIONS 1975 Egg. 003,45 sn. stereo Jakob Magnússon er eigin- lega óráðin gáta. Þvi taka menn með töluverðum áhuga þvi sem hann lætur frá sér fara. Landinn er ekki alveg viss um hvar Jakob stendur: Er hann Stuð- maður og stælgæi eða er hann eitthvað stórmerkilegt? Spilaði hann ekki með Elton John? Þessi tveggja laga plata er nokkuð góð plata. Lögin eru bæði afbragðsgóð, hljóðfæra- leikur skinandi og hönnun öll hin snyrtilegasta. Á A-siðu plötunn- ar er Dylan-lagið „New Morn- ing” af samnefndri LP-plötu. Einhverjir hafa verið að fetta fingur út i þá ráðstöfun að vera með útlent lag á A-siðu. Liklega má skilja þetta þannig, að Jakob hugsi ekki frekar um landannen „útlandann”, sem er eðlileg og ágæt þröun. Jakob hefur sett heilmikið rokk i „New Morning” og lukk- azt tiltölulega vel. Sjalfur spilar hann á öll hljómborð og syngur. Hann virðist hafa skapað sér á- kveðinn söngstil og er liklega ennþá að þreifa sig áfram i þá átt. Með Jakob spilar Tómas Tómasson á bassa og Sigurður Karlsson á trommur, ekki Preston Ross eins og Jakob hef- ur þó látið hafa eftir sér. Piurn- ar tvær, sem hér voru með Hvit- árbakkatrióinu og Stuðmönn- um, syngja með og standa sig eins og við er að búast. ,;A11 Hands On Deck” — sem i auglýsingum er aðallagið á plötunni — er stórfallegt lag og vel flutt. Höfundur lagsins er Sigurður Bjóla Garðarsson, Spilverksmaður og félagi Jakobs i Stuðmönnum. Það skýtur þvi skökku við, skv. frá- sögn Bjólunnar i Þjóðviljanum, að sjá Jakob skrifa sig fyrir lag- inu. Aftur á móti mun Jakob hafa gert einhverjar smávægi- legar breytingar á texta lagsins og samkvæmt alþjóðlegum höf- undarlögum gerir það Jakob sjálfkrafa að höfundi — ásamt Bjólunni. Sigurður Bjóla býr til geysi- lega falleg lög. Nægir þar að benda á „í bláum skugga” af Stuðmannaplötunni. Þetta lag er ekki siðra. Við fyrstu hlustun virkar það vera litið lag og snot- urt en eftir þvi sem lengra liður verður manni ijóst að um meiri- háttar lag er að ræða. t þvi munu notuð allt að sjö hljóð- færi: kassagitar, bassi, tromm- ur (Preston Ross Hayman), píanó, orgel, moog og Arp. Maður er illa svikinn ef það eru ekki raddir Björgvins Halldórs- sonar og einhverra fleiri úr Change sem heyrast i bak- grunninum. Hljómun er nokkuð góð og fer Jakobi óðum fram i upptöku- stjórn — eða „hönnun”, svo þvi ofnotaða orði sé fleygt rétt einu sinni. Þessi útgáfa af Hvitárbakka- trióinu má vera ánægð með þessa plötu — en rétt er þó að geta þess, sem helzt er að: t „All Hands On Deck” er söng- urinn i tæpasta lagi og læðist að manni ónotakennd um að Jakob eigi til að hanga I tóninum. Það hef ég ekki heyrt Bjóluna gera. —ó.vald. Jakob Magnússon I Stuðmannagervi. DB-mynd Björgvin.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.