Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 12
12 d íþróttir Iþróttir Dagblaðiö. Þriðjudagur 7. október 1975 Iþróttir Iþróttir Montreal ó grœnu Ijósi Killanin lávarður, formaður alþjóða- olympiunefndarinnar, sagði i Montreal i' gær- kvöldi, að hann væri fullviss um. að Olympiu- leikarnir i Kanada næsta sumar mundu fara fram samkvæmt áætlun. Nefndarmenn hafa verið á þriggja daga fundi með borgarst jórn Montreal — heimsótt keppnissvæðin og kynnt sér skipulag — og Killanin lét hafa eftir sér, að hann væri viss um að leikararnir hæfust á réttum tima í júlf næsta ár. Hann bætti hins vegar við — og aðvaraði Kanadamenn — að enn væri gffur- lega margt ógert fyrir leikana. En þó ekkert, sem ekki er hægt að koma i gagnið fyrir opnun þeirra. Lávarðurinn visaði á bug öllum getgátum um að leikarnir færu fram á öðrum stað — t.d. Mexikóborg. Sá fimmtugasti hjá Beckenbauer Ef Franz „keisari” Beckenbauer sleppur við meiðsli leikur hann gegn Grikklandi í Evrópukeppni landsliða i Dusseldorf i næstu viku. Það verður fimmtugasti leikur hans samfellt með vestur-þýzka landsliðinu. Alls hefur hann leikið 92 landsleiki — þar af 49 f röð. Beckenbauer, sem varð þrítugur f stðasta mánuði, hóf feril sinn i landsliði fyrir 10 árum — 26. september 1965 — þegar hann lék i sigurliði Þjóðverja i Stokkhólmi 2-1. Hann var strax fastamaður i liðinu og „missti” siðast leik 1970. Það var á HM f Mexikó 1970, þegar V-Þýzkaland og Uruguay léku um 3ja sætið. Þjóðverjar sigruðu 1- o. Beckenbauer er tvimælalaust bezti alhliða knattspyrnumaður, sem heimurinn hefur alið — „bezt þekkta andlit Vestur-Þýzka- lands” — stöðugt á forsiðum blaða og tímarita og i sjónvarpi. En þrátt fyrir mikla velgengni á leikvöllunum er hann feiminn, þegar flóðljósunum sleppir og fagnaðarópin þagna. Hann hefur unnið til allra metorða i' knattspyrnu — og er mikið að hugsa um að hætta vegna þrálátra meiðsla. lömdu ungkomma — dœmdir í fangelsi Fjórir sovézkir knattspyrnumenn hlutu nýlega skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að berja á leiðtoga i samtökum ungkommúnista eftir þvi, sem Pravda skýrði frá á sunnudag. Þeir leika með félaginu „Vængir Sovét- rikjanna” i Kuybyshev við Volgu. Það er nú efst i 2. deild og velþekkt um öll Sovétrfkin. Pravda segir, að til slagsmála hafi komið kvöld eitt i Kuybyshev á veitingastað, þegar komsomol (ungkommi), Fyodor Doroshin, ritari, bauð stúlku og leikmönnunum á dans- leik. Leikmennirnir Shmelkov, Vinogradov, Shkondin og Adreysev urðu eitthvað æstir á dansleiknum, segir Pravda, og lúskruðu heldur betur á Doroshin. Hann var fluttur á spltala — illa slasaður. Borgaryfirvöldin sömdu við flokksstjórnina I borginni — og mál á hendur leikmönnunum var látið niður falla. En Pravda komst á snoðir um atburðinn, sem átti sér stað i júni, og eftir þaö sluppu leikmennirnir ekki — tveir dæmdir i 3ja ára fangelsi, hinir i tveggja. Norska kúluvarps- metið er 19.52 m Þegar sagt var frá tslandsmeti Hreins Halldórssonar Iblaðinu i gær féll niður kafli i frásögninni um Norðuriandametin i kúlu- varpi — svo sú frásögn varð óskiljanleg. Norska metið er 19.52 metrar — Hreinn varp- aði 19.46 m_á laugard. — og það á 23ja ára piitur, Knut Hjeltnes, sem æft hefur i Banda- rikjunum. Danska metið er 20.02 metrar og það á Ole Lindskjöld — Norðurlandametið á Sviinn Höglund, 21.33 metra, og Finninn Stahlberg hefur varpað um 21 metra. Nýr landsliðs- þjálfari Frakka Franska knattspyrnusambandið skýrði frá þvi á laugardag, að það hefði ráðið hinn 42ja ára Michel Hidalgo sem Iandsliðsþjálfara i stað Kúmenans Stefan Kovacs frá og með 1. janúar næstkomandi. Hidalgo hefur verið að- stoðariandsliðsþjálfari i þrjú ár, fyrst með Georges Boulogne og frá 1973 með Stefáni Kovacs. Hann mun verða einvaldur með val og þjálfun franska liðsins, en njóta aðstoðar tveggja annarra toppþjálfara, Robert Her- bin, St. Etienne, og Georges Peyroche, Lille. Frá drættinum á föstudag. Forseti Evrópusambandsins, dr. Franchi tii vinstri, og varaforseti Evrópu- sambandsins Barcs, eru hér að draga úr „hattinum.” t annað skipti var Islenzkt lið með I „hattinum” I annarri umferð Evrópubikarkeppninnar. Ekki varð Skagamönnum aö ósk sinni að mæta liði frá V- Evrópu, sennilega sterkasta liö álfunnar féll þeim I skaut - Dynamo Kiev. Kirby getur ekki komið nœsto sumor segir Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnuráðs Akraness Kirby telur sig ekki geta komið U1 okkar næsta sumar af persónu- legum ástæðum,” sagði Gunnar Sigurðsson formaður knatt- spyrnuráðs Akraness I viðtali við Dagblaöiö I morgun. „Við ætlum að athuga með þýzkan eða p.ólsk- an þjálfara. Þar er mikið af topp- mönnum — glæsilegur árangur þessara þjóða á knattspyrnusvið- inu talar sínu máli. Nú, auðvitað er Dynamo Kiev frábært lið — reyndar nr. 1 i Evrópu eftir glæsi- legan sigur sinn gegn Bayern Munchen. Hitt er svo engin laun- ung, að við hefðum kostið lið frá Vestur-Evrópu. Við erum búnir að senda skeyti til Kiev, þar sem viö förum fram á að fá fyrri leik- inn hér uppi á Skaga — annað- hvort 18. eða 25. október, þ.e. á sunnudegi. Bæjarstjórn ætlar að gera nauðsynlegar breytingar á vellinum og fella niður vallar- leigu - Bæjarstjórnin er okkur mjög hjálpleg. Það er rétt, Kirby kemur ekki af persónulegum ástæðum. „Þetta er misskilningur, sem kemur fram i Þjóðviljanum i dag” sagði Haraldur Sturlaugs- ' ;ik son, leikrhaður Akraness og Celtic í úrslit Glasgow Celtic tryggði sér rétt i gær i úrslitaleik skozka deildabikarsins. Liðið lék þá við Partich Thistle - annað Glasgow-lið - og sigraði með 1-0. Naumur sigur, en nægði þó. Partich Thistle er i 1. deildinni skozku - Celtic „Top-ten” eða aðaldeildinni - og hefur forustu i deildinni, unnið fimm leiki gert eitt jafntefli. Orslitaleikurinn verður siðast i þessum mánuði að venju og sennilega leikur Celtic til úrslita við Rangers. 1 hinum leiknum i undanúrslitum leikur Rangers við Montrose - liðið, sem sló Hibernian úr keppninni. Leikur liðanna verður á Hampden Park eins og leikur Celtic og Partich Thistle i gærkvöldi. fyrrum landsliðsmaður. „Við höfum farið fram á við Kirby, að hann verði hjá okkur næsta .sumar. Persónulega er mér kunnugt um, að Sheffield Wednesday, sem nýlega rak framkvæmdastjóra sinn, hefur boðið Kirby stöðu, en hann ákvað að vera með Skagaliðið þangað til Evrópukeppni 1A er úr sögunni. Einnig hefur annað lið gengið á eftir honum, en mér er ekki kunnugt um hvaða lið það er.” Áður en dregið var i Evrópu- keppninni var viðtal við George Kirby I Daily Mail. Þar sagðist Kirby helzt óska sér að dragast á móti Derby, það yrði stórkostleg reynsla fyrir Akranesliðið. Hann kvaðst vissum að Skaginn mundi koma Englendingunum á óvart með getu sinni. Þeir væru sterkir af áhugamannaliði að vera. Siðastliðin tvö ár hefði liðið unnið meistaratitilinn og einnig verið i úrslitum i bikarnum bæði árin, en tapað i bæði skiptin. „Heimaleikinn” myndu þeir leika I Nottingham - ibúar Nottingham myndu veita Skagaliðinu mikinn stuðning vegna hins mikla rigs, sem er á milli borganna. En Kirby varð ekki að ósk sinni. Eins og allir vita verða Skagamenn að fara austur fyrir járntjald, til höfuðborgar Okraniu og spila við sovézku snillingana frá Kænuborg. -h.h. Mó Akui eru — Dynamo Kiev í gc — og vann Sovézka meist: Dynamo Kiev, — r Akurnesinga i 2. Evrópubikarsins siðar mánuði — vann sér rét ins „Bezta knatts Evrópu”, þegar þat Bayern Munchen, meistarana, i síðari iei i hinum óopinbera ,, Evrópu” I Kiev I gær. og i fyrri leiknum — I — sigraði Kiev-liðið e og þvi 3-0 samtals I l báðum. Þessir leikir Dynan sigurvegara I Evróp bikarhafa, og Bayern, s ara I meistarakeppnir hlotið blessun Evri bandsins, UEFA, en el bera viðurkenningu. En I hlut sinn fengu mennirnir, sem einnig heild sovézka land Evrópukeppni lai metersháan bikar úr silfri, sem metinn er á 2 dollara — gjöf hollenzl sýslumanns og var bik hentur i fyrsta skipti i Aðalmaðurinn i liði þessum leikjum var 01 hin. í gær frammi fyrir hundrað þúsund áhorfí leikvellinum I Kiev hann bæði mörk leiksi hann skoraði einnig ein: I leiknum i Munchen : um. 1 leiknum I gær voru leikmennirnir fljótari, ari og með meira Imyn I leik sinum en vestur-þ ið. Það var reyndar „vængbrotinn fugl” I le: án fimm fastamanna Þaðleikuf ekki vafi á þvi, að Páll Björgvinsson, fyrirliði Islenzka Iandsliösins Ileikjunum vil komst bezt Islenzku leikmannanna frá þeirri erfiðu raun. t fyrri leiknum skoraði hann fjögr fjórum skottilraunum - fimm mörk í þeim siöari, en átti þá fleiri tiiraunir. Páll er leikinn oe ( hefur tekið miklum framförum siðustu mánuðina — kannski mest fyrir þaö, að hann hefur nú spyrnuna alveg á hilluna. Hann var einnig sterkur maður á þvi sviði. A mynd Bjarnleifs að oi með knottmn - Magnús Guðmundsson á linunni, en ólafur Einarsson sem skoraði niu mi leiknum, lengst til vinstri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.