Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaöiö. Þriöjudagur 7. októbcr 1975
wmBimn
frfálst, úháð datfblað
Útgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Ilallur Simonarson
Hönnun; Jóhannes Reykdal
Blaöamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hailur Hallsson, Helgi Pét-
ursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, María ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halidórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Þrautseigju er þörf
Aðeins vika er nú til útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 200 milur og
likurnar á ófriði á miðunum fara dag-
vaxandi. Þegar er ljóst, að fyrir þann
tima verða engir samningar gerðir
við erlend riki um veiðiundanþágur.
Og ljóst er af hljóðinu i ráðamönnum Bretlands og
Vestur-Þýzkalands, að þeir eru ekki á þeim bux-
unum að gefa eftir að sinni.
Við verðum þvi að herða undirbúning enn eins
þorskastriðsins. Eins og fyrri daginn reynir mest á
viðbúnað Landhelgisgæzlunnar. Vonandi reynist
unnt að halda skipum og flugvél gæzlunnar meira
úti en gert hefur verið að undanförnu.
Landhelgisgæzlan þarf að hafa skiptiáhafnir til
reiðu, svo að unnt sé að nýta gæzlutækin til fulls. Nú
liggja skipin inni þriðjung timans vegna fria starfs-
manna. Skiptiáhafnir auka að sjálfsögðu rekstrar-
kostnað skipanna, en auka úthald skipanna miklu
meira en sem þvi nemur. Skiptiáhafnir lækka
raunar kostnaðinn á hverja úthaldsstund skipa og
flugvéla.
Sérfróðir menn hafa bent á, að vélar stærstu og
nýjustu varðskipanna séu gerðar fyrir svartoliu,
svo að það virðist vera hreinn lúxus að láta þau
ganga fyrir dýrum olium eins og nú er gert. Með þvi
að skipta yfir i svartoliu mætti vafalaust ná upp
kostnaðinum við skiptiáhafnir.
Hitt er svo ljóst, að hlutverk Landhelgisgæzl-
unnar verður mjög erfitt, þótt tæki hennar verði
nýtt til fulls. Það er margfalt erfiðara að verja 200
milna landhelgi en 50 milna. Yfirmenn og aðrir
starfsmenn gæzlunnar munu vafalaust standa sig
með prýði eins og jafnan áður, en þeir verða ekki
öfundsverðir af hlutskipti sinu.
Ekki bætir úr skák, að Bretar munu vafalaust
telja fyrra samkomulag úr gildi fallið og gera til-
raunir til að veiða eftir mætti upp að gömlu tólf
milna mörkunum. Nýjustu yfirlýsingar brezkra
ráðamanna benda til þess, að þeir muni beita flota
sinum af ekki minni hörku en i fyrri þorskastriðum.
Á hinn bóginn eru íslendingar ákveðnari i þvi en
nokkru sinni fyrr að láta hart mæta hörðu.
Andstaðan i landinu gegn undanþágum, einkum
innan 50 milna, er mjög hörð. Og menn hafa jafn-
framt áttað sig á, að takmarkað gagn er að sér-
samningum við einstök riki, þvi að slikum
samningum fylgir ekki afnám refsitolla Efnahags-
bandalagsins á islenzkum fiskafurðum.
Andstæðingar okkar i yfirvofandi þorskastriði
kunna þvi að verða fleiri en áður. Og jafnframt er
undirbúningur samninga skemmra á veg kominn en
oftast áður. Við verðum þvi að gera ráð fyrir lang-
vinnu þorskastriði að þessu sinni.
Á meðan verðum við að bita á jaxlinn og verjast
eftir mætti. Ef við látum ekki kúga okkur, vinnur
timinn með okkur, þvi að stóridómur hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna færist i sifellu nær.
Ef við höidum þorskastriðið út fram á mitt næsta
ár, ættum við að standa með pálmann i höndunum.
t ... H
Skattpenmgurinn
Fyrr meir lögðu niðurjöfn-
unarnefndir í hverju sveitarfé-
lagi útsvör á fólk „eftir efnum
og ástæðum”. Var þá alvana-
legt að þeir, sem ekki voru á-
nægðir með niðurjöfnunina,
studdu kæru sina um breytingu
með samanburði við álagningu
á einhvern nágrannann. Leituð-
ust þeir við að sýna fram á, að
ekki væri jöfnuöur i þvi, hversu
gjöldum væri jafnað á sig og
þann sem tekinn var til saman-
burðar. Slikur samanburður
þótti handhægur mælikvarði á
réttsýni niðurjöfnunarnefndar i
samfélagi, þar sem ætla mátti
að hver hefði sæmilega vitn,-
eskju um annars hagi.
Þessi gamli háttur, að bera
sig saman við aðra til að ve-
fengja réttmæti opinberra á-
laga, hefur nú verið tekinn upp á
ný i stærri stil en forðum tiðkað-
ist. Hópar skattgreiðenda I
Bolungarvik, Borgarnesi og
Hveragerði hafa tekið sig til og
sent skattyfirvöldum sameigin
legar kærur. Segja þeir álagn-
ingu á liðnu sumri leiða I ljós, að
beinir skattar hvili langtum
þyngra á launafólki en þeim
sem ekki starfa i annarra þjón-
ustu.
Launþegar á þessum stöðum
eru ekki að bera samborgurum
sinum á brýn almenn skattsvik,
heldur þykir þeim sýnt að
skattareglur valdi ójöfnuði
meðal mismunandi hópa skatt-
greiðenda, sem orðinn sé svo
stórfelldur að ekki verði við un-
að.
Ekki er furða að þessi upp-
reisn launafólks á stöðum, sem
ekki eru fjölmennari en svo að
hver hefur allstaðgóða vitn-
eskju um annars hag, brýst út i
kjölfar skyndibreytinga á
skattalögum annað árið i röð.
Það hlýtur að vera varhugavert
i sjálfu sér að gera skjótráðnar
breytingar á skattareglum að
lið í almennum kjarasamning-
um. Ber þar einkum tveqnt til.
Annað er, að við kjarasamn-
ingsgerð á lokastigi er timi jafn-
an svo naumur að heita má bor-
in von að unnt reynist að sjá við
öllum þeim ásteytingarsteinum
sem hljóta að vera við hvert fót-
mál við snöggsoðna uppstokkun
á ramflóknu skattakerfi. Hinn
meginagnúinn er, að breytingin
kemur á þeim tima skattársins
að hámarksröskun veldur á
kerfisbundnum starfsháttum
skattstofanna og gerir þeim
langtum erfiðara að sinna
verkefnum sinum með árang-
ursrikum hætti en efni gætu
staðið til. Álagningarreglum er
gerbreytt nokkrum mánuðum
eftir að þorra skattaframtala
hefur verið skilað, þegar úr-
vinnsla þeirra ætti að standa
sem hæst. Af þessu hlýst bæði
tviverknaður og skerðing tima
og starfskrafta til eftirlits með
framtölum.
Kjallarinn
r
Magnús Torfi Olafsson
Þar með er i rauninni auð-
veldað athæfi þeirra sem svikja
undan skatti eða leitast við að
sveigja gildandi skattareglur
sér i hag á vafasaman hátt. Slikt
er nógu slæmt, en tólfunum
kastar þegar ráðist er i af
skyndingu að tengja saman
skattakerfi og tryggingakerfi
eins og gert var i ár, án þess að
ráðast fyrst i að byrgja glopp-
urnar sem þar er að finna. Mis-
rétti sem stafar af göllum á
skattareglum eða skattfram-
kvæmd tvöfaldast, þegar teng-
ing sliks skattakerfis við trygg-
ingakerfið kemst á. Þá er ekki
lengur nóg með að þeir, sem
með réttu eða röngu sleppa
vægar við opinber gjöld en sam-
borgarar þeirra, halda sinu fé,
heldur geta þeir þar á ofan hlot-
ið greiðslur eða millifærslur úr
þeim sameiginlega sjóði sem
myndaður er af skattpeningi
hinna, sem greiða fyllsta skatt-
hlutfall af sinum tekjum.
Þegar misréttið i skatt-
greiðslum er þannig tvöfaldað
með einu pennastriki, er ekki
nema von að hrikta taki svo i
bökum þeirra, sem fulla skatt-
byrði bera, að þeir láti frá sér
heyra.
Það er fyrir löngu staðfest i á-
liti nefndar, sem fjallaði um
endurskoðun á tekjuöflun rikis-
ins, að skattakerfið er stór-
gallaö og veldur miklum ójöfn-
uði. Frádráttarheimildir opna
gáttir fyrir margháttaðri mis-
notkun. Fyrningarreglur gera
gróða skattfrjálsan og ýta undir
verðbólgubrask. Þeim, sem
rekstur hafa með höndum, er
unnt að gera eigin tekjur i stór-
um stil að rekstrarkostnaði á
skattframtali. Athugun nefnd-
arinnar leiddi i ljós, að hvorki
meira né minna en þriðjungur
skattstofnsins hjá landsmönn-
um slapp við skatt samkvæmt
frádráttarreglum það ár sem
könnunin tók til.
Nefndin um tekjuöflun rikis-
ins skilaði löngum lista um úr-
bætur, sem hún taldi koma til á-
lita. Að nokkru hefur verið eftir
honum farið við tvær siðustu
skattalagabreytingar, en
reynslan hefur sýnt að slikt tjasl
kemur að litlu haldi og gerir
jafnvel enn verra.
Núverandi fjármálaráðherra
fékk vinnuhópum það verkefni
að vinna úr einstökum þáttum
álits tekjuöflunarnefndar. Rikj-
andi ástand i skattamálum knýr
á um skjót handtök. Alþingi,
sem nú er að koma saman, má
ekki láta hjá liða að leiða málið
til lykta.
Áriðandi er að forsvarsmenn
launafólks fylgist vel með fram-
vindu þess og stuðli að þvi að á
komist skattakerfi byggt á sem
einföldustum og almennustum
reglum. Flókið skattakerfi með
aragrúa af sérreglum og frá-
dráttarheildum er gróðrarstia
misréttis og undandráttar. Þeir,
sem halda vilja i það myrkviði,
eru viðsjárverðasti þrýstihóp-
urinn i þjóðlifinu.
LÆRISVEINN
Nú mun vera nýlokið sýningu
Sigurþórs Jakobssonar að
Hafnarstræti 5, en þvi miður
komst undirritaður ekki til að
skoða hana fyrr en á föstudag.
Sigurþór sýndi á vinnustofu
sinni i kjallara og náði að koma
myndum sinum nokkuð vel
fyrir, miðað við aðstæður.
Sigurþór mun hafa numið
frjálsa myndlist að mestu á
kvoldnámskeiðum en starfar
sem auglýsingateiknari og
hefur sú atvinna allavega haft
góð áhrif á sýningarskrá og
veggspjöld fyrir þessa sýningu,
en þessi tvö atriði virðast oft
fara forgörðum þegar menn
halda sýningar.
Þetta mun hafa verið þriðja
einkasýning Sigurþórs og
liklega sú stærsta hingað til, 34
málverk og gvassmyndir sam-
tals. Málverkin bera flest mik-
inn svip af Þorvaldi Skúlasyni
og Karli Kvaran, svo mikinn að
erfitt er að ná tangarha'di á
persónuleika Sigurþörs sem
málara I bili. Auðsætt er samt
að hann hefur nokkurn metnað
til að bera og munu næstu ár
skera úr um stefnu hans. Vinnu-
brögð hans eru nokkuð vönduð,
litanotkun i heild ekki slæm þótt
út af beri á köflum og mestu
átökin virðast eiga sér stað i
stærri myndum hans. En þrátt
fyrir þessa miklu aðdáun á
Karli Kvaran eru hér nokkur
Um sýningu Sigurþórs
Jakobssonar að
Hafnarstrœti 5
merki þess að Sigurþór geti
tekist á við annars konar
málverk. Myndhugsun og ,,ó-
symmetria „Kattaraugna”
hans (nr 10) er athyglisverð og
frjálsari gvassmyndir hans (nr.
2, 3, 4 & 6) bera vott um næm-
leika og markvissa form-
hugsún.
Sigurþór á vinnustofu sinni.