Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðib. Þriðjudagur 7. október 1975 9 ## VESALINGS LIBANON ## Beirút í Líbanon er ekki lengur sólskinsparadís viðskipta í löndum Araba. Fjöldi erlendra fyrir ■ tœkja hefur flúið borgina og fögur strœti hennar eru að verða að rústum elda og sprenginga Tugir erlendra fyrirtækja hafa fliiið Beirút, höfuðborg Libanons, vegna stöðugra bar- daga og óeirða. Borgin, sem áð- ur var talin sólrik paradis við- skipta við Arabalöndin, er orðin stórhættuleg og grimmilegur vigvöllur. Fjögur meiriháttar bardaga- timabil hafa gengið yfir borgina að undanförnu. Afleiðingin er sú, að flest japönsk fyrirtæki hafa snúið sér að þvi' að finna skrifstofum sinum og starfsemi rúm i London, Aþenu og Róm. Að minnsta kosti þrjú banda- risk stórfyrirtæki hafa ýmist lokað skrifstof. sinum i Beirút eða flutt fjölskyldur starfs- manna sinna til friðsælli borga. Bandaríska utanrikisráðuneytið hefur opinberlega lýst Beirút sem hættusvæði fyrir diplómata sina. Bandariskir diplómatar i Beirút fá siöan I júli 20% álag á grunnkaup og að auki fria ferð til Aþenu og til baka aftur, til að losna úr spennunni, bardögun- um, hættunni á að verða rænt og öðrum daglegum erfiðleikum, sem fylgja þvi að búa i Beirút. Barizt áfram — búið áfram. Þrátt fyrir að kunnugir reikni með að ofbeldinu verði áfram haldiðaf og til allt næsta ár, er ástandið ekki allt svart og flest erlend fyrirtæki gera sér enn vonir um aö úrrætist. Flest hafa kosið að dvelja um kyrrt, þótt sum fyrirtæki hafi pakkað niður og forðað sér. Margir kaupsýslumenn eru þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt I Beirút geisi bardagar og rusl á götum sé mikið og illa lyktandi, þá sé borgin enn bezt búin arabiskra borga til við- skipta. Ahugasöm augu eru þó farin að lita til Alexandriu og Kairó. Þar ætti að vera hægt að stunda viðskipti við Arabalöndin, ef egypzka stjórnin kemur þar upp sömu þjónustu á sviðum banka, hótela, húsnæðis og samgangna og eru fyrir hendi i Beirút. Libanska stjórnin bendir stolt á, að þrátt fyrir mikið efnahags- legt tjón, sem bardagarnir i sex mánuði hafa valdið, sé libanska pundið alltaf jafn sterkt og stöð- ugt. Astæðan fyrir þvi er sú, að mikið af þjóðarauðnum verður til við bankaviðskipti. Jafnvel þótt ástandið i borginni valdi erfiöleikum i bankaviðskiptum, er alltaf miklu léttara að halda þeim hjólum gangandi en til dæmis iðnaðarfyrirtækjum og verzlunum. „Meskiin Lubnaan” A undanförnum sex mánuðum hafa rúmlega 1300 manns beðið bana og 3000 aðrir særzt. Lög- Skömmu fyrir mán.mót tókst að viðhalda vopnahléi i Beirút I tvo eöa þrjá daga eftir hálfsmánað- ar stanzlausa bardaga. Þessi mynd var tekin er Ibúar borgar- innar streymdu út á götur henn- ar eftir að bardögum var lokiö — um stundarsakir. reglan telur þessar tölur i lægsta lagi. Heilt stræti i miöborginni, að- eins steinsnar frá bankahverf- inu, hefur verið jafnað við jörðu af völdum dynamits og elds. Tugir verzlana og skrifstofa hafa verið brenndar til grunna. Viðskiptalifið i borginni hefur nokkrum sinnum verið lamað vikum saman vegna götubar- daga og leyniskyttna, sem skjóta vegfarendur, akandi og gangandi, frá húsþökum. Erlendir fréttamehn, sem eru i borginni um þessar mundir, segja nær öll samtöl sin viö þar- lenda enda á þessum orðum: „Meskiin Lubnaan (veslings Libanon)”. Talsmaður japanska sendi- ráðsins i borginni sagði frétta- manni Reuters, að um það bil 350 Japanir hefðu farið úr landi slðan i byrjun siðasta mánaðar, þegar bardagar brutust út i hafnarborginni Tripoli i norður- hluta landsins. Á milli 35 og 50 japönsk fyrir- tæki hafa lagt niður alla starf- semi sina i Libanon, að sögn talsmanns sendiráðsins. Flest hafa hafið starfsemina á ný i London, en önnur fara til Aþenu, Rómar og Frankfurt. Nokkur fyrirtæki hafa farið alla leið heim til Tokýó. Vestur-evrópsk fyrirtæki virðast taka lifinu með meiri ró. Stutt könnun, sem fréttamaður Reuters gerði i borginni, leiddi i ljós, að aðeins örfá evrópsk fyr- irtæki voru farin eða á förum. En vestrænn diplómat sagði: ,,Ef þessum fjanda heldur á- fram, þá munu fleiri og fleiri fyrirtæki fara að velta þvi al- varlega fyrir sér, hvort ástæða sé til að vera um kyrrt. Við vit- um um nokkuð mörg fyrirtæki, sem eru a.m.k. hætt við að færa út kviarnar hér.” Bandariska sendiráöið skýrði svo frá, að ekki færri en 200 bandariskir þegnar hefðu farið úr landi á undanförnum sex mánuðum vegna bardaganna. Fjöldi þeirra, sem farið hefur i skamma dvöl til útlanda, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ekki borgi sig að snúa aftur nema til að pakka niður og hafa sig heim. Tilgangslaus vopnahlé í augum margra útlendinga — sem og margra Libana i Beirút og viðar — var siðasta bardaga- hryðjan það, sem réð úrslitum. Tjónið varð meira en i þremur Götumynd frá Beirút: þessi sjón er hin algengasta þar aö undan- förnu. Skæruliði skýzt yfir götu og reynir að forða sér frá kúlum leyniskyttna. hryðjum á undan samanlagt, og fjögur vopnahlé urðu að engu um leið og samið hafði verið um þau. Tveir háttskrifaðir libanskir stjórnmálamenn hafa lýst þeirri skoðun sinni, að ófriðurinn vari þar til forsetakosningar fara fram i landinu næsta haust. Og vestrænn kaupsýslumaður bætti við: „Þegar spáin hljóðar þann- ig, til hvers á maður þá að vera kyrr? öll viðskipti verða fyrir neðan allar hellur og fjölskylda min er búin að fá nóg.” Fyrirtæki, sem flutt hafa ann- að, hafa oft komizt að þvi, að starfsfólk þeirra kemst ekki i vinnu, skrifstofurnar eru stöð- ugt I skotmáli og póstþjónustan er slæm — eða alls engin. Næturlífið búið að vera Ahrif ófriðarins á einkalif fólks eru sizt minni en áhrifin á efnahagslifið. Fólk þorir ekki lengur að ganga um götur borg- arinnar að kvöldlagi, ferðast um landið eða hitta vini sina á útikaffihúsum. Þannig er ástandið á Hamra- stræti, þar sem fram til þessa hefur verið óvenjulega fjörlegt og hrifandi kvöld- og næturlif. Undanfarnar tvær vikur hefur gatan verið auð og tóm, dauð. Um tima var útgöngubann i borginni frá sólarlagi til sólar- upprásar, en jafnvel eftir að þvi var aflétt hefur ekki mikið breytzt. A götum Beirút eru helzt vopnaðir hermenn og skæruliðar, svo og brynvarðir bllar þeirra. Vegna skothriðar leyniskyttn- anna hafa húsmæður i Beirút endanlega sannfærzt um, að betra er að kaupa niðursoðinn mat ( jafnvel þótt hann sé ekki alltaf áberandi góður) hjá kaup- manninum á hominu en að fara i stærri kjörbúðirnar — sem þó eru ódýrari. Eða eins og sagt er á Vestur- löndum: Þaðerdýrtað lifa. Það vita þeir i Beirút. VATNSLITAVINNA 1,1—1111 Um sýningu Hafsteins Austmann á Loftinu Það er undarlegt fyrirbæri hér á landi hve miklir fordómar eru enn rikjandi gagnvart hin- um svokölluðu „minniháttar” listgreinum, teikningu og vatns- litamyndum. Þessir fordómar voru til skamms tima rikjandi hvaðgrafik snerti en hinir dug- legu félagar I „Islensk grafik” hafa nú breytt viðhorfi fólks i sinn garð. Nú þyrfti einhver að gera slikt hið sama fyrir teikn- inguna og vatnslitamyndina þvi heyra má, jafnvel frámyndlist- armönnum, nöldur út i þá lista- menn sem voga sér að sýna teikningar, pastelmyndir eða vatnsliti eingöngu, — eins og þeir væru með þvi að halda sýn- ingu á óhreina þvottinum sin- um. Það skal þvi itrekað hér að teikning og vatnslitalist eru eins erfiöir og frjóir miðlar listrænn- ar túlkunar og stærstu skiliri og er þvi engin ástæða fyrir snjalla teiknara og vatnslitamenn að ráðast I stór olíumálverk til að sanna getu sina. Kveikjan að þessum formála er sýning Hafsteins Austmann á Loftinu, en þar sýnir hann 33 vatnslitamyndir til 10. október. Sýning hans er með svipuðu sniði og margra annarra, sem sýnt hafa á þessum stað, og spannar nokkurn veginn jafn- langt timabil og verk hinna, þ.e. frá þvi ca 1950 og fram á þenn- an dag, og má hún þvi skoðast sem eins konar óformleg yfir- litssýning. Myndlist V Létt og leikandi Hafsteinn virðist frá upphafi hafa sýnt hæfileika sem hæfðu vatnslitum fremur en öðrum miðli, — handbragð hans var ó- venju létt ogleikandi, auga hans fyrir litatónum næmt og mynd- hugsun hans ljóðræn og fingerð og þessir eiginleikar ganga i gegnum verk hans öll eins og rauður þráður. Aður en hann heldur út til Parisar málar hann litlar húsamyndir, varfærnis- lega teiknaðar en ljúft litaðar og sömuleiðis eru „hausar” hans tveir á þessari sýningu gerðir af einstakri varfærni og léttleika, þótt skemati'sk skipting andlit- anna sé e.t.v. frá Ninu Tryggva- dóttur eða Þorvaldi komin. Aft- ur á móti lætur það Hafsteini ekki eins vel að gera módel- teikningar, eins og einnig sést hér.þvi slik verkefni hafa e.t.v. verið of bókstafleg i eðli sinu fyrir hugarflug Hafsteins. Frá þessum tima má einnig sjá snert af hinum óvenjulegu vatnslitamyndum Snorra Arin- bjamar, en Hafsteinn hefur séð sem var að Snorri gerði sér aldrei fyllilega grein fyrir eðli vatnslita og notaði þá mjög sterkt, eins og oliuliti, — og fer Hafsteinn inn á aðrar brautir. Model í Paris t Paris hefur Hafsteinn siðan kynnst hinni frönsku málaralist eftirstriðsáranna, mönnum eins og Manessier, Bissier og fleiri, sem kúltiveruðu afburða „smekklega” afstraktmálun og má kannski deila um hvort þessi frönsku áhrif hafi verið Haf- steini og fleirum til góðs til lengdar, þvi um siðir varð þessi „smekklega” list þeirra frans- manna að penu, átakalausu stássi og form-formúlur voru endurteknar án mikillar sann- færingar. A Islandi réð fem- ingsformið lögum lengi og Haf- steinn vinnur það á sinn sér- staka hátt, deyfir útlinur og stif- ar linur þannig að eftir eru lit- blettir, sem renna saman i út- spekúleruðu litsamræmi, svo helstmá likja myndum hans við tónlist eftir Debussy. Þegar nær kemur okkar tima fer fleira að gerast i myndum Hafsteins, snöggar linueiningar dansa um myndflötinn og hann tekur djarfari ákvarðanir i mynd- byggingu sinni og mundi ég telja siðustu myndir hans meðal hans bestu. En hvað sem annars má segja um formhugsun Haf- steins I heild þá fer ekki á milli mála að sem vatnslitamaður á hann sér fáa jafning ja hérlendis og mættu margir læra af hand- bragði hans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.