Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 7
Dagblaöið. Þriðjudagur 7. október 1975 7 PORTÚGAL: Kommónistar hvetja til verkfalls 250 þósunda „EF BORGARASTETTIN VILL FA STRIÐ, ÞÁ SKAL HÚN FÁ STRÍÐ" Portúgölsk verkalýðsfélög undir stjórn kommúnista hafa hvatt 250 þúsund verkamenn i stáliðnaði til að fara i verkfall i dag. Jafnframt fer óánægja og ókyrrð vinstrisinnaðra her- manna i herafla landsins vax- andi eftir að stjórnin lýsti yfir ásetningi sinum til að auka lög og reglu i hernum. Verkfallshvatningin er önnur slik hvatningin, sem kemur frá verkalýðsfélögunum siðan stjórn Jose Azevedo tók við völdum fyrir hálfum mánuði. I blöðum hafa að undanförnu verið yfirlýsingar frá verka- lýðsfélögunum , þar sem segir m.a.: ”Ef borgarastéttin vill strið, þá skal hún fá strið.” Þúsundir vinstrisinna slögu i gærkvöldi og nótt upp tjöldum i nágrenni herbúða i Oporto i norðurhluta landsins. Mann- fjöldinn sagðist ekki færa sig um set fyrr en hlið herbúðanna, sem var lokað i siðustu viku þegar herdeildin var leyst upp vegna óhlýðni við yfirmann hennar, verði opnuð á ný. I Lissabon fóru 3000 hermenn og borgarar i mótmælagöngu i trássi við áskorun Costa Gomes forseta. Mótmæli næturinnar hófust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Costa Gomes - sem er Azevedo forsætisráðherra stendur nú I annað skipti á hálfsmánaðar ráðherratið sinni frammi fyrir verkfalli hundruð þúsunda verkamanna, sem fyigja kommúnistum að málum. æðsti yfirmaður herafla lands- gæta hlutleysis i vaxandi stjórn- þjóðinni i tvennt: hermenn og ins - hafði hvatt hermenn til að málalegum átökum, sem skipta óbreytta borgara. Norðmenn vilja selja Kanada fiskveiðibúnað — og lýsa stuðningi við 200-mílna áform þeirra Aðstoðarviðskipta- og siglinga- ráðherra Noregs, Asbjöm Skar- stein, sagði i Halifax i Nova Scotia i gær, að Noregur styddi tilraunir Kanada til að fá viðurkennda 200 milna fiskveiði- lögsögu. Skarstein bætti þvi við, að von norsku stjörnarinnar væri sú, að næsti fundur Hafréttarráðstefn- unnar myndi leiða af sér alþjóð- legt samkomulag um fiskveiðar. Ráðherrann gat þess og á fundi með fréttamönnum i Halifax, að Norðmenn byggjustvið 200-milna landhelgi Kanada og gerðu sér þvi vonir um stóran markað fyrir norskan fiskveiðibúnað. Kanada- menn þyrftu á nýjum og góðum tækjum að halda og Norðmenn gætu séð þeim fyrir slikum. Norðmenn hafa ekki lýst jafn afdráttarlausum stuðningi við áform Islendinga um útfærslu i 200 milur - enda okkar markaður ekki jafnstór og sá kanadiski. RFK-málinu endan- lega lokið? Sjö virtir byssusér- fræðingar hafa látið í Ijós þá skoðun, að útilok- að sé að fleiri en ein byssa hafi verið notuð við morðið á Robert F. Kennedy í Los Angeles 1968. Þykir þar með nærri öruggt, að málið verði ekki tekið upp að nýju. Sérfræðingarnir unnu hver í sínu lagi að rann- sókninni og komust allir að sömu niðurstöðu. Enginn þeirra fann minnstu haldbæru rök fyrir því, að um tvær byssur hefði verið að ræða. 1970 sagði þekktur af- brotafræðingur í Los Angeles, William Harp- er, að tvær kúlnanna, sem fundust á morð- staðnum, hafi ekki get- að komið úr byssu Sirhans B. Sirhans,sem ákærður var og dæmdur fyrir morðið. f september var hafin rannsókn á kúlunum, sem lauk á f yrrgreindan hátt. POLUGAÉVSKl og UUBOJíVIC íFSnR Á MÓTINU í MANILA Júgóslavneski stórmeist- meistarann Helmut Pfleger. Staðan er nú þannig á arinn Ljubomir Ljubojevic Aðrar skákir: Gligoric gerði mótinu i Manila: sigraði Norðmanninn Leif jafntefli við Kavalek. Bent Polugaévski . 31/2 vinningur ögaard á skákmótinu I Manila Larsen sigraði Gligoric i fyra- Ljubojevic ... 3 1/2 vinningur i gær og er nú i efsta sæti kvöld, skák hans og Braziliu- Pfleger . 2 1/2 vinningur ásamt sovétmanninum mannsins Meckings fór i bið. Balinas ..... 2 1/2vinningur Polugaévskf. kvöld, skák hans og Brazilíú- Torre . 21/2 vinningur ögaard hefurenn enga skák mannsins Meckings fór i bið. Aðrir hafa færri vinninga. unnið. Polugaévski missti Larsen (svart) sagðist hafa Alls taka 11 stórmeistarar og forskot sitt þegar hann féllst á teflt illa og bjóst hann við jafn- alþjóðlegir meistarar þátt i jafntefli við vestur-þýzka stór- tefli. mótinu. Langt í sam- einingu Evrópu — segir Tindemans, forsœtisráðherra Belgíu Belgiski forsætisráðherrann Leo Tindemans, sem vinnur að skýrslugerð um möguleg bandariki Evrópu, sagði i Róm i nótt, að helztu niðurstöður hans til þessa væru mótsagnakennd- ar. Hann sagði á fundi með fréttamönnum, að þau efna- hagslegu vandamál, sem Evrópa ætti við að striða, ógn- uðu baráttuhug þeirra, sem gert hefðu sér vonir um skjótar framfarir sameiginlegra þarfa Evrópu. Tindemans benti á, að þessi vandamál kölluðu á aukna sam- stöðu og gætu orðið til að auka enn frekar löngunina til að ná sameiginlegum markmiðum landa Evrópu. .Aöspurður sagðist Tindemans allavega gera sér vonir um að skrifa góða skýrslu, en visaöi á bug hugmyndum um að einhver veruleg sameining Evrópu gæti verið á veg komin 1980. „Fyrst þurfum við að ákveða hvað við viljum gera á næstu 10—15 ár- um,” sagði hann. Tindemans hefur veriö i þriggja daga opinberri heim- sókn á Italiu og átt þar samtöl við háttsetta stjórnmálamenn og embættismenn. r ASTARSAGA r r UR STRIÐINU Austurriskur korpóráll, sem smyglaði israelskri ástkonu sinni inn i herbúðir gæzlusveita Sam- einuðu þjóðanna i Golan-hæðum, Igkildi við konu sina i Vinarborg i gær. Korpórállinn er Ernst Stein- bauer og er 25 ára. Það olli miklu uppnámi þegar i ljós kom, að hann hafði smyglað 19 ára gamalli stúlku, Jeanette Farraj, sem er i israelska hernum, i gegnum framlinur herja Israels og Sýrlands og inn i sinar eigin herbúðir i Kuneitra. Steinbauer var fluttur heim til Austurrikis og Farraj átti yfir höföi sér að verða leidd fyrir herrétt. Kona Steinbauers sótti um lögskilnað þegar i stað. Korpórállinn er nú kominn aftur til tsraels, þar sem hann hyggst fá sér vinnu og kvænast Jeanette. BYSSUMAÐUR í NY YFIRBUGAÐUR Vopnaður maður, sem i gær tók 10 gisla og hélt þeim i banka i New York, var yfir- bugaður snemma i morgun. Byssumaðurinn, Ray Olson, 28 ára, hafði krafizt þess, að Patricia Hearst yrði látin laus úr fangelsi, sömuleiðis SLA- félagarnir Emely og William Harris — og loks vildi hann 10 milljón dollara virði af gulli. Olson sleppti gi'slum sinum i þremur áföngum — og a.m.k. þremur sleppti 'hann fyrir 6 flöskur af bjór. Olson var yfirbugaður af lögreglumanni, sem læddist inn um bakdyr bankans á Manhattan. Erlendar fréttir . á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.