Dagblaðið - 10.10.1975, Side 4
4
Dagblaöiö. Föstudagur 10. október 1975.
ÞÆR ÆTLA FLESTAR
AÐ TAKA SÉR FRÍ
Hœgt að gera við TF-GNÁ
Þótt vélin hafi iitiö illa út eftir „byltuna” telja sérfræöingar aö gera megi viö hana aftur. DB-mynd
Björgvin.
Bíleigendur þinga í Munaðarnesi
Áttunda landsþing félags að af landinu munu sitja þingiö, málefni bifreiðaeigenda rædd,
islenzkra bifreiðaeigenda verður sem verður sett á föstudagskvöld svo sem umferðar- og öryggimál,
haldið I Munaðarnesi um næstu og lýkur á sunnudag. skatta- og tollamál, vegagerð og
helgi. Um 40 fulltrúar viðsvegar A þinginu verða sameiginleg tryggingamál.
„Þótt ekki sé búið að gera
heildarkönnun hjá öllum borgar-
starfsmönnum virðast viðbrögðin
benda til þess að þátttaka verði
mjög almenn i kvennafriinu 24.
október.
Þetta segir Lilja ólafsdóttir
sem er fulltrúi Starfsmanna-
félags Reykjavikurborgar i sam-
starfsnefnd um kvennafriið.
Hún sagði að þar sem könnun
hefði farið fram hefði komið i ljós
að yfir 90% eru fylgjandi kvenna-
friinu. Á þetta til dæmis við
borgarskrifstofurnar, Rafmagns-
veitu Reykjavikur, Borgarbóka-
safnið, Fóstrufélagið og Borgar-
sjúkrahúsið þarsemáhugann
vantar ekki hjá þeim sem gæta
öryggisins, en þær geta ekki tekið
þátt i frfinu.
EVI
— segja sérfrœðingar gœzlunnar
„Sérfræðingar okkar hér
heima telja að hægt verði að
gera við þyrluna,” sagði Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelg-
isgæzlunnar er fréttamaður
Dagblaðsins spurðist fyrir um
„ástand og liðan” TF-GNA.
„Á næstu dögum,” hélt Pétur
áfram, „koma hingað til lands
sérfræðingar bandarisku
strandgæzlunnar til að grafast
fyrirum orsakir slyssins. Þegar
niðurstaða þeirrar rannsóknar
liggurfyrir vitum við fyrir vist,
hvort hægt verður að gera við
þyrluna. Sem stendur er hún hér
i skýli hjá okkur og hefur ekkert
verið gert i málinu.”
Aðspurður um hver hefði
ætlað að borga reikningana
fyrir notkun þyrlunnar er slysið
varð, en eins og fram hefur
komið var þyrlan að flytja
staura fyrir KR, svaraði Pétur:
„Það er KR. Annað stóð aldrei
til. Það er rétt að þyrlan kostar
70—80 þúsund krónur á timann,
en þetta voru nú aðeins þrir
staurar og sjálft vérkið hefði
ekki tekið nema kannski 20 min-
útur. Við höfum áður verið
beðnir að lána þyrluna i svona
verkefni, en alltaf visað þeim
frá okkur. 1 þetta skipti var fall-
izt á það þar sem þyrlan var að
koma úr gagngerri skoðun og
þurfti að fljúga, en sjálfur vissi
ég ekkert um málið fyrr en hún
hafði hrapað.” —ÓV.
Sigurður
Hallur
héraðsdómari
Sigurður Hallur Stefánsson,
aðalfulltrúi bæjarfógetans i
Hafnarfirði, hefur verið skip-
aður héraðsdómari við emb-
ætti sýslumannsins i Gull-
bringusýslu og bæjarfógetans
i Keflavik og Grindavik. I frétt
frá dómsmálaráðuneytinu
segir að Sigurður Hallur sé
skipaður frá 1. október.
Aðrir umsækjendur um
embættið voru Sveinn Sigur-
karlsson, fulltrúi við bæjar-
fógetaembættið i Keflavik, og
ValtýrSigurðsson, aðalfulltrúi
við sama embætti.
—óv.
Konurnar hjó borginni:
Áskrifendur athugið
Hlutafjórútboð Dagblaðsins
Mikilvægur þáttur þeirrar ætlunar að gefa út frjálst, óháð dagblað er sá, að
eigendur þess séu starfsmenn blaðsins og lesendur þess.
Starfsmönnum buðust hlutabréf þegar í upphafi. Það boð þágu þeir strax
og iðrast þess ekki, því að augljóst er, að hver dagur, sem liðinn er f rá því að
útkoma blaðsins hófst, hefur skilað góðri afkomu. Það er að vísu langt um-
fram allar vonir, en staðreynd samt sem áður.
Þúsundir íslendinga kaupa Dagblaðið í lausasölu á degi hverjum. Til þeirra
lesenda er því miður ekki unntað ná. Nöfn þeirra eru hvergi til á skrá.
Hverjir áskrifendur Dagblaðsins eru, vitum við hins vegar. Og við treystum
því, að þeir vilji frjálst, óháð dagblað. Því kjósum við þá sem meðeigendur
okkar að rekstri blaðsins og bjóðum þeim nú hlutabréf.
Stærð hlutabréfanna er mjög í hóf stillt, til þess að sem f lestir áskrifendur
geti orðið hluthafar. Fyrir aðeins eitt þúsund krónur getur áskrifandi gerzt
hluthaf i í Dagblaðinu. Stærri hlutir bjóðast að sjálfsögu einnig. Skilyrði er, að
kaupandi sé áskrifandi að blaðinu.
Þetta boð stendur til 1. nóvember n.k. Hringið í síma 27022 (3 línur) og látið
skrá yður sem kaupanda að hlutabréfi eða fáið nánari upplýsingar, ef þörf er
á. Símaþjónustan verður opin f rá 9 til 22 hvern dag til 1. nóvember.
Vinsamlega afsakið það, ef illa gengur að ná sambandi. Skiptiborð Dag-
blaðsins er mjög áhlaðið. Auk venjulegs álags berst mikill f jöldi áskriftar-
pantana daglega og beiðnir um birtingu smáauglýsinga eru miklu f leiri en við
var búizt, svo sem blaðið ber með sér. Svo virðist sem Dagblaðið þjóni þar
stærri markaði en vitað var, að væri í landinu. Þar af leiðir, að hlutabréfa-
þjónustu verður aðeins unnt að veita í
síma 27022
ÁSKRIFENDUR DAGBLAÐSINS
Gjöriðsvo vel. Síminn er 27022 (3 línur ).Opiðtil kl. 22 á kvöldin.
Virðingarfyllst
Dagblaðið hf.
Lézt þegar eftir slysið
Hásetinn á Skinney, sem beið
bana eftir slys er varð þegar
skipið var við veiðar á Glettinga-
nesflaki i fyrrinótt, hét Július
Sveinbjörnsson. Hann var 22 ára,
kvæntur en barnlaus.
Friðjón Guðröðarson lögreglu-
stjóri á Höfn hélt sjópróf i málinu
i gær. Leiddu þau ekki i ljós að um
handvömm nokkurs skipshafnar-
manns hefði verið að ræða, heldur
hefði hleri sveiflazt af ókunnum
orsökum inn fyrir lunningu
skipsins, er það var að leggja
trollið, og klemmdist Július milli
hlerans og lunningarinnar.
Læknir telur að hann hafi látizt
skömmu eftir slysið. —ASt.
ERTU ÁNÆGÐUR?
— með reksturinn?
— meö ágóöann?
— meö söluna?
— meö framleiösluna?
— meö bókhaldiö?
— meö forstjórann?
— meö starfsfólkiö?
— meö stjórnarfundina?
— meö andrúmsloftiö á vinnustaö?
— meö þjóöarbúskapinn?
— meö lifiö yfirleitt?
Ef svarið er já.
— Til hamingju
Ef þú vilt hins vegar gera betur — hvernig væri þá að kynna sér
stjórnunarfræðslu Stjórnunarfélagsins. Viö sendum ókeypis
bækling meö upplýsingum um 26 mismunandi námskeiö, sem
eru sniðin fyrir þig.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti
37, simi 82930.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Sendlar
Okkur vantar sendla fyrir hádegi. Hafið sam-
band við afgreiðsluna Þverholti 2.
Dagblaðið