Dagblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 10
10 / Dagblaðið. Föstudagur 10. október 1975. dagsins LS —4 Hefurðu séð Kardemommubæ- inn? Böðvar Héðinsson nemandi: Já, ég hef séð Kardemommubæinn, það var nií svona ágætt en ég held maöur sé kannski vaxinn upp Ur því. Jón Otti Jónsson í skóla: Já, já, já, hann var ágætur og ég hugsa að flestir hafi haft gaman af að sjá hann. Sigriður Heimisdóttir nemi: Já, ég hef einu sinni séð hann, það var á þessu ári, en ekki margar af vinkonum minum hafa séð hann. Stella Jóhannesdóttir nemandi: Já, og mér þótti mjög gaman og ég held að flestar vinkonur minar hafi séð hann og þótt lika gaman. Aðalsteinn Jónsson nemi: Já, og mér þótti ofsalega gaman þegar ég sá hann i vor en hugsa ég fari ekki að sjá hann aftur. Sigrlður Ifcðinsdóttlr I skóla: Já, og mér þótti ekki gaman að hon- um, ég hugsa að mörgum hafi heldur ekki þótt gaman þó að ég hafi ekki spurt þá. Höfðingslund og styrkjakerfi 7877-8083 skrifar: „Skelfingar ósköp er þetta að verða leiðinlegt þjóðfélag! Stefnt er að þvi að þrýsta öllum niður i flatneskju meðal- mennskunnar svo enginn verði öðrum fremri. Allir eiga að bera jafnt úr býtum, fá sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort sém hún er vel eða illa af hendi leyst. Fyrir allmörgum árum, á kreppuárunum svokölluðu, held ég að bændur hafi glatað reisn sinni og höfðingsskap. Kreppu lánin gerðu stóran hlut bænda- stéttarinnar að ósjálfstæðum ölmusu- og betlilýð. Síðar varð svo sjávarUtvegurinn eins. bannig er þá komið fyrir tveim- ur höfuðatvinnuvegum þjóðar- innar, þeir eru orðnir ósjálf- stæðir ölmusuatvinnuvegir. f dag er öruggur gróðavegur að komast yfir bátræfil sem með tilstyrk styrkjakerfisins er „dubbaður” upp fyrir tugi milljóna króna. Ágóðann hirða siðan „Utgerðarmennirnir” en rikið má siðan hirða tapið. Hin höfðinglega bændastétt er litlu betri. Bændur fá nú orðið hina ótrúlegustu styrki og lán til búskaparins óafturkræfa styrki fyrir t.d. að byggja sjálfsagða „hlandfor” og að sjálfsögðu fyrir alla ræktun, sem þeir framkvæma, skurði sem þeir grafa o.fl. o.fl. Næstum allir landsmenn eru á þessu allsherjar styrkjakerfi rikisins. Ungt fólk, sem vill byggja og stofna heimili, fær milljóna lán hjá ótal lánastofn- unum hins opinbera. Þetta endar eins og i Ráðstjórnarrikj- unum, þar sem enginn á neitt, þar sem „rikið” á allt. Hvar erum við fslendingar eiginlega á vegi staddir? Erum við á ný að glata höfðingsskap ofan i hyldýpi alheims sósialisma og kommúnisma? Erum við að glata þvi dýrmæt- asta, sem við eigum, fjöreggi frelsisins sem við öðluðumst loks eftir margra alda bráttu? Endurreisum forna höfðings- lund með þjóð vorri!” „Gagnrýninn ” skrifar: „Eins og alþjóö er kunnugt hlekktist þyrlu Landhelgisgæzl- unnar TF-GNA á uppi við Skála- fell á dögunum. Þá hafði vélin flogið frá Reykjavikurflugvelli og upp i KR-skála, svo ætla mátti að nokkuð mikið magn af eldsneyti hefði verið i geymum vélarinnar. Fyrir snarræði Björns Jónssonar flugmanns varð þarna ekki stórslys. NU, en komum okkur þá að efninu, þ.e. ráðstöfunum Slökkviliðs Reykavikur. Þeir senda sjúkrabil frá öskjuhlið upp i Skálafell. Sem betur fer þurfti ekki á honum að halda. Hvað skeður og hver ræður? Er sennilegt, þegar flugvél hrapar, að eldsneyti flæði um allt svæðið og kvikni i? Þvi var ekki slökkvibillinn frá Arbæjar- stöðinni sendur. Hann er með r HINDRUN A VEGINUM - ÖRORKUÞEGA NEITAÐ UM LÁN Anria Maria Andrésdóttii skrifar: „Við hjónin erum bæði sjúk- lingar. t ágúst i fyrra lagðist maðurinn minn algjöriega i rúmið og þrátt fyrir min veik- indi stundaði ég hann heima i 8 mánuði. Með þvi hef ég sparað HANN ER í ORLOFI Svavar Sigurðsson spyr: „Eins og alþjóð veit fór hita- veitustjóri til Tyrklands til að veita þeim tækniaðstoð þar syðra um hitaveitufram- kvæmdir. Þvi spyr ég: Er hitaveitustjóri á launum á meðan hann vinnur að þessu verkefni þarna suður i Tyrk- landi?” Svar: Dagblaðið hafði sam- band við MagnUs Óskarsson hjá borgarsjóði Reykjavikur og tjáði hann okkur að Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri væri i orlofi og þvi á launum. Hann hefur, eins og allir, rétt til orlofs sem hann þarna notfærir sér. þvi opinbera á þriðju milljón króna. í april var þrek mitt búið og maðurinn minn var fluttur á spitala. Hann á litla von um bata. Veikindin, sem há mér, er æðakölkun i fótunum, svo ég verð að eiga bil ef ég á að kom- ast á milli húsa. Samkvæmt Ur- skurði frá Landspi'talanum er engin von til að hægt sé að bæta Ur þessu. t mai lagði ég inn umsókn hjá Tryggingastofnun rikisins og bað um lán upp á 150 þúsund krónur vegna bilakaupa en ör- yrkjar geta fengið slik lán. Tryggingaráð neitaði mér um Einsteð móðir úr Hafnarfirði hringdi: ,,Ég bý suður i Hafnarfirði með tveimur börnum. Annað barnið, það yngra, er með fæðingargalla þannig að mér er fyrirmunað að vinna Uti. NU fæ ég 25 þúsund krónur i meðlag og mæöralaun og 20 þúsund frá bænum vegna þess að ég verð að vera heima. Samtals gerir þetta lánið af þvi að ég gat sætt mig við gamlan bil, árgerð 1968, sem aðeins kostaði 60 þúsund en þurfti viðgerðar við upp á 140 i viðbót. Mér var sagt að ef ég vildi kaupa árgerð 1970 af bil gæti ég fengið lán. Slikir bilar kostuðu 4-500 þús. krónur. Mér var boðið að taka út ör- orkubæturnar fyrirfram,sem ég gerði, En hvorki ég né aðrir lifa á loftinu og Hjálparstofnun kirkjunnar hefur rétt mér hjálparhönd til þess að ég geti lifað. Hvers á ég að gjalda? Ef ég hefði tekið dýrari bilinn hefði ég verið með 150 þús. króna skuld við Tryggingastofnunina og 250- 45 þúsund krónur á mánuði. Þar af þarf ég að borga 20 þúsund i húsaleigu og hússjóð. Eldra barnið mitt gengur i skóla og auðvitað erkostnaður ikringum það. Auk þess verð ég að borga rafmagn, hita og sima. Þannig telst mér til að ég hafi um 14 þúsund krónur i mat, klæði o.s.frv. Ekki mikið það. í ágúst átti svo að byrja að greiða barnabætur — 55 þúsund á mán- ERÞETTAHAGT? - drif á öllum hjólum. Hefði ekki verið öryggi að þvi? Nú var vitað nákvæmlega hvar vélin hrapaði. Hefði ekki verið öruggara að senda sjúkra- bil með drifi á öllum hjólum? Spyr sá sem ekki veit.” Raddir lesenda 350 þús. skuld i banka. t dag er ég með 150 þús. króna skuld við banka. Hana þarf að borga. Hvernig á ég að fara að þvi veit ég ekki. Allir vita hversu banka- vextir eru háir og lánin eru stutt. Þeir, sem eitthvað vildu liðsinna mér og öðrum i svipuð- um kringumstæðum.gætu lagt fé i Hjálparstofnun kirkjunnar. Það virðist eina ráðið.” spyr MéSr uði — og þvi var lýst yfir að greiða ætti þær f f jórum hlutum fram að áramótum. Enn er ég ekkert farin að fá — þeir hjá stofnuninni virðast ekkert vita hvemig eigi að snúa sér i þessu. Hvernigmá þetta vera? Það sér hver skynsöm manneskja að ómögulegt er að lifa með 14 þús- und krónur á mánuði. Kerfið virðist ómögulega virka. Er þetta hægt?”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.