Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðið. Þriðjudagur 14. október 1975.
3
Nýtt blað, —
og það
ó að
vera
lýðrœðis-
fjandsamlegt
„Þetta verður lýðræðisfjand-
samlegt blað,” sagði Jón Þ.
Árnason i viðtali við
DAGBLAÐIÐ. „Ég miða þetta
við örfáa hugsandi menn,” sagði
Jón, sem hefur boðað útgáfu nýs
þjóðmálablaðs, „Staðreynda”
sem hefur göngu sina nú i haust.
„Staðreyndir” koma út hálfs-
mánaðarlega, en útgáfudagur er
ekki alveg ákveðinn. Jón Þ. Árna-
son kom ungur við sögu
Þjóðernisjafnaðarmanna, en
meðal annars er hann kunnur
fyrir fjölda greina, sem hann
skrifaði i „Mánudagsblaðið”.
„Ég ætla þessu blaði fyrst og
fremst að vera áminningu um
þann mun, sem er á orðum og
athöfnum þeirra manna, sem
telja sig þess umkomna að
stjórna landinu,” sagði Jón Þ.
„Ég er þó ekki svo vitlaus að
halda, að þetta beri 'nokkurn
árangur. Það tekur kynslóðir að
leiðrétta það misræmi, sem er á
milli hátiðlegra yfirlýsinga
„ábyrgra” stjórnmálamanna
annars vegar og hins vegar á
algerri fyrirlitningu sömu manna
á skyldum sinum til að efna lof-
orð,” sagði Jón Þ. Árnason að
lokum. — BS—
Knattleikur
slðkkviliðsins
Þau höfðu gaman af þvi
börnin, sem horfðu á feður sina i
óvenjulegum kappleik á
sunnudaginn. Börnum
slökkviliðsmanna var boðið i
stöðina eftir annasaman
morgunn hjá liðinu. Þar var
brugðið á skemmtan, og þar á
meðal var vatnsboltaleikurinn
mikli. Var slöngum allkraft-
miklum beitt gegn boltanum, og
gekk á ýmsu. Trúlega voru þeir
þó blautastir slökkviliðs-
mennirnir sjálfir, enda ekki
alveg útilokað að stundum hafi
þeir beint bunum sinum á menn
i stað bolta.
(DB-mynd Björgvin)
Konurnar og fríið
Starfsstúlkur
Sóknar í frí
Starfsstúlknafélagið Sókn
styður eindregið almennt
kvennafri þann 24. október.
Nokkur hluti félaga Sóknar vinn-
ur hins vegar viðkvæm störf, sem
ekki er hægt að leggja niður.
Þessi vandasömu störf hafa þó
litillar viðurkenningar notið i
þjóðfélaginu og yfirleitt verið
goldin með lægsta kaupi.
Þvi skorar stjórn Sóknar á alla
félaga sina að vega og meta hver
á sinum vinnustað, hvaða störf
eru lifsnauðsynieg þannig að ekki
megi vikja frá þeim, en allir aðrir
félagar taki sér fri frá störfum
þennan dag og leiði þannig i ljós
mikilvægi þeirra starfa, sem þeir
gegna.
Það er svo mikið á
spýtunni að kryfja verður
málið til mergjar
skaða, sem nefndin telur þó ó-
liklegt að muni fram koma. All-
ar vélar sem notaðar eru slitna,
eins þær sem keyrðar eru fyrir
gasoliu og hinar sem svartolia
er notuð á.
Pétur Sigurðsson sagði á
blaðamannafundinum:
„Svartoliunefnd ofreiknar
mjög oliunotkun skipanna. Hún
er 1,5-1,7 millj. litra á ári en ekki
5,5 millj. litra eins og i dæmi
Svartoliunefndar.”
Um þetta segir Svartoliu-
nefnd:
Sú notkun skipannna, sem við
áætluðum i dæmi okkar, virðist
okkur sennil. notkun varðskipa.
Nú kemur i ljós að skipin með
8000 hestafla vélarkraft nota
ekki oliu nema eins og
japanskur skuttogari með innan
við 2000 hestafla vél.
Uppgefin oliunotkun Týs
1,5-1,7 millj. litra á ári hefur það
i för með sér að sé gasolia notuð
kostar eldsneytið 34,2 millj. kr. -
40 millj. kr„ eftir þvi hvor talan
er notuð. Sé notuð svartolia i
staðinn kostar eldsneytið 18.8
millj. kr. - 22 millj. kr.
Sparnaðurinn er þvi 15-18 millj.
kr. á hvort skipanna eða 30-36
millj. fyrir gæzluna á ári.
Svartolia er 45% ódýrari en
gasolia, hvort sem mikið eða
litið er af henni notað. Nefndin
telur sennilegast að sigling
skipanna aukist mikið nú við út-
færslu lögsögunnar i 200 milur
og megi þvi gera ráð fyrir mun
meiri sparnaði en þetta dæmi
sýnir.
Nefndarmenn svartoliu-
nefndar sögðu að þeir hefðu allt
reynt til að ná fundi með sér-
fræðingum Landhelgisgæzl-
unnar á sviði skipavélanna.
Slikum fundi var lofað milli
jóla og nýárs á s.l. ári og ætlaði
ráðuneytisstjóri dómsmála-
ráðuneytisins að sjá um að
koma honum á. Til sliks fundar
hefur enn ekki verið boðað.
- Við viljum heyra rök þessara
sérfræðinga Landhelgisgæzl-
unnar. sögðu svartoliunefndar-
menn, sæta gagnrýni þeirra og
geti þeir bent á að við förum
villur vegar, væri okkur þökk i
að fá ábendingar þar um og við
myndum haga okkur eftir þvi.
Það er svo mikil summa á spýt-
unni að ég tel heppilegast að
fulltrúi MAN-verksmiðjanna
ætti fulltrúa á slikum fundi,
sagði Gunnar Bjarnason form.
nefndarinnar.
-A.St.
MILLJÓNAVERÐMÆTI
SKILIN EFTIR í
HÖFNINNI GÆZLULAUS
Snemma á sunnudag bar
það við i skipi Eimskipafélags-
ins inni i Sundahöfn að loki á
skipshlið gaf sig og flóði inn i
skipið upp i gegnum niðurföll.
Þar eð vaktmaður varð lekans
var nógu snemma kom það i veg
fyrir að skipið sykki þarna i
höfninni.
En hvernig skyldi nú vera
búið að vaktmönnum Eimskips
þarna um borð i skipunum i
höfninni? Slökkt er á öllum
vélum skipsins, ljósavél jafnt
sem aðalvél. Einn eldri maður
siðan settur um borð, honum
fengin ein vasaljóstýra og smá
gashitunartæki. Við þetta á svo
vaktmaðurinn að halda til i
skipinu i heila nótt gjörsamlega
sambandslaus við land. Ef svo
bæri við að vaktmaðurinn þyrfti
að komast í sima þarf hann
fyrst að hlaupa i land og siðan
talsverðan spöl áður en að sima
er komið.
Skyldi Eimskipafélaginu
virkilega finnast það borga sig
að skilja þessi milljónaverö-
mæti eftir i höfninni svo gott
sem alveg gæzlulaus? Það hefur
alloft hent að óvelkomnir menn
ráðist um borð i skipin. Þá eru
vaktmennirnir svo gott sem
varnarlausir um borð án sima
og án ljóss. Alls kyns óaldar-
lýður t.d. i leit að lyfjum úr
sjúkrakössum skipanna á
auðvelt með að berja niður einn
gamlan vaktmann, sima- og
ljóslausan.
Þar að auki eru gashitunar-
tæki þau sem vaktmennirnir
ylja sér við á nóttunni svo lek að
þeir verða að gæta þess að
hafa herbergin sem þeir halda
til i opin, svo góður dragsúgur
sé, til að gaslyktin kæfi þá ekki.
Útvarps- og sjónvarpslausir
mega þeir hirast um borð i
SUNDAHÖFN — ersparnaftarsjónarmiðið of stift? Hér liggur Skóg-
arfoss vift hafnarbakkann (Ljósmyndir DB, Björgvin)
—
almyrkvuðum skipunum frá
klukkan átta til átta.
Eimskipafélag Islands mun'
vera eina skipafélagið sem að
lætur þetta viðgangast, hin
skipafélögin hafa a.m.k. Ijósa-
vélar skipanna i gangi á
næturnar, og einn vélamann á
vakt til að fylgjast með vélinni i
gangi, auk vaktmannsins sem
hlýtur að eiga mun auðveldara
með að gæta skips með fullum
ljósum og aðgangi að sima
heldur en almyrkvaðs og sam-
bandslauss.
Enn má geta öryggisbúnaðar
sem sjálfsagt þykir að hafa á
öllum skipum erlendis, það er
landgangur með öryggisneti.
Hve oft heyrum við ekki um
drukknanir þegar ýmist skip-
verjar eða gestir þeirra, sem
eru á ferð milli skips og bryggju
i misjöfnum veðrum, hafa fallið
i sjóinn og drukknað. Ekkert
skipafélaganna hefur notfært
sér þennan sjálfsagða öryggis-
búnað fyrr en skipadeild
Markús Þorgeirsson, vaktmaft-
ur vift Skógarfoss myrkvaftan.
Sambandsins byrjaði á þvi i
siðustu viku. —BH
Skattamálin í Hveragerði:
FEDGARNIR I FAGRAHVAMMI
BORGA 866 ÞÚSUNDIR
- SAMANLAGT ÞRIR MENN
í fyrirsögn DAGBLAÐSINS á
grein um opinber gjöld Hver-
gerðinga sem birtist sl.föstudag,
var þess getið að Ingimar Sig-
urðsson, garðyrkjubóndi.
greiddi kr. 18.119.00 i eigna-
skatt og rúmar 100 þúsund krón-
ur samtals i opinber gjöld,
nánar tiltekið kr. 103.192,00.
A lorsiðu blaðsins birtist
mynd af hinni stórmyndarlegu
gróðrarstöð, Fagrahvammi,
sem ber nafn með rentu. Er hún
i eigu Ingimars Sigurðssonar og
sonar hans, Sigurðar, og
fjölskyldna þeirra.
Ingimar hefur beðið
DAGBLAÐIÐ að geta þess að
Gróðrarstöðin Fagrihvammur
hf. greiðir samtals kr. 460.522.00
i opinber gjöld og Sigurður
Ingimarsson kr. 114.385.00. Auk
þessa greiða þeir feðgar og
Fagrihvammur hf. kr.
187.857.00 i fasteignagjöld önnur
en eignaskatt. öll opinber gjöld
þessara þriggja aðila eru þvi
samtals kr. 866.050.00. þegar
fasteignagjöld, önnur en eigna-
skattur eru með talin. Einnig
eru i þessari tölu slysa-
try ggingarg jöld, lifeyris-
trygging, launaskattur og að-
stöðugjald. tekjuskattar og út-
svar tii Hveragerðishrepps.