Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 10
10
Hvort finnst þér betra tannkrem
meö viski- eöa bananabragöi?
Sigriöur Baldursdóttir nemandi:
Ég hef nú hvorugt smakkað, en ég
hugsa þó að þetta með viski-
bragðinu væri miklu betra.
Sigurþór Bjarnason verzlunar-
maöur: Já, ég veit nú ekki hvort
maður á að svara svona spurn-
ingu, ætli maöur segi ekki meö
bananabragði.
Ingimundur Elisson i Stýri-
mannaskólanum: Viski, alveg
sannfærður um það, þó ég hafi að
visu smakkað hvorugt þeirra.
Krnst Kettler kvikmyndageröar-
maöur: Hvort! Þaö er dálitiö erf-
itt að svara þessu, hverjum dytti i
hug að borða banana og drekka
viski, auk þess fer það eftir þvi
hvaða viskitegund það er.
Sigrún Húfa Helgadóttir hús-
móöir: Hvorugt smakkaö, en
sennilegast væri viskibragðið nú
betra ef maður smakkaði það.
Þóra Jónsdóttir húsmóöir: Ja,
mér finnst það hvorugt gott og
langar bara alls ekki til að
smakka það.
Umferðarmenning
og akreinar
Bogi Runólfsson simaði:
„Ekki alls fyrir löngu flutti
Pétur Sveinbjarnarson ágætt
erindi i útvarp um biðskyldu og
ljósabúnað bila. Það er auðvitað
góðra gjalda vert en hvernig
væri að kenna mönnum að nota
akreinar? Sá þáttur i um-
ferðamenningu okkar er stór-
Raddir
lesenda
gallaður, einfaldlega vegna
þess að menn kunna ekki að
nota akreinar.
Allir vita hve gifurlegt álag er
nú á gatnakerfi hér i borginni,
það hreinlega ber ekki um-
ferðarþungann yfir mesta anna-
timann.
Erlendis hugsa menn um að
öll umferðin komist áfram en
hér hugsar hver um sjálfan sig.
Fyrir bragðið er umferðin mun
þyngri i vöfum en hún þarf að
vera. Fyrir vikið verða menn
argir yfir öllu saman — hve
margir árekstrar skyldu hafa
orðið vegna þess? Ófáir er ég
vissum. Nei, umferðaryfirvöld
verða að leggja mun meiri
áherzlu á þennan þátt
umferðarmála, alls ekki má
vanrækja hann. Annars leiðir
þetta að áleitinni spurningu: Er
einhver reglugerð til um
akreinar?”
NIÐUR MED FRANKÓ
BURT MED EINRÆÐI
Þórólfur Eiriksson skrifar:
„Astæðan fyrir þessum skrif-
um minum er klausa sú, er birt-
ist i þættinum þann 3. þessa
mánaðar undir yfirskriftinni
Lifi Frankó. Þar gerir Halldór
nokkur Pétursson það lýði
kunnugt, að hér á land leynist
ennþá afturhaldsseggir af
verstu gráðu og fargaði þar með
trú allra góðra Islendinga, að
hér á landi fyndust aðeins lýð-
ræðis- og framfarasinnaðir
menn.
t klausu þessari lýsir Halldór
yfir stuðningi sinum við morðin
á fimm Spánverjum, sem ógn-
arstjórn Francos drýgði til að
refsa mönnunum fyrir morð á
þrem lögregluþjónum. Það er
nú svo, að dauðarefsingar til-
heyra fortiðinni i öllum löndum
hins lýðfrjálsa heims og hljóta
allir sæmilegir menn að sjá, að
það er enginn grundvöllur fyrir
þvi að refsa með dauða, þvi með
þvi er einfaldlega verið að
drýgja sama glæpinn aftur. Þvi
væri það mjög eðlilegt framhald
að refsa stjórn Francos með
dauða og svo koll af kolli. Við
verðum að ætla að sú þróun,
sem orðið hefur á stjórnarfari i
Evrópu, sé jákvæð og þvi eigi
einræði og kúgun engan rétt á
sér, en allt er þetta sprottið af
sliku.
í lok klausunnar spyr Halldór,
hvort sé ógeðslegra að myrða
lögregluþjón eða að refsa morð-
ingjanum með lifláti. Ég á ó-
mögulegt með að sjá, að annað
sé ógeðslegra en hitt. Bæði lög-
regluþjónarnir og morðingjam-
ir eru lifandi verur og enginn
munur er þar á, þvi allir menn
eru fæddir jafnir þótt Halldór
Pétursson og Franco ætli annað.
Með þökk fyrir birtinguna.”
Enn: Niður með Fronkó!
4127-3968 skrifar:
„Ekki get ég skilið þann hugs-
anagang, sem liggur að baki
skrifum Halldórs Péturss. i
Dagblaðinu þann 3. þessa mán-
aðar. Þar leggur hann blessun
sina yfir morð fimm manna á
Spáni — já ég kalla þetta morð.
Ef ég man rétt, þá voru réttar-
höldin yfir þessu fólk, að ekki sé
meira sagt, vafasöm. Fimm-
menningarnir lýstu sig allir
saklausa af ákærum stjórnar
Francos, sögðu að játningarnar
hefðu verið pyndaðar út úr
þeim.
Ég vona, að þú Halldór
Pétursson látir aldrei aftur frá
þér fara slik skrif — verja morð
mestu afturhaldsst jórnar i
Evrópu. Morð verður aldrei
bætt með morði, það ættirðu að
hafa hugfast, Halldór minn.”
Pagblaöiö. Þriöjudagur 14. október 1975.
Kattavinafélag
ó kvennaóri
Dýravinur skrifar
„Eins og mörgum mun ef-
laust kunnugt hefur Dýra-
verndunarfélag Reykjavikur oft
mælzt til þess að fólk gefi ekki
kettlinga hverjum sem er.Samt
má oft sjá þá auglýsta gefins i
blöðum .Einnig hafa kattaeig-
endur oft verið áminntir um
að merkja ketti sina en eigi að
siður sjást heimiliskettir ennþá
ómerktir á strætum úti og þeir
ófáir. Trassaskapur fólks í þess-
um efnum virðist þvi eiga sér
djúpar rætur.
Ekki þarf að fara mörgum
oröum um hve mjög það angrar
sanna dýravini að sjá flækings-
ketti þéttbýlisins hrjáða og
hrakta og flestum bjargráðum
svipta. Það er eigi sizt af þess-
ari ástæðu að sú hugmynd hefur
orðið til að stofna beri katta-
vinafélag. Nú er það svo. að
samfélög manna viða um heim,
þó ólik séu, eiga þá sameigin-
legu trú að kisa sé konum and-
lega skyld. Það væri þvi vel að
kattavinafélag yröi stofnað á yf-
irstandandi kvennaári.
Þó mér sé ógeðfellt að minnast
ódæðisverk það, sem fjórir ó-
knyttastrákar frömdu á
heimilisketti i Grindavik nýlega
og sagt var frá i Morgunblaðinu
23. sept., get ég eigi stillt mig
um að geta þess lítið eitt. Það er
alvarlegt mál þegar varnarlaus
dýr eru kvalin til dauða eins og
þama átti sér stað. Slikt getur
enginn heilvita maður látið sem
vind um eyru þjóta. Vissulega
er mér sú spurning ofarlega i
huga hvort sá möguleiki sé fyrir
hendi að glæpamál þetta verði
látið niður falla og þögninni ætl-
aö að sveipa það huliðsblæju.
Getur Dýraverndunarsamband
tslands látið þetta afskipta-
laust? Óliklegt verður það að
teljast. Vist er að glæpaverk
hliðstæð þessu stöðvast ekki af
sjálfu sér. Það verður að taka i
taumana af festu og kasta silki-
hönzkunum.”
Utanbœjarbílar með
ódýrari tryggingu
„Lœknaþjónusta
ó Hrafnistu"
Athugasemd vegna iesenda-
bréfs i Dagblaöinu þann 3/10.
„A Hrafnistu er einn læknir i
fullu starfi, sem sinnir
hjúkrunardeildum stofnunar-
innar en þar er stór hluti vist-
fólks Hrafnistu.
Þá er annar starfandi læknir á
Hrafnistu i hálfu starfi, sem
sinnir öðru vistfólki. Þessir
tveirlæknarskiptastá að vera á
bakvöktum allan sólarhringinn
til að sinna bráðatilfellum. Þess
ber einnig að geta, að stór hluti
vistfólks Hrafnistu hefur og leit-
ar til þeirra heimilislækna, sem
það hafði áður en það kom til
vistunar á Hrafnistu.
Auk þess koma á Hrafnistu
reglulega háls-, nef- og augn-
læknar.
Eins og fram kemur i ofan-
greindu er „læknaþjónusta á
Hrafnistu” ekki eins takmörkuð
og lesendabréf i Dagblaðinu
þann 3/10 gefur til kynna.”
XXX sendi blaöinu eftirfarandi
bréf:
,,Ég las i dagbl. Visi hér ein-
hvern tima i sumar eftirfarandi
spurningu: „Hvar hafa
eigéndur eftirtalinna bifreiða
lögheimili, — siðan voru talin
upp nokkur bilnúmer, svo sem
P-197, Þ-500, S-1015 og H-190 og
að ógleymdum öllum D-bilun-
um, sem eru hérailt árið um
kring að aka fólki i Straumsvfk
o.R.?”
Þar sem ég hef ekki fundið
neitt svar frá fyrrgreindum
bflaeigendum langar mig til
þess að gera dálitinn lista yfir
það hvað við Reykvikingar og
hins vegar eigendur þessara
bfla greiða i gjöld af bílum sin-
um.
Við skulum byrja á N-505, sem
er Ford Escort og er búinn að
vera hér i borginni nokkur und-
anfarin ár. Á N-númeri kostar
ábyrgðartryggingin 15.800, en ef
þessi sami er á R-númeri,
kostar tryggingin 24.300. Mis-
munurinn er 8.500.
Tökum t.d. Toyota Carina,
H-565. Trygging hans er 12.000,
en ef þessi sami bill væri á R-
númeri, myndi tryggingin kosta
eigandann 24.300. H-554 borgar
10.100 en þyrfti að borga 20.400,
ef hann væri á R-númeri. Þ-848
er búinn að aka um götur
Reykjavikur árum saman.
Hann greiðir 10.100 fyrir trygg-
ingu sina, en hún myndi kosta
hann 27.300 væri hann á R-
númeri. Sömu sögu er að segja
um P-1334, og allar þessar tölur
eru án bónus.
Nú langar mig til þess að
spyrja: Er ekkert eftirlit með
þessu, eða geta menn komizt
upp með alla hluti? Hvað gerir
Bifreiðaeftirlitið i slikum mál-
um, eða er bara meiningin að
láta þetta danka?
Ég mun á næstunni birta
númer á öllum þeim utanbæjar-
bifreiðum, sem ég hef séð á göt-
um Reykjavikur að undanförnu
til þess að sýna Reykvikingum
fram á hvaða órétti við erum
beittir”