Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 11
Pagblaðið. Þriðjudagur 14. október 1975.
n
1 Jarðskjálftahœttan á Suðurlandsundirlendi:
Þversprungan frá Heklu að
HelKsheíði er hœttulegust
„Nákvæm könnun hefur nú
verið gerð á jarðskjálftunum
miklu er urðu á Suðurlandi 1896
og er sú könnun byggð á sam-
timaheimildum um skjálftana.
Hefur verið merkt inn á sérstakt
kort, hvaða tjóni skjálftarnir
sem þá urðu ollu og kemur i ljós
að svæði, sem myndar eins kon-
ar þrihyrning frá Hveragerði og
austur um ölfus, Flóa, Skeið,
Landsveit og Hvolsvöll varð
svo illa úti að tjon á mannvirkj-
um, það er bóndabýlum þeirra
tima, varð 80—100%,” sagði
Sveinbjörn Björnsson eðlisfræð-
ingur hjá Raunvisindadeild Há-
skólans i viðtali við Dagblaðið.
Aðaljarðskjálftasvæðin hér á
Dalvik að hálfu i rúst 1934. Syðri
þversprungan er öll á landi en
sú nyrðri er að mestu á hafi úti
og á henni eru t.d. Grimsey og
Kolbeinsey.
Jarðskjálftarnir árið 1784 eru
liklega almestu skjálftar, sem
komið hafa siðan land byggðist,
segir i erindi er Sveinbjörn
Björnsson hefur flutt. Fyrsti
skjálftinn kom 14. ágúst og mun
stærðin hafa verið 7,5—8 stig á
Richterskvarða. Tveimur dög-
um siðar, 16. ágúst, kom annar
mjög harður skjálfti. Var hann
mestur i Flóa, ölfusi og neðar-
lega i Grimsnesi. í Rangár-
vallasýslu gjörféllu 29 bæir en 69
i Árnessýslu. Margir urðu undir
Hér eru merktir stærstu skjálftar, sem orðið hafa á islandi siðan
1700. í hringjunum má lesa hvenær þeir urðu og áætluð stærð þeirra
að mati Eysteins Tryggvasonar.
húsum og varð að grafa þá upp,
en aðeins 3 týndu þó lifi.
Jarðskjálftarnir 1896 hófust
26. ágúst, segir i erindi Svein-
björns. Suðurland hristist allt en
þó langmest Rangárvellir,
Land, Upp-Holt og Gnúpverja-
hreppur. Stærð skjálftans var
7—7,5 stig á Richterskvarða og
áhrifin minnst IX—X stig þar
sem mest gekk á. I Landsveit
gjörféllu 28 bæir af 35 sem þar
voru, en hinir stórskemmdust,
sprungur allt að 15 km langar
komu i jörð og jarðvegur um-
hverfðist. Skarðsfjall á Landi
klofnaði allt og sprakk, fjallið
hristi sig eins og hundur nýkom-
inn af sundi og jarðvegurinn
losnaði viða frá klöppinni og
seig niður á láglendi.
Daginn eftir, 27. ágúst, kom
nýr kippur. Var hann svo harður
á Landi að fólk steyptist og velt-
ist um jörðina.
5. september hristist Suður-
landsundirlendið enn af jarð-
skjálfta. Stærð hans mun hafa
verið 6,5—7 á Richterskvarða og
var hann harðastur um Skeið,
Holt og Flóa. Hörðust var hreyf-
ingin austan og ofan til um Flóa
og suður af Selfossi. Býlin 3 á
Selfossi hrundu. Fólk flýði þar,
þegar hvinurinn heyrðist og
ósköpin dundu yfir, nakið úr
rúmunum og út um glugga. Vot-
múlahverfi, 7 býli með yfir 80
húsum og Smjiördalahverfi, 5
býli með um 50 húsum, hrundu
gjörsamlega, einnig Hjálm-
holtskot, Laugar og Stóru-Reyk-
ir. Hjón á Selfossi létu lifið er
súð lagðist á rúm þeirra. Brúin
á ölfusá skemmdist töluvert en
Þjórsárbrú þvi nær ekkert.
Ótal smákippir fylgdu á eftir
og var Suðurlandsundirlendið á
sifelldu iði og titringi. Kl. 2 um
nóttina kom annar harður kipp-
ATLI
STEINARSSON
landi þræða gossprungur, sem
eru framhald gossprungna á
Mið-Atlantshafshryggnum, ná
þvert yfir Island og I sjó fyrir
norðan land. Langflestir jarð-
skjálftar verða á þessum gos-
sprungum, en þeir eru einnig
alla jafna tiltölulega smáir, á-
hrif þeirra staðbundin og
skemmdir af völdum þeirra litl-
ar.
Eins og flestum er kunnugt
liggja tvær gossprungur um ís-
land sunnanvert. Sú vestari nær
frá Reykjanestá um sunnan-
verðan Reykjanesskaga rétt
norðan Grindavikur, um Kleif-
arvatn, sunnanverð Bláfjöll, um
Hellisheiði i Hengil yfir Lang-
jökul og Hofsjökul og i Vatna-
jökul vestanverðan. Hin gos-
sprungan liggur um Vest-
mannaeyjar, Mýrdals- og Eyja-
fjallajökul, sameinast hinni
kvislinni i Vatnajökli og þaðan
liggur sprunga þvert yfir landið
og á haf út.
Jarðskjálftarnir sem þræða
þessar sprungur eru eins og fyrr
segir yfirleitt litlir og þeim
fylgja ekki mikil tjón.
En á milli gossprungu-kvisl-
anna hér sunnanlands er þver-
sprunga þvert yfir Suðurlands-
undirlendið frá Hellisheiði aust-
ur i Heklu. önnur þversprunga
er nyrzt á landinu, liggur úr
gossprungunni frá Húsavikur-
fjalli i boga norðvestur i haf.
Á þessum þversprungum hafa
orðið mestu jarðskjálftar is-
landssögunnar, jarðskjálftarnir
miklu 1784 og 1896 á Suðurlandi
og t.d. jarðskjálftinn sem lagði
Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur.
64°N
20°W
Feitu linurnar marka svæðin, þar sem jarðskjálftarnir 1896 ollu
mestu tjóni. Brotalinur innan þeirra tákna sprungusvæði. Fyrr-
greinda svæðið verður að teljast hættulegasta jarðskjálftasvæði
landsins. 1896h rundi á þessu svæði 161 bær og fjórir menn týndu Iffi.
ur og féllu þá 24 bæir i ölfusi til
grunna. Eftir þetta urðu kipp-
irnir smærri og fjöruðu út á
nokkrum mánuðum.
Nú er búið að kortleggja upp-
tök allra þeirra jarðskjálfta,
sem heimildir eru til um. Má af
þvi korti sjá að upptök þeirra
eru á belti þvert yfir Suður-
landsundirlendið, eins og i upp-
hafi var getið.
112 ár liðu milli skjálftanna á
þessum slóðum sem hér að ofan
er aðeins lýst. Siðan hafa engir
slikir skjálftar komið eða i 79 ár.
Eðlisfræðingar telja vist að
bergið undir byggðinni sé nú
tekið að safna mikilli spennu,
boginn sé orðinn spenntur. Hve-
nær eða hvort bergið brotnar
veit enginn. En af sögu fyrri
alda er öruggt að i ölfusi hafa
Teikning Þorvaldar Thoroddsens af rústum bæjarins að Selfossi eftir jarðskjálftana 1896.
bæir hrunið i jarðskjálftum 14
sinnum á 8 öldum og liklegt að
það hafi gerzt 19 sinnum. Siðan
um 1700 hafa 6 jarðskjálftar þar
haft áhrif VIII stig eða mpira.
Svipað er um Rangárvelli að
segja. Þar hafa orðið 5 skjálftar
siðan um 1700 sem haft hafa á-
hrif VIII stig eða meir.
Torfbæ-irnir gömlu stóðust
ekki snarpar hræringar. Nú eru
hús okkar vandaðri og tillit tek-
ið til jabðskjálftahættu við smiði
þeirra/ En byggð hefur breytzt.
Þéttbýlla ernú orðið á hættuleg-
um,jarðskjálftasvæðum og þar
stánda dýr mannvirki, svo sem
virkjanir, háspennulinur og
verksmiðjur.
Jarðskjálftafræðingar hafa
sérstakan kvarða um áhrif jarð-
skjálfta. Er hann kenndur við
Marcalli. Hér er glefsa úr hon-
um:
Ahrif VIII: Þyngstu húsgögn
færast allmikið úr stað. eða
velta um koll. Litlar skemmdir
á bezt byggðu húsum, talsverð-
ar á venjulegum byggingum og
miklar á illa gerðum húsum.
Um 1/4 hluti af húsum i þéttbýli
eyðileggst og mörg verða ónot-
hæf til ibúðar. Timburhús
skekkjast. Reykháfar súlur,
myndastyttur o.þ.h. velta eða
hrynja. Allmikil skriðuföll, þar
sem jörð er mjög blaut og brött.
Ahrif IX: Um helmingur
steinhúsa eyðileggst og sum
hrynja til grunna. en flest verða
ónothæf til ibúðar. Jarðleiðslur
slitna.