Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 8
8 Pagblaðið. Þriðjudagur 14. október 1975. MMBUÐIÐ frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagbiaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Hitstjórnarfuiltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Boili Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingóifsdóttir, Hallur Hallsson, Ilelgi Pét- ursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Páisson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiösia Þverholti 2, simi 27022. / áttina en ekki nóg Ekki næst stjórn á útgjöldum rikis- ins, nema „samneyzlu verði hagað i samræmi við þjóðarframleiðslu, en ráðist ekki af sjálfvirkum útgjalda- ákvæðum eldri laga, sem ekkert tillit taka til þjóðarhags”. Þessi einföldu og gullvægu sannindi koma fram i skýringum við fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram i gær. í samræmi við þessa ágætu hugsun hefur rikis- stjórnin ákveðið að ráðast að mikilvægum, sjálf- virkum útgjaldaliðum, meðan fjárlagafrumvarpið er til umræðu á alþingi. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að það takist að knýja fram breytingar á iögum og reglum til sparnaðar á ýmsum sviðum. Þessi stefna var svo sannarlega orðin timabær. Rikisstjórnin leitar með frumvarpinu almennrar lagaheimildar til að lækka lögboðin fjárframlög um 5%. Þá vill hún skera niður útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir um helming, miðað við hámark verðtryggingar og spara þannig 870 milljónir króna. Ennfremur vill hún lækka niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum um fjórðung og spara þannig 1425 milljónir króna. Og heilar 2000 milljónir króna vill hún spara i tryggingakerfinu. Með þessu og ýmsu öðru hyggst rikisstjórnin skera niður sjálfvirk útgjöld um 4700 milljónir króna. Ef alþingi fellst á þetta, verður unnt að fella niður 12% vörugjaldið og lækka tolla i samræmi við alþjóðasamninga. Fleiri góðar fréttir fylgja fjárlagafrumvarpinu. Sérstök skrá hefur verið samin yfir starfsmenn rik- isins og hefur hún leitt i ljós, að þeir eru rúmlega 100 fleiri en leyft hefur verið. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til greiðslu á launum fyrir þessi óleyfilegu störf. Þá er i skýringum frumvarpsins lofað, að láns- fjáráætlun verði lögð fram, meðan fjárlögin eru til meðferðar. Þetta ætti að hafa það i för með sér, að meira verði að marka fjárlögin. Menn ættu að sjá, til hvaða framkvæmda á að snikja lánsfé framhjá fjárlögum. Erfiðara verður að koma við óskhyggju á borð við brú yfir Borgarfjörð og nýja flugvél Landhelgisgæzlunnar til viðbótar við þá, sem fyrir er og litið er notuð. Slikur lúxus er ekki timabær við núverandi aðstæður i efnahagsmálum. Hins vegar eru i f járlögunum þær ömurlegu frétt- ir, að allar þessar aðgerðir duga ekki til að skera niður hlutfall rikisútgjalda af þjóðartekjum. Rikið mun þvi halda áfram að sliga þjóðarbúið á næsta ári eins og undanfarin ár. Rikisstjórninni var fyrir- gefið slikt getuleysi i fyrra, þegar hún var nýsetzt að völdum, en nú er ekki unnt að fyrirgefa það. Fjárlagafrumvarpið er nefnilega enn eins og fyrri daginn byggt upp af margvislegri óskhyggju ráðuneyta og stofnana, sem að sjálfsögðu gengur langt út fyrir getu þjóðarinnar. Það reynist ekki nóg að skera niður sjálfvirk útgjöld, heldur verður lika að setja þak á fjárlögin i heild og einstaka kafla þeirra, • áður en embættismönnunum er sleppt lausum. Þetta sýnir fjárlagafrumvarpið nýja. I marga mánuði hefur helzta umræðuefni diplómata i Peking verið hnignandi heilsa forsætis- ráðherrans, Sjú en-læs. Sömu- leiðis eru alltaf i gangi umræður um heilsu Maós formanns, Brésnefs, formanns sovézka kommúnistaflokksins og fleiri og fleiri valda- og ráðamanna, sem ekki láta sjá sig á almanna- færi dags daglega. Fyrir aðeins nokkrum vikum er Edward Heath, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, var. i opinberri heimsókn i Kina, var fjarvera Sjús einfaldlega afsök- uð þannig að hann væri „of veikur”. Skömmu si'ðar kom leiðtogi kommúnistaflokksins i Viet- nam, Le Duan, til Peking og hitti að máli sjálfan Maó en Sjú sást hvergi. Samkvæmt túlkunum vest- rænna „sérfræðinga” um mál- efni tiltölulega — eða algjörlega — lokaðra rikja, þá eruopinber- ar athafnir misjafnlega mikil- vægar. 1 Kina er ein mikilvæg- asta athöfnin af slikum eðlilega afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar- innar. 1 siðustu viku, á 26 ára af- mælinu, var Sjú en-Læ hvergi sjáanlegur. Þykir það vera ótvi- rætt merki um að forsætisráö- herrann sé veikari en menn höfðu haldið. Ekki er hægt aö segja aö Maó formaöur sé beinlims hraustleg- ur á þessari mynd þar sem hann heilsar forsætisráöherra Thaiiands, Kukrit Pramoj. vera á sjúkrahúsi meira og minna i hálft annað ár sam- fleytt, þá hefur Peking-stjórnin aldrei skýrt frá hvað hrjáir hann. Ekkert fer á milli mála að það er eitthvað alvarlegt. Helzt hallast menn að þvi að um hjartasjúkdóm eða krabba- mein sé að ræða. Hvenær sem orðrómurinn um veikindi forsætisráðherrans hefur orðið hávær, hefur hann Átján mánaða sjúkrahúsvist Að sögn bandariska frétta- ritsins Newsweek, var opinber skýring sú að forsætisráðherr- ann væri ekki fær um að heiðra samkomuna i Alþýðuhöllinni i Peking með nærveru sinni vegna þess að hann væri undir læknishendi. Þrátt fyrir að for- sætisráðherrann sé búinn að Forsætisráöherrann, SjU en-Læ, á nýlegri mynd. Oft verið hraustlegri. DVINANDI HEILSUFAR í PEKING S MARKVISST BRUÐL um sýningu Einars Þorlákssonar í Norrœna húsinu Um fyrri helgi opnaði Einar Þorláksson sýningu á 59 mynd- verkum i Norræna húsinu og lauk þessari sýningu hans i gær- kvöldi. Þetta er fjórða einka- sýning Einars, en siðast sýndi hann 1971 i Casanova. 1 þetta sinn sýndi hann bæði málverk og pastelmyndir sem unnin eru að mestu á þessu ári og i fyrra, en Einar hlaut eins og kunnugt er starfslaun til árs i fyrra og er þessi sýning afraksturinn. Einar vinnur verk sin hratt, ánmikils undirbúnings, og er sá vinnumáti oftferskur og sláandi ef vel tekst, — en þá lika upp- sprengdur og álika innihalds- laus og sprengd blaðra þegar illa tekst til. Þetta er þvi happa og glappa aðferð og verður listamaðurinn að gera sér grein fyrir þvi og vera þeim mun strangari þegar til myndavals á sýningu kemur. En það er sjald- an að sýning af þessú tagi nær að verða alveg laus við alla hnökra og á þetta við um sýn- ingu Einars. Hugarflugi og fantasiu hefur hann nóg af, eitt hvelft form Myndlist minnir á annaö sem siðan renn- ur saman við þriðja formið, lin- ur virðast i hálfkæringi umlykja figuratift form en bregða sér svo yfir i li'frænt tilbrigði eða hreinan litflöt. Þessi stöðugi leikur Einars með form sem eru á mörkum þess að minna okkur á eitthvað „konkret”, en fara undan i flæmingi yfir i fantasiu, — er afburða skemmtilegur á köflum. t beztu verkum hans hér styður stór myndflötur og munaðarfullt litáskyn form- sköpunina á markvissan hátt, eins og i „Mannþröng”, „Japanskt ævintýri”, „Svipir” og „I góðu skapi”. Sérstaklega finnst mér athyglisverð notkun Einars á svörtum lit i mörgum þessara verka, — svart verður Nr. 19 „1 góöu skapi". n

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.