Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 7
Oagblaðið. Þriðjudagur 14. október 1975. 7 Nóbelsverðlaunahafinn Sakharov HVETUR TIL ALÞJÓÐLEGRAR KROSSFERÐAR, FYRIR MANNRETT- INDUM í SOVÉT Dr. Andrei Sakharov, f riöarverðlaunahaf i Nóbels 1975, sagði í viðtaii, sem út- varpað var í Bonn í gær, að hefja yrði ,,alþjóðlega krossferð'' til stuðnings mannréttindabaráttu í So- vétríkjunum. í símaviðtalinu, sem tek- ið var fyrir vestur-þýzka sjónvarpið, sagði Sakha- rov, að eftir öryggisráð- stefnuna í Helsinki oq friðarverðlaun sín, hefði skapazt aðstaða fyrir vest- ræn lönd til þess að eiga beinni þátt í verndun mannréttinda í Sovétríkj- unum og annars staðar. ,,Ég tel ákaflega mikil- vægt að skipulögð verði al- þjóðleg krossferð til stuðn- ings mannréttindum í So- vétríkjunum og frelsi póli- tískra fanga," sagði hann. „Slík krossferð, þótt ekki mætti búast við mikl- um árangri í byrjun, myndi skapa grundvöll fyrir frekari aðgerðir í þessa átt." Dr. Sakharov sagði, að nauðsyn væri á að leiða at- hygli fólks að tilvist póli- tískra fanga í Sovétríkjun- um. Hann kvaðst reikna með, að þeir væru nokkur þúsund, en tók þó fram, að miklu gæti þar munað til eða frá. Aase Lionæs, form. nóbelsnefndarinnar Andrei Dimitri Sakharov. USA styður „tíbetska // — segir Peking-stjórnin landráðamenn Kina réðist harkalega á Banda- rikin i gær, aðeins viku fyrir heimsókn Kissingers utanrikis- ráðherra. Sökuðu Kinverjar Bandarikjamenn um að styðja ,,'andráðamenn frá Tibet”. 1 orðsendingu frá utanrikis- ráðuneyti Kina, sem kinverska fréttastofan birti i gær, sagði að bandarisk yfirvöld hefðu ekki viljað verða við ósk Kinverja um að loka innflytjendaskrifstofu Tibeta i New York og að stöðva hljómleikaferð tibetskra lista- manna um Bandarikin, sem fara á nú á næstunni. Sagði i tilkynningunni að Bandarikin styddu augljóslega sviksamlegt atferli „tibetskra landráðamanna i landinu. Lýsti það afstöðu Bandarikjanna sem augljósri ihlutun i innanrikismál Kina og grófu broti á Shanghai- ályktuninni, sem samþykkt var á ferð Nixons fyrrum forseta 1972. Dr. Kissinger er væntanlegur til Peking á sunnudag til þess að undirbúa heimsókn Fords forseta seinna á þessu ári. Bandariskir sendimenn vildu ekki segja, hvaða áhrif orðsend- ingin myndi hafa á heimsókn Kissingers, en heimildarmenn töldu, að varla myndi hún verma andrúmsloftið á væntanlegum fundum Kissingers og kinverskra ráðamanna. 1 REUTER l Klukkutfma lór kostaði 100 pund Kviðdómandi i London, sem svaf yfir sig i morgun og kom 75 minútum of seint til réttarins, var þegar i stað sektaður um 50 sterlingspund (1700 krónur) og strikaður út af listanum yfir núverandi og framtiðar kviðdómendur. Dómarinn dæmdi kviðdóm- andann fyrir að sýna réttinum litilsvirðingu með þvi að mæta ekki á réttum tima með hald- bæra afsökun. Samkvæmt lögunum frá 1974 er hægt að dæma menn i allt að 100 punda sekt fyrir „brot” af þessu tagi. 7 :..::nun;: ‘gi I ■ ::;Í4ÍllÍÍffllllÍ ®i 1 ÓMAR & k VALDIMARSSON jjjg: Erlendar fréttir Um 1700 flóttamenn frá Suður- Vietnam halda sjóleiðis frá Guam á Kyrrahafi heim á leið á fimmtu- daginn, að sögn talsmanns bandariska utanrikisráðuneytis- ins. Flóttamennirnir munu sigla heim með sama skipi og flutti þá frá heimalandi sinu i april, þegar landið féll i hendur Þjóðfrelsis- fylkingu landsins. Flestir flóttamannanna eru fyrrum hermenn Saigon-stjórn- arinnar, sem flýðu heimaland sitt án þess að vita nokkuð hvert þeir ætluðu. Bandarikjastjórn hefur ekki tekizt að koma fyrir öllum þeim flóttamönnum frá S-Viet- TA GRÆDD Á HENDI Þriggja ára gömul kinversk stúlka i Hong Kong sætir nú læknismeðferð, sem i sjálfu sér er ekki i frásögur færandi. öllu merkilegra er þó, að verið er að flytja tær hennar á hendurnar, þar sem vantar fingur. Aðgerð þessi er gerð á Kwong Wah-sjúkrahúsinu. Talsmaður sjúkrahússins hefur skýrt frá þvi, að litla stúlkan hafi fæðzt með aðeins einn fingur á hvorri hendi og eina tá á hvorum fæti. Nú hefur önnur táin verið flutt á aðra höndina. Fylgzt er ná- kvæmlega með lfðan stúlkunnar áður en ákveðið verður hvort aðgerðinni verður framhaldið. Læknar sjúkrahússins lögðu til að þessi aðgerð yrði reynd þegar ættingjar stúlkunnar komu til sjúkrahússins og báðu um hjálp. Tölfrœði-málgleði SÞ LATA FJARLÆGJA TATTÓVERINGAR FYRIR HEIMKOMUNA Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér i morgun skýrslu um ræðu- höld við setningu allsherjarþings- ins 1975 i New York. Aðalniður- staðan varð þessi: Kinverjar töiuðu mest, Quatar- menn minnst. Ræða kinverska utanrikisráð- herrans var klukkutimi og kortér, en fulltrúi Quatar lét sér nægja að tala i 13 minútur. Umræðum þessum lauk á fimmtudaginn i siðustu viku. Alls töluðu 120 háttsettir dipló- matar iheimsmálaumræðu SÞ og tók það alls hálfa þriðju viku. Málgleði kinverska fulltrúans átti sér harða keppinauta, þar sem voru Mið-Afrikulýðveldið (59 min.) Mozambique og Dahomey (58miu. hvor) og Sovétrikin (53). Grikkland og Malawi voru með þeim stuttorðustu með 18 min- útna ræður hvort um sig. Fulltrúi Bandarikjanna talaði i 49 minútur, fulltrúi Frakklands i 43 og fulltrúi Bretlands i 24 minút- ur. Enska er vinsælasta málið, hana töluðu alls 48 ræðumenn. Tuttugu og sex notuðu frönsku. 17 spænsku og 14 arabisku. nam, sem komið hafa til landsins. Margir flóttamannanna, sem nú eru á heimleið, hafa leitað til læknamiðstöðvar Bandarikjahers á Guam til að fá fjarlægð tattó- veruð slagorð á borð við „Drep- um VC” og „Dauði til kommún- istanna".

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.