Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðiö. Miövikudagur 15. október 1975 Ci Útvarp Sjónvarp D Sjónvarp kl. 20,35: Vaka byrjar Vaka er að hefja aftur göngu sina eftir sumarleyfiðog verður þátturinn á hálfsmánaðarfresti i vetur, annan hvern miðviku- dag klukkan 20.35. Stjómandi Vöku verður Aðal- steinn Ingólfsson og mun hann fá fólk til liðs við sig við gerð þáttanna. Þátturinn i kvöld hefst á syrpu frá málverkasýningum sumarsins, sýningum þeirra Alfreðs Flóka, Hallsteins Sigurðssonar og frá ljósmynda- sýningunni Ljós 75 á Kjarvals- stöðum. Einnig verða sýndar nokkrar ljósmyndir frá sýningu er aðstandendur Kjarvals opna bráðlega i Brautarholti 6. Einnig mun Aðalsteinn eiga þarna viðtal við bandariska kvikmyndagerðarkonu, Rosa- lind Schneider að nafni og sýnd- ir verða bútar úr tveim mynda hennar. Megas mun taka lagið og syngja eitt litið lag af plötunni sinni Millilendingu við undirleik Júdasar-flokksins. í lok Vökuþáttarins i kvöld verður svo sýnt atriði úr leik tékkneska Fialka-látbragðs- leikflokksins, sem var hér á ferð fyrir stuttu, og nefnist sá hluti, er sýndur verður, „Dolce Vita” eða „Ljúfa lif”. Ræðir Aðal- steinn einnig við Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem hef- ur lært látbragðsleik i Frakk- landi. N aftur Þátturinn er núna að ein- hverju leyti með breyttu sniði, t.a m. er nú komið nýtt kynn- ingarlag og sviðsmynd verður / , .............................. Utvarp kl. 21,10: Mozart á vor- hátíðinni í Prag öllum er okkur núorðið kunn- ugt um fyrirbæri það er nefnist listahátið og haldin er hér i Reykjavik á nokkurra ára fresti. En það em listahátiðir viðar og sennilegast þekkjum við hvað bezt til listahátiðarinn- ar sem haldin er i Edinborg ár- lega og venjulegast er kölluð. Edinborgarhátiðin. En slikar hátiðir eru haldnar viðar og mætti nefna aðra svona eða svipaða sem haldin er f byrjun júli ár hvert og nefnist Eystra- saltsvikan. Hún er haldin við Eystrasalt i Þýzka alþýðulýð- veldinu. Að visu er sú vika einn- ig af pólitiskum toga spunnin þvi þangað koma einnig stjórn- málamenn viðsvegar að og dá- sama friðinn. Enn ein vika af þessu tagi er haldin i Prag i Tékkóslóvakíu ár hvert og nefn- ist „Vorhátiðin i Prag”. Það er sennilega frá hátiðinni nú sl. vor sem við heyrum i kvöld i Ut- varpinu kl. 21.10 og verður þar Ieikið verk eftir Mozart. Þess má einnig geta að hugtakið um „vorið i Prag” hefur einnig ver- iö notað um atburði þá er áttu sér stað í Tékkóslóvakiu i ágúst 1968 þegar grannriki Tékka i austri gerði innrás i landið. Sjónvarp kl. 22,00 Óskilgreindar brezkar fornleifar Stonehenge er með þekktari fomminjum á Bretlandseyjum og um þær verður fjallað i sjón- varpinu i kvöld kl. 22.00. 1 bök útgefinni i Englandi 1136 var rætt um uppruna þessa fyrirbæris og þar gefin sú skýr- ing að þetta væru steinar er Merlin töframaður hefði flutt á sinum tima frá Irlandi og stillt þeim upp eins og þeir standa nú. Um hagnýtt gildi þessara mannvirkja er nokkuð mikið deilt og er oft haldið fram að þarna hafi verið blótsstaður og þvi rætt um altari i miðju svæð- isins. Svæðið er næstum þvi hringlaga með steinum reistum upp á rönd og liggja aðrir þar ofan á. 1 hring i kringum steinana nokkrum metrum utar eru svo holur I jörðina með ákveðnu millibili. Skammt utan hringsins eða Loftmynd af Stonehenge skeifunnar er steinn sem kallað- ur hefur verið Hele-steinninn (Helios sól á grisku) og við lengstan sólargang 22. júni kemur sólin upp i' beinni linu frá miðju skeifunnar að steininum Hele og er svo á litið að þetta hafi ekki orðið af einskærri til- viljun við byggingu Stonehenge. —BH ^Sjónvarp 18.00 Höfuöpaurinn Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.50 Kaplaskjól Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Hægláti hesturinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 Farþeginn Breskt saka- málaleikrit i þremur þáttum. Ung stúlka þiggur far af auðugum kaupsýslu- manni, sem er á ferð i glæsibifreið sinni. Bifreiðin verður bensinlaus, og maðurinn gengur til næstu bensinstöðvar. Aðalhlut- verk Peter Barkworth og Paul Grist. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Rýnt i rúnir steinaldar. Fræðslumynd um steina- hringina i Stonehenge i Englandi og svipaðar leifar fornrar menningar annars staðar, sem Magnús Magnússon gerði fyrir breska sjónvarpið. Rætt er við roskinn, skoskan verk- fræðing, Alexander Thom að nafni, en hann telur, að þessi ævafornu mannvirki hafi verið notuð við rann- sóknir á stöðu himintungla og unnt hafi verið að reikna út tungl- og sólmyrkva með þeim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 14.30 Miödegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen. Þorsteinn Matthiasson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Yehudi Menuhin og hljóm- sveitin Philharmonia leika „Légende” op. 17 eftir Wieniawski; John Pritchard stjórnar. Gervase de Peyer og Daniel Barenboim leika Sónötu I Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tóif ára. 17.30 Smásaga: „Snjófrlöur i Snjóbúöum” eftir Gunnar Benediktsson.Höfundur les. 17.50 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 200 milur. Dagskrá i til- efni útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i umsjá Vilhelms G. Kristinssonar frétta- manns. Rifjuð verður upp barátta íslendinga fyrr og nú fyrir yfirráðum auðlinda sinná og leitað svara við þvi hvað sé framundan. 20.35 Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur og Stúdenta- kórinn syngja lög eftir Pál Isólfsson og Sigurð Þórð- arson; Jón Þórarinsson og Sigurður Þórðarson stjórna. 20.50 Svipast um á Suður- landi. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri ræðir við Hafliða Guðmundsson i Búð i Þykkvabæ. 21.10 Frá vorhátiöinni í Prag. Igor Oistrach og Igor Cerny- sev leika Sónötu i A-dúr (K526) fyrir fiðlu og pianó eftir Mozart. 21.30 Ctvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (2). 22.35 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Fimmtudagur 16.október 7.00 Morgunútvarp, 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan/ „A fullri ferö” eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthiasson les (3).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.