Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 8
8 Pagblaðið. Miðvikudagur 15. október 1975 BIABIÐ frjálst, úháð dagblað tJtgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Hailur Simonarson Hönnun; Jóhannes Rcykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hailsson, Helgi Pét- ursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Páisson, Ilildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson Gjaidkeri: Þráinn Þorieifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innaniands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, slmi 27022. Fyrsti dagurinn Fyrsti dagur tvö hundruð milna fiskveiðilögsögunnar er runninn upp. Lokaskrefið i útfærslu lögsögunnar hefur verið stigið. í nótt margfölduð- ust að viðáttu hafsvæði þau, sem við helgum okkur. Siðasta landhelgisorr- ustan er hafin. Greinilega hefur komið i ljós að undanförnu, að þau riki, sem harðast hafa gengið að íslandsmiðum, eru ekki á þeim buxunum að viður- kenna einhliða útfærslu lögsögunnar. Þau munu láta togara sina veiða eftir föngum innan 200 milna markanna og raunar einnig innan 50 mflna mark- anna. Við eigum engan annan kost en að verjast eftir getu. Traust okkar setjum við á skipstjórnarmenn og aðra starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, sem nú þurfa að verja þrefalt til fjórfalt stærra hafsvæði en áður. Möguleikar gæzlunnar til varna á þessu mikla svæði eru takmarkaðir. Skipstjórnarmenn gæzl- unnar eru þó ákveðnir i að láta hvergi deigan siga og að standa sig eftir föngum i baráttunni fyrir land og þjóð. Samkvæmt fyrri reynslu er liklegt, að þeir setji sig og menn sina i lifshættu i skyldustörfum sinum. Landhelgisgæzlan hefur eflzt verulega á undan- förnum árum. En sú efling er ekki nægileg. Að visu er tækjakostur hennar meiri en unnt er að nýta til fulls. En ekki hefur verið séð nægilega fyrir mann- afla og rekstrarvörum til að halda uppi þeirri gæzlu, sem tækjakosturinn gefur tilefni til. Hafi stjórnvöld i alvöru hugsað sér að kaupa nýja gæzluflugvél, meðan ekki eru til skiptiáhafnir á þá vél, sem fyrir er, né á stóru og fullkomnu varðskip- in, þá er ekki valin rétt leið til eflingar Landhelgis- gæzlunnar. Miklu hagkvæmara er að nota flugvélarkaupaféð til að kosta fullan rekstur skipanna og flugvélarinn- ar, sem fyrir eru, heldur en að gæzlan standi uppi rekstrarfjárlaus. Raunar færi ekki nema litill hluti flugvélarverðsins til að auka úthald skipa og flug- vélar, ekki sizt ef svartolia væri notuð á skipin eins og ætti að gera. Yfirstjórn Landhelgisgæzlunnar og önnur við- komandi stjórnvöld gerðu vel i að taka margendur- teknum ábendingum um þessi efni. Við kunnum að vera of fátæk þjóð til að kaupa aðra gæzluflugvél, en við erum meira en nægilega rik þjóð til að halda gæzlutækjunum út til fulls, ef við spörum okkur við- bótarflugvél. Við verðum að gera ráð fyrir dýru og langvinnu þorskastriði að þessu sinni. Þjóðin stendur sem einn maður að harðri stefnu i landhelgismálinu, þvi að hafréttarráðstefnan hefur þegar sýnt, að 200 milna efnahagslögsaga er eðlileg að mati mikils meiri- hluta rikja heims. Við getum öll tekið undir orð Geirs Hallgrimsson- ar forsætisráðherra i útvarpinu i gærkvöldi, er hann sagði: „Viðmunum ekki gera neina samninga, sem ekki eru i fullu samræmi við hagsmuni okkar og annaðhvort munum við semja til sigurs eða, ef það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs.” Vegartengsl milli Norður- og Suður-Ameríku: Hægt og bitandi höggva vega- gerðarmenn i Panama sig i gegnum regnvotan frumskóginn nærri Bayana. Ætlunarverk þeirra ér ekki litið:að leggja fvrstu landleiðina á milli N( rður- og Suður-Ameriku. Verkfræðingarnir eru á villi- dýraveiðum i fritimum sinum og hafa komið sér upp ágætu safni dauðra eitursnáka og kóngulóa til minja um svæðið. Að baki vegagerðarmann- anna eru grófar útlinur malar- vegar, sem lagður hefur verið siðan framkvæmdir hófust snemma árs 1972. Framundan er Darieneiðið, sem hingað til hefur verið óvinnandi, og að minnsta kosti fimm ára vinna til viðbótar. En þegar - og ef - vegagerð- inni er lokið, verður kleift i fyrsta skipti að aka landleiðina frá Alaska til suðurodda Argentinu i striklotu. Frumbyggjaland Vinnubúðirnar Camp Bayana eru litil kofaþyrping i umhverfi sem litur út fyrir að vera siðasta frumbyggjaland meginlands Ameriku. Búðirnar voru reistar af bandariska fyrirtækinu Devcon Company sem vinnur hluta vegarins. Frumbyggjar og landnemar frá Panama, þar sem litið er orðið um óræktað, byggilegt land, hafa þyrpzt að og búa i ræksnislegum kofum meðfram veginum. Þar reyna þeir að höggva skóginn og rækta hann svo þeir geti áfram búið i landinu sem dregur þá til sin Siðmenningin kemur til lands frum- byggjanna, Indíónanna og bandíttanna ## Þetta er bara svona" örlað hefur á þvi nú á slöari árum að menn láti sig einhverju skipta hver væri vinnudagur nemenda. Umræður hafa snúist um of langan vinnudag og of mikið vinnuálag. Mismunandi hvatir hafa til þess legið að þetta mál hefur komist I um- ræðu. Telja verður að rikasta hvötin sé umhyggja fyrir nemendum þó þær raddir hafi verið nokkuð háværar sem heimtað hafa börnin til annarrar vinnu. Fimm daga skólavika hefur eðlilega lengt daglegan náms- tima. En fimm daga vinnuvika nemenda hlýtur aö vera jafn sjálfsögð og annarra starfs- hópa. Hinu hefur verið minni gaumur gefinn hvernig vinna nemenda er skipulögð. Þar hafa skólar og fræðsluyfirvöld getaö hagað sér eins og þeim sýnist. Foreldrar láta bjóða sér hvað sem er i þeim efnum. Ég held aö enginn starfshópur i þjóðfélaginu hafi hlotið aðra eins meðferð i þessum efnum og nemendur. Skipulag skólans er nefnilega ekki sett upp til hags- bóta fyrir nemendurna heldur fyrir kerfið. Stjórnunin hefur verið númer eitt en nemandinn sem manneskja númer tvö. Þess eru ótal dæmi að nem- endur, t.d. I Reykjavik, hafi þurft aö mæta þrisvar til vinnu sama dag. Það mun vera svo I flestöllum barnaskólum I þétt- býli i dag að nemendur verða að koma til vinnu tvisvar á dag og eftir stundatöflu þeirra að ráða eru timarnir breytilegir frá degi til dags. Þess hafa verið dæmi að nemendur mæti eina stund fyrir hádegi, jafnvel kl. 8, og fari svo heim og komi ekki aftur fyrr en kl. 13.00 eða nemandi sem hefur sinn aðaltima kl. 8—12, þurfti svo að koma seinnipart kl. 2—3 eða jafnvel ekki fyrr en kl. 5 e.h. i einstakar greinar. Ég held að enginn full- orðinn léti bjóða sér slikt. Þegar það var upptékið I kjarasamningum kennara að þeir skyldu fá greitt fyrir eyður, sem yrðu i vinnutöflu þeirra, þá þurrkuðust þessar eyður að mestu út en voru i staðinn færð- ar yfir á nemendur. öll „hag- ræðing” i kerfinu var látin bitna á þeim. Kerfið litur ekki á nemanda sem mann heldur hlut sem hægt er að færa úr stað eftir hentug- leikum. Kennarastéttin hefur af veikum mætti reynt að sniða af verstu agnúa en skort alla sam- stöðu. Menn yppa öxlum og i svip þeirra speglast „Þetta er bara svona”. Ég minnist þess ekki aö hafa séð kvartanir frá foreldr- um yfir þvi að börn þeirra gætu ekki byrjað nám á daginn fyrr en kl. 2 eða seinna e.h. Foreldr- ar láta sér i léttu rúmi liggja það geysilega misrétti sem rikir i þessum efnum. Sumir nem- endur eru svo heppnir að fá nokkuð eðlilegan vinnutima, þ.e. geta hafið vinnu kl. 9 aö morgni, en aðrir eru dæmdir til að vera mikinn hluta skóladval- ar sinnar alltaf eftir hádegi. Það er látið heyrast eitthvað um samfelldan skóladag af og til og kannski gefin út skýrsla en að- gerðir engar þvi hér eiga börn hlut að máli og foreldrar sem halda sér saman um slik mál. Trúa menn þvi að námstimi nemenda, sem eru i skóla kl. 14—17, sé jafngóður og kl. 9—12? Barnið, sem byrjar I skólanum kl. 9, kemur óþreytt til vinnu sinnar en barnið, sem byrjar kl. 13 eða kl. 14, er búið að eyða miklu af orku sinni fyrri hluta dags. Til þess eru þó gerðar sömu kröfur og til þeirra sem koma óþreytt. Kennararnir eiga að skila þéssum nemendum ekki lakari en hinum. Hvernig haldið þið að timinn frá kl. 3—5 e.h. nýtist þessum nemendum? Ég tala nú ekki um þá sem þurfa að vera mun lengur, en dæmi eru til þess i Reykjavik að kennt sé til 18.30. Það ætti heldur ekki að byrja skóla fyrr en kl. 9 að morgni. Foreldrar, þið eigið að mót- mæla slíkum námstlma. Þið eigið að verja börnin ykkar. Þið eigið að hjálpa okkur kennurun- um i baráttunni gegn sllkri meðferð á börnunum. Þið eigið einfaldlega að segja nei við slík- um vinnutima. Þið eruð ekki réttlausir þrælar sem ráða- mönnum leyfist að koma fram við hvernig sem þeim sýnist. Þið eruð skattgreiðendur sem eigiö ekki að þola það mikla misrétti sem þið eruð beitt. Það er næsta furðuleg óprúttni yfir- valda að leyfa sér að byggja upp heil borgarhverfi og flytja þangað þúsundir Ibúa án þess nokkur skóli sé fyrir hendi. Kennarar og nemendur eru sið- an látnir búa við það árum sam- an að vinna i húsnæði, sem er hálfklárað og I mörg ár i bygg- ingu, og I þetta húsnæði er enda- laust troðið tvi- og þrisett og jafnvel fjórsett. Astand þessara mála i sum- um Ibúðarhverfum I Reykjavík er geigvænlegt og ég hygg einn- ig á ýmsum öðrum þéttbýlis- stöðum. 1 nágrannalöndum okkar finnst enginn einasti skóli sem er tvisettur, hvað þá meir. Það þykir slik ósvinna gagnvart börnum að þau fái ekki eðlileg- an vinnutima að ekkert bæjar- félag né riki leyfir sér slikt. Starfstimi nemenda er þar lika samfelldur og máltiðir fá þeir I skólanum nái vinnutimi þeirra fram yfir hádegisverð. Þar þekkist ekki að kennt sé á matartlma. Hafa þessar þjóðir þá haft við vandamál örrar þéttbýlismyndunar að eiga? Já vissulega, en það hefur ekki verið gripið til þess ráðs að tvi- og þrisetja i skólana. Nei, held- ur hefur verið byggt bráða- birgðahúsnæði (lausar stofur)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.