Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 10
10
Dagblaðift. Miðvikudagur 15. október 1975
Spurning
dagsins
Er þér sama þó að íslenzkir
námsmenn erlendis svelti?
Helgi Einarsson hiksgagna-
smiður: Nei, nei, ekki býst ég við
þvi, ég vil að öllum liði vel og að
þeir þurfi ekki að liða skort.
Alma Guðmundsdóttir sauma-
kona: Nei, mér er ekki sama um
það, ég vil endilega að þeir fái
hærri lán til að þurfa ekki að
svelta.
Matthias Bjarnason ráðherra:
Nei,mérerekki sama um það, ég
vil hvorki að námsmenn erlendis
né aðrir svelti.
Flosi ólafsson leikari og rit-
höfundur: Nei, auðvitað ekki, og
ég vona að fjárlögin hækki þá sem
þvi nemur svo enginn þurfi að
svelta.
Gréta Marfa Sigurðardóttir
talsimavörður: Nei, guð almátt-
ugur, það vil ég ekki, ég vil alls
ekki að nokkur svelti.
Guðriður ólafsdóttir hiismóðir:
Nei, það er mér svo sannarlega
ekki samaum,effjárlögin eru of
lág verður að hækka þau
svo enginn svelti.
VIÐ ERUM FOLK - EKKI
SKYNLAUSAR SKEPNUR
Iðnnemar skrifa:
,,NU i haust var tekið upp nýtt
kerfi i Iðnskólanum, þ.e. mæti
nemandi ekki 20% kennslu-
stunda í hverri grein þá er hann
útilokaður frá skóla og að taka
próf. Séu fjarvistir meir en 10%
þá er aðstandendum gert við-
vart og þeir beðnir að „kippa”
málum i lag. Þetta þykir cickur
iðnnemum frekleg litilsvirðing
við okkur — það er farið með
okkur eins og litil börn — ósjálf-
bjarga böm.
Við getum sætt okkur við, að
mætingaskylda sé höfð 80% —
þá yfir alla li'nuna en ekki bund-
ið við einstaka greinar eins og
nú er.
Slikt er vantraust á nemend-
um, að veikindi skuli vera
reiknuð sem fjarvist — enginn
leikur sér að þvi að vera veikur
Setjum svo að nemandi veikist
illa , • t.d. i mánuð, þá er hann
Utilokaður frá námi — hvers
konar réttlæti er nú þetta? Okk-
ur finnst að sé nemandi veikur,
þá eigi að skrifa veikindi i
kladda — nemandi komi siðan
með læknisvottorð — en ekki
flokka það undir fjarvist.
Með öðrum orðum, við viljum
gera skýran greinarmun á veik-
indum og fjarvist, slikt er
aðeins réttlætismál.
Þarna kemur til náms fjöl-
skyldufólk, fullvaxið fólk inn i
frjálst nám og það á að
meðhöndla það eins og ein-
hverja ábyrgðarlausa krakka —
nú skulu þessir menn setjast
niður og hugsa. Það kann ekki
góðri lukku að stýra ef fara á
með fullvaxið fólk eins og
krakka, sem hægt er að láta
kyngja hverju sem er. Þeir ætla
að láta okkur lesa Félagsfræði
eftir MagnUs Gislason, drep-
leiðinlega bók, sem við i þokka-
bót erum búin að lesa i gagn-
fræðaskóla. Við spyrjum aðeins.
Hvernig er hægt að halda áhuga
á námi með svona vinnubrögð-
um? Þarna hafið þið kjarna
málsins, ágætu herrar iðn-
skólans.”
LÖGGJAFINN OG SKATTSVIK
Gisli Ólafsson skrifar:
,,Að undanförnu hefur
Dagblaðið minnzt töluvert á
skattálögur og skattsvik og er
það vel.
En hvers vegna þora fjölmiðl-
ar ekki að minnast á hver það er
sem mest hefur hjálpað mönn-
um til að auðvelda skattsvik,
nefnilega rikisvaldið sjálft?
1 tið vinstri stjórnarinnar var
gefin út sú fáránlega reglugerð
að húseigendur fengju ekki frá-
dreginn viðhaldskostnað hús-
eigna sinna samkvæmt reikn-
ingi. Þessa fáránlegu ráðstöfun
hafa verktakar og iðnaðarmenn
notað sér Ut i yztu æsar sem von
er.
KRÓKURí
A siðastliðnu ári þurfi ég
nauðsynlega að láta gera við
sprungur og mála gamalt hús
mitt. Það virtist ómögulegt að
fá mann til að taka að sér verkið
nema með þvi skilyrði að farið
væri á bak við skattinn.
Verktakar bentu á að við-
gerðarkostnaður fengist ekki
dreginn frá skatti og hér væri
hreinn gróði fyrir húseiganda
vegna þess að hann slyppi við að
greiða söluskatt. Væri þessum
mönnum bent á að þetta væri
lögbrot var alltaf sama við-
kvæðið: „Jú, en þetta gera all-
ir.”
Éger sannfærður um að vegna
þessarar reglugerðar vinstri
VEGG
stjórnarinnar, nemur það millj-
örðum króna árið 1974 sem ekki
hefur verið gefið upp til skatts.
Þessi eindæma reglugerð hefur
„Aðdáandi Júdasar” sendi
Dagblaðinu eftirfarandi:
„Eins og svo oft áður skrapp
ég i Festi laugardaginn 5. októ-
ber til að hlusta á hljómsveitina
Júdas. Mikið hafði verið skrifað
um „frægðarför” hennar til
Spánar.
Ekki ætla ég að lýsa vonbrigð-
um minum, sama gamla.pró-
grammið, sama gamla tuggan
og þeir hafa veriö með svo lengi.
sannarlega komið skattsvikur-
um til góða — enda er skatt-
stjóri farinn að auglýsa eftir
viðhaldsreikningum aftur.”
Að visu var bætt við 4 nýjum
lögum.
JUdas hefur verið með betri
hljómsveitum landsins en með
hverju balli, sem hún spilar á,
fer herini aftur. Hvað veldur?
ÞolirhUn ekki frægðina? Heldur
hún að hún sé svo góð að hún
geti boðið upp á hvað sem er?
Sum lögin spilar hún 3—4 á
kvöldi.
JUdasar, ef þið ætlið að stand-
ast samkeppni Pelican verðið
þið að taka ykkur á. Þið hafið
hæfiieikana.”
Júdas, ekki svíkja!
Sendiferðabllstjóri hafði
samband við blaðið:
„Eins og gefur að skilja
standa sendiferðabilstjórar
mikið i flutningum húsmuna og
svo er einnig með mig.
Lengi hef ég furðað mig á þvi
hvers vegna ekki er gert ráð
fyrir að flytja þurfi inn i hús?
Gleymum ekki
Agústa Guðmundsdóttir skrif-
ar:
„Um þessar mundir er mikið
rætt um kvennafridaginn þann
24. október. Talað er um að hafa
Utifund á Lækjartorgi og þar
eiga að vera 3 stuttar ræður og
skemmtiatriði. Auðvitað er það
• góðra gjalda vert en eins sakna
ég þó — bænar. Ég veit að svo er
um fleiri. „Ef drottinn byggir
Það viröist aldrei vera gert ráð
fyrir krúkum eða neinu sliku til
að halda hurðum opnum á
meðan þung húsgögn eru flutt
inn — einatt þarf að bretta upp á
mottu, sem ekki getur talizt
hentugt.
Geta arkitektar ómögulega
gert ráð fyrir jafneinföldum
hlut og krók i vegg?”
guði þann 24.
ekki húsið erfiöa smiðirnir til
einskis,” stendur i ritningunni.
Þessa setningu eiga konur að
muna og minnast þann 24.
Þvi er min tillaga sú, að konur
sameinist i bæn að morgni 24'. og
biskupinn yfir Islandi flytji bæn
á samkomunni á Lækjartorgi.
Gleymum ekki guði i baráttu
okkar fyrir auknum réttindum i
þjóðfélaginu.”