Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 14
14
Dagblaöið. Miövikudagur 15. október 1975
FRAMLEIÐA TRÉSMÍÐA-
VÉLAR Á HEIMAMARKAÐ
— og hugsa til
útflutnings á
bókbandsvélum
til Danmerkur
Neyöin kennir naktri konu að
spinna, segir máltækið og á
þessum tfmum gjaldeyrisvand-
ræða eru allar ráðstafanir, er
spara hann, vel þegnar. Fyrir-
tækið Stálvirkinn hf. hefur und-
anfarin ár framleitt eftir teikn-
ingum Alexanders Sigurðssonar
vélar til ýmissa léttari iðn-
greina, s.s. bókbands og tré-
smíöa. Auk þess hefur fyrirtæk-
ið framleitt vélar sem létta
dekkjaviðgerðamönnum verk
sitt.
Sveinn Gústavsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
sýndi okkur fjórar nýjustu gerð-
ir véla sem fyrirtækið hefur rní á
boðstólum, fjölblaðsög, bókar-
kjölskerara, bókarpressu og sið
ast en ekki sizt svonefnda spón-
skurðarsög sem breyta má i
plötusög.
„Helztu kostir við þessa vél
eru þeir aö sagarblaðið er sjálf-
virkt og hægt er með einu hand-
taki að breyta söginni i plötu-
sög,” sagði Sveinn. „Auk þess
er vélin ódýrari en eríendar vél-
ar svipaörar tegundar og er þvl
hentug fyrir smærri fyrirtæki.”
Sveinn sagði það helzt ábend-
ingar viðskiptavina og eftir-
spurn sem hefði valdið þvi að
fyrirtækiö hefði farið út I fram-
leiöslu þessara véla. Hefðu þær
venjuiega verið pantaðar fýrir-
fram en vegna hagræðingar i
framleiöslu ættu þeir nú jafnan
nokkrar vélar á lager. Þó
kvaðst Sveinn búast við þvi að
flestar spónskurðarvélarnar
mundu seljast innan skamms og
bætti við að vegna hagstæðs
verös á bókbandsvélunum væru
þeir nú i sambandi við danska
aðila er áhuga hefðu á þvi aö
flytja inn þær vélar til Dan-
merkur.
HP
Kaupmenn athugið
Til sölu er frystiklefi, 21 rúmmetri, flytj-
anlegur hvert sem er.
Upplýsingar i sima 82153 eftir kl. 19.
' Úrvals k jötvöru r
og þjónusta
AVALLT EITTHVAÐ
gott í matinn
Stigahlíð 45-47 Sími 35645
Lánasjóðurinn:
FULLTRÚAR NÁMSMANNA SEGJA
SIG ÚR STJÓRN í MÓTMÆLASKYNI
Spónskuröar- og plötusög Alexanders Sigurössonar — fyiliiega sambærileg viö erlendar vélar af svip-
aöri gerö. DB-mynd: —BP
HUSLER
KOMINN AFTUR
Einnig: Penthouse,
Playboy, Club o.fl.
amerísk timarit
fiOftA
HUSIÐ
LAUGAVEGI 178.
Allir fulltrúar námsmanna i
stjórn Lánasjóðs islenzkra
námsmanna lögðu niður störf i
sjóðstjórn i gær I mótmælaskyni
við aðgerðir og afstöðu stjórn-
valda gagnvart L.I.N., sem þeir
telja alófæran að gegna þvi
hlutverki er honum ber við
núverandi ástand.
„Til að bæta gráu ofan á
svart,” segir i bókun er þeir
lögðu fram á fundi sjóðstjórnar i
gær, „hefur fjármálaráðherra
nú lagt fram fjárlagafrumvarp
á Alþingi, sem felur i sér fólsku
lega árás á kjör námsmanna.
Ef þetta frumvarp nær fram að
ganga þýðir það um það bil 50%
skerðingu, frá þvi sem verið
hefur undanfarin 2 ár, á
námsaðstoð til þeirra 3500
námsmanna og fjölskyldna
þeirra sem eiga lifsafkomu sina
að verulegu leyti undir L.l.N.
meðan á námi þeirra stendur.”
Segja fulltrúarnir viðkomandi
ráðuneyti hafa haft fullkomnar
upplýsingar um fjárþörf sjóð-
sins og skuldbindingar fyrir-
liggjandi mánuðum saman en
ekki sé sjáanlegt að neitt hafi
verið aðhafzt til þess að leysa
þau vandamál.
Muni þeir ekki hefja störf i
sjóðstjórn fyrr en breyting hafi,
orðið þar á. HP
KJARABARÁTTUNEFND LÝSIR YFIR
STUÐNINGI SÍNUM
Kjarabaráttunefnd, sem er
samstarfsnefnd allra náms-
manna er njóta eiga náms-
iána, hefur samþykkt ályktun
þar sem hún lýsir yfir
stuðningi sinum við aðgerðir
fulltrúa námsmanna i sjóðs-
stjórn Lánasjóðs islenzkra
námsmanna. 1 ályktuninni eru
rakin svipuð atriði og greint er
frá I bókun fulltrúa náms-
manna i sjóðsstjórninni en
jafnframt telur kjarabaráttu-
nefnd einsýnt að námsmenn
muni á næstu dögum gripa til
aðgerða til að verja kjör sin.
HP
HOFUM KAUPANDA
AÐ TVEIM ÍBÚÐUM í SAMA HÚSI
ÚTBORGUN 10-10,5 MILU.
FASTEIGNASALA, Laugavegi 17, 2 hæð
Pétur Axel Jónsson simi 28311.
Kaupfélagið með nýjungar:
HAGKAUPSSNIÐ Á NÝRRI MATVÖRUBÚÐ
„Fólk kann auðsjáanlega að Gunnarsson verzlunarstjóri i
meta þetta nýja fyrirkomulag i hinni nýju verzlun Kaupfélags
verzlunarháttum,” sagði Magnús Suöurnesja, sem hlotið hefur
Starfsfólk Sparkaups I hinnl nýju verzlun f Keflavfk (DB-mynd:
Magnús Gislason).
nafnið Sparkaup og er við Hring-
brautina i Keflavik. „Það hefur
flykkzt hingað til að verzla i
langtum rikarimæli en við reikn-
uðum með.
Kaupfélagið hefur jafnan geng-
ið á undan með nýja verzlunar-
hættiá Suðurnesjum og Sparkaup
er verzlun með svokölluðu vöru-
markaðssniöi sem mjög ryður sér
til rúms viðast hvar. Vörumerk-
ingar eru þannig að merkt er með
tveimur verðum, leyfilegu verði
og svo söluverði. Vöruverð er
lægra á flestum tegundum, allt að
10% lægra. Engin afgreiðsla er i
búðinni.
Þetta hús er hið fyrsta sem
byggt er eingöngu til slikrar
verzlunar,” sagði Magnús
verzlunarstjóri.
—EMM