Dagblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 11
Dagblaöið. Miðvikudagur 15. október 1975
11
Hvað er að,
Jón Múli?
Morgunmanneskja simar, örg
i skapi:
„Hvað er eiginlega að, Jón
Múli? Maður vaknar daglega
við þessa drungalegu tónlist,
þessa millimúsik sem er engin
músik. Maður heyrir varla orðið
ærlega jazzplötu i morgunút-
varpinu. Eins og blúsinn getur
verið upprifandi og ánægju-
legur. Með slikt vegarnesti
getur starfsdagurinn orðið allur
annar. Ég skora nú á þig, Jón
minn Múli, að kippa þessu i lag.
Ég veit að við tvö erum nú einu
sinni ekki þau einu á landinu
-sem kunnum gott að meta. Og
þó að eitthvert kerlingarnöldur
berist þér til eyrna út af jazzi,
þá skaltu vita það að þeir eru
mun fleiri sem styðja við bakið
á þér i hvert sinn sem þú
bregður jazzinum á fóninn.”
ÞERRIPAPPIR
TIL AÐ
ÞURRKA
MANN-
SKAPINN
K.B. hafði samband við blaðið:
„Fyrir stuttu dreifðu ung-
templarar þerripappirsauglýs-
ingu. Ég hef orðið var við að fólk
er mjög ánægt með þetta fram-
tak templaranna og leyfi mér aö
skora á þá að gera eitthvað
fleira i þessum dúr.”
Berlínormúr oa Revkiavíkurmúr!
Viggó Oddsson skrifar frá Jó-
hannesarborg:
„Margir ferkilómetrar hafa
verið prentaðir um aumingja
fólkið i A-Berlin og múr smán-
arinnar, ófrelsið sem hindrar
eðlileg samskipti einnar og
sömu þjóðarinnar, sem skilur á
milli lýðræðis og ofræðis.
Merkilegt má þó teljast að
sömu blöð, sem mestum pappir
eyða i að vorkenna A-Þjóðverj-
um, hafa enga samúð með
Reykvikingum, sem á ýmsan
hátt eru verr settir en A-bjóð-
verjar eða jafnvel svertingjar S-
Afriku.
Svertingjar og Reykvikingar.
A meðan hvitir Amerikanar
standa i bilaviðgerðum úti á
tungli eru hundruð milljóna
svertingja sem ekki hafa náð
fyrir eittog annað hafa þó svert-
ingjaþjóðirnar 20, sem landið
byggja, takmark: að verða
sjálfstæð þjóð i eigin landi.
Transkei er land að stærð og
mannfjölda á við Danmörku. A
næsta ári verður það sjálfstætt
riki og aðrar svertingjaþjóöir
fylgja á eftir. En vesalings
Reykvikingarnir, þeir verða á-
fram þrælar hagsmunahópanna
úti um land, með gerviþing og
þriðjungs atkvæðisrétt á við
kjósendur dreifbýiisins.
Nógu góðir
til að borga!
Reykjavikurhyskið er óalandi
og óferjandi. Það má hvergi
tjalda, tina ber né veiða rjúpur
úti um heiðar og uppblásnar af-
skynsamlegra að leggja nið-
ur alþingi og láta sérfræðinga
stjórna landinu, afnema verk-
föll og styrkjakerfið. Koma
mætti á nýju lýðræði og jafn-
rétti, einmenningskjördæmum
með um 3-5 þúsund kjósendur á
þingmann. Fjölgi um helming i
kjördæmi, skiptist það og við-
bótarþingmaður er kosinn, eng-
ir uppbótarþingmenn.
Tunguliprir fúskarar.
Þetta kerfi útilokar tilgangs-
lausa klofningsflokka og gerir
hrein úrslit. Þá er það ihugun-
arefni hvort það sé i hag alþjóð-
ar að láta tunglulipra fúskara
vera að fikta með flókin málefni
sem einungis úrvai sérfræðinga
getur ráðið bót á, Er það lýðræði
þegar hagsmunahópur getur
stöövað atvinnugreinar i það ó-
endanlega? Ég segi nei, það er
sama og vopnað bankarán og
glæpur gegn þjóð sem ekki hef-
ur náð grundvallarþroska i á-
byrgðartilfinningu. Það þarf að
endurskoða lýðræðið á íslandi,
eða öllu heldur ofræðið.. Eiga
allir að vera á styrkjum hjá rik-
inu og sjálfum sér? Eða á að
draga hala samvizkunnar fram-
yfir „næstu kosningar?”
þvi þroskastigi aö geta ekiö um
á innfluttu gjafareiðhjóli. Þrátt
fyrir mesta lýðræði i heimi eru
bandariskir svertingjar ennþá
litið betur settir en á timum
þrælahaldsins. Að visu lifa
margir á glæpum og atvinnu-
leysisstyrkjum. Þeir hafa ekk-
ert takmark og ekkert einka-
land. Þótt S-Afrika sé skömmuð
réttir. Já, þótt Reykvíkingar
hafi þriðjungs kosningarétt eru
þeir samt nógu góðir til aö
borga styrki fyrir þá forrétt-
ingahópa sem ráða þingmanna-
fjöldaá alþingi, hinu „virðulega
tákni lýðræðisins” i heiminum.
Ný stjórnarskrá!
Með núverandi skipulagi væri
Raddir
lesenda
• •
STONDUM
SAMAN!
Kristin Green hringdi:
„Nú ætlar lögreglan að skjóta
hundinn minn og siðan, eins og
þeir segja ætla þeir að skera
uppherör gegn öðrum hundum i
borginni. Ég bý að visu i
borgarlandinu en utan þéttbýlis.
Af hverju má ég ekki hafa
hundinn minn i friði? Ég er
meðlimur i Dýraverndunar-
félaginu og vil beina áskorun til
allra dýravina að þeir standi
saman gegn ofsóknum iögreglu
gegn hundum.”
AF
HVERJU
EKKI
SKEGG?
J.T.H. simaði:
„Eins og alþjóð sá i sjónvarpi
á dögunum var skipherra á
nýjasta og fullkomnasta varð-
skipi tslendinga með hið
myndarlegasta skegg — vel
snyrt og til mikillar prýði. Nú,
hvernig má það þá vera að lög-
regluþjónum er ekki leyft að
hafa skegg — að þvi tilskildu að
sjálfsögðu að það sé vel snyrt.
Yfirmenn lögreglu ættu að leyfa
mönnum sinum að hafa skegg,
vilji þeir það á annað borð. Hins
vegar mætti gjarna sjá til þess,
að löggæzlumenn séu snyrtilega
klipptir en ekki með flaksandi
og illa snyrt hár — sem vissu-
lega er til mikillar óprýði.”
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Frá NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
- GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Frá ANTWERPEN
- FELIXSTOWE
- KAUPMANNAHÖFN
- ROTTERDAM
- GAUTABORG
- HAMBORG
manudaga
þriájudaga
þriájudaga
þriájudaga
miávikudaga
fimmtudaga
FERÐIR FRA OÐRUM HOFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF