Dagblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Laugardagur 18. október 1975. Sjónvarp Sjónvarp laugardagskvöld kl. 20.55 „Anna í Hlíð" Þóttur œtlaður ungu fólki I kvöld hefur Helgi Pétursson, blaðamaður, umsjón með þætti með blönduðu efni i sjónvarp- inu. Þáttinn nefnir hann „Anna i Hlið”, en það nafn sagði Helgi ekki vera í neinu samræmi við efni þáttarins, enda skipti það ekki höfuðmáli. Meðal gesta i þættinum er Olga Guðrún fyrrverandi framkvæmdastjóri, hljómsveitin Dögg og Gunn- laugur Guðmundsson gömlu- dansari. Inn á milli atriða er skotið keppni i nýrri iþróttagrein sem lið frá menntaskólunum i Reykjavik og i Kópavogi keppa i, sagði Helgi ennfremur. EVI í þættinum ,,Anna i Hlið” heyja tveir helztu trommuleikarar landsins, þeir Asgeir óskarsson og Guðmundur Steingrimsson, einvigi i trommuleik. I Sjónvarp laugardag kl. 21.25 INGRID BERGMAN OG ANTHONY QUINN EIGA SAMLEIK I BÍÓMYNDINNI í KVÖLD Leikararnir i kvikmyndinni i kvöld eru ekki af lakara taginu, heldur hin velþekktu Ingrid Bergman og Anthony Quinn. Ingrid Bergman hlaut sem kunnugt er Óskarsverðlaun núna i ár fyrir leik sinn i „Morðinu i Austurlandahrað- lestinni” eftir sögu Agötu Christie. Hún er fædd 1915 i Stokkhólmi' þar sem hún ólst upp og sótti leiklistarskóla til 1936 er hún hélt til Hollývúdd og lék þar i sinni fyrstu kvikmynd vestan- Sjónvarpið laugardag kl. 20.30 „Lœknir í vanda" ÞEGIÐU OG BORÐAÐU MATINN ÞINN „Þegiðu og borðaðu matinn þinn” heitir myndin i kvöld i þættinum „Læknir i vanda.” Duncan fær bók frá einum sjúklingi sínum sem segir frá sérstöku mataræði. Þar sem hann og Paul eru þreyttir á hinu þungmelta fæði í matstofu spitalans ákveða þeir að reyna heilsusamlegra mataræði. Erfiðleikarnir byrja strax hjá þeim þegar Loftus býður þeim i veizlumat heim til sin, en þeir sjá ráð við þessu með þvi að fara með sinn eigin mat með sér. Þrátt fyrir miklar freisting- ar tekst þeim að neita sér um steikina og búðinginn hjá Loftusi og halda sig að græn- metisáti sinu. Umræðurnar i matarveizl- unni snúast vitanlega um ástæð- una fyrir þessum nýju matar- venjum þeirra félaga og Dun- can nefnir nafn sjúklingsins sem gaf honum bókina og býðst til að fara með Loftus að heimsækja hann. Eftir nokkrar vikur á nýja matarkúrnum liður þeim félög- um Paul og Duncan ekki orðið sem bezt og vitanlega er það Loftus sem rannsakar þá. Niðurstaðan er sú að þeir skuli aftur snúa sér að matnum á spitalanum, þvi að C vitamin vanti algjörlega i fæðuna. Þeir félagar eru ekkert ána>gðir með þessi málalok og vilja fá Loftus til að borða með þeim á mat- stofu spitalans, (þar hefur hann aldrei borðað áður). Hann slær til og það er óhætt að segja að fæðan á matstofunni verður i brennidepli. Hvernig sjáum við betur þegar við horf- um á þá íélaga. fiyi hafs „Intermezzo”. En þó varð Ingrid Bergman ekki stjarna i þeirri merkingu fyrr en 1942 þegaar hún lék i kvikmyndinni frægu „Casa- blanca”. Hjónabandsmál Ingridar þegar hún eignaðist barn með italska leikstjóranum Roberto Rosselini urðu til þess að hún glataði vinsældum meðal Kana og kvikmyndir er hún lék i um það leyti voru bannaðar i Bandarikjunum. Seinna fyrir- gáfu kvikmyndaáhorfendur i Bandarikjunum henni barns- burðinn og 1956 varð hún aftur vinsæl þar eftir leik sinn i kvik- myndinni „Anastasia”. Kvikmyndin sem sýnd verður i kvöld og nefnist „Vordraum- ur” náði ekki miklum vinsæld- d fjgSjónvarp D Laugardagur 18. október 17.00 íþróttir.M.a. sýnd mynd . frá Reykjavikurmótinu i körfuknattleik. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 18.30 Sumardagur i sveit. E'inn góðan veöurdag sumarið 1969 fóru sjónvarpsmenn i heimsókn að Ásum i Gnúp- verjahreppi, til hjónanna Guðmundar Bjarnasonar og Stefaniu Ágústsdóttur og barna þeirra. Umsjón Hinrik Bjarnason. Kvikmyndun Ernst Kettler. Þessi þáttur var frum- sýndur 7. febrúar 1970. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda Breskur gamanmyndaflokkur. Þegiðu og borðaðu matinn þinn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Anna i Hlið Þáttur i ætlaður ungu fólki. Meðal efnis: trommueinvigi aldarinnar: kynning á nýjum, islenzkum hljóm- plötum, sem væntanlegar eru næstu vikur: daglegur ' talsmáti unglinga: hljóm- sveitin Dögg kynnt o.fl. Umsjónarmaður þessa ■ þáttar er Helgi Pétursson. 21,25 Yordraumur (A Walk In The Spring R'ain) Bandarisk biómynd frá árinu 1970. Aðalhlutverk Ingrid Berg- man og Anthonv Quinn. Háskólakennari fær ársleyfi um þegar hún var gerð á sinum tima en mun þó vera allgóð mynd að mörgu leyti. —BII frá störfum og sest að uppi i sveit ásamt konu sinni. þar sem konan hyggst stunda ritstörf. Konan verður ást- fangin af bónda, og greinir myndin frá stuttu ástar- ævintýri þeirra. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. október 18.00 Stundin okkar Bessi Bjarnasón syngur „Söguna • af Gutta” eftir Stefán Jóns- son, sýnd er mynd, sem sýnir hvernig umferðar- skiltin urðu til, og 3. þáttur myndaflokksins um bangs- ann Misha. Sýnt verður atriði frá barnaskemmtun i Reykjavik 17. júni, kynnt er sérkennilegt húsdýr og loks segir Guðmundur Einarsson söguna af lam- aða manninum. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 íslandsdagar i október Fréttaþáttur frá hátiða- höldum Vestur-lslendinga fyrr i þessum má.nuði, þar sem þess var minnst að rétt 100 ár eru liðin frá þvi að fyrsti islenski landnema- hópurinn kom til Manitóba- fylkis i Kanada. Það var einmitt 21. október 1875, sem þeir stigu á land i Viði- nesi við Winnipegvatn, en á þeim slóðum stofnuðu þeir siðar Nýja-lsland. Þetta var siðasti hluti hátiðahaldanna i tilefni aldaralmælisins. en kvikmyndir frá hátiðum vestra siðastliöið sumar og ferðalagi sjónvarpsmanna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.