Dagblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaöiö. Laugardagur 18. október 1975. mmiABiB frjálst, úhád dagblað (Jtgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Slmonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaöamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrlmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir greiösla Þverholti 2, slmi 27022. Inga og af- Úrkynjaðir lífeyrissjóðir Þegar verðbólgan fer yfir 40% og jafnvel yfir 50% eins og verið hefur hér á landi um tveggja ára skeið, sést á óskemmtilegan og átakanlegan hátt, hve ófullkomið er kerfi is- lenzkra lifeyrissjóða. Þeir valda eng- an veginn þvi meginhlutverki sinu að sjá sjóðfélögum fyrir sómasamlegum ellilifeyri. Flestir sjóðanna stefna að þvi að greiða sjóðfélög- um i mánaðarleg eftirlaun sem svarar 60—70% af launum þeirra siðustu árin i starfi. Þetta væri út af fyrir sig sómasamlegt, ef verðbólgan kæmi ekki til skjalanna. Upphæð eftirlauna stendur i stað, meðan laun og verðlag rýkur upp. Eftirlaunin eru nægileg i aðeins nokkra mánuði eftir að menn hætta störfum. Raungildi eftirlaun- anna minnkar jafnt og þétt i samanburði við laun starfandi fólks. Um þetta má setja fram skýrt dæmi: Maður, sem nú hættir störfum, hefur haft 100.000 krónur á mánuði og fær 60.000krónur i eftirlaun.Við gerum ráð fyrir, að 50% verðbólga haldi áfram næstu árin. Eftir ár er 60.000 króna lifeyririnn orðinn 40.000 króna virði. Eftir tvö ár er hann orðinn 27.000 króna virði. Eftir þrjú ár 17.000 króna virði. Og eftir aðeins fjögur ár er ellilifeyrir mannsins kominn niður i 12.000 krónur á núverandi verðgildi. Ljóst er af þessu, að við núverandi verðbólgu tek- ur það aðeins tvö eða þrjú ár að ónýta ellilifeyrinn. Við hægari verðbólgu tekur það lengri tima, en verkar samt á sama veg. Undanþegnir þessu böli eru rikisstarfsmenn. Lif- eyrissjóðir þeirra eru verðtryggðir á kostnað skatt- greiðenda. Venjulegir lifeyrissjóðir, sem byggðir eru upp af vinnuveitendum og launþegum, geta ekki seilzt með slikum hætti i vasa almennings. Þeir verða þvi að finna sér aðra lausn. í samtökum verzlunarmanna hafa á undanförn- um mánuðum verið að ryðja sér til rúms hugmynd- ir um breytt form lifeyrissjóða. Þessar hugmyndir unnu mikinn sigur á nýafstöðnu þingi Landssam- bands islenzkra verzlunarmanna, þar sem gerðar voru ýtarlegar samþykktir um lifeyrismál. Verzlunarmenn vilja leggja niður þá hugmynd, að lifeyrissjóðsþegar séu að safna i sjóð til sinna eigin elliára. í stað þess verði sjóðirnir eins konar. gegnumstreymissjóðir. Tekjur sjóðanna frá starf- andi félagsmönnum verði jafnskjótt notaðar til að greiða þeim félagsmönnum, sem hættir eru störfum fyrir aldurs sakir. Jafnframt hætti sjóðirnir að úr- kynjast i þá átt að verða ibúðalánasjóðir. Ef lifeyrissjóðirnir i hinu breytta formi hafa efni á að lána fé til ibúða eða annars, þurfa þau lán að vera visitölutryggð, svo að ekki sé verið að brenna upp peningum á kostnað þeirra, sem i framtiðinni munu þurfa að fá ellilifeyri úr þessum sjóðum. Þessi hugmynd verzlunarmanna er ekki einungis mjög athyglisverð, heldur virðist hún einnig eina raunhæfa leiðin til að gera lifeyrissjóðum kleift að gegna þvi hlutverki, sem þeir eru stofnaðir til að gegna. r Umfangsmikil „fín- pússning" sœnska vel- ferðarþjóðfélagsins Fínpússning sænska velferð- arþjóöfélagsins heldur áfram og nú siöast meö þvi aö verkalýös- félögin munu áður en langt um liöur standa jafnfætis fram- kvæmdastjórnum við stjórn fyrirtækja. Samkvæmt frumvarpi, sem fljótlega verður lagt fyrir sænska þingiö, veröur verka- lýösfélögum heimill aðgangur aö öllum skjölum og gögnum um rekstur fyrirtækja og alla á- kvaröanatöku þar aö lútandi. Þetta mun einnig eiga viö um fyrirtækisleyndarmál. Verkalýösfélögunum verður heimilt, skv. frumvarpinu, að semja um hlutdeild sina I stjórn fyrirtækja, bæöi einkafyrir- tækja og rikisfyrirtækja. Verk- fallsréttinum halda félögin jafn- vel i tilfellum, þegar i gildi eru heildarkjarasamningar sem vinnuveitendur vilja ekki ræða um endurskoöun á. Frumvarpiö er hluti lang- timaáætlunar sem’ætlað er að jafna enn velferðina. Er hún þó talin allnokkur — og Sviþjóð raunar einskonar dæmi fyrir á- gætlega heppnaöan sósialisma. Olof Palme forsætisráöherra hefur lýst þessari áætlun sem þriðja þættinum i langri baráttu Svia fyrir umbreytingu auð- valdsþjóöfélagsins I þjóðfélag jafnréttis og lýðræöis. Sex stunda vinnudagur Þessi nýju markmiö voru kynnt á landsfundi sænska Jafn- aöarmannaflokksins, stjórnar- flokks um áratuga skeiö. Þar var einnig kynnt áætlun um að veita um það bil 7 milljörðum Isl. króna á næstu fimm árum til daggæzlu barna og félagsmið- stöðva fyrir börn eftir skóla- tima. Flokkurinn hefur einnig heitið þvi aö beita sér fyrir 6 stunda vinnudegi foreldra barna sem ekki hafa enn hafið skólagöngu. Sú áætlun verður jafnvel komin til framkvæmda I árslok 1978. Auk þessa munu foreldrar ung- barna njóta ýmissa annarra friðinda. Heildaráætlunin, sem allt þetta er hluti af, er til þess gerð að móta hugsanagang jafnaðar- stefnunnar næstu 10-12 ár. Sænski jafnaðarmannaflokk- urinn hefur veriö viö völd siöan 1932. Palme sagði i ræöu á landsfundinum að flokkurinn hefði náð fyrsta áfanganum I stjórnmálalegri baráttu sinni snemma á þessari öld, þegar flokkurinn átti sinn þátt I þvi að þingræði var komið á I landinu og kosningaréttur v£rð almenn- ur. Annar áfanginn náðist i lok fjórða áratugarins — I 23 ára stjórnartið Tage Erlanders — þegar Sviar byggðu upp um- fangsmesta og fullkomnasta al- mannatryggingakerfi veraldar. Hefðbundinn réttur vinnuveitenda úr sögunni Þótt þessi áform virðist rót- tæk þá er t.d. fyrirhuguð vald- dreifing I stjórn fyrirtækja ekki annaö en aukning á þeim rétt- indum sem jafnaðarmenn hafa þegar komið á. 1 ýmsum tilfell- um verður löggjöfin til þess að gilda reglur sem þegar eru I heiðri hafðar I sænskum fyrir- tækjum. Snemma á þessum áratug unnu sænskir verkamenn sér til þeirra réttinda að eiga fulltrúa I stjórn stórfyrirtækja. Sam- kvæmt gildandi atvinnuöryggis- lögum verða vinnuveitendur að hafa fullgilda ástæðu fyrir brottrekstri starfsmanna. Jafn- framt er öryggiseftirlitsvörðum — kosnum til þeirra starfa af verkalýðsfélögunum — heimilt að stöðva starfsemi og fram- leiðslu verksmiðja ef þeim sýn- ist sem svo að vinnuaðstæöur séu hættulegar heilsu manna eða á annan hátt óöruggar. Samkvæmt nýju löggjöfinni, sem atvinnuráöherrann, Inge- mund Bengtsson, útskýrði ræki- lega á landsfundinum, verður hefðbundinn réttur atvinnurek- enda til að ráða og reka fólk að eigin geðþótta þar meö úr sög- unni. Allir sjá að þar er um hreina byltingu I verkalýðsmál- um að ræða. í stað þessa hefðbundna rétt- .......... Eflaust má deila um það hvar afleiðingar verkfalla og vinnu- deilna hafi á undanförnum ára- tugum skapað fólki þau ytri skilyrði bezt sem menn, al- mennt, búa við i vestrænum neyzluþjóöfélögum. Hitt er ó- umdeilanlegt að sú þjóð, sem hvað fastast hefur ánetjazt verkföllum og mótmælum til að fylgja eftir launakröfum eða hvers konar hlunnindum, sann- gjörnum eða ósanngjörnum, eru Islendingar, og verkföll hér- lendis eru boðuð af allt öðru og áhyggjuminna hugarfari en annars staðar er raunin, oftar en ekki nánast með glæsilegu kæruleysi, eins konar skóla- krakka-tilhlökkun um langþráð fri. Skollaleikur rikisstarfsmanna Dæmi um áhyggjuleysi sam- fara fádæma sýndarmennsku kemur einna gleggst fram hjá svokölluðu forystuliði BSRB sem reynir að æsa aðildarfélaga upp til að samþykkja verkfalls- réttinn eða taka sér hann, ef ekki vill betur. Hér er af ásettu ráði notað orðalagiö ,,að æsa upp” þvi vit- að er að ekki eru allir opinberir starfsmenn svo skyni skroppnir að sjá ekki að hér er á ferðinni slóttugt bragö fámennrar kliku til að afla sér persónulegs fylgis sem nota á til framdráttar i pólitiskri baráttu. Fjöldinn allur af opinberum starfsmönnum er mjög andsnú- inn þvi að krefjast verkfallsrétt- ar, gegn þvi að eiga á hættu að missa þau mikiu og sérstæðu sérréttindi sem þeir njóta, og vart verða metin til fjár, svo sem verðtrygging lifeyrissjóða, uppsagnarákvæðin og fleira i þeim dúr. Þannig segir i tilkynningu frá BSRB þ. 10. þ.m. að haldnir hafi verið 40 „verkfallsréttarfund- Verkföll og vanangur Geir R. Andersen ir”, — en ekki hafi nema 2500 manns mætt á öllum þessum fundum af þeim 11.400 sem aöild eiga að samtökunum. Það er þvi augljóst mál að ekki ríkir sam- staða eða eining um þá „réttlæt- iskröfu” sem forystulið rikis- starfsmanna setur fram til að fylla þann mæli sem eyrna- merkir að fullu opinbera starfs- menn sem forréttindastétt i þjóðfélaginu númer eitt, á kostnaö allra annarra lands- manna sem greiða hundruð milljóna á ári I formi skatta sem m.a. eru notaðir til verðtrygg- ingar lifeyrissjóðsins sérstæða. 1 tilkynningu frá BSRB þ. 14. þ.m. segir enn að um 50 „verk- fallsréttarfundir hafi nú verið haldnir og samtals hafi um 3000 manns mætt á þeim. Það virðist þvi ekki vera áhuganum fyrir að fara hjá obbanum i þessu stærsta stéttarfélagi lands- manna með 11.702 meðlimi, ef með eru taldir þeir sem ólög- lega hefur verið bætt á starfs- mannaskrá eöa ráðair i heim- ildarleysi, eins og skýrt er frá i starfsmannaskrá sem er fylgi- skjal með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það virðist þvi vera næsta vafasöm ástæöa til þess af hendi forráðamanna þessa fjölmenna stéttarfélags að æsa menn upp með jafnfáránlegri hugmynd og fram kemur i „verkfallsréttar- málinu”, og alla vega er þörfin ekki eins knýjandi, eins og ber- lega kemur I ljós af áhugaleysi meölima sjálfra um málið. En kannski ætlar forystan að lita fram hjá þeirri staöreynd og „taka sér verkfallsrétt”, eins og það er svo faglega orðað af þeim áköfustu, eða „gripa til að- gerða”. „Byltingin étur börnin sin” er alkunn setning úr pólitiskum umræðum. Sú bylting sem nú er boðuð til hagsbóta fyrir opin-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.