Dagblaðið - 23.10.1975, Page 3

Dagblaðið - 23.10.1975, Page 3
Dagblaðiö. Fimmtudagur 23. október 1975. 3 Heimsmarkaðsverð minkaskinna hœkkandi Fáum við 100 milljónir fyrir minkaskinnin? „Vissulega er upplifgandi fyrir minkaræktendur að fá fréttir af 25% verðhækkun minkaskinna. Þó að þarna hafi aðeins verið um eitt uppboð að ræða með 121 þiis. skinn af svörtum kvendýrum þá eru það okkur góðar fréttir þvi hér er 70% allra minka i þeim lit,” sagði Skúli Skúlason um- boðsmaður Hudson Bay félagsins hér á landi, er við ræddum við hann um málefni minkaframleið- enda. „Aætlað er að islenzk minkabú muni senda um 32000 skinn á markað næsta vetur. Meðalverð skinna á s.l. vetri var 6 sterlings- pund en var 8 sterlingspund vet- urinn þar á undan. 1 vetur er reiknað með 7 sterlingspunda meðalverði, en nú er útlit fyrir að það hækki eitthvað,” sagði Skúli. Miöaö við 7 punda meðalverð og 32 þús. skinn munu isl. minka- ræktendur fá um 74 millj. kr. fyrir framleiðslu sina. — Uppboðið, sem markaði þessa miklu verðhækkun, fór fram i London á dögunum og verður án efa verðmarkandi þeg- ar til stóru uppboöanna kemur i desember og á þeim sem á eftir fylgja á næsta ári, sagði Skúli. Pelsun skinna hefst upp úr miðj- um nóvember og fyrsta uppboðið hjá Hudson Bay stendur 15.-23. desember. Stærsta skinnaupp- boðið er siöan frá 17.-25. febrúar .en siöan eru minni skinnauppboð I april, mai og september. Þannig gengur árið i minkaræktinni. — 1 minkaskinna,,bransanum” getur allt gerzt og þar eru miklir sviptivindar hvað verð snertir. En þessi verðhækkun gefur vis- bendingu, sem nokkuð verulega má byggja á. Skúli sagði að hækkunin myndi koma isl. ræktendum minka- skinna mjög vel. Búin hefðu átt við mikla byrjunarerfiðleika að etja. Dýrin þurftu að aðlagast breyttu loftslagi, nýju fóðri og nýju fólki og umsjónarfólk þurfti að þjálfa. t vor tókst „hvolpun” ágæt- lega, að sögn Skúla, og þW eru horfur allgóðar fyrir fsl. minka- rækt i bili. Skúli tjáði okkur aö á tslandi væru nú sjö minnkabú, Grávara með um 2000 lifdýr, Dalvik með um 2400, Sauðárkrðkur með um 1200, Akranes með um 700, Loð- dýr h.f. með um 1000, Dalsbær með um 800 og Polarmink með um 2500. Alls eru þvi á Islandi ná- lega 11000 lifdýr. —ASt. Skriftvélavirkjar gera verkfall: GÆTI KOMIÐ ILLA NIÐUR Á BÖNKUNUM Verkfall Sveinafélags skrift- vélavirkja, sem boðað hefur verið frá og með laugardeginum 1. nóvember, getur haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir svo gott sem alla þjónustustarfsemi i landinu. Skriftvélavirkjar sjá um viðhald og viðgerðir á öllum skrifstofuvélum, m.a. i bönkum og opinberum stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Einn félagsmanna, Gunnar Björnsson, sagði fréttamanni blaðsins i morgun að hver banki þyrfti að fá skriftvélavirkja til sin að meðaltali tvisvar á dag, og segir það sina sögu um mikilvægi stéttarinnar. Til verkfallsins er boðað vegna ágreinings um kaup og kjör. Að sögn Gunnars Björnssonar hafa staðið yfir samningaviðræður — þær fyrstu — á milli sveinafélags skriftvélavirkja og vinnuveitenda siðan i ágúst en upp úr þeim slitn- aði á mánudaginn. í sveinafélag- inu eru 27 sveinar af 30, sem eru starfandi i faginu. Núverandi lágmarkstaxti sveina að sögn Gunnars er kr. 493 pr. klst. en þeir fara fram á hækk- un upp i 550 kr. pr. klst. Vinnu- veitendur bjóða hinsvegar 12% lækkun, sagði Gunnar. —ÓV. Já en elskan mln, þú getur þó hjálpaö mér I uppvaskinu og þurrkaö uppi HIÐ LJÚFA LÍF í ELDHÚSINU Það er kvennaverkfall, — eða fridagur, hvort heldur fólk vill kalla það. Þau brugðu á leik fyrir okkur, Baldvin Björnsson, auglýsingateiknari i Form, og Helga Eldon,ung og falleg kona. Hinn dæmigerði kvennafridag- Eiginmaðurinn hefur verið handjárnaður „i tilefni kvenna- ársins”, og kvennafridagurinn virðist verða honum þungur I skauti. Það er i mörg horn að lita i eldhúsinu. Á meðan nýtur Helga lifsins, ekki bara með þvi aö horfa á karlinn sinn svitna við eldhús- verkin, heldur dundar hún sér við að snyrta sig og lesa Dag- blaðið. Fjóröi diskurinn farinn, þetta verður dýr kvennafrldagur. Ekki vissi ég aö eldhúsáhöldin væru svona ægilega mörg, og fitug! Ifvert ætti maöur að skreppa I kvöld? Klúbbinn, Naustiö, Cesar....?? V Gunnar Friðriksson, varaþm. (S>: Það fer nú eftir þvi hversu lengi maður veröur hér. Ef ég fæ tækifæri til mun ég beita mér I málaflokkum er varða atvinnumál, enda starfa ég við þau sjálf- ur. Vilborg Harðardóttir, varaþm. (AL): Ég tek engan málaflok fram yfir annan hér á Alþingi. Ef eitthvað væri, myndi ég telja mig málsvara reykviskra kvenna i þeim málum er þær varðar og þá sérstaklega verkakvenna. N Jóhannes Arnason, varþm.: Fyrst og fremst sveitarstjórnarmál og svo efnahags- ög fjármál. Byggðastefnan er mér einnig mjög hugleikin, sem þingmanni utan af landi. / Gleym-mér-ei í Kópavogi „Einstaklingar eöa fjölskyldur, sem eiga við erfiðleika að striöa vegna veikinda eða af öðrum or- sökum, fá hjálp úr þessum sjóöi sem viö erum að safna til,” sagði Helga Þorsteinsdóttir, formaöur Liknarsjóðs Aslaugar K.P. Maack i Kópavogi. Á sunnudaginn seljum við „gleym-mér-ei” tii þéss að afla fjár i þessu skyni. Aslaug Maack gleymdi ekki þeim sem áttu i veikindum eða erfiðleikum og þess vegna er blómið táknrænt. Víð vonum aö Kópavogsbúar beri allir blóm I barminum á sunnu- daginn”, sagöi Helga aö lokum. —BS—

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.