Dagblaðið - 23.10.1975, Page 6
6
Oagblaöið. Fimmtudagur 23. október 1975.
Vatikanið leggst gegn
foreldrum Karenar Quinlan
„Bað um að verða ekki haldið á lífi með tilbúnum aðferðum," sagði móðir hennar fyrir rétti
Dagblað Vatikansins,
Osservatore, sagði i grein i gær
að Karen Anne Quinlan, tvituga
stúlkan frá New Jersey sem
verið hefur meðvitundarlaus i
hálft ár, ætti ekki að fá að deyja
eins og foreldrar hennar hafa
farið fram á fyrir rétti.
„Enginn hefur gert kröfu til
dauðans,” sagði i grein eftir
fööur Gino Concetti, áhrifa-
mikinn guðfræðing i
Vatikaninu.
,,Mál Karenar Anne Quinlan
er án nokkurs efa mjög sorglegt.
En jafnvel þótt foreldrum
hennar sé sýndur allur hugsan-
legur skilningur, svo hræddir og
hrjáðir sem þeir eru, þá getum
við ekki stutt kröfur þeirra.”
Móðir stúlkunnar kom fyrir
rétt I gær og sagði m.a. að
Karen hefði fyrir dauða sinn'
beðið um að verða ekki haldið á
ltfi með „tilbúnum aðferðum”
ef hún ætti við ólæknandi
sjúkdóm að striða. Ættingi
hennar hafði nýlega dáið úr
krabba.
Sjónvarpskaupendur
athugið
Vorum að fá hin frábæru Ferguson
sjónvarpstæki. Engir lampar. Mjög gott
verð.
Fullkomin viðgerða- og varahluta-
þjónusta.
Verð á tæki með 24” skermi kr. 71.325,-
Sjónvarpsmiðstöðin s.f.
Þórsgötu 15, Reykjavik. Simi 12880.
Kjötborg
Breyttur
afgreiðslutími
Framvegis verða verzlanir okkar opnar
til kl. 20 á föstudögum og til hádegis á
laugardögum. Föstudaginn 24. október er
opið eins og ekkert hafi i skorizt.
Kjötborg Búðargerði 10,
Austurborg Búðargerði 10
-símar 34945 34999
Vörubifreið
rni sölu Volvo árg. 1971 16 tonna i fyrsta
flokks standi með 3 1/2 tonna Focokrana.
Billinn ber 14 tonn og er með 16 tonna
sturtum. Uppl. i sima 13227 eftir kl. 18.
Ford í andstöðu
við dómara Fromme
Bandariska stjórnin hvatti i
dag alrikisdómara i Sacramento
til að endurskoða þá kröfu að
Ford forseti leggi fram mynd-
segulbandsupptöku til sönnunar
ákæru um morðtilraun Lynnette
Fromme.
John Virga, lögmaður
Fromme, hafði farið fram á þaö
við dómarann að Ford forseti yrði
kvaddur til að bera vitni við
réttarhöldin, sem hefjast 4.
nóvember.
Dómarinn varð við beiðninni
vegna „sérstakra aðstæðna” en
jafnframt lýsti hann hryggö sinni
yfir þvi að þurfa að valda for-
setanum þessum óþægindum.
Bandariska dómsmálaráðu-
neytiö sagði i gærkvöldi að það
hefði formlega farið fram á það
við MacBride dómara aö hann
tæki úrskurð sinn til endur-
skoðunar. Enginn forseti USA
hefur til þessa borið vitni i saka-
máli og talið er vist aö lög-
fræðingar stjórnarinnar muni
leggja mikla áherzlu á einmitt þá
staðreynd.
Dómsmálaráðuneytið hefur
beðið rétlinn að ákveða ekki siðar
en á morgun hvort ósk þess
verður tekin til greina.
Arnold Toynbee látinn
Brezki prófessorinn og sagnfræðingurinn Amold
Toynbee lézt i York á Englandi i gær. Með honum er
genginn einn mesti sagnfræðingur okkar tima.
Toynbee var 86 ára.
Ungverji efstur
í Szolnok
( Finnski skákmaðurinn West- skákmanninn Hernandez i sjö-
l erinen komst I dag I annað sæti undu umferð mótsins.
7 á alþjóðlegu skákmóti sem nú Westerinen er með 4 1/2 vinn-
\ fer fram I Szolnok I Ungverja- ing og eina biðskák. 1 fyrsta sæti
4 landi. Sigraði hann kúbanska er Ungverjinn Barczay.
Gráhærði, þéttvaxni sagnfræð-
ingurinn lézt á einkareknu elli-
heimili, þar sem hann hafði verið
siöan hann fékk hjartaslag fyrir
14 mánuðum siðan.
Dr. Toynbee aflaöi sér heims-
frægðar og virðingar þegar 10-
binda verk hans „Alheimssaga”,
kom út á árunum 1934-1954.
1 verkinu gerði Toynbee grein
fyrir allri sögu mannsins, reyndi
þar að grafast fyrir um „liffræði”
hennar og kanna með hvaða hætti
menningarskeið yrðu til og glöt-
uðust.
í þriðja bindi verks sins sagði
Toynbee hiö forna evrópska
stjórnarfar vera undir ungum,
yfirþyrmandi risaveldum „á hinu
ytra borði” og spáði þvi að valda-
hlutföll færðust I hendur „ytri
barbaranna, sem enn eru ekki
færir um að valda þvi.”
í stríðinu miðju
Lifið verður að ganga sinn gang, þrátt fyrir strið og annað mannanna böl. í Libanon hefur yfirstand-
andi borgarastyrjöld verið háð hvaö grimmilegast og af mestu kappi I höfuðborginni Beirút. En
drengirnir, sem afla sér viðurværis á grænmetis- og ávaxtasölu, láta það ekki á sig fá og selja vörur
sinar i striðinu miðju.