Dagblaðið - 23.10.1975, Qupperneq 9
nagblaöiö. Fimmtudagur 23. október 1975.
9
N
LJÁR í ÞÚFU EBE
í ályktuninni var aö visu ekki
meö berum orðum talað um
Bretland, heldur „meðlima-
rlki” sem leitaði eftir sérstöðu á
fyrirhuguðum fundi. Margir tir
hópi sóslalista létu I ljós von-
brigði sln og biturð vegna sér-
vizku Breta I þessu máli.
I hita umræðnanna sagði
vestur-þýzki fulltrúinn, kristi-
legi demókratinn Gerd Spring-
oum: „Til að hjálpa Bretum
etum við smjör og ost frá Nýja
Sjálandi, jafnvel þótt EBE eigi
heilt fjall af smjöri. Við flytjum
inn sykur frá heimsveldislönd-
Þeir leiötogar brezku þjóöarinnar sem mest hafa komiö viö sögu
EBE: Harold Wilson, Jeremy Thorpe, Edward Heath og Roy Jenk-
ins.
unum, jafnvel þótt sykurfram-
leiðsla EBE sé meiri en nægi-
leg.”
Málamiðlun?
Embættismenn EBE hafa lát-
iðhafa eftir sér aðkröfum Breta
gæti verið beint að þvl að neyða
bandalagið til að fallast á mála-
miðlun er fæli I sér að Bretar
kæmu til ráðstefnunnar i Paris
ásamt EBE-heildinni, en fengju
að halda sjálfstæði sinu og
sér-atkvæðisrétti I undirnefnd-
um orkunefndar ráðstefnunnar.
Hingað til hefur brezka stjórnin
þó engan bilbug látið á sér
finna.
Og hvað sem öllu llður, þá er
óliklegt að deilan verði leyst
fyrr en leiðtogar EBE-rikjanna
koma saman i Rómaborg hálf-
um mánuði áður en nefnd ráð-
stefna hefst i Parls.
Afstaða brezku stjórnarinnar
vakti skýr viðbrögö vest-
ur-þýzka kanslarans, Helmuts
Schmidts, sem i einkabréfi til
Wilsons forsætisráðherra hvatti
hann til að láta af kröfum sinum
um sérstöðu á ráöstefnunni.
Schmidt lét ljóslega að þvi
liggja I bréfi sinu aö Bretar
gætu ekki látið bandalagið lönd
og leið i orkumálum og jafn-
framt búizt við stuöningi við sin
eigin hjartansmál, eins og t.d.
aukna aðstoö við þróunarlöndin.
„Bretar hafa
siðspillandi áhrif”
Vestur-Þjóðverjar létu ekki
þar við sitja, heldur komu i veg
fyrir samþykkt tillögu þróunar-
mála EBE um aukinn stuðning
við þróunarlönd i Asiu, sem
mörg eru fyrrum nýlendur
brezka heimsveldisins.
Siðan fengu þeir samþykkta
tillögu — með þeirri undantekn-
ingu að Bretar lögðust gegn
henni — þess efnis að mjög yrðu
hert viðurlög við þvi að losa
ákveðin eiturefni á hafsvæði
EBE-rikjanna.
Innanrikisráöherra Vest-
ur-Þýzkalands, Werner Maihof-
er, talaði fyrir hönd margra,
sárra EBE-ráðherra, þegar
hann sakaði Bretland um að
hafa „siöspillandi áhrif á um-
hverfisstefnu bandalagsins”.
Embættismenn EBE hafa
einnig látið i ljósi óánægju sina
með sein vinnubrögð brezku
fulltrúanna við að afgreiöa ým-
is skjöl og gögn ráðherrafunda
bandalagsins meöan á samn-
ingaviðræðum brezku stjórnar-
innar stóð við EBE.
Einn embættismannanna
sagði fréttamanni Reuters I
gær, og var þungt niðri fyrir, að
i meira en ár hefði bandalagiö
beitt öllum kröftum sinum „til
að halda Bretum innan banda-
lagsins. Nú ætlumst við til þess
að Bretlandi hjálpi okkur til að
vinna upp þann tima sem við
höfum tapað.”
(hey-gervi). „Heymennirnir”
verða svo tákn um frjósemi
jarðar eða hrikalegir jötnar
eyðingarinnar. Dúkristur sinar
notar Helen C. Frederick nær
eingöngu til að túlka tilfinningar
sinar gagnvart hinu myrka, i
goðsögum og landslagi Noregs
og eru þær þrungnar mögnuðu
andrúmslofti, en teikningar
hennarmeð vaxlitum hinsvegar
glettilegar.
Hún virðist hafa gott vald á
tæknilegu hliðinni og gerir allt
af miklu öryggi, þótt ekki sé
laust við að sumar litasam-
setningar hennar séu i sætara
lagi.
Sýningin er opin 20.-24. þ.m.
frá 13-18, en von er til þess að
hún verði framlengd ef aðsókn
er góð og er óhætt að hvetja alla
áhugamennum listog grafik að
skoða verk Helen C. Frederick.
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
AKUREYRARUST:
ANDSVAR
Heldur þykir mér þeir hör-
undsárir Akureyringar að út-
hrópa umfjöllun mina um ljós-
myndir af sýningu þeirra
„Haust 1975” með tveggja dálka
auglýsingu, fremur en að fara
þá siömenntuðu leið að útskýra
athugasemdir sinar i skipulegri
grein, sem Dagblaðiö mundi aö
sjálfsögðu birta.
Málavextir eru þeir að einn
myndlistarmanna á Akureyri,
Óli Jóhannsson hafði samband
N á
Myndlist
J
við mig fyrir siöustu helgi og
bauð mér til Akureyrar til að
skoða sýningu þeirra. Ég varð
að afþakka það góða boð, sem
ég gerði i samtali við annan
myndlistarmann, Valgarð V.
Stefánsson, vegna þess að 10
sýningar i Reykjavik þörfnuð-
ust umfjöllunar. En þar sem
þeim myndlistarmönnum á
Akureyrivar mikið i mun að ég
sæi þessa sýningu og ég taldi
þeirra málstað góðan, bauð ég
þeim það sem ég hef ekki áður
boðið neinum, —■ og geri ekki
nema i ýtrustu neyð: aö fjalla
um sýningu þeirra eftir ljós-
myndum. En ég tók það skýrt
fram i samtali við Valgarð að
það gæti aldrei orðið það sama
og fjalla um séða sýningu. Þetta
samþykktu þeir Akureyringar
og ég fékk fjölda ljósmynda, af
öllu þvi sem til sýnis var, og þær
notaði ég sem uppistöðu i grein
mina. En það skal einnig tekið
fram að ég hef þegar séð helm-
ing verkanna hér fyrir sunnan,
auk þess sem ég hef þegar séð
sumar myndir Akureyringanna
sem til sýnis voru, þ.á m. mynd
eftir Aðalstein Vestmann og
Valgarð V. Stefánsson.
Ég tek svo skýrt fram i grein-
inni að I sumum tilfellum skrifa
égeftir Ijósmyndum. „Undirrit-
aður hefur fengið i hendur ljós-
myndir af verkum þátttakenda
og vil ég minnast á þau nokkr-
um orðum, með þeim fyrirvara
þó að erfitt er að dæma fyllilega
eftir ljósmyndum”. Og einnig
undirstrika ég að þegar ég
minnist á lit, þá er það eftir
minni: „myndir Óla G. Jó-
hannssonar minnir mig að séui
skærum litum” og um örn Inga
segi ég: „litaval hans hefur
einnig veriö sætt og beiskt.”
Þau tiðindi aö Óli G. Jóhannsson
máli nú i dökkum og gráum lit-
um ,þykja mér góð, en það
breytirekki þvi hvernig myndir
hans voru til skamms tima.
En skyldi það vera þessi „in
absentia” umfjöllun sem angr-
ar Akureyringana? Ætli það sé
ekki fremur það að þeir hafa
ekki fengið ómyrka gagnrýni I
lengri tima og bregður þvi við?
Ef þeir hafa áhuga á þvi að
halda liststarfsemi sinni áfram,
skal ekki standa á mér að leggja
þeim liö og eitt það besta sem ég
og aðrir getum gert þeim er að
gagnrýna afdráttarlaust það
sem miður fer i list þeirra. Ann-
ars er hætta á þvi að lista-
mannahópur I litlu samfélagi
verði að einangraðri og sjálf-
umglaðri kliku sem ekki sam-
þy.kkir neitt það sem sagt er um
list þeirra utan samfélagsins.
Vinsamlegast
Aðalsteinn Ingólfsson
E.S. Óli G. Jóhannsson segir
mér að teikning hafi verið
kennd á Akureyri siðan 1912 á
einkaheimilum. Það breytir
ekki þeirri staðreynd að skipu-
leg myndlistarkennsla erúng að
árum þar i bæ. Hann segir mér
einnig að aðsókn hafi verið góð
að sýningu þeirra og mörg verk
hafi selst. Vonandi er þetta góðs
viti.
GLÆPINN?
framleiðsluverði yfir á kaup-
endur. Verðbólgan hefur leitt til
sifellds og ónendanlegs kapp-
hlaups milli kaupgjalds og verð-
lags vöru og þjónustu (krónu-
tölukapphlaupið fræga), þar
sem hver aðili hefur i;eynt að
halda sinum hlut, sem vonl. er,
og stundum reynt að fá stærri
hlut. En alvarlegasta afleiöing
verðbólgunnar eru hinar miklu
eignayfirfærslur, sem hún hefur
haft i för með sér, sem fært hafa
sumum gróða,öðrum tap að
sama skapi. Þeir, sem orðið
hafa fyrir barðinu á verðbólg-
unni, eru fjármagnseigendurnir
i þjóðfélaginu, ekki aðeins
ýmiskonar sjóðir s.s. lífeyris-
sjóðir, Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóður og sjóðir (eigið fé)
peningastofnana, heldur einnig
böm og gamalmenni og raunar
fólk á öllum aldri, sem heldur að
það sé að ávaxta fé sitt. Þessir
aðilar hafa orði fórnarlömb
verðbógunnar og hafa mátt þola
tjón sítt bótalaust.
Verðbólgan er mesta
þjóðfélagsranglætið, sem við
búum við. Hún er þjóðfélagsleg
fjársvik, þar sem falsaður
mælikvarði er notaður. Að
landslögum eru fjársvik refsi-
verð, en verðbólgufjársvikin
eru refsilaus með öllu og ekki
nóg með það heldur eru þau lög-
vernduð og talin dugnaður og
dyggð.
Hvorki hefur tekizt að stöðva
verðbólguna né draga úr henni,
þrátt fyrir yfirlýstan vilja
stjórnvalda til þess, og margir
eru búnir að missa trúna á, að
slikt verði gert eða það takist
nokkurn tima. Vist má telja, að
verði ekki nýjum ráöum beitt,
heldur verðbolgan áfram göngu
sinni, enda margir, sem hags-
muni hafa af verðbólgunni, sem
eflaust mundu ekki harma slika
þróun.
En eru þá engin ráð til að
bæta úr þvi þjóðfélagsranglæti,
sem verðbólgan hefur i för með
sér? Svar mitt við þeirri spurn-
ingu er játandi. Slik úrræði eru
til. Þau eru að verötryggja
hvers konar inn- og útlán
peningastofnana og allar
fjárskuldbindinga einkaaðila og
opinberra aðila samkvæmt sér-
stakri visitölu, þannig að þær
breytist i hlutfalli viö breytt
verðlag. Þannig verður rangur
mælikvarði leiðréttur. Með
slikum ráðstöfunum er fjöl-
margt unnið.
I fyrsta lagi yrði komið á
jöfnuði milli þeirra, sem eiga
fjármagnið og hinna, sem nota
það og þar með bætt úr þvi
ranglæti, sem að framan var
lýst.
I öðru lagi mundi þetta leiöa
til jafnvægis á peningamark-
aðinum. Innlán mundu aukast.
Þá gæti fólk, sem á peninga
aflögu, lagt peninga sina inn á
banka án þess að þeir rýrnuðu,
en þyrfti ekki að flýta sér að
eyða þeim eða fjárfesta þá i
hlutum eða eignum, sem
kannski eru ekki beinlinis
nauðsynlegar. Þá gæti Lands-
bankinn dregið fram gömlu
auglýsinguna sina: „Græddur
er geymdur eyrir”. Draga
mundi úr eftirspurn eftir lánsfé
Kjallarinn
Magnús E.
Guðjónsson
og unnt yrði að hafa grunnvexti
lága og lengja lánstima Þar
með skapaðist t.d. grundvöllur
fyrir þvi að veita veðlán og fjár-
festingarlán til mjög langs
tima.
I þriðja lagi mundi draga úr
fjárfestingu, sem oft hefur verið
óeðlileg vegna veröbólgunnar
jafnframl þvi sem hún hefur
tiðum verið óskynsamleg og
jafnvel virzt óhugsuð. En verð-
bólgan hefur leiðrétt og réttlætt
mörg mistökin f þeim efnum.
Ætla má, að þetta leiddi til
skynsamlegri og yfirvegaðri
fjárfestingar og þá jafnframt til
arðbærari fjárfestingar en
verið hefur.
I fjórða lagi mundi þetta leiöa
til minni eyðslu I þjóðfélaginu
þ.á m. minni gjaldeyriseyðslu
og þvi hafa jákvæð áhrif á óhag-
stæðan viðskiptajöfnuð okkar. A
grundvelli verötryggingar væri
þvi aftur hægt að leiða til önd-
vegis hinar fornu dyggðir spar-
semi og nýtni.
1 fimmta og siðasta lagi yröi
almenn verðtrygging likl. eina
eða a.m.k. áhrifarikasta ráðiö
til að hamla gegn verðbólgunni
eða jafnvel til að stöðva hana,
þar sem meö verðtryggingunni
yrði úr sögunni sá hvati, sem
menn helzt hafa til að viðhalda
henni.
Lokaspurningin er: viljum við
kannski ekki eftir allt saman
missa glæpinn, veröbólguna?