Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1975, Qupperneq 10

Dagblaðið - 23.10.1975, Qupperneq 10
10 Dagblaöið. Fimmtudagur 23. október 1975. Á SMÁUM FLETI Það er erfitt að vera mynd- listarrýnir þessa dagana. Mér taldist til að um siðustu helgi væru 10 sýningar i gangi út um allan bæ, og flestar þeirra um- talsverðar. Sumir listamanna börmuðu sér yfir þessari miklu „samkeppni”, en til aö slikt þurfi ekki alltaf að vera nei- kvætt. Margar sýningar hleypa spennu i andrúmsloftið og hvetja fölk til þess að skoöa og bera saman. En gagnrýni á tslandi er ihlaupavinna og verð- ur oft að vikja fyrir spennandi iþróttafréttum blaðanna, þvi miður. Verða þvi margir sýnenda að biða nokkra daga eftir umsögnum. I Byggingarþjónustu arki- tekta að Grensásvegi 11 heldur Einar Hákonarson fjórðu einka- sýningu sina og sýnir samtals 45 verk. Einar er þekktur fyrir stórar „heróiskar” myndir, en sýnir nú að mestu smáar mynd- ir, allar i oliu. Er hann, að eigin Einar Hákonarson: „Aldin" um sýningu Einars Hákonarsonar hjá Byggingarþjónusfu arkitekta, Grensásvegi 11 sögn, að hreinsa til i kofforti sinu og búa sig undir ný og breytt átök, — og jafnframt að endurvinna gamlar hugmyndir á smáan „intiman” hátt. Eins og vænta má, er þvi ekki mikið umspánnýtilþrif iverkum Einars að sinni, en þó er bæöi- fróðlegt og gaman að sjá hann takast á við litinn flöt. Myndmál Einars byggist hér sem áður á blendingi figúratifra flatra forma og afstrakt forma, sem hvor. tveggja eru sterklituð og rytmisk að upplagi. Fjölskyldur Hrynjandi, snöggar skipt- ingar og andstæður þriviðra forma og flatra er uppistaðan i vinnubrögðum hans og með þeim tjáir hann einatt hug- myndir sina um sam-félag, samvinnu og samstöðu hópa innan þjóðfélagsins.Kjarni þess samfélags er fjölskyldan og teygja angar þess myndmáls sig inn i verk þessarar sýningar, eins og búast mætti við. Af þvi tagi eru myndir eins og „Dögun”, í landi þagnarinnar” og myndflokkurinn „Úr daglega lifinu”. Þessar myndir Einars hafa verið á leið með að verða ansi órólegar, bæði i lita og formvali, og á þetta einnig við myndirnar hér, þótt athyglis- vert sé hvernig listamaðurinn styrkir þessi kviku form og liti Einar Hákonarson: „t djúpinu” með strangri miðjuskipan i myndflokknum siöastnefnda. En mesta athygli hljóta litlu myndirnar að vekja. Þær eru að visu all misjafnar að gæðum. A köflum freistast Einar til þess að ofhlaöa þær bæði formum og litum, og eru óvenju mörg feil- skot af þvi tagi til sýnis. Góðar smámyndir En i þeim myndum sem formhugsun Einars er rétt stillt inn á getu og möguleika hins takmarkaða flatar, vinnur hann myndir sem hrifa áhorfandann með sterkum, munaðarfullum litum og einföldum, lifrænum formum. Myndir af þessu tagi eru „Skrúðtré”, „Undir ágúst- himni” og „Vima minning- anna” sem allar eiga sér hreina natúraliska fyrirmynd. Þetta á einnig við um smámyndir eins og „Túlipani” og „Aldin”, auk nokkurra annarra. Þær hafa til að bera hreinleika i myndsköp- un sem margar stærri myndir Einars skortir. Þeir sem hafa talið Einar litbruðlara hafa lik- lega fengið byr undir báða vængi á þessari sýningu, — en sömuleiðis hljóta þeir að hafa séð næmi Einars á fingerða littóna i myndum eins og „Kona i landslagi” og „Gönguför”. En ekki er ráðlegt að draga allt of margar ályktanir um það hvar Einar stendur af þessari sýningu. Hún er fyrst og fremst ánægjulegur útúrdúr og verðum við að biða til sýningar hans á næsta ári eftir meiri háttar list- rænni yfirlýsingu hans. , r, 4 AÐALSTEINN i INGÓLFSSON it , Éi Myndlist NÚTÍMALEIKHÚS FYRIR BÖRN Það er dálitið truflandi fyrir ekki þjálfaðri kritíker en mig þegar kviknar i leikhúsinu á frumsýningu. En eins og einmitt þetta leikrit segir: „Milli him- ins og jarðar getur allt gerst”. Mér þykir næsta ótrúlegt að leikhúsmenning hér á íslandi verði nokkurn tima svo öflug að henni takist að keppa við bruna- liðið um hylli áhorfandans. Trú- lega verður þetta leikrit okkur frumsýningargestum ógleym- anlegt vegna hinnar æsilegu frumsýningar sem endaði utan dyra. A.m.k. syni minum fannst meira til um fyrri sýninguna, sem endaði með sjúkrabil, brunabilum og löggum, heldur en um hina sem einungis lauk með lófataki. Það er alveg á- reiðanlegt að þessi seinni frum- sýning var i skugga hinnar fyrri. Milli himins og jaröar Sviinn Staff Westerberg hefur gert þetta leikrit upp úr þátt- um sem hinn alkunni franski rithöfundur, Ionesco, samdi fyrir börn. Þetta er að þvi leyti sérstætt barnaleikrit að i það vantar hinn sigilda söguþráð, þar sem allt er á sinum stað i tima og i rúmi. I veröld þessa litla verks er hugarflug, imynd- un og draumur jafn gjaldgengur veruleiki og áþreifanlegir hlutir eru okkur. Forsenda þess að efni leiksins skili sér er að á- horfandinn sé ekki bara neyt- andi, heldur virkur og skapandi þátttakandi ailan timann. Um hvað fjallar svo þetta leikrit? Þvi er ekki auðvelt að svara. Liklega verður hver að svara þvi fyrir sig. Mitt svar er: Þetta leikrit fjallar um veru- leika litillar stúlku og sá veru- leiki er ekki allur áþreifanlegur. Og það fjallar meira um tilfinn- ingar en skynsemi og meira um hugarflug heldur en þekkingu. Höfundur spyr margra mikil- vægra spurninga, e.t.v. svo mikilvægra að einungis börn þora að spyrja þeirra, t.d. um dauðann og það vald sem maðurinn tekur sér yfir dýrun- um o.s.frv. Spurninga er spurt en þeim er ekki svarað fyrir mann. Það er látið áhorfandanum eftir, enda spyrja börn oft spurninga sem erfitt er eða ó- mögulegt að -svara. Form og framsetning leikritsins eru Leiklist einkar vel fallin til að túlka efni þess. t verkinu er kynnt tákn- mál, sem heyrnarlausir nota til að tjá sig, og ber leikritið ósjálf- rátt svip látbragðsleiks, einnig eru notaðar brúður. öll fram- setning einkennist af einlægni, léttleika og gáska og er svo lif- ■ andi að börnin i salnum voru farin að leika með án þess að taka eftir þvi. í stuttu máli sagt: Til þessa leikrits Þjóðleik- hússins er frábærlega vel vand- að og er sýnilegt að þeir sem að þvi standa bera fulla virðingu fyrir börnum. Vegagerðin en ekki við — segja Þorlákshafnarbúar Þorlákshafnarbúar skrifa: „Vilja þeir i Þorlákshöfn ekki kaupa veghefil?” spyr einhver Hafnfirðingur sem hefur haft samband við DAGBLAÐIÐ. Við hérna i Þorlákshöfn viljum benda Hafnfirðingi á það að hafi hann veghefil aflögu eða til sölu, þá ætti hann að snúa sér til Vegagerðarinnar, ef hann vill koma vegheflinum til okkar hér. Vissulega er mikil þörf fyrir veghefil. Eins og vegurinn hing- að hefur lengi verið er eðlilegt að menn haldi að peningalaust hreppsfélag eða hugsunarlausir einstaklingar beri ábyrgð á þessu aðgerðarleysi. Það er Vegagerð rikisins sem leggur þjóðvegi þessa lands, og Þorlákshafnarvegurinn er þar ekki undanskilinn. Það er lika Vegagerð rikisins sem er skyld- ug að halda vegum við, lika Þorlákshafnarveginum. Það er sú skylda, sem hefur veriðherfilega vanrækt, og þess vegna ætti „Hafnfirðingur” að snúa sér til Vegagerðarinnar með þennan atvinnulausa veg- hefil.” Hvers njóta þeir? Ölafur Jónsson Egilsstöðum skrifar: „I Dagblaðinu miðvikudaginn 15. okt. birtist grein sem nefnd- ist Berlínarmúr og Reykjavik- urmúr. Þar ryðst fram á ritvöll- inn Viggó Oddsson. Hann skrif- ar um styrki Reykvikinga til handa landsbyggðinni. Hvaða styrki er maðurinn að tala um? Það er ekki langt siðan það kom i ljós að litið byggðarlag austur á fjörðum, Stöðvarfjörð- ur, aflaði þjóðarbúinu mestra útflutningsafurða á mann. Hvaða forréttinda njóta Stöð- firöingar? Hafa þeir sjúkrahús eða lækni? Hafa þeir einhverja opinbera stofnun sem veitir ibú- unum atvinnuöryggi? Er þar sinfóniuhljómsveit eða leikhús? A Stöðvarfirði geta börn gengið i skóla til 14 ára aldurs, eftir það verða þau að sækja menntun sina annað. Þau fá svokallaðan dreifbýlisstyrk, sem rétt nægir fyrir farinu heim til sin i jólafri. Eruþaðþessir styrkir sem fara i taugarnar á Viggó Oddssyni? Varðandi vandræði Reykvik- inga við aðtjaldaogskjóta þessa fáu staðfugla hér á landi vil ég benda á að það er ekki langt siðan lá við stórslysi uppi i Borgarfirði þegar skotglaður borgarbúi skaut i andlit bónda. Hann hefur ef til vill ruglazt á bóndanum og rjúpu. Það er ef til vill ofstæki að verja sjálfan sig i augum Viggós, i S-Afriku leyfist ekki öllum að verja sjálfan sig. Þvi skil ég afstöðu Viggós i þessu máli — aðeins forrétt- indahópar fá að verja sig.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.