Dagblaðið - 25.10.1975, Side 3

Dagblaðið - 25.10.1975, Side 3
Dagblaðið. Laugardagur 25. október 1975. 3 Sjónvarpið ó sunnudagskvöld kl. 20.35: ## Veiðiferð í óbyggðum Það er alltaf viðburður að sjá islenzkt leikrit i sjónvarpi, ekki sizt ef það er eftir Halldór Laxness, en á sunnudagskvöldið verðursýnt leikritið, „Veiðiferð i óbyggðum”, eftir samnefndri smásögu Laxness úr „Sjöstafa kverinu”, sem kom út árið 1964. Leikrit eftir samnefndri smásögu Halldórs Laxness úr „Sjö stafa kverinu" Það veitir ekki af aö æfa sig áður en farið er i „Veiðiferö I óbyggðir” en það er einmitt það sem Gisli Halldórsson leikari er að gera I hlutverki Grasdals gjaldkera. Dótturinni virðist ekki litastof vel á blikuna. Saga Jónsdóttir og Gfsli Halldórsson. Leikritið var tekið upp i sumar og vann skáldið sjálft að breytingu sögunnar i leikrit. Leikstjóri er Helgi Skúlason og stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. Björn Björnsson gerði leikmynd. Krilon (Sveinbjörn Matthiasson) og Grasdal (GIsli Halidórsson) fá sér einn gráan áður en lagt er af stað i veiðiferð. Það má segja að leikritið sé vel til þess fallið að sýna á kvennaári. Kona aðalpersón- unnar, Grasdals gjaldkera, fer I fyrsta skipti i fri i 25 ár og ætlar að vera 3daga aðheiman. Bóndi hennar hugsar gott til glóðar- innar þvi hann hefur, vægt til orða tekið, verið dálitið undir töflunni hjá frúnni. Ætlunin er að fara i góðan veiðitúr og hann nær i vin sinn, Krilon son úti- bústjórans, til að koma með, en fyrst er setzt að sumbli. Krilon fer nú að lauma ánamöðkum inn á Grasdal og krækir önglum, spúnum og flugum i pluss- mublur heimilisins. Heimilis- búnaður er mjög vandaður eins ogtilheyrirstétt af betra taginu, en Grasdal er algjör reglu- maður og óvanur að geta skvett úr klaufunum — konulaus. Með hlutverk Grasdals gjald- kera fer Gisli Halldórsson, Sveinbjörn Matthiasson leikur son útbússtjórans, Krilon. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur vinnukonuna og leik- konurnar Saga Jónsdóttir og Þórhalla Þorsteinsdóttir frá Akureyri leika dótturina og skipstjórafrúna. EVI Q Utvarp SUNNUDAGUR 26. október 8.00 Morgunandakt. Hr. Sigur- björn Einarsson biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.15 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. tltdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. „Haustið” og „Veturinn”, konsertar op. 8 nr. 3 og 4 fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit eftir Vivaldi. Felix Ayo, og I Musici leika. b. Kvintett I Es-dúr op. 16 fyrir pianó og blásturshljóðfæri eftir Beethoven. Vladimir Ashkenazy og Blásarasveit Lundúna leika. c. Einleikssvita fyrir selió nr. 4 i Es-dúr eftir Bach. Enrico Mainardi leikur. 11.00 Guðsþjónusta i kirkju Fila- delfiusafnaöarins I Reykjavik Einar J. Gislason forst.maður safnaðarins flytur ræðu. Asmundur Eiriksson les ritningarorð og flytur bæn. Kór safnaöarins syngur. Orgelleik- ari og söngstjóri: Árni Arin- bjarnarson. Undirleikari á orgel: Daniel Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Hugmyndir Jerome Bruners um nám og kennslu Jónas Páls- son skólastjóri flytur hádegis- erindi. 14.00 Staldrað viö á Vopnafirði — fjórði og siðasti þáttur þaðan Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Mrðdcgistonleikar: Frá tónlistarhátiö i Salzburg Verk eftir Mozart. Flytjendur: Mozarteum-hljómsveitin, Sylvia Sass sópran og Jörg Demus pianóleikari. Stjórn- andi: Ralf Weikert. a. Sinfónia i F-dúr (K75). b. Pianókonsert I C-dúr (K467). c. Tvær ariur úr óperunni „Idomeneo” (K336). d. Sinfónia i D-dúr (K202). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Eyja i hafinu” eftir Jóhannes Helga I. þáttur: „Skip kemur af hafi”. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars- son. Persónur og leikendur: Murtur: Arnar Jónsson, Klængur: Jón Sigurbjörnsson, Úlfhildur Björk: Valgerður Dan, Alvilda: Guðrún Stephen- sen, Njörður: Guðmundur Pálsson, Sigmann: Jón Hjartarson, Sögumaður: Helgi Skúlason Aðrir leikendur: Randver Þorláksson, Harald G. Haralds, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Siguröur Skúla- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Helga Bachmann. 17.15 Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss.Höfundur les fyrsta lestur. 18.00 Stundarkorn meö sembal- leikaranum Kenneth Gilbert. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Umsjónarmenn: Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.30 óperutónieikar: „Roberto Devereux” eftir Donizetti. Flytjendur: Beverly Sills, Pet- er Glossop, Beverly Wolff, Robert Ilosfalvy o.fl. ásamt Ambrosian óperukórnum og Konunglegu filharmoniusveit- inni i Lundúnum. Charles Mackerras stjórnar. Guð- mundur Jónsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Hulda Björnsdóttir danskenn- ari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dag- skrárlok. MANUDAGUR 27.október 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregn- ir kl.7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.15 og 9.05: Morgunstund barnanna kl. 8.45: Búnaðarþáttur kl. 10.25: íslenskt mál kl. 10.40: b Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. r .......... Útvarpið á sunnudaginn kl. 16.25: Framhaldsleikritið „Eyja í hafinu" 1. þáttur: „Skip kemur af hafi" „Það var allveruleg vinna að breyta sögunni i sviðsverk,” sagöi Jóhannes Helgi, en fyrst breytti hann sögu sinni, „Svartri messu”, i sviðsverk, sem ber nafnið „Eyja i hafinu” áður en það kemur nú fyrir hlustendur sem útvarpsleikrit. Útvarpsstykkið vann hann i samvinnu við Þorstein Gunn- arsson, sem jafnframt er leik- stjóri. Leikendur eru rösklega 20 og verður leikritið flutt framvegis á sunnudögum. Þættirnir eru alls fimm. Jóhannes Helgi segir að bók- ina hafi hann skrifað i Hrisey á árunum 1963-64, þar 'sem hann bjó i einangrun i þeim tilgangi aö vinna að bókinni. Hann vann hana á eigin vegum en Helgafell kostaði verkiö. „Eyja i hafinu” er heimur út af fyrir sig og er hugsuð sem ísland i hnotskurn. Jóhannes Helgi segir að sig hafi lengi langað til að skrifa bók um ísland, um erlendu áhrifin i landinu og hersetuna. Hann fór til Hriseyjar upp á von og óvon um að koma hugsunum sinum á pappír. Það sem hrinti skrið- unni af stað var gamall bruna- lúður i kassa, fiskstúlka, sem hann sá út um gluggann, og bróðir Arna Tryggvasonar leik- ara. „Stundum veit maður ná- kvæmlega hvað maður ætlar að gera en stundum er hugmyndin úti i hafsauga,” segir Jóhannes Helgi. Séra Bolla Gústafssyni, nú presti i Laufási mági Jóhannes- ar Helga, varveitt prestakallið i Hrisey árið 1963. Þá var það sem Jóhannes ákvað lika að fara þangað, en bókinni „Svartri messu” lauk hann hjá systur sinni á Hvitárbökkum i Borgarfirði, eins og svo mörg- um öðrum bókum sem hann hef- ur skrifað. Meðal þess sem hann hefur skrifað er smásagan „Róa sjó- menn”, bókin „Allra veðra von”, „Horft á hjarnið”, „Hús málarans” og „Hin hvitu segl”. Jóhannes Heígi er nú að skrifa ævisögu farmanns og einnig vinnur hann að sjónvarpsefni. —EVI Jóhannes Heigi stendur hér I góðum félagsskap islenzkra leikara, en yfir 20 manns koma fram I fram- haldsleikriti hans, „Eyja i hafinu”, sem verður flutt næstu sunnudaga. Það er Þorsteinn Gunnarsson sein leikstýrir. 1

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.