Dagblaðið - 25.10.1975, Side 6

Dagblaðið - 25.10.1975, Side 6
6 MMBUÐIB frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir^ Hallur Simonarson Hönn.un: Jóhannes Reykdal BlaAamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Halisson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322. auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Þrísvar i vinnu d dag ,,í nágrannalöndum okkar finnst enginn einasti skóli, sem er tvisettur, hvað þá meir. Það þykir slik ósvinna gagnvart börnum, að þau fái ekki eðlilegan vinnutima, að ekkert bæjarfélag né riki leyfir sér slikt. Starfstimi nem- enda er þar lika samfelldur og máltiðir fá þeir i skólanum, nái vinnutimi þeirra fram yfir hádegis- verð.” Þetta sagði Kári Arnórsson skólastjóri i kjallara- grein i Dagblaðinu fyrir skömmu, þar sem hann gagnrýndi harðlega meðferð kerfisins á skólabörn- um og átaldi foreldra fyrir að láta sér fátt um finn- ast. Algengast er, að skólar hér á landi séu tvisettir, en stundum eru þeir þó þrisettir og jafnvel fjórsett- ir, einkum i nýjum hverfum, þar sem framkvæmdir hins opinbera vilja gjarna dragast aftur úr fram- kvæmdum húsbyggjenda. Kári segir þess ótal dæmi, að nemendur þurfi að koma til skólavinnu þrisvar sama dag. Algengast sé, að þeir þurfi að koma tvisvar á dag og þar á ofan á breytilegum timum frá degi til dags. Bendir hann á, að enginn fullorðinn léti bjóða sér slikan vinnu- tima. Ástandið versnaði, þegar samkvæmt kjarasamn- ingum var hætt að greiða kennurum fyrir eyður i vinnutöflu þeirra. Þá þurrkuðust út eyðurnar að mestu hjá kennurum og voru færðar yfir á nemend- ur. öll hagræðing i kerfinu var látin bitna á þeim. „Skipulag skólans er nefnilega ekki sett upp til hagsbóta fyrir nemendurna, heldur fyrir kerfið,” segir Kári. Skólastjórinn segist ekki minnast þess að hafa séð kvartanir frá foreldrum yfir hinu mikla misrétti, sem börn þeirra eru beitt. Eflaust er hér um að ræða enn einn angann af þvi virðingarleysi, sem börnum er almennt sýnt hér á landi og kemur einna greinilegast fram við afgreiðslu i verzlunum og þjónustustofnunum. Þar sameinast afgreiðslufólk og viðskiptavinir um að láta afgreiðslu barna sitja á hakanum. Það kostar nokkra skipulagningu en er ekki mjög dýrt i sjálfu sér að koma upp samfelldum skólatima fyrir börn og unglinga. Ef foreldrar og kennarar tækju saman höndum um að knýja fram slika breytingu, væri unnt að ná markmiðinu á fáum ár- um og án mikilla þyngsla fyrir þjóðarbúið. Erfiðara er að framkvæma einsetningu, þvi að það er dýrt að byggja skóla. Tilraunir hafa verið gerðar til að setja upp lausar kennslustofur, sem hægt er að færa milli skóla eftir álagi hverju sinni. En þetta hefur ekki verið gert i nándar nærri eins miklum mæli og þörf er á. Einsetningin er engan veginn óleysanlegt verk- efni. í skólunum á Seltjarnarnesi er nú annan vetur- inn i röð samfelldur skólatimi með eðlilegu hádegis- verðarhléi fyrir alla nemendur og einsetning niður i tiu ára bekki. Foreldrar og yfirmenn skólamála um land allt þurfa að skoða þessa tilraun, sem felur þó ekki annað i sér en að gera það sama og gert er i öll- um nágrannalöndunum. Pagblaðið. Laugardagar 25. októbcr 1975. STOFNUN ÚR fTEIIIfTEVDE I v I fci Nl v ■ fc i SKILNINGSLEYSi FRÆNDÞJÓÐA Mikil hafa vonbrigði íslend- inga ávallt verið i sambandi við skilningsleysi hinna Norður- landaþjóðanna á lífsbaráttu okkar. Hverjir ættu að skilja þessa stöðu okkar ef ekki Norð- menn, sem eru með Norður- Noreg, sem er nákvæmlega eins settur i efnahagslegu tilliti eins og tsland, þessi stóri landshluti byggir að öllu leyti afkomu sina á fiskveiðum. Eða Danir, með Færeyinga og Grænlendinga innan sins rikis, sem eru ná- kvæmlega eins i sveit settir og við tslendingar. En það hefur nú verið siður en svo að við höfum notið stoðar og styttu úr þeirri átt i hinni hörðu landhelgisbar- áttu okkar. Ekki hefur það kom- ið fyrir einu sinni á opinberum vettvangi alþjóðlega, að þessar þjóðir hafi veitt tslendingum verulega aðstoð, þótt ekki væri nema að lýsa þvi yfir, að ísland væri með algjöra sérstöðu, og þvi bæri að lita á tsland sem slikt, og ekki væri hægt að flokka Island með öðrum lönd- um i landhelgismálum. Þetta heföi verið Norðurlandaþjóðun- um algerlega útgjaldalaust. En það hefur nú verið siður en svo að svona raddir hafi heyrzt. En hvers vegna hafa þær ekki heyrzt, þar sem þær hefðu átt að heyrast? Manndómurinn hefur ekki verið meiri en svo og frændsemin og vináttan ekki meiri en svo að imyndun um móðgun við Breta eða aðra hef- ' ur ráðið þvi að ekkert hefur frá þeim heyrzt. Svo hefur verið ákaflega þægilegt fyrir þessar þjóðir að vera finir menn og koma hvergi nálægt á meðan tslendingar hafa barizt einir fyrir útvikkun landhelginnar i styrjöld eftir styrjöld, en svo að lokinni hverri * styrjöld, þegar tslendingar hafa verið búnir að fórna nógu til og sigra að hirða það sem af okkar borðum hefur fallið. bannig fengu þessar þjóðir allsherjar- landhelgi á sinum tima færða út i 4 milur, þannig fengu þessar þjóðir á sinum tima færða land- helgina út i 12 milur og togveiði- bannið norska kom i kjölfar út- færslu á fiskveiðilandhelgi ts- lands i 50 milur. Og nú telja Norðmennsig geta hlaupið yfir 50 milurnar og fara beint i 200 milur þar sem við erum búnir að þoka málum áleiðis og erum búnir með löngum fyrirvara að tilkynna um 200 milurnar. Fyrir tslendinga er ekkert annað að gera en að meta blákalt hverjir eru vinir okkar i raun réttri. Það verður ekki gert án hliðsjónar af þvi hvernig framkoma þessara þjóða hefur verið þegar við höfum virkilega þurft á stuðningi þeirra að halda. Norðmenn hafa fengið sinn umþóttunartima i sambandi við 50 milurnar og við skuldum þeim ekkert i sambandi við landhelgismál. Færeyingar hafa ekki að öliu leyti hreinan skjöld i sambandi við landhelgisbaráttu okkar.Allt fram undir það siðasta i land- helgisstyrjöldum okkar hafa Færeyingar verið boðnir og búnir að veita Bretum og Þjóð- verjum alla þá fyrirgreiðslu við fiskiskip þeirra, sem voru að sækja á tslandsmið i landhelgis- strið á móti okkur. I þessu máli eins og svo mörgum öðrum er ekki hægt að vera allra vinur. Allt sem fyrir Færeyinga verður gert verður að vera með þeim fyrirvara að það falli brott um leið og þeir veiti óvinum okkar aðstoð i landhelgisbaráttu gegn íslendingum. Það er einnig rétt að minna á að Færeyingar hafa tekið meiri afla á Islandsmiðum eftir 50 milna útfærsluna en fyr- irhana. Það var aldrei meining- in að útfærsla fiskveiðilögsög- unnar við tsland ætti að þýða það að Færeyingar- ykju sókn sina á tslandsmið. Þessir stóru togarar, sem Færeyingar hafa sent á tslandsmið á undanförn- um árum eru nánast hér fisk- andi mánuðum saman eins og verksmiðjuskip. Eins kemur ekki til mála að sá fiskur, er Færeyingar veiða hér, verði fyrirokkur i undirboðum á salt- fiskmörkuðum okkar, það verð- ur að vera forsenda fyrir fisk- veiðiheimildunum að samvinna takist um söluna á mörkuðun- um. Eins að Færeyingar sitji ekki við annað og betra borð en tslendingar sjálfir i sambandi við gjöld til sameiginlegra þarfa i sambandi við veiðar á Islands- miðum svo sem gjöld til haf- rannsókna o.s.frv. Einnig á að halda 50 milunum alveg hrein- um. Færeyingar, Norðmenn og Belgar þar með taldir, þar til full og viðurkennd yfir- ráð tslendinga einna yfir 200 milna fiskveiðilögsögunni hafa tekið gildi. Það verður að binda hagsmuni þessara þjóða þvi að tslendingar fái þessi yfirráð en ekki eins og verið hefur, að þannig hefur verið frá málum gengið að þá hefur ekki varðað það hið allra minnsta, hvort ts- lendingar hafa náð sinum tak- mörkum i landhelgismálum eða ekki. Þeir hafa fengið samn- ingana fyrir ekki neitt og ekkert verið við þá tengt sem þjónað gæti islenzkum hagsmunum. Vegna yfirlýsinga um að það væri einhvers virði fyrir tslend- inga að fá viðurkenningu Belga

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.