Dagblaðið - 06.11.1975, Qupperneq 12
12
Pagblaðið. Fimmtudagur 6. nóvember 1975.
Pagblaðið. Fimmtudagur fi. nóvember 1975.
13
íþróttir
Iþróttir
v**> < ■
Kþróttir
iþróttir
róttir
Fóru yfir
100 stigin
Finnska liðið Playboys sigraöi
Armann i sfðari leik liðanna i
Evrópukeppni bikarhafa i körfu-
bolta meö 2fi stiga mun i Heisinki i
gær. Lokatölur 107-81 og finnska
liðið vann þvi samaniagt 195-146. t
Keykjavik 88-65.
Ánnenningar byrjuðu vel i gær —
skoruöu sex fyrstu stigin, en
Playboys voru fljótir að snúa
blaöinu við. Komust i 20-lfi og i
hálfleik 55-36.
Jimmy Itogers, bandariski
svertinginn i liði Ármanns, var
stigahæstur með 29 stig, en Jón
Sigurðsson skoraði 21. i liði
Playboys Sarkalathi stigahæstur
ineð 30 stig (19 i Reykjavik), en
Handarikjamaðurinn Canon lét sér
uægja 21 stig — 33 stig i leiknum i
Rcykjavik.
West Ham
ekki í
vandrœðum
West Ham átti ekki i vandræðuin
með Ararat Jerevan austán úr
Kákasus. Paddon opnaði marka-
reikning West Ham mcð þrumu-
fleyg og Robson bætti öðru marki
við fyrir hálfleik. Alan Taylor
skoraði þriðja markið við geysi-
legan fögnuð hinna 30 þúsund
áhorfenda á Upton Park.
Petrosian tókst siðan að minnka
inuninn en sigur West HAM var
aldrei i hættu. West Ham komst
áfram — geröu jafntefli I Jerevan
1-1. Samanlagt þvi 3—1.
Hadjuk Split — mótherjar Kefl-
vikinga á siðasta keppnistimabili
— voru ekki i vandræöum með
belgfsku meistarana frá Molcn-
beek. Eftir stórsigur sinn i Júgó-
slaviu 4—0 sigraði Hadjuk lika i
Belgíu 3—2. Surjak, Zugnal og
Govanik skoruðu fyrir Júgóslav-
ana, en Tuegels og Nielsen fyrir
Belgana.
Liðið úr 3.
deild komið
í 3. umferð!
I.itla Wrexhain frá Wales
stendur fyrir sinu. i gærkvöldi náði
liðið jöfnu gegn pólsku bikar-
meisturunuin Stal R/.eszow —1—1.
Kozerki byrjaði að skora fyrir
Pólverjana, en sköminu fyrir leiks-
lok lókst Mel Sutton að jafna fyrir
Wrexham. I.iðið vann fyrri leikinn
2- 0 þannig að samanlagt vann það
3- 1.
I>eim mun athyglisverðara er
þessi sigur Walcsbúa, sem leika i 3.
deildinni ensku, að þeir hafa enn
ekki lilotiö stig á útivelli i 3. deild.
Já, þeir lial'a stór lijörtu i Wales.
i UEFA-keppninni i gær sigraði
Bareelona italska liðið Lazió með
1—0 á lcikvclli sinum. Hollendihg-
arnir i spánska liöinu, Cruyff og
Neeskens, voru óstöðvandi og
skoruðu sitt markið hvor. Hin tvö
skoruðu Sotil og Fortcs. Áhorf-
endur voru 40 þúsund i Barcelona.
Liðin léku ekki fyrri leik sinn,
sem átti að vera i Róm — ítalir
þorðu ekki að taka áhættu á þvi að
leikið væri vegna hugsanlegra
óeirða — og var Barcelona af
U.EFA úthlutaður 3—0 sigur.
Samanlagt vann þvi Barcelona
7—0.
Eþróttir
Eþróttir
1
Iþróttir
Þetta var knattspyrna.
Leikmenn Kænugarðsliðs-
ins Dinamo sýndu áhorf-
endum — 4091 keyptu sig
inn — á Melavelli i gær-
kvöldi hvers vegna liðið er
talið hið sigurstrangleg-
asta í Evrópubikarnum —
keppni meistaraliða —
sýndi hvers vegna liðið
hefur ekki tapaö leik í
Evrópukeppni i tvö ár.
Þarna voru knattspyrnu-
menn á ferðinni, sem
kunna allt i knattspyrnu
frá a til ö. Snillingar —
leiknir, fljótir, taktiskir,
jafnvel malarvöllurinn
gamli góði, dró litið úr getu
þeirra. Meira að segja þó
pollar væru þar á þremur
stöðum, sem kom vissu-
lega á óvart eins og veðri
var háttaö i gær, sýndi liðið
heilsteyptari leik en sézt
hefur hér áður.
En það þarf tvö lið til ab gera
kriattspyrnuleik góðan og
skemmtilegan. Þar var hlutur
Akurnesinga frábær gegn þessu
sterka liði — já, hreint ótrúlega
góður. Það er ekki vafi á þvi, að
liö tslandsmeistara Akurnesinga
nú er jafnbezta lið, sem knatt-
spyrnubærinn mikli — Akranes —
hefur teflt fram i þau 25 ár, sem
lið frá Akranesi hafa sett svip á
islenzka knattspyrnu. Toppur
liðsins kannski ekki alveg jafn
hár og þegar bezt lét áður, en
breiddin miklu, já, miklu meiri.
Það er ný gullöld i knattspyrnu
Skagamanna — tslandsmeistar-
arnir nú leika góöa knattspyrnu,
þar sem knötturinn er látinn
vinna — samleik fléttað saman.
Oft gekk knötturinn milli nær
allra leikmanna liðsins án þess
þeir sovézku kæmu við hann.
Ekki eins og áður var svo oft ein-
kennandi i islenzkri knattspyrnu
— sparkað, hlaupið.
Að visu höfðu Skagamenn
aldrei möguleika til sigurs i
Evrópubikarleiknum á Melavell-
inum gegn snillingum Kænu-
garðsliðsins, en hvaða lið i
Evrópu hefur það? Þó áttu þeir
miklu fleiri sóknarlotur — fleiri
tækifæri — en til að mynda
Evrópumeistarar Bayern i leikj-
um sinum við Dinamo i stórbikar
Evrópu á dögunum. Það kom
vissulega á óvart hve góð tæki-
færi Skagamenn fengu — þeir
voru jafnvel óheppnir að skora
ekki 2—3 mörk i leiknum.
Þá fyrst og fremst úr vita-
spyrnunni, sem dæmd var á
Di'namo. ,,Það var greinilega
vitaspyrna”, sagði irski dómar-
inn Wright ..miðherjinn ykkar,
Matthias Hallgrimsson. var kom-
inn i gott færi, þegar einn leik-
maður kippti i peysu hans — dró
Matthias frá knettinum". Björn
Lárusson tók vitaspyrnuna, en
brást bogalistin — spyrnti knett-
inum rétt yfir þverslá. En fleiri
marktækifæri Skagamanna ylj-
uðu áhorfendum. Jón Gunnlaugs-
son skallaði knöttinn rétt yfir
þverslá i fyrri hálfleik eftir frá-
bæra aukaspyrnu Árna Sveins-
sonar (Sjá mynd) — Sjálfur átti
Arni hörkuskot i siðari hálfleik.
en knötturinn fór nokkrum milli-
metrum framhjá stöng, Þröstur
Stefánsson þrumufleyg, sem ris-
inn Rudakof sló yfir þverslá á sið-
ustu stundu. Teitur Þórðarson
komst frir innfyrir, en Rudakof
rak út fótinn og varði. Heppinn
þar. tSjá mynd).
Synd að Skagamenn skoruðu
ekki úr einhverju þessara tæki-
færa — og svo fengu þeir á sig tvö
mörk af ódýrustu gerð. Hið fyrra
Bjarnleifur á Evrópuleiknum.
—Myndin efst lil vinstri: Teitur
Þórðarsun koniinn innfyrir vörn
Dinaino — spyrnti á markið, en
Rudakol rak út sinn langa fót og
varði. Til liægri skallar Jón
Gunnlaugsson á inark Dinamo
— knölturinn sleikti þverslána
að idanveröu. Til liliðar: Vita-
spyrnan og Björn Lárusson
helur lyl't kneUinum einum um
ol' —liann strvkst yfir þverslána
og leikinenn Kænugarðsliösins
sluppu inéð skrekkinn.
Svo nœrri
samt svo fjarri
„Annaðbvort fara þeir inn eða
ekki. Eg ákvað að bregða út af
vananum og negla i stað þess eins
og ég er vanur að setja boltann i
annað livort hornið,” sagði Björn
Lárusson en hann brenndi af viti
og inöguleikar Skagamanna á að
jafna runnu út i sandinn.
,,Eii þeir voru góðir og lofuðu
okkur að spila. Það er stórkost-
legt að leika á móti jafngóðu liði
og Kiev liðiðer. Mér fannst við ná
vel saman, sérstaklega i siðari
hálfleik."
„Svo nærri en samt svo fjarri,”
sagði George Kirby, þjálfari
Akurnesinga, eftir leik Dynamo
Kiev og Akraness i gærkvöldi.
,,Var ekki allt rétt scm við
sögðuin um þetta lið? Þeir eru
góðir og samt stóöum við þetta i
þeim. Já, ég get ekki verið annað
en ánægður meö frammistöðu
minna mánna,” sagði Kirby um
leið og hann brá sér i sturtu.
,,Jú. mér fannst strákarnir ná
góðum leik. Þeir spiluðu vel sam-
an og liefðu auðveldlega getað
skorað eitt cða tvö mörk. Þetta
Dinaino lið er virkilega skenimti-
legt," sagði Rikharður Jónsson
um leikinn og var þotinn, enda i
nógu að snúast.
um miðjan fyrri hálfleik. Gefið
var inn i vitateiginn og af varnar-
manni féll knötturinn fyrir fætur
Onisjenko. Ovænt komst hann i
gegn — renndi knettinum fram-
hjá Davið markverði. innan á
stöng og i mark. Hið siðara var
sjálfsmark Jóns Gunnlaugssonar
— snillingurinn Blohkin og Luyen
léku upp vinstra megin. Blohkin
gaf á Luyen. sem spyrnti fyrir
markið. Jón ætlaði að spyrna frá
— hitti illa, og knötturinn þaut
framhjá Davið i markið.
Hins vegar fóru leikmenn
Dinamo illa með sin beztu tæki-
færi — einkum Blohkin. einn
mesti snillingur, sem leikið hefur
hér á landi. Hreint ótrúlega fljót-
ur og leikinn. En þessi kunnasti
leikmaður liðsins, sem sökkti
Bayern. var ekki á skotskónum
hér. Það var ekki hans dagur i
markaskoruninni. 2—3 auðveld
tækifæri misnotaði hann. Samt
var þar mesti snillingurinn á, ferð
á vellinum og dæmigert. Eini ein-
staklingshyggjumaðurinn í ann-
ars samfelldri heild sovézkra.
Sigur Kænugarðsliðsins var
aldrei i hættu og þvi leyfðu leik-
menn sér þann munað að leika
ekki allfaf á fullu — forluðust ná-
vigi. Hugsuðu aðeins um að kom-
ast heilir úr þessari viðureign i
átökin framundan i Evrópu-
keppni landsliða. En hæfni liðsins
levndi sér aldrei.
Ég þori varla að hugsa til þess
hvaða útreið islenzk lið áður fyrr
hefðu fengið i viðureign við lið á
borð við Dinamo — og þá um leið
öll önnur islenzk lið nú en Akra-
nes og landsliðið.
Akurnesingar voru lslandi til
sóma i gærkvöldi i viðureign við
jötun Evrópu. Hreint undravert
úthald. sem leikmenn syndu —
liðið er i frábærri æfingu. Lék án
efa sinn bezta leik á leiktimabil-
inu hér heima — og varla trúi ég
að leikur liðsins hafi verið betri i
Kænugarði. Enn ein fjöður i hatt
islenzkrar knattspyrnu i sumar.
Allir leikmenn liðsins stóðu fyr-
ir sinu og ég hef ekki i annan tima
séö Matthias Hallgrimsson betri.
..Alltof góður leikmaður til að
fara til Brann", sagði Halldór
Halldórsson. landsliöskappinn úr
Val hér áður fyrr. Já, Matti var
snjall — en það voru fleiri..
Guðjón Þórðarson lék sinn bezta
leik fyrr og siðar — Jón Allreðs-
son ákaflega drjúgur „bezti leik-
maður islen/.ka liðsins", sagði
VVright dómari. Jón Gunnlaugs-
son klettur i vörninni — Teitur
sækinn, Arnf og Karl nettir.
Þröstur, Björn, Jóhannes traustir
og Davið varði það, sem hægl
var að krefjast af honum. Is-
landsmeistarar Akraness léku
knattspyrnu — knattspyrnu. sem
var þeim og tslandi til sóma.
—Iisim.
Gamla meistaraliðið
sýndi meistaratakta
Real Maclrid — sex siiinum
Kvrópuiiieistari — gerði það sem
llestir tölclu ómögulegt, sigraði
llerby 5-1 og sló ensku meistar-
aua út úr Kvrúpukeppni mcist-
araliða. Já, vissulega er þetta
góður sigur lijá Netz.er og félög-
um en i lið Derby vantaði McFar-
lancl, Rioc. Lee og Newton.
Mikill hraði var strax i leiknum
og 120 þúsund áhorfendur hvöttu
sina menn ákaft i Madrid. Strax á
5. minútu skoraði Martinez mark
fyrir Spánverjana. Stöðug sókn
var á mark Derby en Boulton stóð
eins og klettur þar. En hann átti
ekki möguleika, þegar Santillana
skoraði annað mark Real i byrjun
siðari hálfleiks. Skömmu siðar
skoraði Nish sjálfsmark og Spán-
verjarnir voru komnir yfir á úti-
marki, sem þeir skoruðu i Derby.
Töpuðu þar 1-4.
En Derby gafst ekki upp.
George skoraði fyrir Derby og
allt á suöupunkti. Aðeins sjö min-
útum fyrir leikslok urðu Todd á
mistök, sem kostuðu viti, þegar
hann felldi Amancio innan vita-
teigs. Pirri skoraði örugglega úr
vitinu og framlengja varð leikinn.
Nú voru Spánverjarnir komnir
á bragðið ákaft hvattir af áhorf-
endum. Þetta reyndist Derby of-
viöa. t framlengingunni skoraði
Santillana sitt annað mark
eltirírábæra sendingu frá vestur-
þýzka snillingnum Poul Breitner.
Leikmenn Derbv vissu þá að
þeir höfðu tapað fyrir sér betra
liði en ómögulegt hefði verið að
segja hvernig farið hefði ef fjór
menningarnir hjá Derby hefðu
verið með. Sem sagt Real komst
áíram á betri marka'ölu, saman
lagt fi-5. — li.lialls.
Jóhannes
skoraði
Jóhannes Eðvaldsson átti góðan
leik á Parkhead í gærkvöldi, þegar
Celtic sigraði Boavista frá
l’ortúgal 3-1.
Að viðstöddum 37 þúsund
áhorfendum skoraði Dalglish
fyrsta markCeltic. Áhorfendum til
mikillar skelfingar
öfnuðuPortúgalir- Mane skoraði.
3n Jóhannes kom Skotunum yfir
■neð góðu marki við geysilegan
fögnuð áhorfenda. Þannig var
staðan i hálfleik 2-1. í siðari hálf-
leik bætti svo Dixie Deans við
þriðja markinu og Celtic var komið
3. umferð. Jafntefli var i fyrri
leiknum 0-0.
Benfica var í
vandrœðum
Benfica lenti i miklum vandræð-
um i Budapest. Eftir stórsigur í
Lissabon 5—2 áttu flestir von á að
liðið kæmist auðveldlega áfram.
En Upezti Dozsa var á öðru máli.
Gamla kempan Bene skoraði tvö
mörk fvrir Ungverjana og Nagy
bætti þvi þriðja við. En 10 minútum
fyrir leikslok tókst Nene að skora
og Benfica komst áfram samanlagt
6—5.
PSV Eindhoven sigraði pólsku
meistarana, Rueh Chorzow ör-
ugglega i Einhoven 4-0. Kerkhof-
bræðurnir ,,áttu" þennan leik.
Rene van Kerkhof byrjaði á að
skora eftir sendingu frá bróður
sinum. Siðar átti Rene frábærar
sendingar á Willy van der
Kuvlen. sem skoraöi tvö næstu
mörk. Lubse skoraði siðan fjórða
mark Hollendinganna og Eind-
hoven var öruggt um að kmast
ál'ram i 3. umferð. Haföi einnig
sigrað i Póllandi 3-1. Samanlagt 7-
1. Athyglisverður sigur yfir þessu
sterka, pólska liði.
Rongers sótti
Frakkar unnu
Glasgow Rangers sótti stlft gegn
frönsku meisturunum St. Entienne
á Ibrox Park i Glasgow. Frakkarn-
ir vörðust vel og i síðari hálfleik
skoraði Rocheteau tvö mörk. Þó
McDonald tækist að minnka mun-
inn skömmu fyrir leikslok voru
Skotarnir sigraðir af sér betra liði.
— Frakkarnir unnu samanlagt
4—1.
tsorussia Mönchengladbach
komst áfram i 3. umferð eftir
jafntefli gegn itölsku meisturun-
um Juventus i Torino — 2-2. En
það leit ekki vel út hjá þýzku
meisturunum. Gori skoraði mark
i fyrri hálfleik og um miðjan
siöari hálfleik skoraði Bettega —
og allt i járnum. Þjóðverjarnir
unnu i Þyzkalandi 2-0. En v-þyzka
liöið syndi hversu það er sterkt.
Danner skoraði fvrir Þjóðverj-
ana áhorfendum til mikillar
skelfingar og skömmu lvrir leiks-
lok skoraði Allan litli Simonsen
annað mark Þjóðverjanna og
Borussia komst áfram samanlagt
4-2
Svíi felldi
Svíana!
Bayern Munchen átti í mikluin
erfiðleikum nieð sænsku meistar-
ana frá Málmey. Það var ekki fyrr
en langt var liðið á siðari liálfleik.
að Durnberger skoraði fvrir Bay-
ern og jafnt var, þvi Sviarnir sigr-
uðu i Málmey 1—0
En það var Svii, sem kom Sviun-
ú.m út úr keppninui. Connv Thor-
stenssoii skoraði sigurmark Bay-
ern sköniinu fyrir ieikslok og Þjóð-
verjarnir sluppu með skrekkinn,
uniiu samanlagt 2—1.