Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 14
Gömul saga um hœglótan trésmið og róðagerð hans Pagblaftiö. Fimintudagur 6. növember 1975. \ Ætlaði sér að róða \ niðurlögum Hitlers einn síns liðs Var Elser neyddur til þess að fara aftur til Munchen en yfir- völdin áttu bágt með að trúa þvi að svona smávaxinn og hæg- látur trésmiður hefði einn borið ábyrgðina á morðtilræðinu við Hitler. Frans Josef Huber rann- sóknarlögreglumaður stjórnaði yfirheyrslunum yfir Elser. Hann hafði grandskoðað krána eftirsprenginguna og hann vissi að sá sem hafði komið sprengj- unni fyrir hefði ekki getað undirbúið verkið öðruvisi en á hnjánum. Hann skipaði Elser að sýna á sér hnén, sem voru bæði bólgin og rauð. Þá lá málið ljóst fyrir. Daginn eftir var SS-for- ingjanum Heinrich Himmler til- kynnt að tilræðismaðurinn hefði verið handtekinn og sannað væri að hann stæði einn á bak við verknaðinn. Himmler varð æfur. Hann hafði engin not af einum til- ræðismanni. Hann vildi að þetta hefði verið samsæri sem hann hefði siðan getað notað i áróðursskyni. Þess vegna voru engin réttarhöld yfir Elser, en hann var sendur i fanga- búðirnar i Sachenhausen og siðar til Dachau. 1 nokkur ár leit út fyrir að Elser myndi sleppa lifandi, — en 9. april 1945, þegar Þýzka- land nasismans var i dauða- teygjunum, var gefin út til- skipun um fjöldamorð i fanga- búðunum. Látið var lita út sem fangarnir i Dachau-fangabúð- unum hefðu látið lifið i loftárás sem gerð var á Múnchen, en fangelsið er skammt frá borginni. Hinn 20. april var nafn Georgs Elsers lesið upp af lista yfir fanga „sem látið höfðu lifið i sprengjuárás á MUnchen”. Adolf Hitler framdi sjálfs- morð tiu dögum siðar. Klukkuna vantaði nokkrar mínútur i níu að kvöldi hins 8. nóvember 1939. Á skrifstofu landa- mæravarðanna í þýzku borginni Konstanz sat lágvaxinn maður i hnipri á stól. Landamæraverð- irnir höfðu nýlega tekið hann fastan. Maðurinn hlustaði með athygli á ræðu Hitlers sem drundi frá útvarpinu. Hann var sá eini i öllum heiminum sem vissi að nú væru i nánd stórir hlutir, — að Hitler yrði dauður innan 20 mínútna. En það gerðist ekkert. Hin frábæra ráðagerð Georgs Elsers hafði mistekizt. Hann hafði á eigin spýtur ráð- gert hið næstum þvi fullkomna Hitler dauðum og i júni árið 1939 flutti hann frá heimabæ sinum Köningsbronn til Miinchen, þar sem hann leigði sér ódýrt her- bergi. Hann sagði húsráðanda að hann væri uppfinninga- maður. Hann snæddi á Búrger- brá'ukeller kránni, þar sem Hitler gerði fyrstu misheppnuðu tilraunina til stjórnarbyltingar árið 1923. Nasistar héldu árlega upp á þessa misheppnuðu byltingartilraun i kránni. Verkið hefst Hitler var vanur að koma þangað og hélt hann jafnan 90 minútna ræðu, sem stóð frá kl. 15 minútur yfir 8 til kl. 15 min i 10 um kvöldið. Innan á jakkakraganum var Elser með merki kommúnista- flokksins. l l'imin inánuöi vann Elser aö undirbúningi sprengingarinnar er kála átti Ilitler sem slapp fyrir tilviljun, en sjö nasistar létu lifið og sextiu og þrir aörir slösuöust. morð. En fyrir tilviljun, sem svo oft hefur ráðið gangi mannkyns- sögunnar, bjargaðist Hitler. Hitler slapp i þetta sinn og á næstu fimm árum eftir þetta varð hann valdur að dauða margra milljóna manna. Hæglátur maður Georg Elser var 36 ára gamall kommúnisti, mjög hæglátur að eðlisfari. Hann var trésmiður að mennt og hafði unnið i skotfæra- verksmiðju. Það kom sér vel fyrir hann þegar hann undirbjó ráöagerð sina um moröið á Hitler. Hann ákvað að ganga af Elser var vanur að fá sér það ódýrasta á matseðlinum, rétt sem kostaði ekki nema nokkra fenninga og var kallaður „verkamanna-diskurinn”. Þjónustustúlkurnar veittu honum eftirtekt og tóku eftir þvi að hann var dýravinur, þvi á hverju kvöldi gaf hann varð- hundinum Ajax meirihlutann af mat sinum. Kvöld eitt faldi hann sig uppi á svölum krárinnar og þegar allir voru farnir hóf hann undir- búning verksins. Hann boraði með bor i súlu sem ræðustóllinn stóð upp við. Þetta var tafsamt verk, þvi hann þorði ekki að vandlega að skilja ekki eftir sig nokkurt spor. Á daginn sýslaði hann i her- bergi sinu með „uppfinningu” sina. Þar mátti finna bæði sprengiefni, kveikiþráð og fleira sem tilheyrir sprengjugerð. Loks kom að þvi að hann hafði borað nægilega stórt gat til þess að koma 50 kg af sprengiefni fyrir i súlunni. Hann stillti á sprengingu kl. 20 minútur yfir 9 að kvöldi hins 8. nóvember. Hinn 6. nóvember fannst honum sem eitthvað hefði farið úrskeiöis og hann fór aftur i krána og fullvissaði sig um að allt var eins og það átti að vera. Siödegis hinn 8. nóvember fór hann með lestinni til landa- mærabæjarins Konstanz, en þaðan hafði hann hugsað sér að flýja til Sviss. Um kvöldið, réttfyrir klukkan hálfniu, var hann gripinn af landamæravörðunum þar sem hann hugðist komast yfir landa- mærin i skjóli náttmyrkurs. Var annars hugar Þeir fóru með hann i landa- mærastöðina þar sem þrumandi ræða Hitlers var i útvarpinu. Þeir báðu hann um að tæma vasa sina. Upp úr þeim komu nokkrir koparbútar, álrör og uppdráttur af kránni góðu i Múnchen. Rétt fyrir klukkan 9 fékk Elser mikið áfall, miklu meira en það að hann skyldi hafa verið gripinn hálftima áður. Hitler lauk ræðu sinni, sem að þessu sinni var ekki nema 40 minútur. Nokkrum minútum siðar yfirgaf hann krána. Gestapoforingjarnir ætluðu varla að trúa þvi að Gcorg Elser, sem var hæglátur kommúnisti, stæði einn bak viö sprengjutilræði viö Hitler. Útvarpssendingunni frá kránni lauk og nasistarnir, sem þar voru við glaum og gleði, héldu áfram að skála og syngja. Klukkan 20 minútur yfir 9 sprakk sprengjan. Þá var Hitler heill á húfi i i einkalest á leiðinni til Berlinar. Þá hafði verið farið með Elser á aðalskrifstofu Gestapo i Konstanz og hann álitinn auvirðilegur kommún- isti, gripinn við tilraun til að flýja land. Nokkru seinna barst Gestapo skeyti frá Mílnchen þar sem skýrt var frá tilræðinu við Hitler og fyrirskipað að landa- mærunum skyldi lokað og allir grunsamlegir teknir fastir. Gestapoforingja stöðvarinnar flaug þá i hug uppdrátturinn sem fannst i vasa Elsers og brátt varð uppskátt að hann kom frá Múnchen. nota hamar vegna hávaðans. Hann vann við þetta verk sitt á hverri nóttu og gætti þess

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.