Dagblaðið - 06.11.1975, Síða 24

Dagblaðið - 06.11.1975, Síða 24
SETJA PÁSKUM DAGSETNINGU VILJA FASTA Ef svo fer verður annar Páskarnir fylgja fyrsta sunnu- degi eftir fuílt tungl næst á eftir jafndægri. Vegna annars tima- ■ r ri r ■ ■ tals halda sumar austrænar sunnudagur i apnl paskadagur - - siðar. ,,Min persónulega afstaða er sú, að á marga lund sé heppilegt að setja páskum fasta dagsetn- ingu. Þaö þyrfti ekki að baga neinn.” sagði biskupinn yfir ls- landi, Sigurbjörn Kinarsson, er Dagblaðið bar undir hann frétt um áform Alkirkjuráðsins i þessa átt. , ,,Okkar páskahald fellur hvort eð er ekki langt frá þeirri dagsetningu. sem um er rætt,” sagði biskup. Iiann sagði enn- fremur, að þetta væri ekki alveg nýtt af nálinni. Hann hefði vitað um þessa umræðu i nokkur ár. Biskupinn kvaöst ekki myndi sækja allsherjarþing Alkirkju- ráðsins i Nairobi siðast i þessum mánuði. Fulltrúi okkar þar verður séra Bernharður Guð- mundsson, sem nú starfar i Kþiópiu. A þessu þingi er lik- legt, að afstaða verði tekin til málsins. Kkki kemur til þessar- ar breytingar á næsta ári, þó að hún verði samþykkt. Þessi óformaða tilhögun hefði fært páskana fram um eina viku hjá okkur, þ.e. þeir hefðu orðið 11. april i stað 18. april. Mikill meirihluti er fyrir þvi i Alkirkjuráðinu að halda pásk- ana annan sunnudag i april. Kf þessi breyting verður sam- þykkt i aðildarlöndum Alkirkju- ráðsins tekur hún að öllum lik- indum gildi á páskunum 1977, en þá falla saman fyrri timasetn- ing og hin nýja. 1 Alkirkjuráðinu eru 271 kirkja, og eins og áður segir, er mikill meirihiuti fyrir þessari breytingu i ráðinu. Meira að segja rómversk-kaþólska kirkj- an hefur lýst sig samþykka breytingunni, en hjá henni hefur yfirleitt verið meiri ihaidssemi við gamlar venjur en hjá kirkj- um mótmælenda. Alkirkjuráðið hefur aöalbæki- stöðvar sinar i Genf i Sviss. Óvist er, hvort allsherjarþing Alkirkjuráðsins, sem haldið verður i þessum mánuði i Nai- robi, Kenya, mælir með breyt- ingunni af tilliti til nokkurra orþódox-kirkna. Að afnema hringliö með páskana „Fyrstu mögulegir páskar hjá okkur eru 22. marz en siðustu mögulegir páskar eru 25. april,” sagði Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræðingur i viötali við Dagblaöið. ,,Þaö væri mjög ánægjulegt, ef þeir gætu nú komið sér saman um þetta. Þetta hefur verið rætt mjög lengi, bæði af verzlunarmönn- um, stjörnufræöingum, kardi- nál'um. sem sagt leikum og lærðum.” sagði Þorsteinn Sæ- mundsson. — BS— Loun- ung um land- helgis- málin ,.Það var samþykkt i land- helgisnefnd af fulltrúum allra flokka að halda þessu máli levndu. meðan það væri i athugun.” sagði Kinar Agústsson utanrikisráðherra i morgun i viðtali við Dagblaðið. Utanrikisráðherra gaf hins vegar i skyn. að hulunni yrði lyft af þvi, sem fram hefur farið i við- ræöunum. innan skamms. ,,Ég hef ekkert um það að segja," var svar ráðherra við spurningu um, hvort rikisstjórnin hefði „opnað dyr” til samkomu- lags við'Breta um veiðar innan 50 milna. eftir að samningur rikj- anna gengur úr gildi 13. nóvember. —HH Þau þurfa ekki mikinn snjó, hörnin i Hólahverfi i Breiðholti, til að renna sér á snjóþotum. Þessa PB-mvnd tók Bjarnleifur og eins og sjá má þá skin ánægja og gleði úr hverju and- liti. Já, það er gaman að vera ungur og ieika sér I snjónum á meöan pabbi stumrar yfir biln- um, sem ekki vill i gang. Staða frystihúsanna er misjöfn: ALLS STAÐAR UNNIÐ, NEMA í KEFLAVÍK OG NJARÐVÍKUM ,,Hér er næg vinna og við höf- um aldrei þurft að segja upp fólki”, sagði Jórt Kr. Jónsson, hjá frystihúsi Miðness i Sand- gerði i morgun. „Segja má, að okkur vanti fólk, þó hér vinni um 50 manns”. Blaðið kannaði i morgun stöðuna hjá frystihús- um suður með sjó og þótti þess- ar upplýsingar Jóns mikið á annan veg en þær, sem frysti- húsaeigendur i Keflavik og ná- grenni, þ.e. Njarðvikum og Vogum, gáfu. Þar var vinnu- stöðvun i öllum húsum sumpart vegna hráefnisskorts og svo einnig vegna f járskorts og vissu menn eigi gjörla, hvenær vinna hæfist að nýju. Forsætisráð- hérra hélt fund með forvigis- mönnum frystihúsaeigenda á Suðurlandi i gær og var þar samþykkt, að bankarnir athug- uðu fjárhagsstöðu hvers frysti- húss fyrir sig, þvi að staða þeirra virðist ákaflega misjöfn. Þannig er næg atvinna i Sand- gerði og Grindavik ásamt með Vestmannaeyjum, i Hafnarfirði og i Reykjavik eiga menn i erf- iðleikum vegna hráefnisskorts, en ekki fjárhagserfiðleikum. „Viðbrögð forsætisráðherra og bankanna voru mjög á þann veg, er búast mátti við,” sagði Arni Benediktsson hjá Kirkju- sandi. „Hins vegar býst ég við þvi, að þeir i Keflavik og ná- grenni hafi ekki talið þetta nægja”. Arni sat fund forsætis- ráðherra fyrir frystihúsaeig- endur i Reykjavik, en ekki tókst að ná i Kinar Kristinsson, hjá Sjöstjörnunni i Keflavik, sem sat fundinn fyrir eigendur frystihúsa i Keflavik og ná- grenni. Um 18 frystihús, stærri og smærri, eru á skrá þar og hefur blaðið fregnað, að þau eigi öll i miklum fjárhagsörðugleikum og hafi miklar lausaskuldir. 1 fyrra var þeim lausaskuldum breytt i föst lán, en vegna slæmrar afkomu telja eigendur frystihúsanna sig verða að fá allt að 110—120% hærri afurða- lán til þess að geta haldið áfram rekstri. „Keflavik hefur dregizt aftur úr,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar i viðtali við blaðið i morgun. „Kemur þar til úreltur bátafloti og svo hefur verulega verið þrengt að veiðisvæðum minni bátanna. Leyfi fyrir troll- veiðar i landhelgi hafa verið skert og settar takmarkanir á leyfilegri stærð humars. Hins vegar tel ég, að margt mætti betur fara i stjórn og skipulagi margra þessara fyrirtækja og sennilega liggur hundurinn grafinn þar,” sagði hann enn- fremur. Þá hefur blaðið fregnað, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafi ætlað að knýja fram algjöra stöðvun frystihúsa um allt land til áréttingar kröfum sinum um hærri lán, en að eigendur frysti- húsa á Vestur-Norður- og Austurlandi hafi neitað þvi al- gjörlega og talið, að þeir i Keflavik og nágrenni gætu reynt að bjarga sér sjálfir út úr sinum vanda. HP fijáJst, úhád dagblað Fimmtudagur 6. nóvember 1975. Stað- ráðinn í því að aka ölv- aður Ungur ökumaður var i nótt tekinn ölvaður við akstur i Reykjavik. Slikt þykir varla tiðindum sæta, en i ljós kom að þessi sami maður hafði verið tekinn fyrir sams konar brot fyrir tveimur dögum. Þá varð hann að afhenda ökuskirteini sitt og var þvi ökuréttinda- láus, er hann var tekinn i nótt. En sagan er ekki öll úti enn. Nokkru eftir að máli mannsins var talið lokið hjá lögreglunni m.a. með blóðsýnitöku i slysa deild, tóku menn eftir þvi að bill mannsins var horfinn úr geymsluporti lögreglunnar. Kom i ljós að þar hafði ölvaði náunginn verið að verki, komið aftur á fornar slóðir og tekið bifreið sina. Hann virðist þvi hafa verið staðráðinn i áframhaldandi akstri þrátt fyrir áfengisneyzluna. ASt. Stór^ markaður reistur fyrir ASÍ- fé? Alþýðusambandið ætlar að styðja KRON við að koma á fót stórmarkaði við Sunda- höfn. Þetta hefur lengi verið áhugamál KRON en strandað á fjárskorti. KRON hefur snúið sér til verkalýðsfélaga á félagssvæði sinu og leitað liðsinnis. Björn Jónsson, forseti ASt, segir i kveðju til fulltrúa- fundar KRON, að þetta sé mikilvægt hagsmunamál láglaunastéttanna. Hann kveðst vilja „fullvissa full- trúaráðið um persónulegan stuðning sinn, og að þvi er hann bezt viti, félaga sinna i miðstjórn Alþýðusam- bandsins i þessu stóra hags- munamáli reykviskra alþýðu- heimila.” Björn lætur i ljós vonir um. að stuðningur ASf geti ekki aðeins orðið siðferði- legur heldur komi einnig lil „raunhæfar aðgerðir”, sem geti flýtt fyrir, að hagkvæmar verzlunaraðferðir á vegum KRON geti lækkað vöruverö og tryggt betur kaupmátt alþýðuheimilanna. —1111

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.