Dagblaðið - 07.11.1975, Side 3
Pagblaðið. Föstudagur 7, nóvember 1975.
3
Nýjasta nýtt í bifreiðaviðgerðum:
Ákvœðisvinna
með tíma-
kaupsólagi
Algerlega ólöglegt segja
þeir hjó verðlagsstjóra
ann vegna þess að bilar á ís-
landi séu óhreinni og ver farnir
en bilar erlendis, þar sem við-
gerðir gegn ákveðnum töxtum
eru algengar.
Dagblaðiðræddi þetta mál við
lögfræðing Félags isl. bifreiða-
eigenda og sagði hann að FÍB
teldi það algjörlega ólöglegt af
verkstæðunum að taka bæði á-
kvæðisvinnugjald og bæta tima-
kaupi ofan á. Viðskiptavinir
verkstæðanna ættu og rétt á þvi
að fá að vita fyrirfram hvort
viðgerð á bil þeirra yrði unnin i
ákvæðisvinnu eða timavinnu og
ættu i raun að fá að ráða, hvor
tilhögunin yrði viðhöfð. Að bæta
timagjaldi ofan á ákvæðis-
vinnutaxta vegna óhreininda á
bil, væri sambærilegt við það að
trésmiður heimtaði hærri á-
kvæðisvinnutaxta ef snjókoma
væri eða rigning er hann væri
við vinnu sina.
FIB telur ákjósanlegt að á-
kvæðisvinnufyrirkomulagið
verði hér innleitt, en að sjálf-
sögðu undir eftirliti og að á-
kvæðisvinnutaxtar yrðu aug-
lýstir og eftir þeim væri ná-
kvæmlega farið en ekki pukrað
með þá og bætt við þá að geð-
þótta.
ASt.
Fjögur bifreiðaviðgerðar-
verkstæði hafa fengið leyti
verðlagsst jóra til að taka að sér
bifreiðaviðgerðir i ákvæðis-
vinnu. flafa viðkomandi verk-
stæði fengið samþykki verð-
lagsstjóra fyrir ákveðnum
gjaldtöxtum fyrir hinar ýmsu
tegundir viðgerða. Eru þeir
taxtar ákveðnir eftir þeim
stundafjölda sem viðgerðin er
talin taka.
Verkstæðin fjögur sem fengið
hafa leyfi til þessara ákvæðis-
vinnu-viðgerða eru: Hekla, P.
Stefánsson, Sveinn Egilsson og
Skoda-verkstæðið.
Siðan þessi skipan komst á
hefur ýmsum viðskiptavinum
verkstæðanna þótt bregða Ut frá
þvi að farið væri eftir töxtunum
i einu og öllu. I ýmsum tilvikum
virðast verkstæðin taka fullan
ákvæðisvinnutaxta og bæta sið-
an ofan á timavinnukaupi eftir
mati og eigin geðþótta.
„Slikt er algerlega óheimilt,”
sagði talsmaður verðlagsstjóra
i viðtali við Dagblaðið, ,,og
þyrftum við að fá reikninga yfir
slikar viðgerðir til að komast að
hinu rétta i málinu.
Starfsmaður á einu verkstæð-
anna hefur sagt að timavinnu sé
bætt ofan á ákvæðisvinnutaxt-
Hœtta Húsvíkingar að reykja?
Skaðsemi reykinga er nú að
verða öllum landslýð ljós, en Hús-
vikingar fá þó tækifæri til aðstoð-
ar við að hætta að reykja dagana
9.—13. nóv. Verður þá námskeið i
þvi hvernig hætta á þessum ljóta
leik. Gisli Auðunsson læknir fjall-
ar um málin læknisfræðilega en
Jón Hj. Jónsson bindindisfulltrúi
fjallar um sálfræðilegu hlið máls-
ins. Kvikmyndir um skaðsemi
reykinga veröa svo sýndar á
hverju kvöldi. Námskeiðið er öll-
um opið og fer innritun fram dag-
lega i sima 4Í356.
Umboðssala ó nýjum og
notuðum hljóðfœrum
„Við verðum með alls konar
hljóðfæri og hljómtæki til sölu,”
segja tveir ungir menn, Anton
Kröyer og Gunnar Jósepsson,
sem eru að opna umboðssölu að
Hverfisgötu 108. Verzlunin ber
nafnið Hljómbær.
Þeir segjast álita mikla þörf
fyrir svona verzlun hér, þar sem
engin slik sé til. Um leið og þeir
voru búnir að setja upp skilti i
búðinni: Tökum i umboðssölu,
var mikiðum að menn spyrðu eða
kæmu með hljóðfæri sem þeir
vildu selja. „Hljóðfæraverzlanir
taka yfirleitt ekki neitt i umboðs-
sölu.þarsem þær flytja hljóðfæri
og hljómtæki inn sjálfar,” segja
þeir — og vonast til að bæði kaup-
endur og seljendur fari ánægðir
eftir viðskipti við þá.
EVI
Þeir lélagar Gunnar Jósepsson og Anton Kröycr eru cigendur nýju
ver/.lunarinnar og auðvitað spila þeir sjálfir á hljóðfæri, Anton á
gitar og Gunnar trommar undir. — DB-mynd Björgvin.
Stjórn og starfsmenn Kaupmannasamtaka islands. Frá vinstri: Sveinbjörn Árnason, Sigurður
Matthiasson, Leifur isleifsson, Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri, Gunnar Snorrason formaður,
Sveinn Björnsson, Jón I. Bjarnason fundarritari, Hreinn Sumarliðason, Asgeir S. Ásgeirsson og Jónas
Eggertsson.
UNNIÐ AÐ FRJÁLSRI
MJÓLKURSÖLU OG
LANGLÁNASJÓÐI
VERZLUNARINNAR
Kaup
manna-
samtök
Islands
25 óra
Á morgun eru 25 ár liðin frá
stofnun Kaupmannasamtaka Is-
lands. Stofnfélög voru fjögur en
nú eru aðildarfélögin rúmlega 20
auk einstaklinga, en samtals eru
um 700 félagar i Kaupmannasam-
tökum Islands.
Tilgangur samtakanna er að
vinna að hagsmunamálum félaga
sinna, koma fram fyrir þeirra
hönd gagnvart opinberum aðilum
og stofnunum, annast undirbún-
ing og gerð allra kjarasamninga
fyrir hönd félagsmanna við sam-
tök launþega, safna skýrslum
varðandi vörudreifingu i smá-
sölu, beita sér fyrir umbótum á
verzlunarlöggjöf og vinna að af-
námi hafta, verðlagsákvæða og
hvers konar þvingana, er skerða
rétt og frjálsræði verzlunarinnar.
Kaupmannasamtökin hafa
stuðlað að og átt beinan þátt i
stofnun margra félaga og fyrir-
tækja tengdra verzlun á ýmsan
hátt. Má þar til nefna Verzlunar-
sparisjóðinn á sinum tima en
kaupmenn eiga um helming
hlutafjár núverandi banka. Meö
stofnun sjóðsins og siðar bankans
var stórt skref stigið til uppbygg-
ingar verzlunar i landinu.
Þá áttu Kaupmannasamtökin
hlut að máli er tollvörugeymslan
var stofnuð. Samtökin hafa á sið-
asta áratug beitt sér fyrir stofnun
sérstakra stofnlánasjóða til þess
að leysa eftir megni lánsfjárþörf
félagsmanna. Eru þessir stofn-
lánasjóðir nú fjórir, fyrir mat-
vöruverzlanir, skó- og vefnaðar-
vörukaupmenn, raftækjasala og
almennur stofnlánasjóður. Hafa
þessir sjóðir mjög greitt götu fé-
laga samtakanna og stuðlað að
uppbyggingu smásöluverzlana,
en kaupmenn telja verzlunina
mjög afskipta á almennum lána-
markaði i landinu.
Samtökin hafa unnið að marg-
vislegri fræðslustarfsemi og
haldið námskeið fyrir kaupmenn
og afgreiðslufólk og hafa samtök-
in átt ánægjulegt samstarf við
Norðmenn i þessum efnum.
Af öðrum málefnum, sem nú er
unnið kappsamlega að, má nefna
skipulagsmál, stofnun langlána-
sjóðs fyrir verzlunina, að inn-
heimtulaun verði greidd fyrir
söluskattsinnheimtu, verðlags-
mál og frjálsa mjólkursölu.
—ASt.
DUNA FLYTUR I SIÐUMULANN
Siðumúlinn. eða Blaðsiðumúli,
eins og sumir vilja kalla
hann. er að verða ein af
vinsælustu verzlunargötum
borgarinnar. Stöðugt bætast þar
við fleiri og fleiri fyrirtæki, og
þessi rólega gata er að verða ein
af mestu umferðargötum borgar-
innar.
Nýjasta fyrirtækið við Siðumúl-
ann er húsgagnaverzlunin Dúna.
Hún flutti i hverfið nú i vikunni i
nýtt og rúmgott húsnæði. Dúna er
nú á tveimur stöðum i bænum,—
hin verzlunin er i Glæsibæ. Að
sögn eigenda fyrirtækisins mun
þó Glæsibæjarverzlunin hætta um
áramótin og verður þá verzlunin
á einum stað.
Húsgagnaverzlunin Dúna var
stofnuð árið 1963. Hún er rekin
sem hlutafélag, en aðaleigend-
urnir eru hjónin Helga Jensdóttir
og Óskar Halldórsson. Fyrirtækið
framleiðir sjálft öll bólstruð hús-
gögn, sem það selur, i eigin verk-
smiðju, en borð.skápar ogþvi likt
er flutt inn frá Englandi og Dan-
mörku. Rafmagnsvörur verzl-
unarinnar koma hins vegar frá
Þýzkalandi.
—A T—