Dagblaðið - 07.11.1975, Síða 9

Dagblaðið - 07.11.1975, Síða 9
Pagblaðið. Föstudagur 7. nóvember 1975 um þessa hagsmuni almennings. Að minu áliti hafa þeir haft þá skyldu, að vera búnir að koma á verðtryggingu sparifjárins fyrir löngu, en þó er mér jafnframt ljóst, að á þvi eru nokkrir erfið- leikar.” Það kemur ekki nánar fram hjá Aroni, hvaða nokkrir erfiðleikar þetta eru. En ég vildi aðeins benda á, að ef bankarnir verð- tryggðu sparifé, yrðu þeir auðvit- að lika að heimta verðtryggingu á útlánum.Þeir hafa nú að undan- förnu tekið um 20% ársvexti af rekstrarlánum, sem hafa einmitt orðið mjög verðbólgumyndandi. En hvað segir Aron við þvi, ef þeir hefðu þar að auki tekið 50% verðbólgubætur af rekstrarlánum siðustutvö ár? Hvernig hefði það t.d. verkað gegnum sjávarútveg- inn? Hvað hefðu útvegsmenn þurft mikla gengislækkun i viðbót til að standa undir þvi? Þannig kemur það sem sagt i ljós, að þessir „nokkrir erfiðleik- ar”, sem Aron tiplar á, gera allan hans málflutning fram að þessu að tómri vitleysu. Vist hefur verðbólgan verið mikil en hvað er það á móti þvi gifurlega verð- bólguflóði, sem af þvi myndi leiða, ef allt sparifé yrði verð- tryggt. Svona ljótt tala ég nú við Aron kunningja minn, þó ég sé sam- mála honum i mörgu. En það sem mig greinir á við hann finnst mér fólgið i þvi, að mér finnst hann einhvern veginn forðast, vera feiminn eða hræddur að skyggn- ast örlitið dýpra niður i vandamálin og fljóta eins og korktappi uppi á yfirborðinu. Einstaka sinnum örlar þó á við- leitni. Þar horfir hann einkum á fjármögnun iðnaðarins: ,,ls- lenskur iðnaður, sem telja má að nokkru á bernskuskeiði, hefur að miklu ieyti verið byggður upp fyrir lánsfé, sem hann hefur eins og aðrir losnað við að endur- greiða nema að hluta.” En það er ekki aðeins íðnaður- inn sem hefur grætt á verðbólg- unni. Tekið er dæmi. Maður keypti sér eða byggði stórt ibúðarhús á striðsárunum, sem kostaði 300 þús. kr., allt með lán- um, sem þá var auðvelt að fá. Nú er þetta hús hans orðið kannski 25 milljón króna virði. Þessi maður hefur hreppt mikinn verðbólgu- gróða, a.m.k. i samanburði við annan hugsaðan mann, sem lagði á sama tima inn i' banka sömu 300 þús. krónurnar, sem voru lánaðar hinum, og fær nú til baka kannski eina eða tvær milljónir. En mér þætti gaman að sjá t.d. alþingi setja lög um að taka eitt- hvað af þessum verðbólgugróða húseigandans. Slikt væri brot á stjórnarskrárákvæðinu um eign- arrétt. Eða er það ekki skoðun Arons, að alveg eins og verðbólgutap- andinn eigi að vera varinn af stjórnarskránni, eins eigi verð- bólgugræðandinn að vera varinn af stjórnarskránni? Þannig hefur maður tappa i báða enda. En er þetta þá ekki um leið sama vit- leysuhjalið frá upphafi? Eða hvernig eiga báðir að geta étið alla kúna i einu, þegar búið er að slátra henni? Hætt er við að ekki einu sinni halinn'verði eftir, en kannski þó hár af hala, og það er kannski það sem okkur vantar, að geta sagt „Taktu hár af hala minum”, þegar verðbólgu- skessan kemur æðandi að okkur. Það sem mér finnst er, að Aron vantihér einhvern Móses við hlið- ina á sér til að segja honum sann- leikann svo hann fari að skyggn- ast eilitið undir yfirborðið. Hon- um hlýtur sem fjármálamanni að vera kunnugt um það að með 50—60% árlegri verðbólgu tvö ár i röð verður gifurleg fjármunatil- færsla i þjóðfélaginu, mest af henni frá hinum efnaminni til hinna efnameiri. Verðbólgu- gróðinn er svo mikill i einstökum höndum, að það er alger óhæfa i vestrænu frjálslyndisriki, að ekki skuli með einhverjum hætti vera hægt að komast að honum og reyna eilitið að jafna andstæðurn- ar út. Þetta er sú mesta ógn sem nú vofir yfir okkur sem frjálsu samfélagi. Viðskulum ekkert blekkja okk- ur, að aðgerðir til að komast að verðbólgugróða eru erfiðar. Hugsum okkur, að þó fasteignir ýmiskonar atvinnureksturs hafi hækkað i verði, er ekki þar með sagt, að bókhald hans sýni að fyrirtækin séu neitt betur stæð eða aflögufærari. En hitt vitum við jafnvel að töluvert af verð- bólgugróða er þó tekið út úr rekstri og tilfærslum i eigna- reikningi. Það gerist t.d. við sölur á fasteignum og skipum samflétt- að nærri furðulegum fyrninga- reglum. Stóreignir verða bók- haldslega að engu á sama tima og verðmæti þeirra kannski tvö- eða þrefaldast. Vandinn er hvernig á að komast að þessu. Geysilega mikið falið fé, mótað af verðbólgugróða, er nú i gangi 1 þjóðfélaginu sem birt- ist m.a. i óhófskenndum lifnaðar- háttum og lifseyðslu sem við- gengst fyrir allra augum ogám.a. þátt 1 opinberum kvörtunum ibúa úr þremur kauptúnum. Og það furðulegasta i lista yfir tekju- skattslaus fyrirtæki, sem nýlega birtist i Þjóðviljanum, er að bila- innflutningsfyrirtæki, sem upp- lifðu sildargróða á sl. ári, skuli einnig vera stikkfri að bera þær byrðar. Sterkur grunur liggur á þvi að mikið af þessum dulda gróða beinist nú yfir i kaup á verð- tryggðum skuldabréfum, sem Aron verslar sjálfur með mest allra. Það er afar ótrúlegt að það sé allt eintómt sparifé fátæka mannsins og ekkjunnar. Fyrir mörgum árum, þegar átti að komast að verðbólgugróða og skattleggja hann með svokölluð- um stóreignaskatti, fór það allt út um þúfur i lögtogunum um stjórnarskrárákvæði eignarrétt- arins. Það er þvi reynsla af þvi að það er mörgum takmörkunum háð, hvernig á að komast að kjarna verðbólgunnar. En ein- mitt um það skyldi maður ætla að Aron gæti vegna vibtækrar þekk- ingar gefið góð ráð. En ég vildi benda á það, að hin verðtryggðu skuldabréf mynda nú hluta af þessum gifurlega — um sýningu Björgvins Sigurgeirs Haraldssonar í Norrœna húsinu Myndlist litir til sögunnar, kraftlinur hans eru bryddaðar með bláu, gráu og ljósbláu eins og „Jökul- rætur” og „Ishellur” (nr. 19 & 20) gefa tilefni til, eða þá að skærir litsveipir taka að sér hlutverk hins svart/hvita, eins og i myndunum „Varmi” (nr. 24) og „Þytur” (nr. 26). Hér eru myndrænar lausnir Björgvins ávallt smekklegar, en skera sig e.t.v. ekki nægilega úr hefð Septembermannanna og fylgis- manna þeirra. Mannlif i fjötrum Hann sýnir hér einnig mynda- flokk gerðan með tússi eingöngu er nefnist „Mannlif i fjötrum”. Eru þær myndir 14 talsins og fjalla um þær hömlur sem lagð- ar eru á einstaklinginn innan „Kerfisins”, eins og nöfn Nr. 2 „Fangaklefinn” Nr. «7 „Völundarhús þeirra benda til: Asökun, Yfir- heyrslan, Einangrun o.s.frv. Gefur hið svart/hvita yfirbragð myndanna þeim drungalega og bölsýna meiningu, eins og myndefnið liklega krefst. Þar vinnur Björgvin með sambland figúratifra forma og snert af af- strakt flötum og tekst best upp þegarhann skilur eftir nægilega litið i myndinni, þannig að á- horfandi megi geta i eyðurnar. A ég þar við mynd eins og „Fangaklefann”, mjög finlega teiknaða og áhrifarika og svo „Einangrun kerfisins”, sem sömuleiðis spilar mjög fint með grátóna. 1 öðrum myndum flokksins mundi markvissari einföldun koma inntakinu stór- um betur til skila. 1 þessum myndum sómir sér vel „ritstill” Björgvins, kalligrafia hans und- irstrikar skýrslugerð og skrif- finnsku „kerfisins” ágætlega. Land á ferð Oliumyndir Björgvins eru nokkuð sérstæðar. Þar notar hann yfirleitt breiðan pensil og þunna málningu og þegar hann tekur fyrir landslag leysir hann það upp i þunnar, breiðar ræm- ur eftir myndfletinum endilöng- um, eða þá að hann beitir breið- um pensli sikk sakk um strig- ann. Landslag hans er þvi ávallt á ferð og flugi og litir Björgvins eru mjög persónulegir, brúnir og gráir tónar með einstaka slitri af skærrauðu eða guiu. Af- straktmyndir sinar vinnur Björgvin á keimlikan hátt, nema hvað meir ber á sterkum andstæðum lita og stórgerðari myndbyggingu. Einna áhrifa- mestar af landslagsmyndunum eru „Landslag” (nr. 37) og „ís og eldur” (nr. 38). Nokkur málverk hefur Björg- vin gert i svart/hvitt eingöngu þar sem hann notar blending breiðforma og leturs. Finnst mér ekki nægilega vel úr þeim unnið, enda ekki á færi margra að vinna með svo dramatiskar andstæður i stóru málverki. Myndir eins og „Flug” inr. 431 verðbólgugróða, sem veldur þvi að forsendur þeirra eru nú að verulegu leyti brostnar. En Aron er alveg blindur á það: „Oft hef ég verið spurður að þvi, hvort rikið muni vera þess umkomið að endurgreiða þessi skirteini. Ég vil ekki vera svo böl- sýnn að halda að rikisgjaldþrot verði hér.” Það væri ein einfaldasta að- ferðin til að koma tangarhaldi á nokkurn hluta verðbólgugróðans að krukka svolitið við þessum verðtryggðu skirteinum, kannski skattleggja þau að einhverjum hluta um leið og þau væru útleyst, en slikt hvarflar ekki að Aroni. — Fyrr skyldi rikið verða gjald- þrota. Er ekki hægt að hugsa sér að forsendur verðtryggingar séu brostnar i óðaverðbólgu? Er það kannski alveg útilokað að komast nokkurs staðar að verðbólgu- gróða, eða er hann ekki til? A hann alls staðar að vera varinn af stjórnarskrá, lögum og reglum, sem samdar voru á allt öðrum forsendum þegar menn höfðu svona snyrtiiega 5% verðbólgu á ári i huga? Og það er lika stórt lögfræðilegt spursmál, skyldi 50% verðbólgugróði á ári virkilega lika vera verndaður af stjórnar- skránni? Hin margvislegu vandamál verðbólgunnar munu enn komast mjög á dagskrá þegar verkalýðs- félög og raunar opinberir starfs- menn setja fram kröfur sinar. Við vitum það að verkalýðsfélögin munu setja fram miklar kröfur til að fá eitthvað upp i alla verðbólg- una, sem hefur vissulega skert mjög lifskjör almennings, svo að ekkert er afgangs til að kaupa verðtryggð skirteini hjá honum Aroni. Svar fjármálamanna og efna- hagsfræðinga er, að nú megi kaupið ekkert hækka. Vissulega er það hagfræðilega alveg rétt, en þvi miður er það ekki i samræmi við allt sem blasir við i sjálfu mannlifinu. Á sama tima og launastöðvun er prédikuð vex si- fellt hin dulda kjaramismunun verðbólgunnar. Meðan slikt er ó- umræðanlegt og ósnertaniegt undir stjórnarskrá, hafa verka- lýðsfélögin þvi miður ekkert val annað en að spila áfram á pipu verðbólgunnar. eru kraftmiklar, þótt hugmynd- in sé obbolitið Þorvölsk, en i myndum eins og „Hrynjandi” (nr. 44) og „Skrifað i sand” (nr. 48) er letrið ákaflega irriter- andi. Astæðan er sú að það (letrið) mvndar enn greinilega stafi, orð, eða slitur af setning- um, sem áhorfandi freistast til að reyna að lesa úr og gleymir form-þýðingu þeirra. Hug- myndin á bak við kalligrafiska list er sú að stafurinn eða orðið eru gerð að myndtákni eða formi sem svo tekur þátt i myndinni. Björgvin hefur þvi ekki gengið nógu langt i þessari ummyndun sinni á letrinu. Ásjálegur skúlptúr Skúlptúr Björgvins er ásjá- legur mjög og skiptist i stand- myndir, lágmyndir og fljúgandi massa. t standmyndum hans er afstraksjónin einföld, manns- búkur verður að maskinuformi. en samt markviss. Þar er vel unnið úr „Vikingi” og „Land- námsmanni”, en „Landnám” Björgvins (við Háaleitisbraut) er ekki fyllilega samræmt myndverk frá öllum hliðum. Af lágmyndunum eru „Leik- ur” og „Völundarhús” einna best útfærðar og fjalla bæði verkin um taktfasta hrynjandi hvelfdra forma á fallega rauð- bæsuðum fleti. Handbragðið sýnir að Björgvin er kominn af smiðum i marga ættliði. en ekki er laust við að maður saknir meiri grófleika i áferð. Svif- m y n d i r I i s t a m a n n s i n s „Krummi" og „Tenging" eru frumlegustu höggmyndir hans hingað til og mvnda klasa af þungum. sterklegum mössum sem i fullri stærð munu sýnast svifa án jarðfestu. Er ekki að efa að með minni varkárni og sams konar hagleik og hér kemur fram ætti Björg- vin Sigurgeir Haraldsson að geta komið okkur á óvart á næstu árum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.