Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 10
Pagblaðið. Laugardagur 8. nóvember 1975
Formaður kennarasamtaka
hefur lítinn tíma aflögu fy
Albert Shanker hefur mörg áhuga-
inál svo sem Ijósmyndun, klassiska
hljómlist, lestur góðra bóka, garð-
yrkjustörf, eldamennsku og stjórn
stærsta kennarafélags Banda-
rikjan na.
Þegar Albert Shanker missti
annað lungað árið 1951 vegna veik-
inda hefði mátt ætla að hann gerði
einhverjar varúðarráðstafanir. En
það var nú eitthvað annað. Hinn 47
ára gamli formaður bandarisku
kennarasamtakanna hélt áfram að
reykja.
Hann segist hafa byrjað daginn
með sterkri pipu þegar hálsinn fór
að sárna um miðjan daginn skipti
hann yfir i vindla og endaði svo um
kvöldið með þvi að reykja heilan
pakka af sigarettum.
— Allt sem ég tek mér fyrir
hendur geri ég af fullum krafti,
segir hattn.
Samstarfsmenn hans eru á sama
máli. Áður fyrr var hann undir-
borgaður gagnfræðaskólakennari i
einni af útborgum New York borg-
ar en i dag er hann einn af valda-
mestu mönnum i New York, Hann
hefurverið formaður kennarasam-
takanna i New York siðan 1964. 1
samtökunum eru 81 þúsund félag-
ar. Það voru einmitt þessi samtök
sem björguðu New York borg frá
gjaldþroti i sl. mánuði. Aðeins 63
minútum áður en frestur borgar-
innar rann út gaf Shanker sam-
þykki sitt til þess að lána borginni
150 milljónir dala úr eftirlaunasjóði
kennaranna.
Á sl. 8 árum hefur orðið að loka
skólum i New York þrisvar sinnum
vegna kennaraverkfalls undir
stjórn Alberts Shanker. Hann neit-
ar þvi samt staðfastlega að aðal-
starf hans sé i þvi fólgið að semja
um kaup og kjör og koma á sættum
i verkfallsdeilum.
— Min er aðeins getið i fréttum
þegar vandræði eru á ferðinni,
segir hann. — Á þeim 11 árum sem
ég hefi setið i formannsstarfi kenn-
arasamtakanna hefur minna en 5%
af tima minum farið i samninga-
gerðir.
Albert Shanker er fæddur i New
York borg. Faðir hans vann við
blaðadreifingu og móðir hans hjá
saumavélafyrirtæki. Hann lærði
sparsemi af móður sinni, sem hafði
orð á sér fyrir að vera mjög hagsýn
húsmóðir.
Það gat tekið hana allt upp i hálf-
tima að velja 2 tómata, segir
Shanker um móður sina.
Þegar Shanker var i 6. bekk i
barnaskóla var hann þegar búinn
að ná fullri hæð sinni, en hann er
189,6 cm á hæð.
— Þar sem ég var svona hávax-
inn, segir Shanker, — ætluöust
krakkarnir i skólanum til þess að
ég væri lika sterkur og lenti ég þrá-
faldlega i handalögmálum við fé-
laga mina.
Siðar útskrifaðist Shanker frá
háskólanum i Illinois með láði, með
heimspeki sem aðalfag. Eftir það
hóf hann kennslustörf i New York
og hafði 42 dali eða um 7000 kr. i
vikulaun. Árið 1959 hóf hann störf
sem skipulagsstjóri fyrir kennara-
sambandið.
Kennarasamtökin greiða honum
núum 11 1/2 millj. isl. kr. i árslaun.
Ilann þarf lika að vinna mikið.fyrir
þessum launum sinum. Shanker
segir að það sé óvenjulegt ef hann
geti verið heima hjá sér eitt kvöld i
viku. llann er áhyggjufullur vegna
barnanna sinna þriggja, sem eru
10. 11 og 14 ára. að þeim finnist
hann vanrækja þau.
BjDDU, VÆNI!
Ég er orðin þreytt á að þurrka
af, þvo úpp, safna brenni og
hala upp vatn
A ALEIN!
Þú ferð ekkert í stríð fyrr en
þú ert bú inn að Ijúka
heimilisverkunum.
Vertu róleg
Finnið fimm villur
— lausnin er á
bls. 14
Í79
Sem læknir verð ég að mæla með að maðurinn
vðar l'ari i l'ri til sólarstranda, aleinn.
■■■■■■■■■■■■■
' 'i