Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 1
dagUað ’Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, símii27022 . ............. ' .................................... STÓRSMYGL Á KEFLAVÍKUR FLUGVELLI í RANNSÓKN - tveir Banda- ríkja- menn í varð- haldi Tveir Bandarikjamenn, starfsmenn á Keflavikurflug- velli, eru nú i 15 daga gæzlu- varðhaldi vegna smygls á áfengi, tóbaki og öðrum varn- ingi. Hafa þeir viðurkennt hvor um sig að hafa smyglað út af vellinum 100-150 flöskum áfengis auk annars. Varningur þessi hefur borizt til Islendinga og er nú unnið aö rannsókn málsins i Keflavik, Hafnarfirði og i Reykjavik. Lögregluna grunar að um sé aö ræða meira magn en Banda- rikjamennirnir vilja viðurkenna við fyrstu yfirheyrslur. Þeir eru báðir kvæntir islenzkum konum og er talið að varningurinn hafi fyrst og fremst borizt til skyld- menna þeirra og kunningja- fólks. Bandarikjamennirnir eru ekki skráðir hermenn en vinna sem yfirmenn við radarstöð. Blaðinu er kunnugt um að annar þeirra var viðriðinn smyglmál hér á landi áður. ASt Skuldaaukning ríkisins: Hólfur annar millj- arður í tvo sjóði „Skýringin á mjög versnandi stöðu rikissjóð i siðasta mánuði er fyrst og fremst greiðslur til jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga og oliu- sjóðs, sem samtals nema 1,5-1,6 milljarði,” sagði Höskuldur Jóns- son, ráðuneytisstjóri i fjármála- ráðuneytinu, i morgun. Blaðið innti hann eftir skýringum á þvi, að skuld rikissjóðs við Seðla- banka hefði vaxið um 2 milljarða i einum mánuði, úr 6 i 8 milljarða. Höskuldur sagðist telja, að hann gæti ekki staðfest, að rikis- hallinn væri að verða fjórir milljarðar i ár. Ennþá væru hlutir anzi óljósir, svo sem hvað verður um verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. 1 fyrra hefðu 8% af tekjum rikisins á árinu komið inn milli klukkanú og 12 á gamlársdag Hann taldi þvi vonir til, að komizt yrði hjá slikum halla. Dagblaðið skýrði frá þvi á föstudag, að nú stefndi i 4ra milljarða rikishalla margfalt „Islandsmet”. —HH 97 milljónir í fölskum óvísunum — baksíða Lögreglan um helgina - bls. 3, 20 og baksíðu •" d i m.: „ÞAÐ ER GÓÐA VEÐRIÐ..." Hvað skyldu þær vera að ræða um, þessar virðulegu frúr, sem Björgvin Ijósmyndari rakst á á Skólavörðu- stígnum? Eru þær að býsnast yfir verðinu á jólabókunum, unglinga- vandamálinu, — eða skyldu þær bara vera að ræða um votviðri undan- farinna daga? HAUKAR TÖPUÐU FYRIR GRÓTTU — sjó íþróttir bls. 12, 13 og 14 Sparkað út úr flugvél í þrjú þús. feta hœð Flugmaður á litilli flugvél i útsýnisflugi sparkaði 19 ára gömlum farþega, sem veifaði hafði skammbyssu i vélinni, út i | 3000 feta hæð yfir Kentucky i Bandarikjunum á laugardag- inn. Farþeginn hafði miðað 22 kalibera skammbyssu að höfði flugmannsins og skipað honum að láta vélina spinna stjórnlaust til jarðar. ,,Þú mátt velja á milli þess að deyja af byssukúlu eða i flugslysi,” sagði hann við flug- manninn. —óV Nú beinast allra augu að Friðrik — bls. 18 og baksíða — svœðamótið í skók Smitandi heilasjúk- dómur í radarstöðinni — baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.