Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 19
Oagblaðift. Mánudagur 10. nóvember 1975.
19
„Komið þið nú, blaðlýs, grasmaökar og öll
þessi ógeð.”
Apótek___
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apótekanna vikuna 7.—13.
nóvember er i Laugarnesapóteki
og Ingólfs Apóteki.
Það apótek, sem fyrr er nefnt,
annast eitt vörzluna á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum. Einnig næturvörzlu frá
kl. 22 að kvöldi til 9 að morgni
virka daga en kl. 10 á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum.
Kópavogs Apóteker opið öll kvöld
til kl. 19, nema laugardaga er opið
kl. 9—12 og sunnudaga er lokað.
Apótek Hafnarfjarðar er opið
virka daga frá kl. 9-18.30, laugar-
daga kl. 9-12.30 og sunnudaga og
aðra helgidaga frá kl. 11-12 f.h.
Árbæjarapótek er opið alla laug-
ardaga frá kl. 9-12.
Sjókrabifreiö: Reykjavík og
Kðpavogur simi 11100, Hafnar-
fjörður simi 51100.
Tannlæknavakt er í Heilsu-j
verndarstöðinni ýið Barónsstig
alla laugardaga og sunnudaga kl.
17—18. Simi 22411.
Reykjavik — Kdpavogur
Dagvakt:K1.8—17
mánud.—föstud., ef ekki næst i
heimilislækni, simi 11510
Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08
mánud,—fimmtud., simi 21230.
Hafnarfjörður — Garðahreppur
Nætur- og helgidagavarzla, upp-
lýsingar i lögregluvarðstofunni,
simi 51166.
A laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar, en lækn-
ir er til viðtals á göngudeild
Landspitalans, simi 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfja-
búðaþjðnustu eru gefnar i sim-
svara 18888.
Keykjavik: Lögreglan simi 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið simi
11100
Kópavogur: Lögreglan sími
41200, slökkvilið og sjúkrabifreið
simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan simi
51166, slökkvilið og sjtikrabifreið
. simi 51100.
Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa-
vogi simi 18230. 1 Hafnarfirði i
sima 51336.
Hitaveitubilanir: Simi 25524.
Vatnsveitubilanir: Sími 85477.
Simabilanir: Sími 05.
Bilanavakt
borgarstofnana
Sími 27311
Svarar alla virka daga frá kl. 17
siðdegis til kl. 8 árdegis og á
helgidögum er svarað allan sólar-
hringinn.
Tekið er við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum
borgarinnar og i öðrum tilfellum,
sem borgarbúar telja sig þurfa að
fá aðstoð borgarstofnanna.
Sjúkrahús
Borgarspitalinn:
Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30.
La u g a r d . — s u n n u d . kl.
13.30—14.30 og 18.30—19.
fö Bridge
&
Á olympiumótinu 1960 kom
eftirfarandi spil fyrir i leik
Bretlands og Italiu — en Bret-
land sigraði i leiknum með
litlum mun, 65-58. A báðum
borðum varð lokasögnin fjórir
spaðar i austur- eftir að norður
hafði sagt frá hjarta sinu — og
suöur doblaði lokasögnina.
Báðir á hættu.
A enginn
V AK763
♦ 9843
* K1054
A G32 a ÁD9754
V D4 Z G85
♦ KDG62 ^ Á105
+ Á62 4 7
A K1086
V 1092
♦ 7
* DG983
Þegar Avarelli og Belladonna
voru i vörninni gegn Rose og
Gardener spilaði suður —
Avarelli — út tigulsjöi. Rose tók
slaginn heima og spilaði litlum
spaða á spil blinds. En Avarelli
hikaði ekki — stakk strax upp
spaðakóngnum. Spilaði
Belladonna svo tvivegis inn á
efstu hjörtun — fékk tigul til
baka. Austur fékk þvi átta slagi
— 500 til ítallu.
Á hinu borðinu spilaði
Schapiro ut hjartatiu og eftir
það gat vörnin ekki fengið nema
tvo slagi á hjarta og tvo á spaða
— trompið. Italia vann þvi 300 á
spilinu.
A sovézka meistaramótinu
1960 kom þessi staða upp i skák
Schamkowitz, sem hafði hvitt
og átti leik, og Kortsnoj
21.Dc3 — Rxd3 22.Bxe7 —
B x g 2 + ! 23. K x g 2 —
Rf4+ 24.Hxf4 — Hxf4 25.Hdl —
Dc6+ 26.Kg3 —Da4! 27.C6+ —
bxc6 28.Dxg7 - Hf3+! ! og
svartur vann.
Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16
og kl. 18.30—19.30.
Fæðingardeild: Kl. 15-16 og 19.30-
20.
Fæöingarheimili Revkjavikur:
Alla daga kl. 15.30-16.30.
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-
16 og 18.30-19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-17.
Landsfkot: Mánud.-laugard. kl.
18.30-19.30. Bunnud. kl. 15-16.
Barnadeild alla daga kl. 15-16.
Grensásdeild: kl. 18.30—19.30alla
daga og kl. 13—17 á laugard. og
sunnud.
Hvitabandið: Mánud,—föstud. kl.
19—19.30, laugard. og sunnud. á
sama tima og kl. 15—16.
Kópavogshælið: Eftir umtali og
kl. 15—17 á helgum dögum.
Sólvangur Hafnarfirði: Mánu-
dag — laugard. kl. 15 — 16 og kl'.
19.30—20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15—16.30.
I.andspitalinn: Alla daga kl.
15—16 og 19—19.30. Fæðingar-
deild: ki 15—16 og 19.30—20.
Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16
alla daga.
DAGBLAÐIÐ er
smáauglýsingablaðið
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 11. nóvember.
Vatnsberinn (21. jan. — 19. feb):
Ariðandi er að börn verði varin
smáslysum, er hent gætu heima fyrir i
dag. Leggðu þig allan fram við að fylgja
fólki, þó þér finnist það nokkuð krefjandi,
þvi þú kemst að raun um að ekki er allt
sem sýnist.
Fiskarnir (20. feb. — 20. marz): I dag
fylgir heill nýjum áætlunum og nýjum
störfum. Hvers konar vinna við, eða rann-
sóknir tengdar visindum eru undir heilla-
stjörnum. Einnig eru stjörnurnar hag-
stæðar ástalifinu og ætti kvöldið að verða
ánægjulegt.
Hrúturinn (21. marz — 20. april): Hvað
varðar ástalifið er dagur þessi mikil-
vægur og þú kannt að þurfa aö taka ein-
hverjar ákvarðanir. Hafðu samt stjórn á
skapi þinu þvi stjörnustaðan er ekki allt of
hagstæð.
Nautið (21. aprif — 21. mai): Það gæti
komið svolitill afturkippur I vináttusam-
band. Þú skalt skilja þær skyldur til hlft-
ar, er þú tekur á þig, annars gæti farið svo
aö þú verðir farinn að gera mun meira en
þér ber.
Tviburarnir (22. mai — 21. júnD.Farsæld
fylgir öllum áætlunum sem þú og einhver
nákominn þér brugga saman. Hafðu sam-
band við gamlan vin þinn og þú kannt aö
fá fréttir sem valda þér furðu. Þú losnar
við ákveðin áhyggjuefni.
Krabbinn (22. júní — 23. júli) :Notaöu þér
hvert tækifæri, sem þér býöst i sambandi
við viðskipti þin i dag. Gefðu þér svolitinn
tima til að lagfæra útlitið, þú kannt að
fara út i kvöld og hittir þá manneskju sem
verður þér mikils verð.
Ljónið (24. júli — 23. ágúst): Þú skalt orða
varlega ailt sem þú skrifar i dag, einkum
ef þú skrifar vegna viðskipta. Félagslif
þitt verður fjörugt og andlega uppörvandi
i kvöld.
Meyjan (24. ágúst — 23. sept.): Þú skalt
draga úr vinnuhraða þinum i dag, þvi
liklegt er að á þig bætist aukastörf
siðdegis. Hvers konar tómstundaiðkanir
tengdar tónlist eða leiklist eru undir
heillastjörnu i kvöld.
Vogin (24. sept. — 23. okt): Vertu viss um
aö ljúka alveg einu verkefni áður en þú
byrjar á öðru siðdegis þvi annað gæti
kostað rugling. Þú verður að draga úr
eyðsluþinni, þvi annars kemur þig til með
að vanta peninga fyrir nauðsynjum.
Sporðdrekinn (24. okt. — 22. nóv.):
Varastu að ræða viðkvæm mál við sam-
starfsmenn þina. Nauðsynlegt er að þú
athugir öll fjárútlát þin og farir yfir allar
þær greiðslur er þú þarft að inna af hendi.
Bogmaðurinn (23. nóv. — 20. des.): Hafi
þig lengi langað til að kynnast ákveðinni
manneskju þá virðist nú svo að ekki sé
langt þar til þessi ósk þin rætist. Vertu
raunsær i samskiptum þinum viö aðra og
vænztu ekki of mikils.
Steingeitin (21. des. — 20. jan.): Þú verð-
ur eitthvað órólegur i dag og verið gæti að
einhver ykkar séu að hugsa um að skipta
um atvinnu. Leggðu niður fyrir þér hvað
þú eiginlegaviltáður en þú tekur einhverj-
ar lokaákvarðanir.
Afmælisbarn dagsins: Heimilislifið ætti
að vera einkar ánægjulegt á komandi ári.
Ahyggjuefni einhvers nákomins munu
minnka að mun, og hjá hinum giftu ætti
skilningur milli hjóna að dýpka.
„Þér verðið að trúa mér læknir, i eitt skipti fyrir
öll, þvi að ég er ekki á mælendaskrá aftur.”
Maður verður dálitið þröngsýnn i þessum svampstólum.